Morgunblaðið - 15.05.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.05.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 19«ð JltttyMttMiifyife 'Ú’itgiefandl H.f. Árvafcur, Reyfcjavflc. Fxiamkvæm.daatj óri HaraJidur Sveinsson. 'Rit&f)iórax• Sigurður Bjarrcason írá Vigur. Matfchías Johannessleii, EyjóKur Konráð Jónsson. Bitstj órnarfulltrúi Þorbjörn. Guðmnndsson, Fréttastjóri Björn Jóhannsson). Auglýsingaistjóri Árni Garðar Kristinsson. Eitstj órn og afgreiðsla Aðalstrseti 6. Sími ÍÓ-IOD. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Asfcriiftargjald kr. 150.00 á mánu'ði innanlands, I lausasíöitt fcr. 10.00 eintakið. ALÞMGI SÍGBAST Á FORDÓMUM ¥ tveimur meiriháttar mál- um hefur Alþingi það er nú situr, sigrazt á gömlum fordómum. Ræðir hér um hagnýtingu fiskveiðiland- helginnar og leyfi til að reka loðdýrarækt á íslandi með svipuðum hætti og aðrar þjóðir gera með góðum árangri. Bæði þessi mál hafa verið að þvælast fyrir þing- inu mörg undanfarin ár, en engin niðurstaða hefur náðst. En á þessu þingi hafa þing- menn úr öllum stjórnmála- flokkum sameinazt um lausn þessara mála. Ný löggjöf hefur verið sett um hagnýt- ingu fiskveiðilandhelginnar. Kjarni hennar er sá, að nokk uð eru rýmkaðar heimildir til togveiða innan fiskveiði- takmarkanna. Fyrst og fremst er gert ráð fyrir að vélbáta- flotinn, sem mjög hefur stækkað á síðustu árum, fái heimild um takmarkaðan tíma til þess að fiska innan fiskveiðitakmarkanna. Vegna aflabrests á síldveiðum und- anfarin ár er óhjákvæmilegt að veita þessum fiskiskipum tilgreinda heimild. Heimild togaranna til að veiða innan fiskveiðitakmarkanna hefur einnig lítillega verið rýmk- uð. En þessi löggjöf um aukn- ar fiskveiðiheimildir innan fiskveiðitakmarkanna gilda aðeins til ársloka 1971. Hér er því farið varlega af stað, og það haft í huga að efna ekki til rányrkju á grunn- miðum. Þingmannanefnd úr öllum stjórnmálaflokkum undirbjó þetta mál í samráði við sjó- menn og útvegsmenn um land allt. Vitanlega hefðu margir þingmenn kosið að fá ýmsum ákvæðum frumvarps ins, sem landhelgisnefndin undirbjó, breytt í þinginu. Voru og fluttar ýmsar breyt- ingartillögur frá einstökum þingmönnum. í umræðunum var bent á ýmislegt, sem betur mátti fara frá sjónar- miði einstakra landshluta. Reynslan mun skera úr um það, hvernig þessar auknu veiðiheimildir gef- ast. Ef þær leiða til ofveiði á grunnmiðum á þessu stutta tímabili, sem ætlazt er til að þær gildi, verða þær afnumd ar. Ef ekki, halda þær áfram. Kjami málsins er, að fiski- miðin verði hagnýtt með sem skynsamlegustum og hag- kvæmustum hætti. Um minkarækt hér á landi hefur mikið verið deilt á und anförnum árum. En á þessu þingi hefur það gerzt að þing menn úr öllum flokkum hafa lagt sig fram um að ná sam- komulagi. Var frumvarp um að leyfa minkarækt undir ströngu eftirliti samþykkt við 2. umræðu með 24 atkv. gegn 11. Má gera ráð fyrir að það nái lagagildi nú í þing- lokin. Samkvæmt þessu frum- varpi má ekki flytja til lands ins loðdýr nema þau eða for- eldrar þeirra hafi hlotið verðlaun á loðdýrasýningun- um eða séu af viðurkenndu góðu kyni. Þá er gert ráð fyrir að loðdýrabú, þar sem minkar eru geymdir, skuli hafa þrefalda vörn og svo rammbyggilega um búið, að útilokað sé að dýrin geti sloppið. Að sjálfsögðu greinir menn á um það, hvort leyfi til minkaeldis hér á landi sé skynsamleg ráðstöfun. Það er þó ómótmælanleg stað- reynd að aðrar þjóðir rækta þetta loðdýr með góðum árangri og mi'klum hagnaði. Atvinnulíf okkar íslendinga er mikils til of fábreytt og þess vegna má einskis láta ófreistað til þess að gera það fjölbreyttara. Staðreynd er, að villiminkur leikur hér lausum hala og ókleift hefur reynzt að útrýma honum. Þess vegna virðist ekki úr vegi að reyna að hafa eitt- hvað upp úr þessu verðmæta loðdýri en láta ekki sitja við það tjón, sem villiminkurinn veldur. Reynslan verður hér að fá að kveða upp sinn dóm. Samkomulagið um þessi tvö mál sýnir, að þegar þing- menn leggja sig fram um að samræma sjónarmið sín, er mikils árangurs að vænta. Menn geta þá sigrazt á göml- um fordómum og látið þjóð- arhag ráða. SJÁLFSKAPAR- VÍTI að væri mikið sjálfsskap- arvíti, ef íslendingar héldu þannig á málum sín- um á næstunni, að hér yrði varanlegt atvinnuleysi. Segja má, að það atvinnuleysi, sem ríkti hér um tíma í vetur, hafi að mestu horfið, eftir að vertíðin komst í fullan gang. Skæruhernaðurinn á vinnu- markaðnum undanfarnar vik- ur hefur að sjálfsögðu valdið allstórum hóp manna og þjóðinni í heild verulegu Wilson HAROLD Wilson, forsætisráð- herra Bretlands, á í erfiðleik- um á mörgum vígstöðvum. Þeir erfiðleikar sem kunna að verða honum hættulegastir, eru innan han^ eigin flokks, en margir brezkir fréttaskýrendur telja, að á undanförnum mánuðum hafi hann misst að meira eða minna leyti áhrifavald sitt yfir stórum hluta þingmannanna. Aginn í flokknum hefur einn- ig verið talinn slælegur og bar- áttuviljinn ekki upp á það bezta, svo að agameistarinn svo nefndi, „Chief Whip“, sem hef- ur eftirlit með ástundun og störfum aðstoðarráðherranna hefur boðað nýja og harðari línu. Wilson varð fyrir slænrni áfalli þegar Douglas Houghton, formaður þimgflokiks Verka- mannaflokiksins, gagnrýndi stjórnina harðlega fyrir afstöðu hennar í baráttunni við verka- lýðsthreyfimguna vagna banns- ins við skæruverfaföllum sem Wilson viill setja. Houigihfcon sagði, að stjómin gæti ekki haldið áfraim að taka ebkert tillit til stúðningsmanna henn- ar. Forsætisráðiherrann hóf þeg- ar að reyna að róa sína sam- herja, og það vildi svo vel til að kvöldið eftir hafði hann boð- ið sínuim 60 aðstoðarráðlheiTUim í Downinig Street 10, til að þigigja drykk og rabba saman. Hann áfavað þegar að nota sér þetta eins og hann gæti. Það er efaki ti,l nein opinber skýrsla uim hva'ð fram fór á þessum rabbfundi eða hvað Wilson saigði, en fréttamönnum hefur tekizt að raða saman brot um sem þeir fengu hist og her. Wiilson mun m.a. hafa sagt: „Það er stór hópur af fólki sem hefur það að takmarki að neka iþessa stjórn og mig frá völduim, en til að steypa stjórninni Iþurfa þeir einnig að losna við mig. Það er skylda miín að standa vörð am framtíð Verkamanna- fiofaksins, og þeirri skyldu hef ég bugsa'ð mér að igiegna eftir beztu getu, hvað sem á geng- ur“, Ráðherrann taldi að stjórnin væri umkringd óvinum: „Ég ætla efaki að spi'la upp í hend- urnar á þeim. Veikið þið ekki stjórnina með því að gera það. En ef þeim heppnast að losa sig við mig, þá er áreiðanlegt að sá sem á eiftir mér kemur verður ekki fær um að mynda stjórn". Wilson gaf í skyn, að nýr flokksleíðtogi myndi hafa of mikið að gera við að líta um öxl og gá að hnífnum sem beint væri að baki hans. Því næst svaraði Ihann spurn- ingum í rúma klukkustund. Meðal svaranna voru þessi: „Auðvitað vinnum við. Ef ein- hver aðstoðarráðherranna efar það, er ég fús til að ræ'ða við í vanda hann hvemær sem er. Ef ein- hver ykkar er í vafa um fram- tiðina og hefur ekki nægilegt sjálfstrauist, þá sendið mér límu, og ég lofa að svara um hæl“. Hann hélt áfram og sag'ði: „Ef eimhiver er þreytfcur og finnst nóg faomið, þá sfail ég það ósköp vel. En við höfum komið miklu góðu til leiðar, þótt ég heyri ekki annað en kvartanir vegna takmarkana og sparnaðar. En þeir sem eru að missa móðinn, ættu að reyna að herða sig upp. Munið, að fyrir hvern einn sem dettur út úr, eru 10 ákafir í að fá stólinn". Og að lokum: „Ég vil tafaa þetta skýrt fram, og vil að það sé ski'lið rétt, Við mumum sigra í mæstu kasninguim. Það er enn nægur tími. En þið skulið ekki láta yikbur detta í huig að haegt sé að leysa vandræði okkar með því að Skipta um mann“. Viðbrögð aðstoðarráðherr- anna voru misjöfn. Suimum fannst þeir hafa verið auðmýkt- ir, en aðrir skemimtu sér kon- unglega og ferngu endurnýjaða trú á flokkmum, forystunni og sjálfum sér. Hins vegar voru þeir svo til aíllir reiðir og móðg aðir eftir ræðu Bob Mellish, sem er nýskipaður agameistari flokksins. Hann sagði m.a.: „Sumir ykk ar hafa það fyrir vana að vera fjarverandi úr „Deildimmi" án þess að láta agameistaramn vita. Framhald á bls. 20 tjóni og leitt til nokkurs at- vinnuleysis á einstökum stöð um. En óhætt er að fullyrða að um leið og samningar tak- ast og friður kemst á, muni allur atvinnurekstur komast í eðlilegt horf og atvinna aukast. Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar hjá hinu opin- bera á komandi sumri. Víða er unnið að stórframkvæmd- um í vegamálum og raforku- og stóriðjuframkvæmdirnar hér 9unnanlands skapa mikla atvinnu. Víða horfir vel með aflabrögð og líklegt er því að mikil atvinna verði í frysti- húsunum út um landið. Kjarni málsins er, að ráð- stafanir þær, sem ríkisstjórn- in gerði í efnahagsmálum á sl. hausti, hafa borið mikinn árangur. Á vetrarvertíðinni fór hver fleyta á sjó og fisk- iðnaðurinn komst í fullan gang um land allt. Þessi þró- un mun halda áfram, ef hyggilega er að farið. Ef at- vinnutækin fá hinsvegar ekki tækifæri til þess að rétta nokkuð við eftir þá miklu erfiðleika, sem af'la- brestur og verðfall hefur leitt yfir þau, er voði fyrir dyr- um. Þá getur enginn mann- legur máttur komið í veg fyrir það, að atvinnuleysi skapist á nýjan leik. Þjóðin verður þess vegna að einbeita kröftum sínum að því á næstunni að tryggja grundvöll atvinnutækjanna og bjargræðisvega sinna. Jafnframt verður að neyta allra ráða til þess að gera atvinnuvegina fjölbreyttari og minna háða árstíða- bundnum sveiflum af völd- um aflabrests. Um þetta eru allir íslendingar sammála. Það eru aðeins tiltölulega fá- ir pólitískir ævintýramenn, sem vilja kynda elda upp- lausnar og efnahagslegs öng- þveitis. Þeir vi'lja stefna að því opnum augum að bjarg- ræðisvegunum verði á ný íþyngt þannig, að grundvöll- ur íslenzkrar krónu verði enn á ný holgrafinn. Þessir ævintýramenn vilja ekki una því að fólkið ráði við kjör- borðið hverjir fara með stjórn landsins á hverjum tíma. En þessi óheillaöfl verð ur að sigra. Þjóðin verður að fá frið til þess að sigrast á erfiðleikunum og tryggja áframhaldandi þróun og uppbyggingu í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.