Morgunblaðið - 18.05.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.1969, Blaðsíða 8
8 MOHGUN’B'LA.ÐIÐ, SIJNNUDAGUR 18. MAÍ 1960 Skortur á fjármunum, skortur á húsnæði, skortur á mðnnum eru vandkvœði Háskólans í framkvœmd Rœtt við nýkjörinn rektor, prófessor Magnús Má Lárusson Frettamaður Mbl. hitti nýkjör inn rektor, Magnús Má Lárus- aon, prófessor, að máli og átti við hann viðtal það, er hér fer á eftir: — Hvernig leggst rektorsem- bættið í þig, prófessor Magnús? — Það leggst bara sæmilega í mig. Að sjálfsögðu er þetta eitt- hvert vanþakklátasta embætti landsitos Það eru svo mangvís- legar kröfur, sem erfitt er að fullnægja, en ég vona að sam- vinna við kennara og stúdenta verði ánægjuleg og góð. — Nú liggur það fyrir, að stú- dentar þeir, sem þátt taka í rektorskjöri, stóðu einhuga að kjöri þínu. Ég má kaninski spyrja hver afstaða þín sé til hlut- deildar stúdenta í stjónn Há- dkólans. — Hingað til hefur hún verið vinsamleg og ég skil vel óróann í unga fólkinu nú í dag, því að á margan hátt virðist mér þjóðfé- lagið gera meiri kröfur til unga fólksins nú heldur en t.d. fyrir stríð. Það er ekki nema von, að ungir menn, sem hafa notið menntunar og eru fullir af þrótti, vilji láta til sín taka, ekki sízt þar sem þeir verða jú skattborg- arar 16 ára gamlir. — Teldir þú æskilegt, að stú- dentar fengju frtkari hlutdeild í stjórn Háákólans en nú er? — Það getur verið mál til at- huguinar. Því fylgir í raun og veru rr.iklu meiri ábyrgð en stú- dentar gera sér almennt ljóst, og einn annmarkr er á því. Harun er sá, að stúdentamir koma og fara, dveljast tiltölulega skamrna stund innan veggja háskólans, sleppa svo laiusir og liðugir und an ábyrgðinni, sem hins vegar fylgir kennaraliðinu, meðan kennararnir eru í starfi. — Svo við snúum okkur að máleínum Háskólans. Hvaða verkefni telurðu þar brýnust í náinni framtíð? — Verkefnin em auðvitað eins mörg og hægt er að hugsa upp, en hins vegar er þá það vanalega gamla kvalræði, sem eru peningar bæku-r og hús næði og það er í raun og veru mjög djarft fyrir 200 þúsund manins að halda uppi sjálfstæðu samfélagi og sjálfstæðum há- skóla. Það er dýrt. — Stundum er rætt um það, að núverandi háskólakenmarar hafi ekki aðstöðu til að gefa sig að rannsóknium eins og skyldi, hvað segir þú um það? — Það er svo i nútímanum, að menn hafa svo mörgum verkefn- um að sinna í einu, ekki sizt hér hjá okkur í fámemninu. Eftir því sem ég hef kynrzt lífinu ann- ars staðar, þá hafa menn þar meira næði og meiri möguleika af þeinri ástæðu, að að baki þeim standa fjölmennari þjóðfé- lög. Einstaklingur hér, hvar svo sem hanm er staddur í stétt, verð ur að vinna tiltölulega miklu meira en t.d. hjá fnændþjóðum- um. Hins vegar er það reynd í sambandi við háskólakenmara, að í raun og veru þurfurn við á tvennis konar háskólakenmur- um að halda. Við þurfum að fá og hafa kemnara af guðs náð og við þurfum að hafa háskóla- kenmara, sem stunda grundvall- arrannsókni,-. Þetta tvenmt þarf ekki endilega að tara saman, af því að manngerðirnar eru svo margvíslegar. Ég tel að hinn góði kennari, sem getur örvað nemendurma, eigi jafn mikinn til verurétt inman Háskólans, einis og sá, sem leggur drjúgan skerf til grundvallarranmsókna. Þetta er ekki eingöngu mitt eigið sjóm armið. T.d. er það nú mjög svo á dagskrá í Bandaríkjumum, þar sem hingað til hefur gilt regl- an: publish or perish, lauslega þýtt: framleiddu næga prent- svertu, ella verðurðu skorinn á háls. — Nú er Háskóli fslands í flesturn atriðum sniðinn eftir Há skólanum í Kaupmanmahöfn, eins og kunnugt er. Á síðari ár- um hefur gætt tilhneigingar til breytingar í þá átt að beina Há- Skólanum meira í líkingu við það sem t d. tíðkast í Svíþjóð og Bandarí'kjunum. Hvert er þitt viðhorf í þessu efni? — Ég tel þetta á margan hátt afskaplega eðlilegt. Við þurfum ekki endilega að vera bundnir við eitt form fremur en annað, við verðum, vegna sérstöðu okk ar á allan hátt, að finna smám saman fram til þess forms, sem okkur hentar bezí. Við stöndum í þakkanákuld við Hafnarhá skóla, og við getum ekki afneit- að þeinri staðreyr.d, að Háskóli íslands, rétt eins og Háskólinm í Osló, eru dætur Hásíkólams í Kaupmannahöfn — og t.d. á öld- inini, sem leið, þá er mjög Skemmtilegt að minmast þess, þegar PrestaSkólinn var hér stofnaður, þegar Læknaskólinn var stofnaður, og svo eftix alda- mótin Lagaskólinm þá nutu þess- ir embættismannaskólar fulls stuðnings háskólaráðs í Kaup- mammalböfn. Ýmislegt gott er hér enn varðveitt, rétt eins og í Osló til að mynda í sambandi við doktorspróf, þá tíðkast það ekki hér, ek!ki í Noregi og ekki í Dam- mörku að vera með skæting i garð doktorsefnisins, svo eitt dæmi sé tekið. — Þú nefndir áðan, að hér vantaði fé, húsnæði og kenn ara. Viltu eða geturðu á þessu stigi nefnt til hvers þú teldir brýnast að fá fjárveitingu og hvaða húsmæði þú teldir hrýnast, að yrði fyrst byggt, og hvaða kennslugreinar þú teldir helzt vanta? — Þessari spurningu ætla ég mér ekki að svara á þessari stundu. Það eru fleiri aðilar, sem þar eiga hlut að máli, en að rmörgu getur veiið minmisstæð myndin í AlþýðufcJaðimu 1. apríl s.l., því að í henni fólst töluvert mikill saninleilkur. — Stundum er rætt um það, að sérstakár fræðigreinar eigi Háskólinn að leggja stund á öll- um öðruim fremur Hvað vilt þú segja um það rrtál9 — Vitanlega eru fræðigreinar, sem íslendinigar hafa samkvæmt sínium frumbuTðarrétti beztu og helztu skilyrði til þess að stunda og jafnvel má á þeim gnumd- velli hugsa sér aðrar auknar nýjar kennslugteinar. En fá- mennið skapar okkur ákveðna erfiðleika í því sambandi að veita kenmurunium sæmilegan að búnað á allan hátt. Oft og tíð- um er það svo, að við komumst efcki hjá því að nýta menm, sem verða að öðru leyti að vera í fullum störfum til þess að geta séð sér farborða. — Nú hefur rektor heimild til þess að vera umdanþeginm kennsluskyldu, ratnlkv. nýjium lögum, sem samþykkt vonu fyr- ir skömmu á Alþingi. Hefur þú hugsað þér að notfæra þér þetta ákvæði? — Ég er ekki til fulls búinm að taka afstöðu til þessa vanda- máls, en ef þú vilt persónulegt álit mitt á því lét ég það uppi í Vettvamgi Stúdentaráðs Há- skóla íslands. — >ú vildir kanmski gjöra svo vel og endurtaka það hér. — Það er svo. Rektorinm er forseti háskólaráðs, málsvari stofnunarinnar út á við, en jafn- framt er hann prófessor, og að loiknu rektorsstaifi heldur hann áfram sem prófessor. Þá er spurningin þessi, hvernig er hag anlegast að varðveita hið líf- ræna samband við nemenduma og til þeirra vetður ennfremur að taka eitthvert tillit, en er ég tók við kjöri, þá minmtist ég þess, að við værum hér, hefðum universitas, em með þeirri breyt- ingu, sem 'hefur orðið á lögum háðkólans, og kom þá til fram- kvæmda í fynsta sinn, þennan dag, þá erum við líka nú á góðri leið að verða corporatio, kenn- arar og stúdentar, og afleiðing af kjörháttum er sú, að rektor- irun er eirmiig málsvari stúdenta auk kennaranna þegar því er að dkipta. — Er efcki hætta á því fyrir ■háskóla, sem eí staðsettur á eyju út á miðju Atlantshafi, að hann einangrist frá öðruim vís- indastofnunum í heiminum. — Sú hætta er alltaf fyrir hendi og getur í raun og veru verið fyrir hendi. hvar sem er. Við hofum nú i tækninni að- stöðu til að sigrast á fjarlægð- unum, en sa sdgur er orðinn nofcfcuð dýnkeyptur. Það er í raun og veru þannig í dag, að jafnvel prófessorum, sem eru í þriðja hæsta laui.aflokki ríkis- ins, er sem stendur ókleift und- ir venjulegum kringumstæðum að ferðast jafnvel til næstu ná- grannalanda, hvað þá lengra vegna kostnaðarins. — En þú telur, að bæði ken.n arar og stúdentar hefðu gott af því að dveljast eitthvað við aðra háskóla. — Það er að mir.ni hyggju skil yrði til þess, að sjóndeildar- hringurinin vikkx, að stúdentair kynnist öðrum staðtháttum, sjái aðra lifnaðarháttu, kynnist öðr- um möninium. Og kenimurunum er hið sama nauðsynlegt. — Mig lamgar tii að spyrja þig aðeins nánar um starfsaðstöðu manna hér við háskólann, en stumdum er rætt um, að hún sé ekki sem skyldi. Hvert er þitt álit á þeim efnum? — Mitt álit er það, að starfs- aðstaða sé ekki sem skyldi, og stafar það einfaldlega af þvi að húsnæði Háskólars er spnumgið í dag. Þaranig, að allt til skamms tíma voru deildarforsetar, sem áttu hvergi höfði sínu að halla hér inman stofmunarinnar og gengi með sina skrifstofu í tösk unini og gera jafnvel enm. Að vísu rættist úr í bili með til- komu Árnagarðs, en það bil er heldur en ekki mjótt, því að eft- ir árið er sama öngþveitið kom- ið á nýjan leik og í raum og veru eru deildirnar í svo örri þróun, að það er ákaflega örð- ugt að ráða fram úr byggingar- málum og hætta á, að tíminm hlaupi frá mamni Hitt er svo enn fremur, að rnemn almemrat, bæði innan Háskólans og utan hans, óska eftir fieiri námsbraut um, eftir mánara sambandi við at vimnuvegina til að mynda. Þetta er gott, og ágætar hugmyndir uppi í þessu sambandi, en vand kvæðin í framkvæmd hins vegar þessi: skortur á fjármunum skortur á húsnæði og skortur á mömnum. Ennfremur ber þess að gæta að þeir sem stunda nám eiga vitaskuld einhvern rétt á því að námi loknu að fá störf við sitt hæfi. Þróunin er svo ör, að þessi mál eru mjög brýn til úrlauanar ein3 skjótt og verða má í frumdráttum, en það eru margir aðilar, sem hér eiga hlut að máli og það þarf að atbuga þetta allt með gát og forsjá. Skipaviðgerðir — MÝJASTA TÆKMI Allar skipaviðgerðir okkar fara fram nýjustu tækni á nýju tækniverkstæði. Slippur fyrir öll skip upp í 700 lestir. Mjög góð og ódýr þjónusta. nýtízku slipp með Föreyjaskipasmiðastöðin í Færeyjum Sími 14 eða 18. Kvöldvinna Stúdentar eða fólk með sambærilega menntun óskast til út- breiðslustarfa. Vinnutími kl. 18—21. Þeir, sem áhuga hefðu á starfinu, leggi nöfn sín ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un og atvinnu inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 21. þ. m., merkt: „Kvöldvinna — 2499". Samkeppni Listahátíð í Reykjavík efnir til samkeppni um gerð og útlit merkis fyrir hátíðina. Útboðsskilmálar eru afhentir í Norræna húsinu milli k! 9 og 4 alla daga. Þátttaka er öllum heimil. Tillögum sé skilað fyrir þann 16. júní n.k. Ein verðlaun verða veitt að upphæð kr. 25 þúsund. DÓMNEFND. Magnús Már Lárusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.