Morgunblaðið - 18.05.1969, Síða 10

Morgunblaðið - 18.05.1969, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1'8. MAÍ 196» Erlendur Jónsson skriíar um BÓKMENNTIR Gunnar Gunnarsson áttræður „ORKULINDIR Gunnars Gunnars- sonar voru allar á einmana ey i Atlantshafi," segir Stellan Arvid- son. Svo verður hvað að virðast, sem það kemur fyrir sjónir á hverjum stað og hverri stund. Fyrir sjónum okkar Islendinga er Gunnar Gunnarsson að sönnu rammislenzkur höfundur. Hitt er engu að síður staðreynd frá okk- ar sjónarhóli séð, að hann gerðist meðalgöngumaður okkar við heim- inn og rauf þannig einangrun þá, sem íslenzkar bókmenntir höfðu mátt þola allt frá þeim tíma, er norræn tunga aðskildist í þjóð- tungur og íslenzk skáld hættu að flytja kvæði sin i heyrandi hljóði fyrir útlendum mönnum. Skandinavía er ekki miðpúntur heimsins. En hún er meir mið- sveitís en island. Skandinaviskar þjóðir hafa meira að segja talizt til stórvelda. Og allavega var Skanínavia tengiliður okkar við heimínn, þegar Gunnar Gunnars- son hvarf þangað, ungur maður. Guðmundur Friðjónsson hugs- aði sér, að rithöfundar skiptu með sér verkum; ósjálfrátt auðvitað. Samkvæmt slikri hugsanlegri verkaskipting má segja. að Gunn- ar Gunnarsson hafi gerzt eins konar bókmenntalegur erindreki fyrir Island á erlendum vettvangi. Gunnar minnti frændur okkar norræna — og þar með heiminn — á að enn væri á Islandi lifað lífi. sem vert væri að kynnast af sögubókum. Þá var Island nýbúið að fá heimastjóm, þegar Gunnar tókst á hendur það tvisýna hlut- verk að hefja að nýju útflutning íslenzks skáldskapar. Og þá hvarf hann heim, þegar hann hafði, glæsilega og stórmannlega, innt það hlutverk af hendi. Hvers virði reyndist svo frum- kvæði Gunnars Gunnarssonar ís- lenzkum bókmenntum eða rétt- ara sagt islenzkri menning yfir- leitt? Verður það nokkru sinni metið réttilega? Hversu mikinn þátt áttu bækur hans í að greiða götu yngri rit- höfunda íslenzkra, sem heima sátu, en áttu undir högg að sækja að koma ritum sinum á framfæri meðal annarra þjóða? Hvers virði reyndist t. d. samvinna Gunnars Gunnarssonar og Hall- dórs Laxness? Kannski er það að líta um of á hið einstaka, en hlaupast yfir hið altæka, sé minnt á, að þeir þýddu hvor annars bækur. Gunnar kynnti Laxness ungan í Skandínavíu, en Laxness átti svo þátt í að gera Fjallkirkj- una að því meistaraverki islenzks máls, sem hún er. Fyrir löngu höfum við metið að veiðleikum skáldverk Gunn- ars. En höfum við enn metið maklega frumkvæði hans: að aug- lýsa með verkum sínum islenzkar bókmenntir og menning yfirhöfuð utan landsteinanna? Höfum við þakkað honum, að hann skyldi halda áfram að vera sannur Is- lendingur, eftir að hann hvarf að heiman og tók að skrifa á dönsku í Danmörku? Ætli megi ekki segja, að okkur hafi þótt það hreint ekki þakkarvert? Bersýnilega hefur það mál þó horft öðru vísi við fyrir öðrum. Orð Stellan Arvidsons, sem vitn- að var til að ofan, kunna meðal annars að benda í þá áttina. Og ótiklega hefur Island verið svo mikils virt fyrir nær sextiu árum, að heimurinn teldi það eitthvert sjálfsagt kjörefni í fræg skáld- verk. Munu ekki útlendingar samt — og ef til vill því fremur — hafa metið það við höfundinn, að hann skyldi halda tryggð við sina „einmana ey"? Kannski var höf- undinum ekki heldur nein vork- unn, þegar öllu var á botninn hvolft: að segja frá lifinu uppi á Islandi — það var þó nýtt, frum- legt að sinu ieyti, ferskt, ef ekki ofboðlítið frumstætt. Að sögn náði Gunnar Gunn- arsson snemma undraverðum og snilldarlegum tökum á tungu þeirrar þjóðar, sem hann kaus sér að dveljast með. Vafalaust hefur hann bá kynnzt mannlífinu þar í svo mörgum myndum, að hann hefði eins getað háð sér þar efni í skáldverk sin. Að hann kaus sér að verða eftir sem áður islenzkur rithöfundur — það var því ekki svo sjálfsagt mál þá, eins og það kann að virðast nú, þegai horft er til baka, heldur staðfesti það ræktarsemi hans við ættjörðina. En ekki skyldi ganga fram hjá hinu, að löng dvöl rithöfundar með annarri þjóð en sinni eigin hlýtur að hafa greinileg og varanleg áhrif á list hans. Gunnar Gunnarsson má hafa goldið þess, að hann naut ekki stöðugs, persónulegs sambands við sitt sögufólk, ef svo má að orði kveða. En hann hefur þá jafnframt notið hins, að hann stóð í ákjós- anlegri fjarlægð frá yrkisefnunum. Hann gat horft á þau hlutlausari sjónum. Hann gat séð þau í heilla samhengi og borið þau saman við annan veruleika í öðru um- hverfi, sem hann þekkti líka vel. Þannig vikkaði hann ekki aðeins sitt sjónmál, heldur einnig þeirra, sem á eftir komu; íslenzkra rit- höfunda í heimalandinu. Einhver sagði einhverju sinni, meðan Gunnar var ungur, en þó orðinn þekktur höfundur í Dan- mörku, að fyndnin í sögum hans væri dönsk. Staðhæfingin átti að vera niðrandi, en reyndist fjarri lagi og hitti ekki í mark. Hitt hefði verið sönnu nær að segja, að Gunnar Gunnarsson væri fín- gerður listamaður, húmor hans var græskulaus, en ekki í ætt við þá rustalegu hótfyndni, sem ís- lenzkir sveitamenn höfðu löngum tamið sér sakir megnra leiðinda og kuldahrolls í órómantískum torbæjum. Gunnar hélt áfram að vera sveitamaður, þó hann settist að í stórborg. vitanlega. En stór- borgin veitti honum þá yfirsýn. sem dalamaðurinn getur engan veginn öðlazt heima. Gunnar gat horft á sveitamanninn bæði með augum sveitamannsins sjálfs og borgarbúans. Þess vegna dró hann upp notalega smáýktar myndir, en forðaðist skrípamynd- ir, sem mönnum hættir svo mjög til að rissa, þegar þeir á annað borð láta eftir sér að skrum- skæla útlit sinna næstu ná- granna. I rauninni var Gunnar Gunn- arsson fyrsti íslenzki skáldsagna- höfundurinn, sem skrifaði ekki aðeins fyrir fólk i baðstofum hér heima á Fróni, heldur fyrir alla. En þó hann skrifaði ekki fyrir ís- lenzka sveitamenn fremur en aðra, fann hann svo næman hljómgrunn í brjósti þeirra, að sögur hans^urðu öðrum bókum vinsælli í sveitum þessa lands. Er vafasamt, að annar skáld- sagnahöfundur hafi gerzt virtari í lifanda lífi en Gunnar Gunnars- son meðal islenzkrar bændastétt- ar. Var hann ekki kominn heim í öllum skilningi, endurheimtur, þegar hann gerðist sjálfur bóndi í sveit? i sögum Gunnars Gunnarsson- ar eygði islendingurinn reisn sína á ný. Og hafi Gunnar sótt sér orku i lindirnar heima, þá skil- aði hann þeirri orku margfaldri til baka, svo mikið er vist. Heimamaðurinn fann, sem hann las eitthvert skáldverk Gunnars um íslenzkt samtímaefni, að hann (það er að segja Islendingur- inn hér heima í landi sínu) var orðinn hlutgeng persóna í bókmenntum í útlöndum, og það var ekki svo lítið. Var þá ekki sem hann sæi sig í nýjum spegli — svona leit hann þá út, séður frá hinum stóra heimi. Mæli- kvarðinn, sem lagður var á mann- gildið, reyndist vera samur þar og hér. Vitundin um það var á sinn hátt uppreist til handa af- skekktu fólki, sem vant var að lita um of upp til útlendinga. — ★ — Skáldverkum Gunnars Gunn- arssonar hafa verið gerð skil svo oft og víða, að ekki verður leit- azt við að bæta við þau fræði hér. Aðeins leyfi ég mér að benda á fjölbreytni þeirra viðfangsefna, sem hann hefur valið sér. Gunnar Gunnarsson hefur skrif- að söguleg skáldverk frá miðöld- um: Fóstbræður, Jörð, Hvítikrist- ur, Grámann; og Jón Arason frá siðskiptaöld. Hann hefur skrifað íslenzka ættarsögu, sem er eigin- lega skandínavískt form fremur en íslenzkt: Borgarættin. Hann hefur skrifað sakamálasögu frá islands dimmu dögum: Svart- fugl. Hann hefur skrifað ævisögu- skáldverk: Fjallkirkjan. Hann hef- ur skrifað sögu úr þorpinu við sjóinn: Ströndin. Hann hefur skrifað Reykjavíkursögur: Vargur í véum, Sælir eru einfaldir. Hann hefur skrifað sögu um manninn andspænis náttúruöflunum: Að- venta. Hann hefur skrifað sögur um mannvistir þær, sem „heiðin, þetta blessaða land" varveitti til skamms tíma í skauti sínu: Heiða- harmur, Sálumessa. Er þá margt ótalið, t. d. skáldsagan Vikivaki, sem Arvidson segir að sé „eina frávikið í skáldsagnasæg hans"; smásögur, þar sem greinir frá hin- um margvislegustu lifsins til- brigðum; kveðskapur, leikrit og ritgerðir. Og svo má bæta því við, að Gunnar Gunnarsson hefur ritað bækur sínar á tveim tungu- málum. Hann byrjaði á móðurmál- inu með tveim smáum kvæða- kverum: Vorljóð, Móðurminning; skrifaði síðan öll meginverk sín á dönsku, tók svo aftur að skrifa á islenzku, eftir að heim var snúið, auk þess sem hann hefur unnið ærið starf með því að fylgjast með íslenzkum heildarútgáfum verka sinna. — ★ — I dag er Gunnar Gunnarsson áttræður. Að baki er löng og far- sæl listamannsævi. Hvað er langlifi? spyr Jónas og svarar sér sjálfur: Lifsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf. Gunnar Gunnarsson hefur varið ævi sinni til þarfrar athafnar og veitt ótöldum lesendum frjóa lífsnautn með list sinni. Viðhorf hans til lifs og listar eru húman- ísk og jákvæð. Þó markmið listarinnar sé hvorki að lýta né fegra, er sálu- bót að lesa skáldverk Gunnars Gunnarssonar. Lýsingar hans á fólki og atburðum eru sannar í þeim skilningi, að þær gætu hafa gerzt. Enn sannari eru þær þó vegna hins, að höfundurinn er skyggn á mannlegt líf og sýnir öðrum það, sem hann hefur sjálf- ur orðið áskynja. Skáldverk Gunnars Gunnars- sonar spanna vítt og breytt í tímanum. En þau eru lika yfir- gripsmikil í öðrum skilningi, því þar koma fyrir hin breytilegustu dæmi úr lífinu: Græskulaus gam- ansemi yljar að hjartarótum, ef til vill fremur nú en fyrir hálfri öld. Stíllinn er svo margþættur og nákvæmur, að fleira er gefið í skyn en hægt er að segja með hverju orði einu saman. Það, sem i lífinu sýnist smátt og óverulegt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.