Morgunblaðið - 18.05.1969, Side 12

Morgunblaðið - 18.05.1969, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1960 ÞAÐ er þegar búið að senda geimfar að tunglinu, og það er þegar búið að fljúga tunglferj- unni utan við gufuhvolf jarðar. Menn kynnu því að álita að ferð Appollo 10 sé ekki svo ýkja merkilegur viðburður, og að hún sé ekki svo ýkja hættuleg, þar sem allt gekk með slíkum ágæt- um í fyrri ferðunum. En það er nú ekki svo vel, eins og einn geimvísindamannanna sagði einu sinni: „Því meira sem við lærum um himingeiminn og aðrar Eugene Geman, Thomas Stafford og John Young. plánetur, því fleiri spurningar bætast við". Það kom t. d. fram í ferð Apollo 8, að aðdráttarafl tungls- ins er mismunandi mikið, eftir því hvar farið er statt hverju si'nni og umferðarbrautin getur því verið óregluleg hvað hæðina snertir. Það er alger nauðsyn að fá nákvæmar upplýsingar um þetta áður en reynt verður að lenda á tunglinu, og það verður m. a. hlutverk tunglferju Apollo 10. Þeir Stafford og Cernan, munu tíka komast nær tungl’inu en nokkur maður tvingað tH, þeir verða í aðeins um 50 þúsund feta hæð frá yfirborði þess, en Apoll'o 8 var aldrei nær en 70 mílur. Young, bíður hinsvegar í Apollo farinu sjálfu, og ef einhver bilun verður í ferjunni er mögu- leiki á að hann geti komið þeim til hjálpar. Tunglferja Apollo 10 mun ekki lenda á tunglinu. Menn hafa ver- ið með tilgátur um að það yrði kannske gert óvænt, en tii þess eru engar líkur. I fyrsta lagi verð- ur hún ekki útbúin þeim eld- ftaugum sem ættu að lyfta henni frá tunglinu aftur, og í öðru lagi er það talin of mikil áhætta. Eins og fyrr segir er aðdráttar- aflið mismunandi, og það hefur haft í för með sér að erfitt hefur verið að gera nákvæma hæðarút- reikninga, og ef haegt er að tala um misvísun á ratsjá, þá hefur hún verið fyrir hendi. Lendingar- ratsjá tunglferjunnar verður að vera hárnákvæm, til að geimfar- arnlr geti vitað nákvæmlega hvar þau svæði eru sem aðdráttaraflið er breytilegt á. Annars gæti svo farið að þeir flyg'ju ferjunni á fullri ferð inn í fjall eða hæð. Tunglferjunni er ætlað að fljúga einni í um það bil átta klukku- stundir, og mestan hluta þess tíma mun áhöfn hennar nota til leiðarreikninga, kortagerðar og ratsjármælinga. Þeir munu einnig þrautreyna stjórntæki og allan útbúnað, því þótt ferjunni hafi verið flogið með góðum ánangri f jarðnánd, er aðdráttarafl tungls- ins mun minna, og aðstæður því aðrar. Þetta verður á öðrum degi við tunglið, og ein mesta hættu- stundin verður losun ferjunnar fná móðurskipinu. Til að stýra ferjunni niður á við og á rétta braut, þurfa vélarnar að starfa I nákvæmlega 43 sekúndur. Ef þær v.erða í gangi þrjár sekún'dur í viðbót, flýgur ferjan með 5000 feta hraða á siekúndu inn í næsta gígbarm. Þegar ferjan er komin á rétta braut, mun hún tvisvar fara yfir þann stað sem geimfarar Apollo 11 vonast til að lenda á. Ceman segir: „Við förum þar yfir með níföldum hljóðbraða, svo að við höfum ekki mikinn tíma til n.eins, en munum áreiðanlega hamast eins og óðir menn við að taka myndir, gera ratsjármælingar, og gefa munnlega lýsingu á þvf sem við sjáum. Ég geri ráð fyrir að í 50 þúsund feta hæð getum við komið auga á mishæðir eða gfga, sem gætu valdið piltunum I núm- er 11, erfiðleikum. Við eigum að geta séð ágætlega hluti sem eru 30 fet í ummál, svo ég Held að við geturn fundið ágætt „bíla- stæði" handa þeim. Ferðin tekur alls 8 daga, eins og fyrri tunglferðin. Þar af verð- ur Apollo 10 61 klukkustund á braut umhverfis tunglið, og ferða- tilhögun er nákvæmlega eins og fyrir Apollo 11, en.da má seg'ja að með þessu sé verið að reka endahnútinn á undirbúniing og til- raunir í sambandi við sjálfa l'end- inguna. Anmað af hættulegustu augna- blikum ferðarinnar v.erður tenging tunglfenjunnar við móðurskipið, að loknu flugi sínu. Fjarlægðin er svo mikil að geimfararnir geta ekki búizt við mikilli aðstoð frá jörðinni, þeir verða að treysta á eigiin mælitæki, ratsjár og hæfni, til að sjá um að allt fari vet. Þar fyrir utan er það svo mik- ið nákvæmniverk að koma Apollo 10 á rétta braut umhverf- is tunglið, að koma þvf frá tungl- inu á réttu augnabliki, og að gæta þess að áfallshorn'ið sé rétt þegar þeir koma aftur inn í gufu- hvolf jarðar. Þarna eiga þeir við nákvæm- tega sömu hættur að stríða og Apollo 8. Ef eldflaugahreyflarnir S'tarfa ekki rétt þegar beina á farinu til jarðar aftur, er mikil hætta á að það fari á eilífðarbnaut umhverfis tunglið. Ef áfallshomið verður ekki rétt þegar þeir koma aftur inn í gufu- hvolfið, brennur geimfarið upp til agna, eða þá það fleytir kerlingar og sendist út í geiminn, fra-mhjá jörðinni. Apollo 8 hefur gert þetta allt saman, og það gekk mjög vel. Reynslan hefur sýnt að útreikn- ingannir eru nákvæmir og aflar á- ætlanir hafa staðizt. En það ber elnnig að hafa í huga að það er í rauninni svo óendanlega lítið sem má bera út af, og hættan er í rauninoi ekkert minni þótt búið sé að gera þetta einu sinni áður. Geimfararnir vita þetta ósköp vel, og einnig allir þeir sem eitt- hvað eru viðniðnir geimferðir. Þeim finnst því ekki að Apolfo 10 sé nein „annarsflokks" geimferð. Ef ferð Apollo 10 heppnast ekki vel, er mjög líklegt að fresta verði öllum áætlunum um tungl- lendinguna um óákveðinn tíma, allt eftir því hvað það væri sem bilaði. Menn fylgjast því með ferð Apolfo 10 af engu mioni áhuga en ferðum Apollo 8 og 9. Stafford prófar geimbúninginn sem hann klæðist í ferðinni. Ferð Apollo 10. No. 1. Geimfarið fer á braut um tunglið. Ferjan enn áföst. 2. Tveir geimfaranna skriða yfir í tunglferjuna. 3. Far- inu „hagrætt" fyrir aðskilnað. 4. Tunglferjan losuð frá. 5. Ferjunni beint niður i 50 þúsund feta hæð. 6. Þarna er mögulegt að losna við neðri hlutann og tengja förin saman aftur i næsta hring. 7. Tunglferjunni beint til stefnumóts við móðurskipið. 8. Tenging. 9. Áhöfn tunglferjunnar skriður aftur inn i móðurskipið. 10. Apollo 10 heldur til jarðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.