Morgunblaðið - 18.05.1969, Síða 14

Morgunblaðið - 18.05.1969, Síða 14
14 MORGUN’BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1969 EKKi SERLECA ÆSANDI Þér grípið ekki andann á lofti eða farið úr hálsliðunum þótt þér sjáið Volkswagen á förnum vegi. — Nei, alls ekki. Það er vegna þess að hann er svo algeng sjón og lætur svo iítið yfir sér. Aðalkostir hans eru fólgnir í aksturseiginleikum, ekki sjónhendingu. Þar er hann í sérflokki. Volkswagen er við- bragðsfljótur, þægilegur, öruggur og auðveldur í akstri. Hann er ódýr í rekstri, auðveldur í viðhaldi og ódýr í innkaupi, vandaður að öllum frágangi og traustur af allri gerð. Volks- wagen er sígildur en ekkert tizkufyrirbæri. Hann er I hærra endursöluverði en aðrir bílar. Volkswagen varahluta- og viðgerðaþjónusta. Sími 21240 HEKLA hf Laugavegi 170-172 ALLTAF FJOLGAR VOLKSWAGEN Lokaþáttur de Gaulles EFTIR WILLIAM MILLINSHIP DE GAULLE hvarf hljóðlega. Þótt fáir stjórnmálamenn hafi verið gæddir jafnríkum leikræn um hæfileikum fór lokaþáttur- inn út um þúfur, ef til villl vegna þess að þvert ofan í alla spá- dóma hans tók ekkert öngþveiti við þegar hann hætti, að minnsta kosti ekki þegar í stað. Hann hafði haldið því fram, að stjórn- arskrá fimmta lýðveldisins yrði óstarfhæf án hans, en lífið virð- ist ganga sinn vanagang. Lif- andi goðsögn hvarf úr lífi frönsku þjóðardnnar og Frakkar komust að rauri um, ef til vil’l með votti af samvizkubiti, að þeir gátu án hans verið. Vildi de Gaulle í raun og veru að þannig lyki glæsilegum stjórn málaferli? Hví skyldi hann hafa framið pólitískt sjálfsmorð úr því að hann hafði öruggan þing meirihluta að baki og gat verið áfram við völd til ársins 1972? Vitaskuld gæti svarið verið það, að hann hafi álitið til'lögur sínar um breytingar á skipulagi héraðsstjórna og ölduingadeild- ar þjóna geysimikilvægum til- gangi, þeim tilgangi að gera áhrif gaullismans í Frakklandi óafmáanleg og veita honum sjálf um þann ódauðlega sess í sög- unni að uppræta og endurskipu leggja kerfi sterkrar miðstjórn- ar, sem sjálfur Napoleon kom til leiðar. De Gaulle hefur aflltaif teflt á tæpasta vað, en sennilega taldi hann sig vissan um sigur í þjóð- aratkvæðinu. Það var ekki fyrr en tveim dögum fyrir kosning- arnar að hann heyrðist muldra: „því er lokið“. Hann vissi þá, að hann mundi tapa og beið ósig- ursins að sveitasetri sínu. Þann- ig forðaði hann sér frá þeirri niðurlægingu að taka saman pjönkur sínar fyrir allra sjón- um. Þessi skýring er sennilega sönn svo langt sem hún nær, en de Gaulle var enginn venjuleg- ur stjórin'málamaður. Honum leið ast efnahagsmál og þjóðfélags- leg vandamál. Ef vekja átti áhuga hans á efnahagsmálum varð að benda honum á leiðir til þess að koma til leiðar stórkost- legum nýjungum. Hann einsetti sér að finna fyirstur manna milli- veg milli kapítaflisma og sósíal- isma. Arum saman ól hann með sér hugmyndir um að sameina þetta tvennt. Það var þetta sem hann kallaði „hlutdeild". Vel má vera að hann kenni nú hugsanlegum eftirmanni sín- um, Georges Pompidou, um það að þessar hugmyndir yrðu ekki að veruleika og að þess vegna hafi 'legið við byltingu í maí í fyrra. í endurminningum sínum líkir de Gaulle Frakklandi við „ævin týraprinsessu," sem örlögin hafi ætlað annað hvort fullkomna vel gengni eða skelfiiega ógæfu. Kæmist Frakkland á vald ógæf- unnar yrði það Frökkum að kenna, en ekki „snilligáfu föður landsins.“ De Gaulle stjórnaði Frakklandi í anda du'lrænnahug sjóna og taldi sig standa i sér- stöku sambandi við anda Frakk lands. Hins vegar fyrirleit hann þær 50 milljón sálir, seim vill svo til að búa í Frakklandi, þótt hann þægi stuðning þeirra og þakklæti og liti svo á að þar talaði hin sanna rödd þjóðar- innar. í maí í fyrra rofnaði sam- bandið og ekki aðeins í hugar- heimi hershöfðingjans. Hann ákvað að efna til þjóðaratkvæða greiðslu og sniðganga þannig ennþá einu sinni alla „mil'liliði", en komst að raun um, að víð- tæk verkföll um gerval’lt laindið gerðu það með öllu ókleift. LEITAÐ Á NÁÐIR HERSINS I fyrsta skipti gerði hershöfð- inginn sór þess grein, að orð hans höfðu ekki áhrif. Enginn hlustaði á hann. Hann tvísté. Hann varð að láta undan síga. En þrátt fyrir það reyndi hanin að koma fram í hlutverki kænna forystumanna, sem Machiavelli lýsír, leiðtoga sem engum treyst ir, og grípur til óvæntra ráða með kaldri skynsemi. Án þess að gera Pompidou forsætisráð- hvera viðvart hvarf hann í sex klukkustundir 29. maí þegar ástandið varð hvað hættulegast og hélt tiil Baden Baden að ráð- færa sig við yfirmenn franska liðsafl’anis í Þýzkalandi. Þessi að ferð hans til að hræða hafði áhrif, en ekki endilega þau, sem hann hafði vænzt. Jafnvel gauil istar, sem enginn getur vænt um ótryggð við hershöfðingjann hrista eniruþá höfuðið yfir þess- um furðulega atburði, og það liggur við að þeir tali um hann I með fyrirlitningu. mönnum sínum og komið mörg- um sinma manna í stjórnina. Hann hafði bjargað ástandinu þegar de Gaulle var á tveim átt- um í maí og júní. Hann var orð- inn viðurkenndur lefðtogi gau’llistaflokksins og naut mik- illa vinsælda í landinu. Þetta er furðulegt afrek manns sem allt frá lokum heimsstyrj- aldarinnár virtist láta sér lynda að láta lítið á sór bera í skugga húsbónda sáns. Á margan hátt eru þeir gerólíkir. Frá unga aldri gerði de Gaulre sér far um að móba persónuleika sinn í sam- ræmi við þá bjargfcstu trú sína, að hans biði stórkiostlegt hlut- skipti. Hann hélt öðru fólki í hæfilegri fjarlægð, tileinkaði sér þrjózku og setti markið hátt. Aft ur á móti er Pcmpidou á yfir- borðinu alúðlegur, værukær og rólyndur, og það var engu lík- ara en hann kæmist á tindinn af tilviljun en ekki af ásettu ráði. Milli þátta De Gaulle stóðst þá freistingu að 9egja af sér, og þegar hann sneri aftur féllst hann loksins á fyrirætlanir Pompidous um að efna til almennra þingkosninga í stað þjóðaratkvæðagreiðslunn ar. En á þessu stigi varð greini- leg breyting á afstöðu de Gaull- es til hins trygglynda forsætis- ráðherm síns. Brot úr samræð- um, sem sagt er að þeir hafi átt 30. maí 1968, hljómar senni- lega. Pompidou: Ef þér tapið þjóð aratkvæðinu, mon Général, er stjórnin glötuð. Ef ég tapa kosn ingunuim, tapa ég einn. De Gaulle: Og ef þér vinnið þær ... Pompidou var leyft að stjórna kosningabaráttu gaul’lista og átti heiðurinn af gífurlegum kosn- ingasigri. Um leið haslaði hann sér völl sem sjálfstæður stjórn- málaleiðtogi, en fyrirgerði trausti því, sem hershöfðinginn bar til hans og hið nána sam- band þeirra fór út um þúfur. Hann var orðinn keppinautur hershöfðingjans og hann varð að víkja fyrir hinum kuldalega og vélræna Couve de Murville. POMPIDOU STÍGUR FRAM Hersihöfðimginn útskúfaði Pompidou með hástemdu lofi og tvíræðum og dæmigerðum at- hugasemdum um framtíðarhlut- verk hans. Vafi var látinin leika á því, hvort de Gauille hefði val- ið hann sem eftirmann sinn. En Pompidou hjóst ekki við því að verða tilnefndur ríkisarfi og þurfti þess heldur ekki með. Hann hafði sjálfur lagt grund- völl að pólitískum völdum. Hann hafði fyllt þingið af stuðnings- Hann reyndi ekki að ota sér fram. Metnaður hans jókst stig af stigi. Honum tókst allt, Sem hann tók sér fyrir hendur, án sýnilegra erfiðismuna — bæði sem kennari, aðstoðarmaður de Gaulles, fyrst eftir styrjö’dina og síðan eftir valdatöku hans, sem bankastjóri Rotschilds- banka (þar sem hann varð aðal bankastjóri á tveimur árum) og sem forsætisráðherra á árunum 1962 til 1968. Hann hefði getað fengið sæti í stjórninni miklu fyrr, en kaus að bíða að tjalda- baki og efla tengsfl sín við de Gaulle unz þau urðu stöðugt nánari. Georges Pompidou og eigin- koma hans, Claude lifa fjöl- breyttu samkvæmislífi og um- gangast rithöfunda, listmálara, tízkuteiknara og skemmtikrafta. Öfugt við de Gaulle er Pompi- dou brosmildur og tilhliðrunar- samur, en hann er ekki síður pukurSlegur en hershöfðinginn. Þrátt fyrir hið glaðværa fas og þægilegt viðmót er Porr.pidou gætinn fram í fingurgóma og þar sem hann var þar að auki dug- mikill án þess að vera óþarflega umkvörtunarsamur og virtist þar að auki metnaðarlaus, ávann hann sér traust de Gaulles. Hann tók við starfi forsætis- ráðherra með værukæru létt lyndi, sem starfsbræður hans kunnu vel. Hann virtist ágætt dæmi um prófessor, sem hefði villzt í valdastól af tilvi'jun: hann virtist furða sig á því að vera kominn í þetta háa embætti. Honum stóð hjartanlega á sama um þótt hann glataði vö’ld- um sínum, cg í framkomu sinni Framhald á bls. 19 Hin heimsþekkta algerlega sjálfvirka rafknúna saumavél VERÐ AÐEINS 10.665 KR. Með Necchi er bókstaflega unnt að framkvæmda allan sauma- skap sem þekkist með saumavélum. Auðvitað að meðtöldum skrautsaum, fangamörkum, útsaum, hnappagötum og áfestingu hnappa og að stoppa í göt. Allt sjálfvirkt Þúsundir anægðra nolendu um ullt lund sunnu kosti NECCHI suumavélu. 35 úru reynslu hér ú lundi FÁLKINN HF. NECCHI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.