Morgunblaðið - 18.05.1969, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1969
— Elskan mín, hvernig getum
við verið bara vinir?
—Það veilt ég etoki. En ég veit
bara það eitt, að það væri
þó skárra en að sjá þig alls ekki.
Vita ekki hvar þú værir eða
hvernig þér liði. Röddin í mér
bilaði og ég fann, að tárin voru
allveig að brjótast fram! — Lof-
aðu mér því elskan mín, að fara
ekki burt.
— Ég lofa þér að fara ekki,
nema láta þig vita af því.
— Það nægir mér ekki. Lof-
aðu, að þú skulir aldrei fara.
— Ég lofa því að fara ekki
strax.
Ég varð að láta mér þetta
nægja. Ég vissi, að það þýddi
ekki að reyna að neyða Bob. Ef
út í það var farið, var ég sjálf
ekkert verr á vegi stödd en
hann. En þegar við komum inn
og hann sagði, að hann yrði að
fara og finna Nick og hjálpa
homum við vinnuna, þótti mér
fyrir því að missa sjónar á hon-
um. Þegar hann hafði borðað
kvöldverð og ég var að kveðja
hamn, þrýsti ég mér fast að
homum.
— Þú kemur í fyrramálið eins
og vant er?
— Vitanlega geri ég það.
Mér varð ekki svefnsamt. Ég
lifði upp aftur þennan dag, sem
ég var viss um, að hafði verið
sá versti á allri ævi minni. Ég
spurði sjálfa mig, hvort Bob
mundi líka vera andvaka og í
eims döpru skapi og ég var sjálf.
Framtíðin hjá mér var heldur
skuggaleg. Svo ólík því, sem ég
hafði hugsað mér hana fyrir
skömmu. Ég sá sjálfa mig eftir
nokkur ár. Heyrði fólk vera að
pískra: „Hún Melissa Grindly?
Nei, hún giftist aldrei. Hún var
einusinni trúlofuð mannii, sem
vann hjá hennd á búinu. Bob
Johnston minnir mig hann héti.
En það fór eitthvað út um
þúfur hjá þeim, sem enginm veit
hv_að var“.
Ég gróf höfuðið niður I kodd-
ann og grét þangað til ég átti
ekki nein tár eftir Þetta var orð
ið alveg vonlaust. Bob hafði ver-
ið svo ákveðinn, þegar hann
sagði, að konan hans mundi
aldrei skilja við hann.
Næsta morgun hnykkti mér
við að sjá andlitið á mér í spegl-
inium. Það voru svartir skuggar
undir au'gunuim. Það var aiLveg
auðséð, að ég hafði sofið illa.
Jafnvel Mark, sem var aninars
ekki sérlega eftirtektarsamur,
sagði við morgunverðinn: — Þú
ert eitthvað ræfilsleg, Melissa.
— Er ég það. Það er allt í lagi
með mig. Haltu nú áfram að
borða, Mark, þú ert að verða of
seinn.
Ég horfði svo á eftiir honum þeg
ar hann lagði af stað tiil skól-
ans, og áminnti hann um að vara
sig á gatnamótum.
Hann glotti. — Ég er nú eng-
inn kraikki!
— Kannski ekki, en þú ert
slærmur með að hjóla alltof hratt.
Ég fór í búðir í þorpimu þenn-
an morguin. Rétt þegar ég var að
koma út frá matvöruisalanum, sá
ég John þjóta framhjá í Bentley-
honum, hissa á að sjá hann. Ég
var viss um, að hann hefði ekki
46
séð mig. Ekki svo að skilja, að
hann hefði stanzað, til að tala
við mig, þó hann hefði séð mig.
Það muindi hanin aldrei þora.
En ef hann var hérma og ekki
í Róm, hvaða skýring var á því?
Hvar var Kay? Hann hafði verið
einn í bílnum. Og jaifnvel
þótt hann hefði stytt eitthvað
dvöl sína í Róm, þá hefði Kay
áreiðanlega haft samband við mig
tafarlaust.
Ef þau þá voru gift . . .
Ég var hvort tveggja í senn
fegin, ef svo væri ekki, og hrædd
um Kay, ef þau væru það ekki.
Ég hafði farið gangandi til
þorpsins, því að mér hafði ekki
þótt það ómaksins vert að taka
litla bí'linn. En nú flýtti ég mér
heim, eins og ég gat. Ég sá Bob
úti á enginu og var í vafa, hvort
ég ætti að fara beint til hans og
segja honum, að ég hefði séð
John, eða hringja heim til Johns.
Ég ákvað að gera það siðar-
nefnda. Ég gaf númerið og beið.
Eftir stutta stund heyrði ég sett
lega rödd brytans. Já, hr. Frin-
ton var heima; Ef ég vildi biða,
skyldi hann ná í hann.
Stongaveiðiíélag
gili Reykjavíkur
heldur atmennan félagsfund í Þjóðleikhússkjallaranum, mið-
vikudaginn 21. maí kl. 8.30.
Fundarefni: Samkeppni erlendra og innlendra stangaveiði-
manna.
Allir áhugamenn velkomnir.
_______ ____________ STJÓRN S.V.F.Ft__________
Frá skemmtinefndinni.
Munið vorfagnaðinn i Þjóðleikhússkjallaranum í kvöld.
Bezti leiðsögumaðurinn
Hvert á að
fara í sumar-
leyfinu?
Linguaphone
kennir yður nýtt
tungumál á auðveldan
og eðlilegan hátt.
Það stuðlar að:
/ — ánægjulegri ferðalögum.
— hagkvæmari viðskiptum.
— betri árangri í prófum.
og er fyrir alla fjölskylduna.
Kennarinn, sem þér hafið í hendi yðar. Enska
með íslenzkum skýringum,
franska - þýzka - spœnska - ítalska -
norska - sœnska - danska o.fl.
Hljóðfærahús Reykjavikur hf.
Laugaveg 96 — Sími 13656
— Sæl góða — heldurðu ég hafi ekki gleymt glcraugunum í
vinnunni.
Ég beið, og hundruð órórra
hugsana ásóttu mig. Þá heyrði
ég í John frinton.
— John Frinton hér.
— Þetta er Melissa, John,
— Þú hefuir þá frétt, að ég
væri kominn heim? Ég var að
velta því fyrir mér, hvort þú
vissir af því.
— Bíllinn þinn fór fraim hjá mér
í þorpinu, fyrir stundu. Er Kay
hjá þér? Hafið þið gift ykkur?
Segðu mér það fljótt, því að ég
er alveg frá mér af kvíða.
Ég heyrði, að hann hló ofur-
lítið, sem svar við spurningu
minni — og mér fannst þessi hlót
ur hans andstyggilegur.
— Nei, Kay er ekki hjá mér
og við erum heíldur ekki gift.
Hélztu virkilega, að við værum
það?
— Ég fékk bréf frá henni frá
Róm um daginn, þar sem hún
sagði, að þið ætluðuð að gifta
ykkur daginn eftir.
— Víst vorum við í Róm. En
svo bætti hann við og ég fann,
að hann naut hvers orðs, sem
hann var að segja: — Ef út í
það er farið, Melissa hvaða mað
ur mundi ekki vilja taka snotra
stelpu eins Kay í ferðalag með
sér í nokkra daga?
— En ég var að segja þér,
þó sagði hún mér, að hún væri
að hlaupa að heiman til þess að
giftast þér.
Aftur heyrði ég ofurlítinn hlát
ur.
— Það getur vel verið. Og lík
'lega hefur hún sjálf haldið það.
Og satt að segja var það það,
sem ég var að egna með fyrir
hana.
—Þetta er skammarlegt af þér,
John.
— Þetta þykist ég muna, að
þú hafir einhvern tíma sagt við
mig áður. Það er skaði, að álit
þitt á mér skuli ekki hafa breytzt
neitt.
— Alit mitt á þér er, ennþá
lakara en það var þá. Ekki
að það skipti okkur neinu máli
. . . hvorugt okkar. En það sem
ég vil fá að vita, er hvar Kay
er niður kominn.
— Góða mín, það hef ég enga
hugmynd um. Hefði ég farið með
þér til Rómar, var dálítið öðnu
máli að gegna. Það ert þú, sem
ég hef alltaf viljað eiga. En ekki
hana liíliu sysitur þína.
Ég sfcuddi mig upp við vegg
inn, og var máttlaus, rétt eins og
hnén ætluðu að síga undan mér.
Þessi ka'diranahétt.ur Joihns var
meira en mér hefði getað dottið
í hug.
— Hvenær sástu hana seinast,
John?
— Það man ég ekkert. Kannski
það hafi verið á laugardaginn
var.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Leyndarmálin upplýsast i dag. Enginn er ánægður, þótt skaðinn sé
ekki langvarandi.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Dómgreindin er svo mikils virði, hugsaðu ávallt áður en þú talar.
Tvíburamir, 21. maí — 20. júní.
Því minna, sem þú aðhefst i dag, þeim mun betra. Þér finnst sam-
skiptin við aðra skemmtileg, ef þú kemst hjá því að flækjast i mál
þeirra.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Þú ert annars hugar í dag, því að margt glepur. Reyndu að gera
gott úr öllu.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Þú kannt að heyra leiðinlegar fréttir, en þú heyrir ekki alla súguua.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Þér veitist auðvelt að áfellast aðra. Fjölskylduviðræður geta orðið
að illdeilum. Farðu varlega í umferðinni.
Vogin, 23. september — 22. október.
Fyllstu varúðar ber að gæta í meðförum allra véla. Samverkamenn
og nágannar gera hluti, sem koma þér i vandræði.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Umferða- og viðskiptatafir verða í dag. Misskilningur verður einnig,
og ringulreið. .
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Það er ekki mikið, sem þú getur aðhafst til að standa straum mót-
bárunnar. Því minna sem sagt er, því betra, er fram liða stundir.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Hætta er í umferðinni. Gættu vel að öllum öryggismálum.
Vatnsberinn, 20 janúar — 18. febrúar.
Viðskipti mega biða, annars getur þú gieymt skapstillingunni.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Auðvelt er að fleipra, gættu þín