Morgunblaðið - 10.06.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.06.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 19>60 tæki fljótt af. Og þegar hann hugsaði nánar um )>etta, varð gremjan hræðslunni yfirsterkari. Þarna um borð var margra ára vinnan hans, sem ekki varð bætt nema með margra ára vinnu í viðbót. En til þess hafði hann hvorki tíma né þolinmæði né fé. Enn leit hann á stúlkuna við hlið sér. Hún leyndi ótta sín- um bak við nokkurn hroka. Hún hélt virðuleik símim og mundi búast vel við dauða sinum. — Hvað heitið þér? spurði hann snöggt. Hún sendi honum ískait augna tillit og ætlaði að fara að svara einhverju illu til, en hefur þá líklega séð, hve vonlaust það var. Vélin var tekin að titra, en hún virtist ekki taka eftir því. — Denise Vey, svaraði hún Hann kinkaði kolli,, rétt eins og þetta skipti engu máli en vildi bara láta þau hafa eitt hvað að hugsa um þessa stuttu stund, sem þau ættu eftir. — Gift? Honiu-m tókst að glotta um leið og hann bar fram spurnirug- una. Hún hikaði og dró sig til hálfs aftur inn í þessa einangr- unarskel sína. — Ekkja. Ég er að koma frá því að ganga frá búinu mannsins míns. — Fyrirgefið þér. Ég skil nú, hvers vegna þér eruð ekki mann- blendin. Mér þykir innilega fyr ir þessu. Hún yppti aftur öxlum, án þess að líta á hann. — Það hefur ekkert að segja. Og síðan, næst- um við sjálfa sig: — E. t. v. fer ég að hitta hann aftur. SJÚKRAHÚS - VERKSMIÐJUR - ATVINNUREKENDUR Af sérstökum ástæðum, er afkastamikill sorpeyðir á mjög hag- staeðu verði til sölu. Upplýsingar gefur Gunnlaugur Danielsson í síma og á staðn- um, í dag. O JOHIMSOIM & KAABER H.F., Sætúni 8 — Sími 24000. GIRÐINGAREFIMI gott úrml dgóSu veréi í meir en 1/2 öld hefur M.R. haft með höndum innflutning girðingar- efnis og strax l upphafi lagt áherzlu á að geta boðið bændum og öðrum þeim, sem þörf hafa fyrir girðingar, gott úrval girðingarefnis á góðu verði. Á síðustu áratugum hefur þvi hin þekkta teikning eftir Tryggva Magnússon orðið tákn þess, sem traustsins er vert: girðingarefnið frá M.R. Og enn í dag hefur M.R. allar venjulegar tegundir girðingar- efnis oftast fyrirliggjandi. Ennfremur tökum við að okkur sérpantanir á verksmiðjuframleiddum girðingum, sem henta mjög vel fyrir birgða- port, Iþróttamannvirki o. þ. h. Virnet: Túngirðinganet • Lóðagirðingánet Skrúðgarðanet • Hænsnanet Vír: Sléttur vlr • Gaddavfr Lykkjur: Galvaniseraðar vírlykkjur Staurar: Járnstólpar (galv) • Tréstaurar fóSur grasfrœ girSingfrefni MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Símar: 11125 11130 8 Ki Stjórnborðsfhreyfillinin þruim- aði einu vonarglætuna, sem eft ir var, og vélin hallaðist kvíð- vænlega. Aftur varð dauðaþögn í farþegarýminu, það var þögn óttans og bænarinnar. Það var enn niðdimmt úti fyrir svo að ekki var unnt af sjá, hversu nærri sjávarfletinum þau voru. En það hlaut að vera mjög nærri fundu allir, en óvissan jók á óttann. Svo komu veikir smell- ir, sem allir könnuðust við og allir steinþögðu. Síðan hvinur- inn í loftinu, óreglulegur háv- aðinn af hreyflinum, þegar vél- " " 3" " in hnykktist til og stormurinn bar burt hljóðið — og síðan rödd flugfreyjunnar, fullkomlega róleg, rétt eins og hún væri bara að tilkynna venjulega brottför. Hún sagði þeim, hvernig að skyldi farið: sitja í sætunum þangað til vélin stöðvaðist, bíða skipana og þegaæ út væri komið að halda sig sem lengst frá vélinni, reyna að halda hóp og ekki blása út björgunarvestin fyrr un út væri komið, o.s.frv. Þegar Tucker hlustaði á þetta var hann næstum farinn að búast við tilkynningu um hæð og hraða þetta var allt svo Kunnáttulegta af hendi leyst. Og samt hlaut stúlkan að vera dauðhrædd. Þetta var allt svo stórkostlegt og hann komst að þeirri niður- stöðú, að hann vildi gjarnan deyja með einhverjum hennar líka. Hann setti á sig vestið og benti Denise Vey að gera slíkt hið sama. Vélin vaggaði, rétt eins og hún væri þegar kominn í sjóinn, en svo rétti hún "sig af og sigldi áfram í það, sem allir vissu, að yrði lokaspretturinn. Hún sóp- aðist áfram, en enginn vissi hvert og nú varð þögnin algerri en nokkru sinni áður. Tucker gat næstum fundið á sér átök flugstjórans við að halda vélinni réttri. Allt var hon um andstætt — einn hreyfil hefði hann vel getað bjargazt við, en þegar þar við bættist, að hæðarstýrið var bilað, og hlið arstýrið líklega líka, og svo gat- ið á skrokknum, þá hafði hann sannarlega nógan vanda við að HÖGGDEYFAR FJAÐRIR Chevrolet 47—57. Ford 52—57. Mercury Comet 65/66. Rambler America-n. Valiant 65/66. Willy's jeppi. Cortina 63—68. Taunus 12 M og 17 M. Taunus Transit. Opel. Vauxhal-I Simca Ariane Land-Rover. Skoda. M. Benz 319. Bedford vörub. M. Benz vörub. Thames Trader. Volvo vörub. Fjaðragormar í margar tegundir. (^^naust h.f Höfðatún 2 - Simi 20185 Skeifan 5 - Sími 34995 — Ég verð að fá nýjan sundbol því sá gamli er alveg kominn utan á hnjánum. etja. En hann virtist vandanum I vaxinn og nú biðu allir í dauða- i þögn ótta og vonar. Rödd flugstjórans barst þeim nú í síðasta sinn. — Verið við- I búin að koma niður. Handlegg- ina upp yfir höfuð. Bíðið þang að til vélin stöðvast. Tilbúin nú! Konan æpti aftur, hátt og sker andi. Á þessum síðustu sekúnd- um fór Tucker að biðjast fyrir, aldrei þessu vant, og hann vissi að hann var ekki einn, því að hann gat fundið kraft bænar- innar kring um þau öll Hann lokaði augunum, spyrnti við fói um í gólfið. Og þegar það svr. kom var það harðara högg et.' hann hafði búizt við. Nefið á vél inni virtist grafa sig í sjóinn og hún skalf öll, eins og hún væri að liðast sundur og mótti heyra geysimikið vantsrennsli. Þegar hann dirfðist að líta út, hann vatnið þjóta framhjá og í ósköpunum datt honnm í hug, að vélin væri sokkin. En svo, eftir nokkra hnykki, kom á til- töluleg kyrrð. Vélin hafði stöðv- azt og vaggaði nú rólega á vængj- u'niuim. Tucker leit snöggt til baka og á gatið. Hann diró enga daifl á feginleik sinn, er hann sá, að það var vel ofansjávar. f fyrst unni stóðu allir upp samtímis og reyndu að hreyfa sig, en brátt voru suimir tregir á að yfirigefa hið tiltölulega öryggi innan borðs fyrir ókyrran sjóinn. En áhöfnin stóð sig afburða vel og tókst loks að koma illum út, að imlu konunni meðtaldri og tveim ir öðrum dauðum farþegum. Hann komst að því, að flugmað urinn hafði dáið um ieið og vél- in rakst á. Hann mundi að hann tók í spottann og kom niður i sjóinn, sem var ekki sérlega kaldur, en Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Sæktn um vlnnu, skrifaðu undir og gerðu innkaup í dag. Athug. aðu síðan, hvað er að ske í kringum þig. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Byrjaðu að nota þá aðferð, sem þú hafðir hugsað þér til tekjuöfl- unar strax í dag. Ef þú hefur einhver tök á því, skaltu leggja eitt- hvað fyrir. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þér verður léttara að tjá þig, og aðrir skilja betur, hvað þú ert að fara. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Engin áætlun stenzt í dag, svo að þú þarft að beita þolinmæðinni ef vel á að fara. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Hlutir, sem hafa lcngi beðið eru nú á dagskrá, og þér getur orðið talsvert úr verki. Endurskoðaðu dálítið skipulagið. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Nú ætlar allt að fara að ganga betur hjá þér. Leggðu þig allan fram. Vogin, 23. september — 22. október. Allir vilja vinna með þér núna, þótt eitthvað hlé hafi verið á slíku, og skipulagið virðist vera í bezta lagi. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Nú geturðu átt von á dauflegu tfmabiii, eða heldur lélcgum frétt- um. Samvinnan er ekki góð heldur. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú færö hjálp og uppörvun, og ert í ágætu sambandi við um- heiminn. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Unga fólkið, og alls kyns þras, sem er tímafrekt, vefst dálítið fyr. ir þér. Gerðu fyllstu öryggisráðstafanir. Vatnsberinn, 20 janúar — 18. febrúar. Reyndu að Ijúka því, sem þú hefur þegar hafið, og reyndu síðan að skipuleggja eitthvað fram í tímann, allt mun ganga vel. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. í dag þarftu að aðstoða aðra við að ná andlegu þreki, ef þú getur. Það er varla til of mikils mælzt af þér, að þú reynir eitthvað að gleðja aðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.