Morgunblaðið - 30.07.1969, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.07.1969, Qupperneq 4
4 MORGU'NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1969 BÍLALEIGAN FALURK f car rental service © ^siM11-44-44 Mverfisfötu 103. Simi eftlr lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14870. iiiimmniiiiiii ÓDÝRIR BlLAR Renault '64 kr. 50 þús. Rússajeppi 75 þús. Peugeot '64, 86 þús. Zeptiyr ’62, (þarfnest viðgerð ar) 50 þús. Volkswagen rúgbrauð 30 þús. Bíter gegn veðskuWabréfum. Cbevy II '65, '66. Plymouth Fury Pfymouth Belvedere '66. Raimbler Classic '63. Rambter Classis '65. Rambter Ctessic '66. Rambter Americao '65. Dodge 8 tonna '66. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. JÖN - LOFTS! Hringbraut 1 mbler- íboðið m hf. 21 - 10600 iiiinaiii llllllllll Q Ellilífeyrir. Hannes Jónsson skrifar: „ „Það er stórt orð Hákot, Þor- lákur“, sagði bóndinn í Hákoti á Álftanesi við Þorlák bónda og alþingismann í Fífuhvammi. Og það var einmitt Þorlákur í Fífu- hvammi, sem fyrstur bar fram á Alþingi frumvarp um ellilífeyri árið 1887. Þá var þrítugasta ár, og seinasta, harðindanna á síð- ustu öld, allir að drepast úr hungri og fátækt og allir á flótta til Ameríku, sem komust. Mikið hefir Þorlákur í Fífu- hvammi verið á undan tímanum, að hann skyldi hafa þrek til að hreyfa sliku mannúðarmáli, eins og þá var. Nú, eftir 82 ár, er ellilífeyririnn einn þriðji af því, sem maður þarf til að geta skrimt. Það er lagður tekju- skattur á ellilífeyri, og útsvar víða. Já, þjóðfélagið og höfuð- borgin láta sér sæma þetta, en aura saman í kolsvarta negra. Þegar ég var unglingur, var gjaldið til ellilífeyris tvær krón- ur á karlmann, konur helmingi minna. Nú á karlmaður að greiða 2490 krónur. En við höfum líka forláta Tryggingastofnun, nokk- urs konar banka. Þar eru margir stórir, sem vera ber á kostnað gamalla, útslitinna manna og kvenna, sem aldrei hafa átt mál- ungi matar, margir hverjir. 0 „Frekjan í spíritistun- um“. Guðlaug skrifar: „Velvakandi minn! Af hverju ertu að birta ó- kurteisleg bréf frá spíritistum? Einn skrifaði þér um daginn og talaði um „fáfræði" séra Arn- gríms, eins bezt menntaða manns í prestastétt okkar íslendinga. Hvað þykist þessi „spíritisti" vita meira en hann (og ég eða þú)? Hann skrifaði t.d. „ville“ með tvö földu vaffi (w). Ekki var nú þekkingin meiri. Nei, frekjan í spiritistunum ríð ur ekki við einteyming, og vara þú þig á henni. Þessi bréfritari talaði um „sig- urgöngu spíritismans um heim- inn“, — alveg eins og kommún- istar tala um ímyndaða sigur- göngu marxismans, en báðir hafa sem betur fer jafn — rangt fyrir sér. — Guðlaug". 0 Hundar eru góðir Klara J. Óskars skrifar: „Kæri Velvakandi! Þótt ástæðan fyrir skrifi mínu sé lestur minn á dálkum þínum í dag um hundsbit á barni, ætla ég að byrja á að segja frá eigin hundi. um við 6 vikna hvolp. — Auðvit að yndislega fallegan og góðan, því að það eru allir hundar. Eldri bömin höfðu stundum séð hund, en þau yngri aðeins í fjar- lægð. Sú yngsta þá þriggja ára, varð alveg tryllt af hræðslu. Hún hafði aldrei haft þvílíka furðu- skepnu svo nálægt sér og fann sig öruggasta uppi á borðum. Um kvöldið ætlaði hún aldrei að sofna. Ég fór mjög varlega að henni, og eftir tvo daga var hún farin að klappa hvolpinum. í dag er það þanttig, að komi hún inn grátandi, flaðrar hundurinn upp um hana og sleikir tárin af kinnum hennar. Ykkur f innst kannski, að ég hafi verið nokk- uð hörð, en ef ég hefði látið hundinn fara, hefði hún aldrei get að yfirbugað þessa hræðslu. Mér finnst, að við verðum að reyna að kenna börnum okkar, að það er aldrei hægt að yfirbuga hræðslu með því að leggja á flótta. Þv£ segi ég „Kona góð, það hefði verið skynsamlegra að ná strax í hundinn, sem beit bam- ið, (sem er án efa bezti hundur, en hefur verið espaður upp), eða annan hund og sýna barninu fram á að hundar eru góðir. Það hefði án efa tekið langan tíma og orðið að fara mjög varlega — en það hefði tekizt á endanum. Jafn- vel núna, þótt barnið sé stálp- að, er hægt að fá hvolp handa barninu, því að hann einn getur kennt því að yfirbuga hræðsluna, en það getur skaðabótamál ekki. Bamið myndi án efa dreyma hunda áfram, en það yrðu góðir draumar. Að lokum: Þið góðu ráðandí herrar í Kópavogi og annars stað- ar á landinu: Leyfið þessum dýrum, sem eru betri og tryggari, en nokkur mafiur getur nokkurn tíma orðið — að komast inn á heimilin í landinu, svo að börnin læri að þekkja og elska þessa tryggu vini okkar. Við verðum áreiðan- lega öll bæði meiri og betri, ef það yrði. Með kærri kveðju og þökk fyr- ir góðar greinar. Klara J. Óskars.“ 0 Hundar eru vondir „Bara ég“ skrifar: „Velvakandi sæll! Lengi hef ég ætlað að skrifa þér, en nú sýður upp úr. Þessi hundalæti £ öllum £ dag. Nei, og aftur nei! Þeir eiga að vera £ svéit, þar sem þeir geta lifað samkvæmt sinu eðli, ekki tjóðr- aðir eða i bandi, — stofuhund- ar. Þegar dóttir mín var 3ja—4ra ára, var stór hundur á prestsetr- inu hér. Og þvilík læti, það voru klaganir og læti, sem eðlilegt var (ég lét nú ekki verða af þvi) því að dýrið var grimmt. Jæja, einu sinni kemur telpan inn og var stíf af hræðslu. Loksins þegar hún var búin að jafna sig, svo að hún gæti talað, þá sagðist hún hafa séð að þessi hundur hljóp upp á minni krakka og beit hann og enn þann dag £ dag (hún er orðin 22 ára) má hún ekki heyra í hundi, hvað þá meira. Svo ég segi bara fyrir mig, að hundar eiga heima uppi í sveit. Annars hafa ekki allir fengið leyfi til að hafa hund, ég veit það. Það barst í tal fyrir nokkrum árum hjá mér og fleirum, að kona, viðstödd, hefði hund í óleyfi. Sú góða kona sagði bara: Ég spyr engan um leyfi, ég fæ mér hund, ef mér sýnist svo. 0 Unglingarnir eru ágætir Já, svo þessi góða kona, Guð- rún Jacobsen. Hún segir sitt af hverju, skyldi hún eiga barn eða börn á þessum táningaaldri? Ann ars er margt gott hjá henni. Barn- fóstrur tala um böll og bítla. Hvað annað? Ég er auðvitað eng in manneskja til að standa í þvi að ræða þessi mál og kann það ekki. En ég hef i mörg ár unnið þar, sem ég hef orðið að umgang as þessi ungmenni. Og það veit sá, sem allt veit, að þetta eru svo miklir ágætis krakkar, og það er hægt að komast af við þau og hafa þau góð, ef ég má svo til orða taka. Hins vegar ætla ég að viðurkenna það, að þetta óhemju fyllirí á 14—15—16 ára börnum og unglingum á okkar dögum, er ekki til fyrirmyndar. Það eru ekki nema tæplega 2 ár síðan það varð hér svona áberandi. En hvernig þau hafa peninga til að kaupa allt þetta vin, (já vín, það virðist vera meira sport að drekka brennslu- spritt og hóstasaft), það fæ ég ekki skilið. Þeir eru samvizku- lausir, sem kaupa fyrir þessi blessuð börn. Jæja, Velvakandi sæll, þetta raus í mér lendir nú í spari-ruslakörfunni. Vertu svo sæll að sinni og gott sumarfrí. „Bara ég.“ 0 Hvað er skálmöld? Hvað er skálmöld? G. E. skrifar: „Kæri Velvakandi! Á miðvikudaginn var, stóð tveggja dálka fyrirsögn með feitu letri á baksiðu eins dag- blaðsins: Skálmöld i Keflavík. Mér brá í brún. Keflvíkinga þekkti ég að góðu einu, síðan ég vann á Vellinum í gamla daga. Ég fletti til vonar og vara upp í orðabók. Jú, „skálmöld" þýðir morðöld eða vigöld, eins og ég reyndar þóttist vita. En um hvað fjallaði svo þessi skálmaldar- frétt? Það skal ég segja þeim, sem ekki lásu umrædda morðald arfrétt: Stolið var humar (16 kössum), brotin rúða í Gunnars bakaríi (engu stolið) og „rótað til, en litlu stolið" I útvarpsvið- gerðarverkstæði. Hvernig væri að skilja orðin, sem sett eru á prent? Þetta minn ir á hugtakaruglingin hjá blaða- mönnum á mismunandi merk- ingum orðanna „rán“ og „þjófn- aður“. G. F.“ Hannes Jónsson." Fyrir nokkrum mánuðum feng- 2ja herb. íbúð í Hlíðunum óskast til kaups. Útborgun 250—300 þús. Upolýsingar í síma 16402 milli kl. 12 og 14 næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.