Morgunblaðið - 30.07.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.07.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLf 106© 11 Samábyrgð Islands á fiskiskipum Sexfíu ára afmæli í TILEFNI af sextíu ára afmæli Samábyrgðar íslanðs á fiskiskip um boðuðu stjórnarformaður Sam ábyrgðar, Matthías Bjamason, alþingismaður og forstjóri Sam- ábyrgðar, Páli Sigurðsson til blaðamannafundar og í gær af- hentu þeir blaðamönnum grein- argerð um tilgang og störf fé- lagsins fram að þessu, og kom þar fram meðal annars, að starf- semi fyrirtækisins hefði ekki fyr ir alvöru hafizt fyrr en í marz árið 1910. Hefði þörf fyrir inn- lent fyrirtæki, er annaðist end- urtryggingar vaxið með vaxandi útgerð. Var nefnd skipuð, er ann aðist málið, og síðan var frum- varp samþykkt af konungi í jan- úar 1909, og lagt fyrir Alþingi það ár og var samþykkt. S.amið var svo við Svía um endurtryggingar fram til 1913. Reksturinn'var ekki umsvifamik ill í upphafi en hefur aukizt og eflzt hröðum skrefum síðan. Hér fer á eftir greinargerð Samábyrgðar um störf félagsins frá upphafi: Samábyrgð fslands á fiskiskip um var stofnuð með lögum nr. 54 30. júlí 1909 og á stofmunin því 60 ára afmæli þann daig 1969. í»að vaf þó ekki fyrr en 26.8 1909 að lögin vonu birt og tóku þau gildi 1. janúar 1910. En 1. marz 1910 hófst starfsemi Sam- áby rgðarinn ar. Eftir að útvegur fslendinga tók að vaxa á síðustu áratug- um 19. aldar, með skútuöldinni, og á fyrstu áratugum 20. aldar- innar, með tilkomu vélskipa til fisikveiða, varð rík þörf fyrir inn lent tryggingafélag, sem annazt gæti endurtryggingar og beinar tryggingar fiskiskipa. Ábyrgðar-- félög höfðu að vísu verið sett á fót í flestum héruðum lands- ins, svo sem Þilskipaábyrgðar- félagið við Faxaflóa, Ábyrgðar- félag fyrir vélbáta á Seyðisfirði, Bátaábyrgðarfélag Vestmanna- eyja o.fl., en þau höfðiu ekki bolmagn til að taikast á hendur fullkomnar tryggingar. Sum höfðu þau leitað endurtrygginga hjá erlenduim tryggingafélögum, sem einnig höfðu tekið að sér í nokkruim mæli tryggingar ís- lenz’kra fiskiskipa. Mönnum þótti því nauðsyn bera til að stofna innlent trygg- ingarfélag og va’kti Ólafur Bri- em alþingismaður máls á því á þingunum fyrir 1908. En ein- sætt þótti, eins og fjárhag lands- manna var þá háttað, að Alþingi hefði forgöngu uim stofnun þess og styrkti að stofnun þess og rekstri með ábyrgð landssjóðs. Landsstjórnin tók frumkvæði í þessu máli árið 1908, og jafn- veln eitthvað fyrr. Hún bar mál- ið undir íslenzku stjómarráðs- skrifstofuna í Kaupmannalhöfn, sem sett hafði verið á stofn 1904, þegar heimastjórnin hófst, und- ir forsæti Hannesar Hafsteins ráðherna. Ólafur Halldórsson veitti stjórnarráðsskrifstofunni forstöðu, en aðstoðarmaður hans var Jón Krabbe, lögfræðingur, sem sérstaklega hafði kynnt sér tryggingastarfsemi. Lenti því í hans hlut, að undirbúa mál þetta og semja frumdrög löggjafarinn- ar. Jón Krabbe skrifaði ráðherra 11.4 1908 og lagði til við hann, að skipuð yfði nefnd „til þess að íhuga hvernig hægt væri að kóma á fót tryggilegri og hag- kvæmri vátryggingu á fiskiskip- um hér á landi.“ Hannes Haf- stein féllst á þetta og skipaði hánn þessa menn í nefndina: Tryggva Gunnarsson, bankastjóra Ágúst Flygenrinig, útvegsmann Eggert Briem Skrifstofustjóra Carl Trolle, forstjóra. Neíndin Skilaði áliti dags. 17.6. 1968 og gerði tillögur um stofn- un vátryggingafélags. Með bréfi dags. 27, 8. 1908 fór Hannes Hafstein ráðherra þess á leit við Jón Krabbe, að hann semdi frumvarp til laga um vá- tryggingarfélag á fiskiskiþum méð hliðejón. af tillögum nefnd- ainnar og léti fylgja því grein- argerð og athugasemdir. Jón Krabbe sendi ráðherra frumvarp sitt, en hann lét end- urskoða það í ráðuheyti. Frumvarpið var síðan sent konungi með öðrum frumvörp- um, sem landsstjórnin hugðást leggja fyrir Alþingi 1909. Kon- ungur samþykkti síðan 12.1. 1909 að frumvarpið yrði lagt fyrir Alþingi, sem hefjast átti 15. febr úar. Það kom síðan til 1. um- ræðu 18.2. 1909 og var fyrirsögn þess: Fruimvarp til laga um Jón GunnaráSon stofnun vátryggingarfélags fyrir fiskiskip. Hannes Hafstein fylgdi frum- varpinu úr hlaði og sagði hann roeðal arvnars: „Ég ímynda mér að rnenn geti komið sér saman um það, hve þýðingarmikið það er fyrir annan aðalatvinnuveg landsins, fiskveiðarnar, að fá ör- ugga og góða vátryggingu fyrir skip og báta. Auðvitað hafa nokk ur félög myndazt í þessu síkyni á síðari árum, en flest þessi félög eru ófullkomin, áhættan mikil, en trygging ekki sem skyldi. Stjómin hefur því tekið þetta mál til íhugunar, og fékk í fyrra menn nokkra til að ganga í nefnd til þess að athuga, hvernig koma mætti á samvinnu milli félaganna, aðallega í þeim til- gangi að aulka trygginguna með því að dreifa áhættunni. Menin- irnir voru þessir: Tryggvi Gunn arsson, Ágúst Flygenring, skrif- stofufitjóri, Eggert Briem og C. Trolle sjóliðsforingi, sem kom til íslands í fyrrn og bauð stjórn inni liðveizlu sína í þessu. Nefnd þessi kom síðam fram með álita- skjal, er þinginu verður gefinn kostur á að kynaist, og leggur hún það til, að stofnað verði samábyrgðarfélag fyrir íslenzk ákip og báta, en landssjóður ábyrgist að nokkru leyti. Nefndin vill ekiki að haggað sé við vátryggingarfélögum þeim, er þegar eru á fót komin á ýmsum stöðum, þvi að þeim sé kunnast um eigin hag og ástand, og af þeim kunnugleika og því eftirliti, er félagsmenn geti haift hver með öðrum sé góð ur stuðningur, heldur sfculi mark mið hins nýja félags vera að styrkja annars vegar hin félög in, með því að taJka að sér end- urtryggingu að nokkru fyrir þau, og þannig takmarka áhættu þeirra ,og hins vegar að takast á hendur vátryggingu skipa og báta, er eigi geta fengið trygg- ingu í hinum félögunum". Ennfremur sagði Hannes: „Það er talsverður vandi að gera úr garði frumvarp eins og þetta, og heifir slkrifstofa stjóirnarráðsins í Kaupmannahöfn mest að því unnið. Ég vona að þingið talki frumvarpi þessu með sama huga og það er af sprottið, og vil mælast til að háttvirt deild setji nefnd í málið og greiði fyr- ir því sem bezt“. Málið fékk mjög góðar undir- tektir á Alþingi og var sam- þykkt einróma í báðum deild- um Alþingis með mjög litlum breytingum. Carl Trolle, _ áður sjóliðsfor- ingi og Fólksþingmaður, síðan forstjóri ábyrgðarfélags danslkra fiskiskipa, var til ráðuneytis. Hann kom í ágústmánuði 1909 í boði landsstjórnarinnar til Reyikjavíkur. Trolle var kunnug Carl Finsen ur á íslandi. Hafði hann stund- að fiskveiðar við ísland um 1880 á dönsiku seglskipi og árið 1906 ferðaðist hann um Norður land og Austurland í erindum dönsku vátryggingarfélaganna. Trolle var umboðsmaður sæin,Ska vátryggingafélagsáns Hansa í Stokkhólmi og samdi hann við landsstjórnina um end urtiryggingar fyrir Samábyrgð- ina hjá því félagi og stóðu þau viðskipti til 1913. Einnig gerði hann um þessar mundir tillög- ur að reglugerð og iðgjaldasikrá fyrir Samábyrgðina. Flutti hann síðan vátrygginga slkrifstofu sína til Reykjavikur og tók landsjóður þátt í kostn- aði við þann flutning, enda var hann gerður til að auðvelda við- skipti Samábyrgðar og endur- tryggingarinnar. Samkvæmt 2. grein laganna um stofun vátryggingarfélags fyrrr fiskiskip, var svo ákveðið, að landsstjórnin gegnist fyrir því, að Samábyrgð íslands á fiSkiskipum væri sett á stotfn. Hún skyldi takast á hendur end- urtryggingar á allt að því 2/5 af tryggingarhæfu verði báta og skipa fyrir íslenzk ábyrgðarfé- lög, og beina vátryggingu á bát- um og skipum allt að 8/10 hlut- um af tryggingarhæfu verði. Þá slkyldi hún talkast á hendur tryggingu á afla, veiðarfærum og útbúnaði, ef um algjöran skip- tapa væri að ræða. Ábyrgðin var eingöngu mið- uð við dkip og báta, sem ætluð voru til fiskveiða eða flutninga við ísland. Landssjóður skyldi ábyrgjast með allt að 200.000.— krónum, að félagið stæði við skuldbind- ingar sínar. Samkvæmt 13. grein átti þriggja manna stjórnamefnd að veifca Samábyrgðinni forstöðu og var einn þeirra framkvæmda stjóri skipaður til 5 ára, en sfkip an gæzlustjóranna var til 3 ára. Fyrstu stjórn Samábyrgðar- innar skipuðu þessir menn: Jón Gunnarsison var skipaðuir for- stjóri 22. 10. 1909, en 22. 1. 1910 gæzlustjórar þeir Sigfús Berg- mann kaupmaður í Hafnarfirði og Páll Halldórsson skólastjóri. Indriði Einarsson var ákipað- ur endursikoðandi 23. 3. 1911. Stjórnarráð lagði fyrir Jón Gunnarsson að fara til Kaup- mannahafnar og dvelja þar mán aðartíma til þess undir hand- leiðslu Carls Tro-lle sjóliðafor- ingja að undirbúa sig að byrja starfrækslu Samábyrgðarinnar 1. 1. 1910. Jón fór utan 19. 10. og vann í vátryggingarstofu Carls Trolles. Jón var enn 4.. 1. 1910 í Kaupmannalhöfn. Þá Skrifaði hann skrifstofu stjórn arráðs í Kaupmannahöfn og bað um 750 krónur til þess að greiða andvirði allra nauðsynlegra bóka handa Samábyrgðinni, reglugerða, eyðublaða, peninga- og bókageymsluslkáps og fleiri Sigurður Kristjánsson. áhalda sem hann hafði fest kaup á ytra. Rekstur Samábyrgðarinnar var ekki stór í sniðum í fyrstu. Samlkvæmt dkýrslu um starf fé- lagsins fyrir árið 1910, fyrsta starfsárið, voru samtals 79 skip og bifbótar vátryggðir og voru 36 í beinni ábyrgð, en 43 endurtryggðir. Þessi sfkip skiptust þannig, og iðgjöld og vátryggingarupphæð votiu eins og hér segir: 51 seglkuggur vátryggðar fyr ir 287.806 kr„ iðgjald kr. 15511.78. 4 gufuskip vátryggð fyrir 77.400 kir., iðjald kr. 5228.00. 7 bifikuggar, vátryggðir fyrir 72.748 kir., iðjald kr. 4500.88. 17 bifbátar, vátryggðir fyrir 56109 kr., iðjald kr. 3453.30. Alls eru þetta 79 skip vátryggð fyrir kr. 494.063.00. Iðgjald kr. 28793.96. Heildartölur rekstursireiiknings voru þessar'. Tekjuhliðin kr. 36.679.07 og vair þar intnifialinn 5000 króna sityrlkur frá landsjóði og hluti Hansa í greiddum tjónum br. 560.67. Tekjuafgangur varð kr. 3.696.86 og var hann lagður í varasjóð. Endurtryggingarið- gjöld til Hansa urðu kr. 13.000.00. Samikvæmt efnahagsreilkningi námu eignir Samábyrgðarinnar við árslok kr. 10.950.51. Á árinu varð eklkert tjón á afla og veiðarfærum, en s/kaða- bætur, sem félaginu bar að greiða á árinu voru samtals kr. 11.382.0. Við samanburð verður að hafa í ’huga breytt Verðgildi peninga. Árið 1967 festi Samábyrgðin kaup á hæð í glæsilegu stórthýsi er Bræðurnir Ormsson h.f. höfðu látið reisa að Lágmúla 9 í Reykjavílk og flutti þangað starf semi sína. Síðan Samábyrgðin tók til starfa árið 1910 hafa þessir menn verið forstjórar hennair: Jón Gunnarsson 1909-1935 Carl Finsen 1935-40 Sigurður Kristjánsson 1940-56 Páll Sigurðsson 1956 og síðan. Stjórn félagsins skipa nú 5 meran, tveir tilnefndir af Lands- sambandi íslenzkra útvegs- manna, tveir menn kosnir af bátaábyrgðarfélögunuim, en fimmti maðurinn er skipaður án tilnefning.ar af ráðherra. Nú eiga þessir menn sæti í stjórn Samábyrgðarinnar: Matthías Bjarnaspn alþings maður, formaður; Jón Árnason alþingisimaður, varaformaður; Birgir Finnsson, alþingisforseti; Jóm. Sigurðsson ákipstjóri og Andrés Finnbogason útgerðar- maður. Á fu'ndinum skýrði Mattíhías Bjarmason enmifremiur frá því, að imnan vébarida Saimábyrgðar- væru átta bátaábyrgðafélög. Vél bá'aábyrgðarféla'gið Grótta, Vél- bátiaftrygigimgair Reykjaniess, Vél- Páll Sigurðsson bátaábyrgðairfélaig Akramess, Báta tryggimgar Breiðafjairðar, Vél- bátaiábyrgðarfél'ag ísfirðiniga, V éfbá tatryggimgair Eyjatfjarðar, Skipatryggiragar Auistfjarða og Vélibátaábyrgðarfélagið Hekla, Stokkiseyri. Emdurtryggir Samábyrgð fyrir ölil félögim cvg tryggir einimig að taíkmörkuðu leyti fyrir báta- áibyngðairfélag Vestmamnaeyja. Árið 1953 voru verðmæti þau, sem skip tryggðu fyrir hjá Sam- ábyrgð 237 milljónir króna. Árð 1958, 450 miilljónir króna, árið 1963, fjórtánhundruð og sauitján mililjómir, 1968 átján- huradruð og fimmtíu m.ililjónir, og 1969 eitthv-aið yfir 2000 millljónir. Hefur Skipum, sem tryggð eru ekki fjölgað, en þau eru stærri, og eru betur útbúin og rraeð dýr- ari tækjum. Hæst tryggða skipið er tryggt fyrir 26,2 millj. kr. öm skip, 100 rúmlieetiæ og umdir er.u tryggð hjá fyrirtækirau, og sömuileiðis skip land'heigiagæzl- uranar. Eru 468 vélákip fcryggð hjá Samábyngð. Stjóm félagsins er að mestu ieyti síkipuð af útgerðarmörDmum. Ráðherra getur ákveðið hreyt- inigar á lögum félagisinis aö fengn um tillögum frá stjóm Sam- ábyrgðar og bátaábyrgðar féla'g- aimma. Iðgjöld firó bátaábyrgðarfélög- uimum 1962—’66 vonu að meðai- Aiafli !297,5 millljón króniur, en tjómaendungreiðslur og umiboðs- laiun sem Samábyngð greiddi, 293,9 millj. kr. í árslok 1968, voru eignir umfram Skuldir, 34 milljón króraur. í maí 1958, var stofrauð deild í Samábyngð um trygginigar á bráðafúa á tréskipum, og eig- eradur tréskipa skyldaðir til að tryggja skip sín gegn þessu tjóni. í árslok 1968 voru komin 304 til'felQi í þesskonar skemmdum, og bótagreiðsiur námu 213 rni'llj- ónum króna. Heildarhöfuðstóll fyrirtækisins var um áramóit 48 mil'ljónir króna Saim'ábyrigð hefur auglýst nýjar Framhald á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.