Morgunblaðið - 30.07.1969, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1069
ur. Tucker tókst að ríaa upp, en
stóð þó enn niðri í kistunni,
og nú barði hanm slagandi mann
inn, eftir því sem hann hafði
mátt til.
Allt í einu sneri ftalinn sér við
og krafsaði í blindni til Tuckers.
Þetta voru aðeins viðbrögð dýrs,
því að ekki gæti hann hafa vitað
hvað han-n var að gera. En þá
greip Tucker sterkum fingrunum
um hálsinn á Lazio. Nú vissi hann
að það var ekki annað að gera
en drepa manninn. Skítugar negl
ur kröfsuðu í andlitið á honum,
en hann veik höfðinu undan og
herti takið um leið. Hann fann
blóð renna niður eftir kinmmmi
á sér, en fyrst og fremst fann
hann þó til viðbjóðs á því, sem
hann var að gera. Hann sá and-
lit mannisins afmyndast og skipta
lituim, en hann hélt takinu,
löngu eftir að maðurinn veitti
nokkra mótspymu og líkami hans
hneig niður fyrir framan hann.
Hann hafði ekki langað til
þess arna, en fann hins vegar
ekkert til iðrunar eftir að hafa
gert það. Lazio hefði átt að vera
drepimn fyrir löngu.
Þetta hafði nú gengið fljótt,
en samt var þarna eins og í slát-
urhúsi. Tucker hafði fengið blóð
ið úr Lazio á peysuna sína og
fanm blóðið úr sjálfum sér á and
litinu. Gólfteppið og svo botn-
inn á kistunmi var blóði drifið.
Nú, er hann hafði leyst eitt
vandamálið, blasti það næsta við:
hvað átti hann að gera við lík-
ið? Það hlaut að vera naumur
tími, því að koma Lazios var
ekki annað en undirbúningur
undir fund. Kýraugað var of
þröngt og eims gæti sézt til hans.
Hann lagaði því til i setkist-
unni, þangað til þar var nægi-
legt rúm fyrir þá báða. Maður-
inn var ekki léttur, þegar hann
kuðlaði honum niður í kistuna,
en nú var hann ekkert að hugsa
um nein þægindi fyrir sjálfan
sig. Hann spýtti síðan á blóð-
VELJUM ÍSLENZKT
SLENZKUR IÐNAÐUR
VIBLEGUIÍTBÚMR
fyrír verzlunarmannahelgina:
Vindsængur frá kr. 695.00.
Tjöld frá kl. 2456.00.
Svefnpokar í úrvali.
Nestistöskur.
Pottasett, lágt verð.
Gassuðutæki.
Höfum flest, er þér þurfið i
sumarleyfið að ógleymdri
veiðistönginni.
Póstsendum.
SPORT
Laugavegi 13.
blettina og reyndi að þerra þá
af með vasaklútnum sínum. Á
dökkgrænu teppinu, voru þeir
ekki sýnilegir, nema vel væri að
gáð og hann þerraði þá eins
vel og hann gat.
Hann leit fljótt krimg um sig í
káetumni og gægðist síðan undir
borðið, eins og Lazio hafði gert.
Sér til nokkurrar furðu, fann
hann þar tengi fyrir hljóðnema,
en í því var emginn snúra og
hann velti því fyrir sér, hvert
leiðslan kynni að liggja. Fór Cao
elli svona að því? Hleraði hamn
tal samverkamanna sinna og not
aði það til þess að halda þeim í
járngreipum? Vitanlega mundi
þetta ekki vera notað, nema ein
hver ókyrrð kæmi upp í herbúð-
um hans — hann gat notað það
til þess að kúga þá. En Lazio
hlaut að hafa verið trúnaðar-
þjónn Capellis, sem mundi fljót-
lega sakna 'hans.
Áður en Tucker fór niður í
setkistuna, gægðist hann út gegn
um kýraugað. Nú kom það betur
í ljós, hvers vegna Lazio hafðd
farið þessa eftirlitsferð. Spöl-
korn frá lá önnur snekkja við
akkeri á lygnium sjónum, þar sem
varla vottaði fyrir gára. Hrað-
bátur var að nálgast.
Tucker var efablandinn. Hann
leitaði að blóðblettum á kistu-
lokinu og brölti svo niður í kist-
una aftur, þótt honum byði við
líkinu, sem var í næsta hólfi.
Næstum ósjálfrátt kom hann fyr
ir hljóðnemanum og segulband-
inu og setti spýtuna undir lokið.
Honum fannst heil eilífð, áður
en neitt færi að gerast. En þess-
Eir athafnir hans höfðu léð hon-
um nýtt hugrekiki og framlhald-
ið yrði sennilega ekki eins auð-
velt. Innri hurðin opnaðist og
hann varð næstum hissa. Cap-
elli kom inn, og talaði eitthvað
um öxl sér við Gass hinn smá-
vaxna, sem kom á eftir honum.
Á eftir þeim kom svo Leboeuf,
sem skipmaði allt í kring um sig í
káetunni.
TuCker gat ekki séð nema mó-
leitt andlitið á Gass, en varð að
geta sér til um hina. Þefinn af
Leboeuf gat hann nú orðið greint
hvar sem var. Tucker opnaði
hljóðiiemann og það var furðu-
legt, hve hátt lét í honum í þessu
þrönga rúmi.
Capelli sat við borðsendann.
Nú gat Tucker séð þunglama-
legt en rólegt andlitið á honum.
— Hvar er Lazio? Það fór hroll
ur um Tucker, því að það var
sýnilegt, að Lazio var vanur að
bíða þama eins og hver annar
vörður, þangað til höfðingjarnir
væru komnir. Svo heyrði hann
drynjandi röddina í Leboeuf, án
þess þó að sjá hann: — Hann
var kominn. Ég sá hann fara inm
fyrir klukkustundu.
Gass hafði fengið sér sæti
hægra megin við Capelii og þess
ir tveir menn litu hálf-skrítilega
út við þetta borð, sem var ætlað
tólf mönnum. — Lazio leið aldrei
vel á sjó. Kanski hefur hon-
um orðið illt.
Capelli gretti sig, óþolinmóður.
Þeir töluðu frönsku — líklega
vegna Gass. — Nú, skútan hreyf
ist alls ekki neitt. Kallarðu þetta
sjó? Finndu hann, Leboeuf. Við
skulum byrja.
Nú fór að fara um Tucker.
Svona átti þetta að enda. Hon-
um leið illa og hann tók að
venja sig við að verða fundinn,
en það virtist nú óumflýjanlegt.
Innst inni vissi hann með sjálf-
um sér, að hann hefði aldrei get
að búizt við að þetta tækist,
sízt þegar við svona kunnáttu-
menn var að eiga. öryggið var
þeirra annað eðli.
Pegar Leboeuf var í þann veg
inn að ganga út ar káetunni,
bætti Capelli við: — Settu hann
Angelo á vörð við útidyrnar með
an þú ert fjarverandi. Þegar Le-
boeuf var farinn út stóð Cap-
elli upp og læsti innri hurðinni.
Tucker gerði sér ljóst þetta
bragð hans við Gass: Vörður úti
fyrir, dyrnar læstar og þeir tveir
einir þarna inni. Gass lét fara
vel um sig, kveikti sér í vindli,
og hallaði sér aftur í sætinu,
líkastur búktalarabrúðu, sem
horfir brosandi á hinn lifandi
húsbónda sinn. — Svo að þú
gekkst frá Robert?
Jafnvel þarna var Capelli var
kár. — Ég held, að hann hafi
lent í einhverju slysi. Mig lang-
ar að senda konunni hans eitt-
hvað, en ég er bara hræddur um,
að það yrði misskilið.
— En Pont og TuCker ganga
enn lausir? Og enn hættulegir?
Mér datt það í hug, þegar þeir
heimsóttu mig. Pont er alls ekki
sá viðvaningur sem hann lætur.,
og Tucker er hættulegur bjáni
með gremju í huga.
Capelli var hinn rólegasti. —
Hvorugur er verulega hættuleg-
ur, nema þeir hafi einhverjar
sannanir, og það hafa þeir ekki.
En þeir eru enn að vekja á sér
eftirtekt. Þeir eru að róta upp
í þessu, en það þýðir aftur, að
45
vátryggingar-karlarnir fara að
leita að einhverjum tæknigöllum
á tryggingarskírteininu. Það
tekst þeim nú ekki, en þetta vek
ur eftirtekt, einmitt þegar við
kærum okkur sízt um neitt slíkt.
Hann brosti sem snöggvast.
— Fátt er svo með öllu illt . . .
Eitthvað fer út um þúfur og
við verðum að sleppa vissum við
skiptum, en það er gott að hinir
viti, að þeir mega ekki bregð-
ast, því að þá er úti um allt.
Gass kinkaði kolli með spek-
ingssvip. Þótt hann væri greind
ur maður og samvizkulaus, kæm
ist hann aldrei til jafns við Ca-
pelli, sem gat horft til allra átta
í senn og aðhylltist frumstæð-
ustu og beinustu aðferðir. Gass
gat hugsað, en Capelli var
miklu snarari í snúningunum.
Nú fyrst tók Capelli út úr sér
vindilinn. — Þú misskilur mig.
Auðvitað vil ég þá feiga — og
það fljótt. Þeir eru eini þtösk-
uldurinn nú orðið, milli okkar
og ríkidæmisins. Þetta er að vísu
ekki stærsti drátturinm okkar, en
sá sniðugasti.
Þar sem Tucker lá í dimmu
kistunni, fékk forvitnin nú yfir-
höndina yfir hræðslunni. Og
hún fór vaxandi eftir því, sem
mennirnir töluðu lengur og
ræddu, eins og ekkert væri um
að vera, þetta viðurstyggilega
samsæri, sem hefði getað orðið
heilu flugvélarhlassi fólks að
bana. Og allan þennan tíma
rann segulbandið hægt og hægt
og greip sundurlausar játning-
ar þessara tveggja bófa.
Meðan þeir töluðu minntist
Tucker þess, hve stolt og af-
undin Denise hafði virzt, þar
sem hún sat við hlið hans í
flugvélinni. Robert — og flug-
freyjunni og öllu þessu fólki
hafði verið ætlað að deyja, til
þess að þessir tveir menn gætu
matað krókinn. Þegar hann gægð
ist gegn um rifuna heyrði hann
þá ræða þetta, rétt eins og al-
geng viðskipti, og hon-
um hryllti við. Fyrir þessum
mönnum var þetta ekkert annað
en gróðavonin. Þeir kærðu sig
kollótta um nokkur mannslíf.
Þarna heyrði hann ýmislegt,
sem franska lögreglan mundi
hafa ánægju af að rannsaka, ef
hann slyppi lifandi út. Þarna var
það allt saman komið á segul-
bandinu, sem hann hafði keypt
í snatri í Túnis. Jafnvel þótt
hans eigin framburður, ásamt
því, sem var á bandinu yrði
hrakið ef slyngum verjanda,var
þetta nóg tilefni til frek-
ari rannsóknar fyrir lögregluna.
Ef hún yrðd ágenig, mundu koma
fram ýmsir þverbrestir í liði
Capellis og ekki gat hann kálað
þeim öllum. Sem snöggvast greip
einhver gleði Tucker.
En svo gerðist það ótrúlega.
Að loknum áðurgreindum um-
ræðum, tóku þeir að ræða,
hvernig selja skyldi frímerkin.
Þeir bjuggust nú við að tapa
hálfu andvirði þeirra, en þau
mundu nú samt gefa af sér millj-
ónarfjórðung, og þannig mundu
þeir græða þrjár milljónarfjórð-
unga á þessu fyrirtæki. Jafnvel
þótt eitthvað gengi stirt og kost-
aði þá aukin útgjöld, yrðu þaiu
aldrei nema brot af hagnaðinum.
Tutker hlustaði og fræddist,
þangað til hann var næstum að
því kominn að hlaupa upp úr
felustað sínum, svo mjög var
hann orðinn reiður. Með því að
koma þeim á óvart, hefði hann
máske sloppið og hann átti eftir
að iðrast þess að hafa ekki
reynt það.
Talið var nú tekið að snúast
upp í rabb um daginn og veg-
inn, seinna fyndni og hláturrok-
ur. Capelli náði í flösku og glös
úr vínskápnum, og nú varð léttara
yfir samtalinu. Að frátöldum ein
hverjum tilraunum Capellis til
að veiða ýmislegt smávegis upp
úr Gass, inn í hljóðnemann und-
ir borðinu, var þetta orðið efnis-
laust skraf, og sjálfu erindinu
var sýnilega lokið, og er Tucker
gerði sér það ljóst, greip hræðsl-
an hann aftur. Leboeuf var enn
ekki kominn aftur, en hann
mundi fljótlega sýna sig.
Einhvers staðar heyrðist í suð
ara, en hvorugur mannanna
hreyfði sig neitt og Capelli sagði,
eins og rétt meðal annarra orða:
— Þetta er sjálfsagt hann Le-
boeuf. Við skulum láta þetta
eiga sig í nokkra daga, og þá
ættum við að vera búnir að ná
í Pont og Tucker. Og þá getum
við gengið endanlega frá söl-
unni. Eigum við að segja tvo sól
arhringa?
Gass samþykkti þetta, en flýtti
sér ekkert að ljúka úr glasinu.
Capelli opnaði innri hurðina og
barði á þá ytri. Leboeuf gekk
inn og lokaði innri hurðinni á
eftir sér. — Lazio er hvergi
um borð.
Vindillinn hjá Capelli stanzaði
á miðri leið. Hann spurði ekki,
hvort Leboeuf væri viss um
þetta, því að Korsíkumaðurinn
fullyrti aldrei annað en það, sem
hann vissi fyrir víst. Dílóttu
augun í ítalanum tóku að tina.
Hann leit snöggt á Gass, sem
gerði sér strax ljóst, að eitt-
hvað var ekki í lagi.
— Þú segist hafa séð hann
koma hingað? sagði Capelli
snöggt.
— Stendur heima.
— Sástu hann fara inn?
— Nei, ég sá hann bara
beygja inn í ganginn hérna.
— Það er búið að leita alls
staðar nema hér. Gerðu það þá.
Röddin í Capelli var næstum
enn rólegri en venjulega. Hann
var eins og dýr, sem viðrar
hættu.
Tucker heyrði fyrsta lokið
opnað og síðan lokast, og flýtti
sér að stinga segulbandinu inn
á sig. Annað lokið opnaðist og
svo varð þögn. Leobeuf var
horfinn sjónum, en hann sá Ca-
pelli ganga yfir gólfið, senni-
lega eftir einhverju merki frá
Korsíkumanninum. Nú sá hann
ekki nema Gass, sem hafði föln
að upp og var að ýta frá sér
stólnum áleiðis þangað sem Ca-
pelli og Leboeuf stóðu.
Allt í einu var lokið uppi yf
ir Tucker rifið upp, og hann sá
neðan frá tvö stirðnuð andlit,
sem gláptu á hann. Hann komst
heldur ekki hjá því að sjá byss
una, sem miðað var beint milli
augna hans, og æfð hönd Lebo-
eufs hélt á. Eini svipurinn, sem
hann gat séð á andlitunum var
ofurlítil ánægja, sem skein út
úr munnsvipnum á Leboeuf, sem
vejnulega var eins og frosinn.
xll.
Capelli sagði: — Lazio var
góður maður, sem verður ekki
auðveldlega bættur. Stattu upp!
Tucker brölti á fætur, en í
sama bili kom Gass fram, að
baki hinna, og álíka frosinn á
svipinn og þeir.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Pcrsónutöfrar þínir skipta miklu meira máli í dag, en öll vlnna,
sem þú leysir af hendi. Notaðu þér það.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Það léttir af þér alls konar spennu. i»ú sérð, hvað þetta hefur
allt verið hlægilegt. Semdu frið.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Þú verður að vera nákvæmur i meðferð allra verkfæra. Jafn-
vei óþöf mælgi við vinnu getur spillt fyrir þér.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
Þú kannt að þurfa að gefa svar við einhverju stórtilboði, og þú
skalt, ef þú ekki hefur fengið nægilegar uppiýsingar, fara eftir eðlis-
ávísun þinni.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
ÞA mátt ekki sýna tiirinningasemi i dag, eSa taka þátt í vanda-
málnm annarra.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
FarBu eftir eigin skynsemi í öllum ákvörSunum i dag. Sumir eru
hjálpsamir en aðrir beinlinis reyna að tefja þig.
Vogin, 23. september — 22. október.
Þú er þinnar gæfu smiður. Hugsaðu þig vendilega um, áður en
þú hefst eitthvað að.
Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember.
Þér veitist erfitt að komast undan fóiki, reyndu að koma sem
mestu i verk fyrlr mánaðamótin.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Reyndu að kaupa engan óþarfa i dag — og haitu þig í fjarlægð frá
óþörfum manneskjum.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Reyndu að kaupa engan óþarfa i dag — og haltu þig i fjarlægð frá
ætli af göflunum að ganga. Reyndu að lagfæra sem mest heima fyrir.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Haitu þig við vinnuna, en gerðu ekki ráð fyrir neinu sérstöku f
dag. Reyndu að halda áfram að spara.
Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz.
Það er gaman að sýna ókunnugum landið sitt, en vertu ekki með
neina óþarfa tilfinningasemi.
I