Morgunblaðið - 30.07.1969, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1069
Asgeir Pétursson:
llm Sementsverksmi ö jumálið
TÓMAS Karlsson blaðamaður
við Tímann hefur þótzt taka sér
fyrir hendur að gerast vörður
réttvísinnar, að því er varðar
hið svonefnda Sementsverk-
smiðjumál. Á hann sér þar að
einkavini Daníel Ágústínusson,
sem veitir honum ráð og upplýs-
ingar um málefnið.
En þá er að hafa í huga, að
þeir sem gerast vilja þjónar rétt
vísinnar — jafnvel þótt sjálf-
skipaðir séu — verða jafnframt
að virða grundvaliarlögmál
hennar, að kynna sér málin á
hlutlægan hátt, leita hins sanna
og láta síðan upp skoðanir sín-
ar studdar gildum rökum.
í>etta hefur Tómas Karlsson
ekki gert. Hann veit sýnilega lítið
um málefnið og heimildarmaður
hans, sem tekið hefur við því
trúnaðarstarfi af Alþingi, að
sitja í stjórn Sementsverksmiðju
ríkisins og ber samkvæmt því
skylda til þess að gæta hags-
muna fyrirtækisins, inn á við og
út á við, virðist a.m.k. enn, sem
feomið er, hafa fremur takmark-
aða þekkingu á málefnum henn-
ar. Orka hans virðist helzt bein
ast að því að reyna að bera sam
verkamenn sína sökum. Svo er
að sjá sem örlög þessa fyrirtæk
is gildi hann ekki miklu. Hitt virð
ist gilda hann meiru, að reyna
að nota misferli það, sem átti
sér stað hjá tilteknum forráða-
mönnum fyrirtækisins, til ár-
ása á andstæðinga sína um
stjórnmál, þ.e. Jón Árnason al-
þingismann, Guðmund Svein-
björnsson og mig, en við eigum
nú sæti í stjórn verksmiðjunnar.
í Tímanum hinn 20. f.m. er sú
staðleysa borin fram á forsíðu
blaðsins að „meirihluti verk-
smiðjustjórnar neiti um rann-
sókn á misferli". Síðan er sú full
yrðing rakin í mörgum orðum,
með tilheyrandi skömmum um
það, sem virðist helzt eiga að
vera einhvers konar valdníðsla
meirihlutans.
Tilefni þessarar yfirskinsum-
hyggju fyrir réttvísinni var það,
að Daníel hafði flutt tillögu í
stjórn verksmiðjunnar þess efn-
is, að láta fara fram sérstakar
sakadómsrannsóknir á hendur til
teknum starfsmönnum, sem allir
voru raunar horfnir úr störfum
hjá verksmiðjunni, um meint
brot í starfi af hálfu þeirra.
Þessi tillöguflutningur var
auðvitað gjörsamlega óþarfur,
sökum þess að rannsókn málsins
hjá Sakadómi Reykjavíkur stóð
þá þegar yfir. Á s.l. ári varð
uppvíst um misferli við fyrirtæk
ið. Stjórn Sementsverksmiðjunn
ar hóf þá þegar könnun á mál-
inu og ákvað síðan á fundi sín-
um hinn 29. ágúst 1968 að vísa
málinu til dómstólanna. Að fara
síðan að óska einhverra sér-
rannsókna, ofan í heildarrann-
sókn þess, var því, eins og áður
hefur verið bent á, tilefnislaust.
Þessi tillöguflutningur Daníels
gat þó byggst á misskilningi á
lögum og á því, hvernig dóms-
rannsóknir eríi framkvæmdar.
Mátti því í fyrstu ætla að hér
væri einungis deilt um leiðir en
eigi markmið, það, að koma mál-
inu til réttra laga.
En því miður er nú auðséð,
eftir öll skrif Tímans um málið,
að svo var ekki. Hér var verið að
gera sér tilefni til pólitískra ár-
ása á andstæðinga.
Skoðum þessa tillögu Daniels
Ágústínussonar örlítið nán-
ar. Hann byggir hana einkum á
tveim skýrslum, sem Svavar
Plásson hafði gert hinn 12. ágúst
og 27. september 1968. í þeim
er að finna þær upplýsingar,
sem Daníel vildi einkum nota til
rökstuðnings tillögu sinni. Mætti
því ætla að hann hefði hlutazt
til um að þessar skýrslur voru
samdar. En því er ekki svo farið.
Svavar Pálsson samdi þess-
ar skýrslur í samráði við mig
sem stjórnarformann, og fékk
dómarinn þær að sjálfsögðu svo
sem öll önnur gögn, sem á ein-
hvern hátt geta stuðlað að því,
að upplýsa þetta mál.
Hinn 19. apríl s.l. ritaði Daníel
Ágústínusson bréf til iðnaðar-
málaráðherra, þar sem hann fer
þess á leit, að hann fyrirskipi
rannsókn á þeim atriðum, sem
fram koma í áðurgreindum
skýrslum Svavars Pálssonar.
En Daníel getur þess ekki í bréf
inu, að þegar hann kom fyrir
dóm, hinn 27. nóv. s.l., sem vitni,
bar hann fram svipaða ósk við
dómarann. Óskir hans um athug
un á þessum skýrslum voru þar
með komnar inn í málið og bók-
aðar, en skýrslurnar áður komn
ar í hendur dómsins. Fyrr eða
síðar hlaut hvorttveggja, kröfur
Daníels og skýrslur Svavars, að
koma til athugunar hjá ákæru-
valdinu.
Þrátt fyrir þetta krefst Daníel
þess, að iðnaðarmálaráðherra
fyrirskipi sérrannsóknir á um-
ræddum atriðum. Tíminn spyr
dramatískt: „Hvað gerir dóms-
málaráðherra?" Það er ekki
nema von að fólk undrist, þeg-
ar menn eins og Tómas Karls-
son, sem telur sig bæran um að
knésetja dómsvaldið, ráðherra
og þá, sem starfa að lögfræði-
störfum, skuli auglýsa að hann
viti ekki að almenna reglan um
ákæruvaldið er sú, að það er í
höndum saksóknara ríkisins, en
ekki dómsmálaráðherra. Auk
þess hefir enginn þáttur þessa
máls verið til meðferðar í Dóms
málairáðuneytinu. Hins vegar
sendi iðnaðarmálaráðherra bréf
Daníels til Saksóknara ríkisins,
að fenginni umsögn stjórnar Sem
entsverksmiðjunnar. Getur Daní
el því sízt kvartað um, að lagzt
sé á mál hans, því nú hafa at-
hugasemdir hans borist bæði
dómara og ákæruvaldinu eftir
tveim leiðum, eins og að framan
greinir.
Það er í fyrsta lagi almenn
réttarregla að ef rannsóknar-
dómari telur að lögbrot hafi ver
ið framin, ber honum að sjálfs-
dáðum að kanna slíkt. En þar að
auki er bréf saksóknara ríkisins
þannig orðað, að það gefur svig-
rúm til rannsóknar á því, sem
dómarinn telur ástæðu til að
kanna. Daníel segir að ekkert
megi rannsaka annað en skatta-
hliðina. Bezt er að gögnin tali
sjálf í þessu efni. í bréfi Sak-
sóknara ríkisins til Sakadóms-
Reykjavíkur dags. 6. september
1968, er fyrst vikið að því að
framkvæmd skuli rannsókn á
meintum brotum á ákvæðum laga
nr. 90—1965 og lögum nr. 55—
1964 um tekjuskatt og eigna-
skatt. Síðar í bréfinu segir orð-
rétt . . .“ er þess hér með krafizt,
að mál þetta verði tekið til rann
sóknar í Sakadómi Reykjavikur,
svo sem skjölin veita efni til og
efni kunna að gefast til“. (Let-
urbr. min). í niðurlagi bréfsins
segir síðan: „ ... Ennfremur
verði rannsókninni beint að því
að kanna stöðu þeirra, sem brot-
legir kynnu að verða taldir, með
tilliti til þess, hvort um opin-
bera starfsmenn hafi verið að
ræða.“
Fullyrðingar Tímans eru því
ekki réttar í þessu efni, fremur
en mörgu öðru. En þótt ég leið-
rétti hér ummæli blaðsins,
blanda ég mér ekki í mat ákæru
valdsins á sakarefninu. Það ligg
ur allt fyrir í gögnum málsins.
Tíminn hefur eins og að fram-
an greinir, einkum reynt að
koma því inn hjá lesendum sín-
um að meirihluti verksmiðju-
stjórnarinnar hafi viljað hindra
eða torvelda, að lög næðu yfir
þá, sem brotlegir eru við verk-
smiðjuna. f því skyni grípur
hann til ýmissa bragða. Sem
dæmi má nefna það, að í erindi
meirihlutans hinn 19. apríl s.l.
segir orðrétt: „Þetta mál getur
því ekki gefið tilefni til sérstakr
ar salkamálisramnisóknaT, þar sem
öll atriði málsins liggja ljóst fyr
ir af öllum þeim gögnum, sem
fram hafa komið.“
Þessa setningu tekur Tíminn
upp hinn 20. júní og fer þannig
með, orðrétt: „Þetta getur ekki
gefið tilefni til sakamálsrann-
sóknar, enda hægt að fá fram
allar upplýsingar á eðlilegan
hátt.“
Hér er því um beina rang-
færslu að ræða, því að á þessu
tvennu er meginmunur. Orð meiri
hlutans höfða til þeirrar stað-
reyndar, að málið er allt í heild
arrannsókn og að því sé ekki
þörf einhverra sér-rannsókna.
Ennfremur að gagnanna hafi þeg
ar verið aflað.
í þættinum „Menn og málefni"
(Tíminn 6. júlí s.l.) segir Tómas
Karlsson: „Lagðist formaður
verksmiðjustjórnarinnar svo
lágt, að skjóta sér á bak við
látinn sómamann, Helga Þor-
steinsson, og sverti nafn hans
með ósmekklegum hætti. Ekkert
væri við hinar furðulegu greiðsl
ur í Sementsverksmiðjunni að at
huga, sagði formaðurinn, vegna
þess að Helgi Þorsteinsson hefði
heimilað slíkt á árinu 1952.“
Hér eru aftur á ferðinni
bein ósannindi. Ég hef persónu
lega ritað eina grein um þetta
mál. Birtist hún í Mbl. 25. júní
1969, bls. 2. Þar er ekki minnzt
á nafn Helga Þorsteinssonar,
einu orði:
í yfirlýsingu meirihlutans, sem
ég er aðili að, (Mbl. 21. júní)
segir: „að hinn 7. maí 1955 gerði
þáverandi meirihluti verksmiðju
stjórnar, þeir Helgi Þorsteinsson
og .Sigurður Símonarson, ráðn-
ingarsamning við dr. Jón Vest-
dal forstjóra, þair sem honum
var falið að ákvarða um launa-
kjör starfsmanna. Er því hæp-
ið að halda því fram að greiðsl-
ur, sem forstjórinn samþykkti og
lét inna af höndum hafi s«m slík
ar, verið heimildarlausar."
Hér er ádeilulaust og áreitn-
islaust greint frá staðreynd úr
sogu verksmiðjunnar og sízt af
öllu ádeila á viðkomandi stjórn-
armenn.
Það átti að sprengja „Tíma-
sprengju" og gera stjórnarsinna
í stjórn Sementsverksmiðjunnar
tortryggilega. En bomban
sprakk strax í höndum framleið-
enda. Það stendur óhaggað, að
stjórn Sementsverksmiðju ríkis-
ins hefur engu að leyna varð-
andi þetta mál. Skylda hennar
er og verður sú að gera það, sem
í hennar valdi stendur til þess að
aðstoða við að upplýsa málið, sjá
til þess að öll skjöl, bókhald og
skýrslur séu til afnota fyrir
dómsvaldið, þannig að hið sanna
megi koma fram.
Allt hefur þetta staðið rann-
sóknaraðilum frjálst til afnota,
og hefir verksmiðjustjórnin ver
ið reiðubúin til þess að veita i
þessu efni alla þá aðstoð, sem
hún má.
Málið hefir því verið og eir í
höndum þar til bærra aðila, sem
leysa úr því eftir lögum.
20424—14120 — Sölumaður heima 83633.
HÖFUM KAUPENDUR AÐ
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðum
í Vogahverfi,
sérhæðum í Háaleitis- og Hvassa-
leitishverfi, ennfremur sérhæðum
í Vesturborginni.
2ja herb. kjallaraíbúð (jarðh.) við
Sundin. íbúðin er teppalögð og
er með harðviðarinnréttingum,
um 80 ferm.
4ra herb. fbúðir í Hraunbæ.
3ja herb. tbúð við Mávahlíð.
Auíturstrætl 12 Slml 14120
Pósthélf 34
Konurnar vinna að gerð fatnað arins.
Neyðorfatnaður í
Skagastrandar-
bóta
Á SJÓMANNADAGINN 1. jiúni
síðaistliðkm afihenti kivenifélagiLð
Eiininigin Höfðíalkiaiuipstiaið nieyðlar-
fatmiaið á alla heimiabátbama. Er
þetta fatmalðiur á 36 mainmis 5
styklki á mairan, mærföt, aokkar,
vettlinigar og laimlbhúslhetta saim-
táls 180 stykki, allfllt umiraið úr ís-
tenzkri uíl'l. Hafia komuirmar uimmið
aið þessu áhiuigamiáli sírau seimrai
paintimn { vetutr. Konniu þær sam-
an eimu simmi í viku og létu
hvorfei stóiihiríðiar raé -ammað aftra
sér frá því að m-æba. Fatmaðtur
þessi var aliuir irampalkkaðiuir í þar
til gerðar uimlbúðiir og þanimig af-
hemur sjómömmuimuim.
Steypti kaflinn tekinn
í notkun 20. ágúst
HINN steypti kafli Vesturlands-
vegar verður tekinn í notkun um
20. ágúst, en búið er að steypa 900
metra — fjórar akreinar. Áætlað
kostnaðarverð þessa vegarspotta
er um 30 milljónir króna, en á
vegaáætlun næstu 3 ár er fyrir-
hugað að ljúka við steyptan veg
að Korpu.
Sigfús Öm Sigfússon kvað
Vegagerðinia nú vera að byrja
á lagfærinigu vegarims frá Kög-
uimarhóli að Selfossi. Mýramar,
sem vegUTÍran liggur uim verða
ekki grafmair út, heldur verður
grafimn skurður beggja megin við
veginn og í ekið fyllliragu, sem
síðain er ætlazt til að bifreið-
arraar tiroði niður. Eftir tvö ár
verður svo sett ódýrt sflitlaig á
FASTEIGNASALAN,
Óðinsgötu 4 • Sími 15605.
TIL SÖLU
7 ára gamalt eirabýHsöús í Garða-
hreppi, í húsiinu enu 5 svefn-
herb., 60 fenm. stofa, eldhús,
bað, þvottahús og geymslur.
Forskalað eimbýli®hús við Lauf-
ásveg.
\
Fokheft einbýlishús á faHegasta
stað í Breiðholti.
12 ára gamalt raðbús á tveimur
hæðum í Vogaihverfi.
Fokheft raðhús í Kópavogi. Otb.
aðetns 400 þús.
3ja herb. góð íbúð í eldra stein-
húsii við Grundairstíg.
FASTEIG ItlASALAN
óðinsgötu 4.
Simi 15605.
Kvöldsimi 84417.
veginn, sem aradast á 2 tiil 5 ár
og verður þá sett emdairalegt slit-
lag, er hið fyrra hefur gerngið
sér til húðar og vegurinn er
sæmilega stöðugur orðinn.
16870
I KÓPAVOGI:
2ja herb. íbúð á 2. hæð
við Ásbraut.
2ja herb. jarðhæð við Hlíð
arveg.
4ra herb. efri hæð i tvíbýl-
Isbúsi við B orgarholtsbr.
4ra herb. óful'tgerð neðri
hæð í þríbýlishúsi við
Lyngbrekku.
4ra herb. 90 ferm. hæð við
Víðihvaimm.
7 herb. hæð og nis (ein-
býli) við Borgarhoftsbr.
Bílskúr.
I HAFNARFIRÐI:
2ja herb. 50 ferm. íbúð á
3. hæð við Átfaskeið. Lág
útb.
3ja herb. íbúðiir við Álfa-
sikeið.
3ja herb. endaíb'úð á 2. h.
við Arna’rhraun.
3ja herb. séríbúðia'rhæð við
HeWsgötu. Lágt verð.
5 herb. neðri hæð í þrí-
býllshúsi við Köld-ukimn.
Þvottoherb. á h æðinrai. —
Allt sér.
FASTEIGNA'
PJÓNUSTAN
Auslurstræti 17 fSilli S Vaidi)
lagnar Tómasson hdl. sími 24645
sölumaður fasteigna:
Stefán J. Richter s/mi 16870
hvöidsimi 30687