Morgunblaðið - 12.08.1969, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.08.1969, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁiGÚST H969 15 — Hvað vakti áhuga þinn á Jörundi? — Skörrumu eftir stríð var ég eitt sinn á gangi í skemmti- garði í London með Þorsteini Hannessyni og fór hann að segja mér hvað Jörundur Hundadagakóngur myndi verða gott efni í óperettu. Ég hugsa það hafi verið það fyrsta sem vakti áhuga minn á Jörundi. En þó liðu mörg ár og það var ekki fyrr en veturinn 1905—66 sem ég kom fram með Jörund í út- Nýlega barst mér í hendur smásagnasafn útgefið í Banda ríkjunum Short Stories Inter national og var þar á meðal ýmisisa kunnra höfunda Agn- ar Þórðarson. Mér þótti það nóg tilefni til að spjalla við Agnar, sem er ekki einm þeirra listamanna sem „sér um sig sjálfur" hvað áróður snertir. Þótt Agnar sé að mörgu leyti djarfur höf- undur og biður ekki afsök- unar á verkum sínum, hvorki bókmenntagagnrýnendur né aðra er hann hógvær, allt að því hlédrægur. Auk þess kynntist ég því í Har- vard í hitteðfyrra að er- lendir menn hafa áhuga á verkum Agnars, en þar sat hinn góðkunni vísindamaður og bókmenntaprófessor Einar Haugen við að snara Kjarnorku og kvenhylli á „sveitó“ enisku, sem var erf- itt ver'k, en þeim mun ánægjulegra að kynnast ábuga prófessorsins. Pékk ég sanmarlega að kenna á þess- um áhiuiga og bölvaði Sig- mundi bónda stundum í hljóði. En hvað segir nú Agnar tíðinda: — Kaflinn í bandarískiu út gáfunni er úr skáldsögu minni Ef srver'ð þitt er stuitt í þýðingu Fauls prófessors Sdhadh, segir hann. — Hefur skáldsaga þín „Sverðið“ ekki komið út í heild í Bandaríkjumuim? — Nei ekki enn sem komið er. Það er mjög erfitt að kom ast inn á bókamarkaðinn í Bandaríkjunum með einstaka bók, jafnvel þó hún þyki at- hyiglÍBverð vegna þess kostn- aðar sem liggur í því að kynna og auglýsa nýjan höf- und. Stóru bókaforlögin leggjia tæplega í þann kostnað nema tryggt sé að fleiri bækur eft- ir sama höfund fylgi fljót- lega á eftir. — Heldurðu að þessu sé líkt farið í öðrurn löndum? — Ég býst við því. Á Norð- urlöndum þar sem áhugi á ís- len2íkum bófcmenntum ætti að vera mestur hafa fáar ís- lenzkar skáldsögur komið út undanfarna áratugi. Fyrir 30—40 árum var talsverður á!hugi á íslenzkum bókmennt- um í Danmörku vegna þeirra Jóhanns, Kambans, Gunnars og Halldórs Laxness og fleiri höfunda. Náttúrulega er ó- þarfi að taka það fram að NóbelsSkáldið Halldór Lax- ness nýtur mikils álits hjá bókmenntafólki í Danmörku, svo sem annars staðar, en bækur hans korna þó ekki út í stórum upplögum þar, og hann hefur ekki orðið veru- legur „söluhöíundur". Og jafn ágæt bök og Undervejs til min elskede eftir Þórberg í snjallri þýðingu Martins Larsens kom út í litlu upp- lagi og er þó ekki uppseld að því sem mér hefur verið tjáð. Staðreyndin er að þrátt fyr ir alL't talið um norræna sam- vinnu í menningarmálum hafa Norðurlandaþjóðirnar mjög taikmarkaðan áhuga á menn- unda og alltaf kernur öðru hvoru fyrir að þaðan komi verk sem „slá í gegn“ á stærri leiksviðum, en hlutfallslega skeður það þó mjög sjaldan. Eins er. mikið og merkilegt leiklistarlíf við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum og sums staðar í Evrópu. — Kom ekki Kjarnorkaog kvenhyUi út á vegum ein- hverrar háskólaútgáfu? Spjollað við flgnar Þórðarson rithöfund — Jú, hún kom út á veg- um háskólans í Wisconsin í þýðingu prófessors Einars Haugen. — Er það eina leikrit þitt sem komið hefur út á ensku? i— Já, en kunningi minn prófessor Louis Muinzer í Belfast vinnur nú að því að þýða Spretlhlauparann á ensku og gerir hann sér von- ir um að fá hann leikinn inn- an tíðar. — Um árabil voru leikin eftir þig nokkur leikrit bæði í Þjóðleikhúsinu og í Iðnó. Hver er ástæðan fyrir þvi að þú hefur skrifað minna síðari árin? — Meginástæðan er tíma- sikiortur og þær kröfur sem borgaralegt líf gerir til fjöl- skyldumanns.' Á rúmium tíu árum voru leikin eftir mig rúm tíu leik- rit ef útvarpsleikritin eru talin með, en mér tókst ekki að skapa mér þann grund- völl um meira frelsi til rit- starfa, sem ég hafði þó gert mér vonir um. Og maðurinn eldist, metn- aðurinn dofnar við ýmiskon- ar ágjafir. — Hefurðu tekið nærri þér þegar þú hefur fengið harða dóma? — Já þeir eru náttúrulega sjaldan uppörvandi fyrir höf unda, en ég hef ekki tekið þá mjög alvarlega. — Finnst þér þeir bafa verið ósanngjarr.ir? — Við lifum í litlu þjóðfé- lagi og það hefur ýmsa kosti, en líka sína ókosti. Fámennið veldur oft alls konar klíku- skap og öfundsýki hvera í annars garð. Þó held ég ekki að gagnrýnin sé verri hér mið- að við allar aðstæður en ann- ars staðar þekkiist. Arthur Miller segir að gagnrýnin í Bandaríkjuinum gangi mest út á það að segjia frá leikritum en ekki að kafa dýpra og kanna hvað undir býr. Gagnrýnin hér er sjaldan nógu rökstudd og sjálfri sér samlkvæm, meir skrifuð af til finninigiu og persónulegu mati á höfundinum sjálfum. Hún er mjög sjaldan uppbyggileg og skapandi, það sem Bretar kal'la creative, en til þess að það megi verða þarf bæði milkinn tíma og yfirlegu. Þó birtast hér alltaf öðru hvoru athyglisverðir ritdóm- ar bæði um bókmenntir og leikrit. Fyrir nokkrum árum flutti prófessor Paul Schach fyrirlestur um Sverð þitt er stutt við háskólann í Liége í Belgíu, en þar kom margt í ljós sem ég hafði alls ekfci gert mér grein fyrir að fælist í verkinu. En það hlýtur að gefa skáldverki aukið gildi ef hægt er að sjá stærri og aðra hluti í verkinu, en sag- an í sínum þrengsta Skiln ingi er um. — Þú skrifaðir um tíma talsvert fyrir útvarpið, ertu hættur því? — Seinasta útvarpsleikrit mitt var leikið í fyrra- og ætti betur við í dag en vor. Það var farsi um hiunda- hald í nágrenni Reykjavífcuæ og ætti betur við nú en þá. Em nú er sjónvarpið kom- ið til og áhugi á útvarpsleik- riturn hefur dvínað. Aða3tilgangul■ minn með út- varp&leikritum var að nota þau sem nokkurs konar reynsluleikrit, „try outs“ áð- ur en ég reyndi við að koma þeim á raunverulegt leiksvið. Þannig hafði ég alltaf ætlað mér að semja sviðsleikrit upp úr Víxlum með afföllum, sem voru leiknir í útvarp- imu 1958. Voru það samtals niu þættir og samdi ég upp úr þeim leikrit sem sýnt var á Selfossi og ég leikstýrði. Ég held að sýningar á því hafi orðið einar 16 eða 18. Seimna samdi ég svo aðra gerð upp úr því, en það leik- rit hefur Þjóðleikhúsið nú sýnimgarrétt að. Hafði ég gert mér vonir um að Flosi Ólafsson gæti leikið Danna, en úr þvi hluiverki skapaði hann eftirminnilega persóniu, eins og margir munu mimnast, en nú er óvist hvernig fer um Danna, því að auðvitað eldist Flosi þrátt fyrir allan gáskiann. Framíhaldsleikritið Ekið fyr ir stapan'n var í 13 þáttum og hafði ég látið mig dreyma um að nota það seinna sem kvik- myndahandrit, en það voru náttúrlega draurnsýnir einar. Það varð þó úr að ég samdi upp úr því Hjartað í borði með allmiklum breytingum og öðru grundvallarsjónarmiði. Þriðja framhaldsleikritið fyrir útvarp var Hæstráð- andi til sjós og lands, um Jörund Humdadagakonung. — Það var annað sögulega leikrit þitt? — Já, það fyrsta var Þeir koma í haust, um endalok Grænlendinga hinna fornu í Eystribyggð. — Þurftirðu ekki að lesa þér mikið til um Jörund? — Jú, það var mikið verk. Einkum studdist ég þó við Sjálfstæði íslands 1809 eftir Helga P. Briem, las þá bók afbur á balk og áfram áður en ég fór að mynda mér á- kveðuar Skoðanir um per- sómurnar. Auk þess las ég náttúrulega fjölda annarra bóka, því að mikið hefur ver- ið Skrifað um þann mikla æv- intýramann. Framihaldsleikrit ið var í þrettán alllöngum þáttuim svo það tók langan tíma að leika það allt. Agnar Þórðarson. ingu hver annarrar. Áhugi beinist fyrst og fremst að menningu stórþjóðanna. Þannig eru t.a.m. norskir höfundar mjög lítið þek'ktir í Danmörku og Terje Vesaas sennilega eini norski höfund urinn sem þar er eitthvað les inn. — Er ástaiidið eitthvað betra hvað viðkemur leikrit- uim? — Ég stórefast um það. Hjá stórþjóðunum er uppfærsla leikrita geysiumfangsmikil fjárfesting. Menn hætta ekki svo miklu fjármagni nema nökfcuð miklar lífcur séu til þess, að það skili sér aftur og þá helzt með nokkrum á- góða, enda hefur svo farið að sumir af þekktustu leikrita- höfundum Bandaiíkjanna í dag vöktu fyrst athygli á sér utan síns heimalands áður en þeir átt-u kost á því að fá leikrit sín uppfærð heimafyr- ir, svo sem Edward Albee. Þegar ég var í Bandaríkj- unum veturinn 1960—61 var ég oft viðstaddur svokallað- ar reynsliu'sýningar, „try outs“ í nágrannaborigum New Yorfcborgar, svo sem í New Haven og víðar. Voru þar reynd ný leikrit áður en far- ið var með þau á leiksvið í heimisborginni sjálfri. Kom þá oft til umfangsmikilla breyt- inga á þeim og sum komuist ekki lengra. Ég sá þann vet- ur eitt Ibsen leikrit í smá- leikhúsi í New York, en um sýningar á leikritum samtíma höfunda frá Norðurlöndum er varla að ræða þar í landi. Halldór Laxruess saigði einhvern tímann í viðbali að það myndi verka eins og Skrítla á útlending að kaupa sig inn á íslenzkt leikrit. Það þarf a.m k. alveg sér- stakar kringumstæður og góð sambönd til að koma því í kring að leikrit eftir íslenzk an höfund verði sýnt á leik- sviði stórborgar. Og það byggist á því sama sem ég var að ininmast á, sem sé fjár- magninu við að kynna nýj- an höfiund og auglýsa verk hans. — En ekki eru öll leik- húsin rekin á ágóðagrund- velli. — Nei að vísu ekki. f París er t.a.m. talsvert af kjallaralei'khúsum sem sýna ný vertk eftir óþekkta höf- varpi. — Og hefurðu hugsað þér að vinna upp úr þeim útvarps þáttum? — Jújú, það hafði ég allt- af huigsað mér. En þá strax um veturinn sammæltumst við Jónas Árnason um það að vinna að söngleik um Jör- und. Fékk hann hjá mér alla þættina, en ég byrjaði að gera drög að uppistöðu verks ins. Bjóst ég við að Jónais miundi ekki vera lengi að semja söngtextana þegar hann kæmist í gang á annað borð, en lögin ætluðum við annaðhvort að fá frumsamin eða nota gamla brezka ball- aða sem Jónas hafði heyrt ytra og hafði mikinm áhuga á. Við Jónas höfum síðan haft samband hvor við annan og ég sent honuim drög og ýmis- konar tillögur tij. viðbótar handritinu, en hann ekki komizt verulega í gang vegna ýmissfconar anna. Raunar hafa fleiri vakið máls á því við mig að semja söngleik um Jörund t.d. í Brechtstíl, en ég geri mér vonir um að sarmvinna okkar Jónasar beri árangur fyrr en varir. Hef ég í fórum mínum full- gert uppkast að eins kvölds leikriti sem hægt væri að leggjta til grundv'allar að söngleik þó að verulegar breytingar yrðu gerðar á þvi í meðförum. — Seinasta verk þitt sem út hefur komið er skáldsaga. Er áhwgi þinn aftur að bein- azt inn á það svið? — Allur heimurinn er eitt stórt leiksvið, og það hefur mest seiðimagn að líkja eftir því á einn eða annan hátt, hvaða aðferð sem beitt er til þess. Ein lítii bók getur líka ver ið heimur út af fyrir sig, og það er oftast auðveldara að koma slíku verki á framfæri en leikriti. Margir leikrita- höfundar þekkja þá mikluþol raun sem lögð er á þá, þeg- ar verk þeirra eru látin. liggja í salti misserum og ár- um saman, áður en endanleig ákvörðun er tekin um örlög þeirra. Hér á landi hefur flestum skáldisagnalhöfundum verið tiltölulega auðvelt að fá bæk ur sínar gefnar út, og þeir geta alltaf átt von á því að verk þeirra verði dregin fram og metin á nýjan hátt þe-gar ný viðhorf skapast og nýir mienn koma til. Gagnrýnend- uim hefur jafnan reynst erfitt að spá fyrir hvaða bók- menntaverk eigi lengstan aldur fyrir höndum, og þar getur margt óvænt gerzt, svo gæti t.a.m. hæglega farið að Sfcugga-Sveinn sem flestir töldu til minniháttar verka þjóðsfcáldsins muni verða langlífara verk en margt af því sem skáldið orti bezt og fegursit. Ibsen sagði eitt sinn um Pétur Gaut er hainn hafði ný lofcið við hann: „Hann er kann'ski ekki skáldskapur, en hann verður skáldskapur.“ Gamli maðurinn gerði sér fulla grein fyrir því að það tæki sinn tíma fyrir menn að átta sig á verkinu og gagn- kvæmt, fyrir verkið að móta smekk manna og viðhorf þeirra til þess. M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.