Morgunblaðið - 13.09.1969, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.09.1969, Qupperneq 17
MORGUNBiLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 113. SEPT. Ið09 17 Valdubarátta í Hanoi Le Duan flokksritari er valda- mestur en á volduga keppinuuta LE DUAN, aðalritari norður- víetnamska kommúnistaflokks- ins, er almennt talinn valdamesti maðurinn í Hianoi eftir fráfall Ho Chi Minhs, en hann á sér volduga keppinauta. Hættuleg- asti keppinautuir hans er Truong Chinh, sem er án efa herskáasti ráðamaðurinn í Hanoi og er fylgjandi stefnu Mao Tse-tungs. Truong Chinh ræður yfir lög- reglunni og leynilögreglunni og nýtur mikilla áhrifa í vissum hópum innan hersins og kommún istafliofklksins. Aftur á móti ræð- ur Le Duan yfir mest öllu flokks kerfinu, og þegar þar við bætist að hann nýtur öflugs stuðnings vissra hópa í hernum, hefur hann meiri raunveruleg völd en nokkur annar forystumaður í Hanoi. Þeir sem vel þekkja til mála segja, að Le Duan og Truong Chinh séu hatursmenn og muni beita öllum tiltækum ráðum til þess að tryggja sér völdin. Ef algert þrátefli verður, gæti sú málamiðlun orðið, að Pham Van Dong forsætisráðherra fengi völdin. í bollaleggingum um valdabaráttuna í Hanoi er einnig minnzt á Vo Nguyen Giap land- varnaráðherra og yfirhershöfð- inigja, en margir teljia að áhrif hans hafi dvínað mjög á undan- förnum árum. SAMMÁLA UM EITT Margir sérfræðingar eru þeirr- ar skoðunar, að samvirk stjórn muni fara með völdin í Hanoi, að minnsta kosti um eins árs skeið, en ef til vill allan þann tíma sem barizt er í Suður-Víetnam. Þrátt fyrir persónulegan og málefna- legan ágreining valdamannanna í Hanoi, eru þeir þó sammála um eitt, og það er að ná yfirráðum yfir Suður-Víetnam. Samvirk stjórn verður ef til vill ekki ó- lík fyrri stjórn í athöfnum sín- um að öðru leyti en því að hún hefur ekkert sameiningarafl þar sem Ho Chi Minh er fallinn frá, en það er mikill munur og mjög mikilvægur. Valdabaráttan hefur óumdeil- anlega mikla þýðingu vegna styrjaldarinnar í Suður-Víetnam, og sá möguleiki er ekki óhugs- andi að dómi sumra sérfræðinga, að Bandaríkjastjórn geti með nýjum tillögum komið til leiðar mikilvægum breytingum á aðferð um, ef ekki stefnu, Hanoi- stjórnarinnar. Innbyrðis deilur í Hanoi gætu ef til vill gefið Bandaríkjastjórn færi á að auka svigrúm sitt í tilraunum sínum til þess að leysa Víetnamdeiluna, þar seim nú virðiisit eruginn ráða- maður í Hanoi geta gert út um ágreining, sem óhjákvæmilega mun rísa í fjölda mála, og borið klæði á vopnin. En þrátt fyrir valdabaráttu í Hanoi er óliklegt að hún hafi að minnsta kosti fyrst um sinn áhrif á stefnu Hanoi-stjórnarinnar í styrjöld- inni. Sumir sérfræðingar spá jafnvel því, að norður-víetn- amskir leiðtogar verði harðari í horn að taka en Ho. Með því að sýna meiri harðneskju vilja þeir sýna Bandaríkjamönnum fram á, að fráfaffl Hos verði ekki til þess að auðveldara verði að semja við kommúnista en áður. Hvað sem þessu líður, verður fróðlegt að fylgjast með þeim afleiðing- um sem fráfall Hos mun hafa í för með sér þótt hafa beri í huga að valdahóparnir í Hanoi eru sammála það meginmarkmið, að sameina Norður- og Suður- Víetnam. TENGDUR S-VÍETNAM Le Duan aðalritari stendur án efa bezt að vígi í valdabarátt- unrti, hann nýtur bæði álits með- al þjóðarinnar pg á hugmynda- fræðilegum vettvangi og er æðsti maður flokkskerfisins. Jafnframt ber hann höfuðábyrgð ina á baráttu Víet Cong, og bú- ast má við að hann muni hafa mikil áhrif á mótum stefnunnar í Suður-Víetnam á tímabili því sem í hönd fer. Starf Le Duans hefur verið tengt Suður-Víetnam um 25 ára skeið. Hann er 61 árs gamall, fæddur í Kuang Tri-héraði í miðhluta Víetnam og er einn fárra forystumanna víetnamskra kopimúnista, sem er af bænda- fólki kominn. Seinna flúttist hann til Hanoi og gerðist járn- brautarstarfsmaður. Eins og margir ungir þjóðernissinnar gekk hann fljótlega í Byltingar- æskulýðssamtök Hos, og sagt er að hann hafi farið til Kína til þjálfunar. Þegar hann sneri aft- ur til Víetnafn varð hann einn af stofnendum Kommúnista- flokks Indó-Kína 1930. Fram til heimsstyrjaldarinnar síðari var hann að mestu leyti í frönskum fangelsum. Þótt Le Duan sé fæddur í mið- hluta Víetnam eins og svo marg- ir aðrir leiðtogar í Hanoi, var hann starfandi í Suður-Víetnam þegar heimsstyrjöldinni lauk Le Duan. 1945. Hlutverk hans fyrst í stað var að koma á fót öflugum flokki til þess að undirbúa sameiningu Víetmam. Þegar saimmingaiuimleit- anir við Frakka fóru út um þúf- ur og Indó-Kína-istyrjöldin hófst í desember 1946 hóf Le Duan að skipuleggja skæruhernað í Suð- ur-Víetnam, og hann stjórnaði andspyrnu kommúnista á suður- óshólmasvæðinu til loka styrj- aldarinnar 1954. TALINN RAUNSÆR Menn, sem kynntust Le Duan á þessum áinuim, segja að hamn hafi verið ákafur þjóðernissinni, en þó sveigjanlegur og raunsær. Þess vegna lenti hann oft í deil- um við kreddufasta samstarfs- menn. Frægust af þessum deil- um er karp, sem hann átti við Le Duc Tho, sem nú situr öðru hverju fundi friðarráðstefnunn- ar í París. Sambúð hans og fé- laga hans kólnaði þegar hann hvatti til þess að Viet Minh neitaði að ganga að því að Víetnam væri skipt á Genfarráð- stefnunni 1954. Sagt er, að hann hafi þá haldið því fram, að stjórn Mendes-France hefði gefizt upp skilyrðislaust, ef kommúnistar hefðu haldið baráttu sinni áfram eftir ósigur Frakka við Dien Bi- en Phu, og að með því að fall- ast á skiptingu, mundi reynast nauðsynlegt að hefja nýja bar- áttu fyriir sameiningu. Lu Duan sneri aftur til Hanoi eftir Genfarráðstefnuna, og starf hans varð áfram í tengslum við Suðuir-Víetnam. Hann var þá rit ari Suður-Víetnamdeildar mið- stjórnarinnar. Þegar barátta sú hófst, er Le Duan hafði haldið fram að reynast mundi nauðsyn- legt, tók hann að sér stjórn upp- reisnanna gegn Saigon-stjórn- inni í Suður-Víetnam. í stjóm sinni á stríðsrekstrinum lenti hann í andstöðu við aðalkeppi- naut sinn, Truong Ohinlh, en ríg- ur þeirra á sér langa sögu. Þeg- ar Truong Chinh varð áð játa, að tilraun hans til þess að koma á samyrkjubúskap hefði farið út um þúfur og sagði af sér árið 1956, tók Ho Chi Minh sjálfur við sbarfi aðalritara kommúnista- flokksins, sem Truong Chinh hafði gegnt, og skipaði Le Duan aðstoðarmann sinn. Raunin varð sú, að Le Duan stjórnaði flokkn um og hann var formlega skip- aður aðalritari 1959. OLLI BÆNDAUPPREISN Truong Chinh er dæmigerður fyrir ofstækisfulla, kímnisnauða, ósveigjanlega og kreddufasta kommúnista. Áhrif hans hafa gukizt á siðari árum eftir þá ónáð, sem hann féll í. í lok Indó- Pham Van Dong. Kína-styrjaldarinnar var Tru- ong Chinh almennt talinn líkleg- asti eftirmaður Hos. Hann hafði þá nýlega verið skipaður aðal- ritari flokksins og var eindreg- inn fylgismaður pólitískra og hernaðarlegra kenninga Mao Tse-tungs. Truong Chinh er dul- nefni og þýðir „gangan langa” sem gefur augljósa bendingu. Réttu nafni heitir hann Dang xuan Khu. Jarðaskiptingaherferðin, sem Truong Chinh stjórnaði eftir ó- sigur Frakka, er ljótasti blett- urinn á ferli hans og Norður- víetnamsikra komimúniista. Hundr- uð þúsunda smábænda voru drepnir, er reynt var að neyða þá til þess að taka upp sam- yrkjubúskap, bændurnir gerðu uppreisn og herinn varð að sker ast í leikinn. Truong Chinh varð að láta af aðalritarastarfinu 1956, en hélt sæti sínu í stjórn- málanefndinni. Þótt hann félli í ónáð, var hann þó fljótur að vinna sig upp aftur, og árið 1960 var hann skipaður þingforseti. Um þær mundir áttu sér stað miklar umræður í Hanoi vegna afstöðunnar til deilna Rússa og Kínverja og hinna harðnandi á- taka í Suður-Víetnam, og Tru- ong Chinh hélt óspart á lofti kenningum Maos og gagnrýndi stefrru Le Duans. Truong Chinh hélt því fram, að heyja yrði langa styrjöld, þar sem samtímis væri beitt hernað- arlegum og pólitískum ráðum. Þannig sagði hann, að barizt yrði á tveimur vígstöðvum, sem báðar væru jafnmikilvægar, og með sigri á öðrum þessum víg- stöðvum yrði aðstæðan bætt á hinum víigstöðvunum. í varlega orðuðum greinum gagnrýndi hann Tetsóknina í fyrra. Hann var miótiflallinn beinum hemaðiar- legum árásum og taldi að hern- aðaraðgerðirnar væru ákveðnar upp á von og óvon. Málstaður hans styrktist við það, að sókn- in hafði ekki í för með sér upp- reisnir, sem voru forsenda þess að hún bæri árangur. Aftur á móti hefði Truong Chinh viljað, að friðarviðræður hæfust miklu fyrr en raun varð á til þess að veita aukið svigrúm í samræmi við hugmyndiir Maos. VAXANDI ÁHRIF Le Duan var á öndverðum meiði. Hann og Giaþ hershöfð- ingi voru þeirrar skoðunar, að „alþýðustyrjaldir” í anda Maos mætti stytta með úrslitaorustum. Sýnt er, að Le Duan var hlynnt- ur allsherjarárás í Suður- Víetnam, en í gagnrýni sinni sagði Truong Chinh að slíkar hugmyndir bæru vott um „ævin- Truong Chinh. týramennsku”. Sjónarmið Le Du ans og Giaps 'hershöfðingja urðu hins vegar ofan á og Tet-sóknin var hafin. Sú harða sókn bar mis- jafnan árangur. Hún hafði gíf- urlega mikla sálræn áhrif og átti þátt í því að Johnson forseti hætti loftárásunum á Norður- Víetnam og ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Aftur á móti hafði sóknin gífurlegt manntjón í för með- sér, án þess að hernaðarleg og pólitísk staða Hanoi-stjórnarinnar batnaði verulega. Þar sem atburðirnir virtust staðfesta gagnrýni Truong Ch- inhs, kom hann fram opinberlega með kröfu sína um langdregna styrjöld og sagði í langri ræðu að undir vissum kringumstæðum væri nauðsynlegt að snúast til varnar til þess að vinna tíma. Þar seim þessi ræðia vakti mikla athygli, bar það vott um að á- hrif Truong Chings höfðu auk- izt á nýjan leik, og hann komst nú í fremstu röð ráðamannanna í Hanoi. Nú er hann talinn þriðji valdamesti maðurinn. Truong Chinh er ófús að játa á sig mistök líkt og Mao Tse- tung, hinn kínverski lærifaðir hans. Nýlega hefur hann aftur vakið máls á jarðaskiptingahug- myndum sínum og látið að því liggja að flokkurinn hafi of lítið eftirlit með þjóðfrelsisfylking unni í Suður-Víetnam og að ag- inn í flokknum sé of linur. Hann hefur átalið vaxandi gróðasjónar mið og hvatt til aukinnar bylt- ingarhörku, sem gefur til kynna að menningarbyltingin í Kína hefur ekki dregið úr ákafa hans. Þó getur verið villandi að stimpla hann beinlínis taglhnyt- ing Kínverja, þótt hann fylgi þeim að málum, enda ekki væn- legt til pólitísks frama í Víet- nam að fylgja Kínverjum í einu og öllu. En vegna ósveigjanleika síns er eðlilegt að hann sé tal- inn hliðhollur Kínverjum, án þess að hann taki beinlínis við skipunum frá þeim. SIGRAR OG AFÖLL Vo Nguyen Giap, landvarna- ráðhenra og yfirmaður norður- víetnámska hersins, er kunnast- ur fyrir stjórn sína á skæru- hernaðinum gegn Frökkum og sigurinn við Dien Bien Phu. Þrátt fyrir mörg hernaðarleg mistök hlýtur hann að teljast merkur herstjórnarvillingur, og hann er einn fremsti sérfræðing- ur heimsins í skæruhernaði. Hann sýndi mikla skipulagshæfi leika, þegar honum var falið að koma á fót skæruliðaher Viet Minh, árið 1945 voru skærUliðarn ir orðnir Frökkum erfiðir viður- eignar og árið 1954 voru Frakk- ar sigraðir með kínverskum vopnum við Dien Bien Phu. Herstjórnarlist Giaps í' styrj- öldinni í Suður-Víetnam er um- deildari. Hann hiefur misst hálfa milljón manna, en ávinningur- inn hefur ekki verið stórkost- Vo Nguyen Giap. legur. Giap naut um tíma öfl- ugs fylgis innan hersins, en nú er talið að áhrif hans fari dvín- andi eftir því sem styrjöldin dregst á langinn án þess að unn- inn sé „lokasigur” eins og lofað hefur verið. En þrátt fyrir áföll á vígvellinum er sýnt, að Giap mun gegna mikilvægu hlutverki í hinni nýju forystu í Hanoi, þar sem hann er yfirmaður voldug- asta aflsins í Norður-Víetnam hersins. Hæfni Giaps er greinilega ekki eins mikil og \ Indó-Kína stríðinu, þegar hann byrjaði með 34 mönnum og kom á fót ein- hverjum harðsnúnasta skæruher sögunnar. Giap hefur aldrei hlotið hernaðarlega þjálfun eða menntun. Valdaaðstaða hans í kommúnistaflokknum hefur aldrei verið sterk. Hann hóf fer- il sinn 14 ára gamall sem bylt- ingarmaður og þjóðernissinni. Hann gekk í kommúnistaflokk- inn 1930 og hélt því fram að eng ir aðrir en kommúnistar væru reiðubúnir að berjast gegn Frökkum í verki. Hann bakaði sér óvild flokksleiðtoga með því Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.