Morgunblaðið - 28.09.1969, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SÍBPT. 1960
17
Falleg bók
Reykjavík, hin nýja bók
Heimskringlu, er óvenjulega fög
ua- og vel út gefin. Myndirnar
eru aðal uppistaða bókarinnar.
Þær ná yfir allt að því tveggja
alda tímabil og eru þó langflest-
ar nýjar. Við skoðun þeirra fá
menn nokkra hugmynd um þró-
un bæjarins, og allgóða um út-
lit hans og athafnalíf íbúanna
nú. Allur frágangur er smekk-
legur og er bókin því í senn
girnileg til eignar og vel fallin
til gjafa. Hún er prentuð í Hol-
landi. Ekki er um það að fást
frekar um þessa bók en ýmsar
aðrar, sem vandað hefur verið
til og þó leitast við að halda
kostnaði í hófi. En hér sannast
enn, að betur má ef duga skal,
svo að íslenzk bókagerð verði
samkeppnisfær við það, sem bezt
gerizt annarsstaðar. Fyrir aðra
skiptir það ekki máli, en áhuga-
menn um sögu Reykjavíkur
mundu vafalaust hafa kosið nán
ari skýrinigar á ýmsum myndum,
bæði um tímasetningu og nöfn,
jafnt á mönnum sem húsum.
Slíku hefði auðveldlega mátt
koma við án truflunar á megin-
máli eða myndasíðum með við-
bótarskýringum aftan við, eftir
því sem vitneskja var fyrir
hendi. Aðalatriðið er þó, að bók
in er prýðileg til að sjá og mun
verða mörgum til ánægju og fróð
leiks. Svo er einnig um inngang
bókarinnar, sem Björn Th.
Haust í Reykjavík.
REYKJAVÍKURBRÉF
Björnsson listfræðingur hefur
ritað. Inngangurinn er skemmti-
lega skrifaður, þó helst til skrúð
máll, og gefur um mangt góða
hugmynd um þróunarsögu borg-
arinnar. Við haran verður samt
að gera ýmsar athugasemdir,
svo margt sem þar er hæpið eða
beinlínis missagt.
Úrelt söguskoðun
og ónákvæmni
Fyrst ber að geta þess, að í
bókinni virðist hvarvetna leitast
við að gæta hlutleysis í dægur-
málum. Því fer fjarri, að hér sé
á ferðum kommúnisk áróðurs-
bók, þó að bæði Heiimskringla
og aðalrithöfundurinn hafi löng
um hneigst til þeirrar úreltu
kreddu. Þetta ber að lofa, en
því athyglisverðara er, að þrátt
fyrir gagnstæða viðleitni, þá er
hugsunarhátturinn gegnsýrður
af marxiskum fjarstæðum. Slíkt
lýsir sér jafnt í tilefnislausu tali
um stéttaskiptingu og fullyrð-
inguir^eins og þessari:
„Sagan kveður sér til menn.
Þegar mest er í húfi, stækkar
hún þá og eflir til átak-
anna, sem þeim eru ætluð.“
í þessum orðum á s. 17, sem
eru upphaf kaflans um Skúla
fógeta Magnússon kemur fram
hin mótsagnakennda söguskoð-
un Marxismans. Annarsvegar
fullyrðing um framþróun með
fyrirfram ákveðinni ætlan, þar
sem mannskepnan er einungis
talin verkfæri eða handbendi
þróunarinnar. Hinsvegar afneit-
un þess, að til sé nokkur höf-
undur þróunarinnar, er sett hafi
henni þær reglur, er hún fari eft
ir.
Nú er það auðvitað rétt, að
atburðir móta menn, en hitt er
ekki síður rétt, að menn móta
atburði. Því fer og fjarri, að það
sé niokkur algild regla, að sag-
an kveðji sér til menn á þann
veg, að þegar mest sé í húfi
stækki hún þá og efli til átak-
anna, sem þeim séu ætluð. Því
miður eru ótöluleg dæmi þess,
að menn hafi ekki reynst vaxnir
þeim vanda, sem leysa þurfti,
eða unnið þau átök, er þeim
voru ætluð. Engin almenn, lög-
bundin regla hefur enn fundist
í þessum efraum. Manngildið hef
Laugardagur 27. sept.
ur miklu meiri þýðingu en Marx
taldi það hafa. Manngildið verð-
ur og ekki til fyrir neina óhagg-
anlega efraislega þróun, né er það
ætíð fyrir hendi, þegar mest
þarf á því að halda, heldur
sprettur það af orsökum, sem
menn kunna enn ekki að skýra.
Réttur skilningur á þessu sker
úr um það, að allar áætlunar-
gerðir langt fram í tíma um
mannleg samskipti eru á sandi
byggðar, og að talið um blinda
þróun þjóðfélagsaflarana fær
elkíki sltafðizít
„Lyngheiðar
Jótlands”
Skrif Bjöms Th. Björnssonar
er ekki einungis mótað af rangri
og úreltri söguskoðun, heldur og
mishermi og ónákvæmni t.d. um
tímaröð.
Dæmi um ranga eða ruglaða
tímaröð, skulu aðeins nefnd
fá.
f framhaldi þeirra setninga,
sem hér var vitnað til úr kafl-
anum um Skúla fógeta segir á
s. 17:
„Undir miðja 18. öld hafði allt
lagst á eitt um að ganga svo af
landinu, óstjóm og einokun
verzlunar, en síðar eitrað ösku-
fall og bráðar drepsóttir, að tal-
aið vatr tuim „Isíiamdis toitalle inuiiin“,
og það helzt fundið til bjargar
í konunglegum ráðuneytum, að
flytja landslýðiran suður á lyng-
heiðar Jótlands, líkt og fénað úr
örbitnum haga.“ Hér er gefið í
skyn, ef ekki berlega sagt, og
verður ekki öðru vísi skilið af
samhengi, að hugmyndin um
flutning íslendinga suður á Jót-
landsheiðar, hafi komið fram áð-
ur en áhrifa Sltúla fógeta fór að
gæta í landsstjórn. En hafi hug-
myndin fram komið var það þó
óraeitanlega ekki fyrr en eftir
móðuharðindin, þ.e. eftir að
Skúli hatfði að mestu unnið lífs-
starf sitt. Hitt skiftir þó miklu
meira máli, að Þorkell Jóhannes
son sannaði þegar í Andvara-
grein 1945, sem endurprentuð er
í „Lýðir og landshagir" I s.
114-—137 og áréttaði í VII. bindi
Sögu íslendinga s. 282—285, að
allt of mikið hefur verið gert
úr þessum ráðagerðum um flutn-
ing íslendinga. í ljósi þeirra
gagna, sem Þorkell vitnar til, er
fjarstæða að halda því fram, að
isŒikiir filultiraiiragair hiafi hielzlt ver-
ið fundnir til bjargar í „kon-
unglegum ráðuneytum". Slík
sagnfræði þvert ofan í heimild-
iir diugar éklki, iþó að Ihiiins veigiEir
sé ekki næg ástæða til að neita
að hugmyndinni hafi verið
hreyft.
„Þungur
draumur”
Þá segir Björn Th. Björrasson
á s. 20, að með veitingu kaup-
staðarréttinda hirin 18. ágúst
1786, hafi saga Reykjavíkur tek-
ið snöggan fjörkipp. Fyrst telur
hann hinar efnislegu framfarir,
sem af þessu hafi leitt, en síðar
segir hann:
„Og andlega lífið dregst að
þessari veraldlegu grósku. Lat-
ínuskólinn í Skálholti er flutt-
ur til Reykjavíkur, og byggt yf-
ir hann---------. Kirkjan gamla,
við Ingólfstraðir, er komira að
ofanlotum, og þegar nú ráðist
er í að byggja nýja, er henni
valinn staður austast á Austur-
velli, efnd af höggnu grjóti, og
það ákveðið að hún sikuli verða
dómkirkja landsins. Þegar svo
er komið, er að sjálfsögðu ekki
langt að bíða eftir því að bisk-
upinn dragi sig nær musteri
sínu.“
Sannleikurinn er sá, að vegna
móðuharðindanna var ákveðið
strax með konungsúrskurði 15.
apríl 1785, þ.e.a.s. meira en ári
áðlur ©n kaupstaðarréttindini voru
veitt, og enn lengra áður en
áhrifa þeirra fór að gæta, að
flytja biskupssetrið í Skálholti,
skólann og dómkirkjuna til
Reykjavíkur, og byggja þar hús
undir þau, þar sem haganlegast
og bezt þætti.
Þá segir Björn á síðu 30.
„Heimskreppunni slotaði í
Reykjavík hinn 10. maí 1940, kl
7 að morgni. Þótt þungar drun-
ur styrjaldarinnar hefðu ekki
borist til landsiras, höfðu Reyk-
víkingar fengið að sjá menjar
heranar: íslenzk fiskiskip sigldu
hvert eftir annað inn á höfnina
með sundurskotna brú ogstund
um lík margra skipverja á dekki.
Engum duldist að ísland dróst
æ nær viðburðum veraldar, þótt
fæsta grunaði með hvaða hætti
eða afleiðingum. Unz þennan
morgun, að höfnin var skyndi-
lega krökk af brezkum vígdrek-
um---------“
Engum öðrum en Birni Th.
Bjömssyni er kunnugt um slíkt
manntjón á íslendingum af völd
um styrjaldarinnar fyrir 10. maí
1940.
Af hverju gleymir
hann Karla?
Björn Th. Björnsson véfengir
ekki söguna af öndvegissúlum
Ingólfs Amarsonar og þýðingu
þeirra fyrir landnám Ingólfs í
Reiyikjiaivilk. Elr m. a. s. að sjá
sem Björn vilji í öðm orðinu
taka undir, að þarna hafi æðri
guðleg forsjón verið að verki. f
hinu gerir hann aftur á móti
mikið úr áhrifum strauma og
landkosta á Seltjaæraarnesi á upp
haf ísl'andsbygigðar. Hann segir
á s. 5: „Þegar sæfari kemur að
suðurströnd íslands, er þar
hafnleysa ,en straumar liggja
vestur með landi. Fylgi hann
þeim, er hvergi lendandi höfn,
fyrtr en kemur í Faxaflóa, og
fyrsti staðurinn þar sem býður
honum bæði höfn og grösugt
undirlendi, það er Reykjavík."
Ekki þarf langt að fara til að
saranfærast um, að þessi fullyrð-
ing stenzt ekki. Næsta nes fyr-
ir sunnan Seltjarnarnes er Álfta
nes. Þar er ólíkt meira af álit-
legu grösugu undirlendi en á
Seltjarnarnesi og miðað við
þeirra tíma farkost, litlu lakari
höfn en í Reykjavík. Því fer og
fjarri, að aldrei hafi verið „um
þaið viilllzlt", aið vtilð Reyikijiaivílk
„haldist í hendur gæði hafs og
lands“, eins og Björn kemst að
orði. Eran kamnast margir við, að
lanigi vtar niaiulmiast svio mliininzit á
Reykjavík í tali utanbæjarmanna,
að þeir hefðu ekki á orði, að
fyrir utan húskumbalda væri
þar ekki annað að sjá en holt
og grjót. Þessi skoðun var eng-
in nýjung, því að Landnáma hef
ur eftir Karla, þræli Ingólfs,
það, sem frægt er orðið: „Til
ilRs Æómu vér um igóið Ihénuð, er
vér ekulum byggja útnes þetta.“
Vafalaust halda sumir spek-
ingar því nú fram, að þessi orð
séu skáldskapurinn einber. Sé
svo, sem raunar er engin ástæða
til að ætla, þá eru þau þeim
mun merkilegri. Því að þá eiga
þau að vera vitnisburður út-
breiddrar Skoðunlar í upphafi fs-
landsbyggðair. Skoðunar þeirra,
sem hvorki fóru eifltir leiðbein,i-ng
um goðanna né álkvörðuin höfð-
iragj ans, Inigólfs. Er mierlkillegt að
maður, sem geriir svo mikið úr
stéttamun sem Bjöm Th. Björns
son skuli gleyma þessum marg-
tilvitnuðu orðúm.
„Nafnlausir staðir
hljóta nafn”
„Dæmi um ónákvæmni eru
fleiri en tölu verði á komið í
fljótu bragði. Sagt er á s. 5, að
Ingólfur hafi verið „sonur Arn-
ar á Fjölum í Sogni“. Rétt er
það að Fjalir eru nú í því fylki
í Noregi, sem kennt er við „Sogn
og Firði“, enda munu ýms dæmi
þess, að Fjalir hafi verið taldar
í Sogni. Engu að síðutr er slíkt
villandi, því að ferðamönnum
skilst, að þeiir séu konmiir úr
Sogni og norður í „Firðina", þeg
ar þeir koma að Fjölum. Höf-
undur Landnámu hefur einnig
litið svo á, því að hann segir þá
frændur, Ingólf og næstu for-
feður hans, hafa átt heima „í
Dalsfirði á Fjölum", og er ljóst
af samhengi, að hann telur það
byggðarlag hafa verið í Firða-
fylki. Þetta er að vísu í næsta
nágrenni við Sogn. En af hverju
ekki að hafa það, sem réttara
eir?
Nokkru síðar á s. 6 segir
Björn um landnám Ingólfs:
„Nafnlausir staðir hljóta nafn.
Sum eru heiman úr áttlhögun-
um, en gróðiursett hér á ný, Við-
ey, Keiili-r; önmur em af náittúm
fari kennd, Esja, Grótta, Örfir-
isey og enn em þau sem af
mönraum em dregin eða skipum,
Vífilsfell og Elliðaár. Þaranig
nemur maðurinn landið, ekki
einasta með verkum handanna,
heldur og með frjóum huga sín-
um.“ Allt er þetta haglega orð-
að en ófróður maður um ör-
nefni mundi heldur halda, að
Keilir væri svo nefndur af lög-
un sinnd, heldur en leita hefði
þurft fyrirmyndar um þá nafn-
gift til Noregs, þótt vel kunni
svo að vera. Hins vegar er ís-
lenzkuim feriðalöragum , Noregi
bent á fjöll nokkm fyrir sunn-
an Fjalir og þau sögð heita
Esjufjöll eða eitthvað mjög í
líkingu við það. Vandséð er og
af hvaða „náttúrufari“ hér fjall-
ið „Esjia“ sé svo raefnt. Þeiss
hefði og mátt geta, að spöl fyrir
utan byggðina í Dalsfirði er vík,
sem sögð var heita Kleppsvík,
eða eitthvað mjög svipað, er
minnti mjög á Klepp hér inni í
Sundum.
Voru Þingvellir
í landnámi
Ingólfs?
Björn Th. Björnsson drepur á
s. 6 á stofnun allsherjarþings
þ.e. Alþingis, og segir: „Því er
valinn staður í landnámi Ing-
ólfs, þar sem síðan heita Þing-
vellir — — — “ Hér er alltof
fortalkáliausit tekið til orða. Ein-
stök Landnáimiulhandrit er raunar
talið miega lesa svo, að landnám
Ingólfs hafi náð að Hrafnagjá,
og hefur sá lesháttur þó verið
talinn óviss. Hitt hefur fremur
verið haft fyrir satt, að Ingólf-
ur hafi numið land „milli ölfus
ár og Hvalfjarðar, fyri utan
Brynjudalsá, milli ok Öxarár,
ok öll nes út“, eins og í öðmm
handritum stendur. Matthías
Þórðarson, sem allra manraa bezt
hefur kynnt sér staðhætti á
Þingvöllum og sögu þeirra, fær-
ir að því ítarleg rök í ritgerð
sinni um Þingvöll, er út var gef-
in 1945, s. 56—57, að sennilegra
sé, að landnám Ingólfs hafi náð
að Öxará, eiras og hún ranra áð-
ur en henni var veitt ofan í Al-
mannagjá, þ.e. meðan hún rann
með hlíðunum suður fyrir Kára-
staði og út í Þingvallavatn
nærri Skálabrekku. En þótt um
þetta kurani að mega deila, af
Ihverju að fullyrða sannleiks-
gildi þess, sem vægast sagt er
vafasamt?
Andúð á Snorra
Sturlusyni
Bjöm Th. Björnsson hefur
feragið þá flugu, að „veldi
Snorra Sturlusonar“ hafi reynst
Reykjavík harla „örlagaríkt".
Hann færir að því ýms rök á s.
9—10, og er ekki unnt að rekja
þau hér nema að litlu, en
bersýnilega er honum lítið gefið
um þennan mesta rithöfund og
sagnfræðing íslendinga fyrr og
síðar. Bjam segir hann „hold-
tekju þessarar harðleiknu mála-
fylgjiualdair", þ.e. 13. aldarimra-
ar. Eitt af því, sem Bjöm nefn-
ir sem dæmi um áhrif Snorra á
örlög Reykjavíkur er, að hann
hafi „gert leynilega stefnuför" á
hendur „allsherjargoðaraum í
Beykjavík, er þá hét Magnús
Guðmundsson", og hafi „Reykja-
víkurbóndi“ beðið lægra hlut í
þessum málaferlum. Hér skal
sízt gert lítið úir hlut Magnús-
ar Guðmundssonar, sem vafa-
laust hefur verið mikill mann-
kostamaður. En prófessor Ólaf-
ur Lárusson, sem var allra
manna kunnugastur byggða-
sögu íslands og þá ekki sízt
Seltjarnamess, telur sbr.
„Byggð og saga“, s. 95—96 og
110—112, ólíklegt að Magnús
hafi átt Reykjavík, eða nokkru
sirarai verið „Reykjaviikiurbándi“,
heldur hafi bústaður hans hér
syðra verið að Nesi á Seltjarn-
arnesi.
Þá vitnar Björn til þess, að
vteflldi Sniariria raifli rieymzit
Reykjavík enn örlagaríkara,
vegna þess að hann hafi: „árið
1226 MJuitazit till uttn (kialup á Viöley
til harada auðlugum venzlamanni
Framhald á bls. 24