Morgunblaðið - 25.10.1969, Side 4

Morgunblaðið - 25.10.1969, Side 4
4 MORÖUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 19Ö9 22-0*22- RAUÐARÁRSTIG 31 HVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifrefð-VW 5 manna -VW svefnvagn VW9manna-Landrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14370. ÍMAGIMÚSAR iKiPHom21 simar2H90 eftirlokun ilm) 40381 bilaleigan AKBBA TJT car rental service r 8-23-4? sendum DAGENITE RAFGEYMAR 12 volta, ýmsar gerðir. 6 volta Heavy-Duty fyrtr dísilvélar. R0LLS-R0YCE Garðar Gíslason h.f. bifreiðaverzlun 0 Sorgarsaga sex vonsvikinna „Sex vonsvlknar” skrila Vel- vakanda eítirfarandi bréf. Vel- vakandi hefur nafn og heimilis- fang einnar þeirrar, en þar sem hún kýs að halda þvi leyndu, vill Velvakandi ekki binta nafn við- komandi veitingastaðar, þótt kunnugir muni líklega skilja, við hvern er átt. Og kemur hér bréfið: „Reykjavik. 12. okt. 1969. Velvakandi! Kurteisi kostar ekki peninga, er seitning sem menn í þjónustu- störfum mega sázt af öllum gleyma. Saga okkar er sú, að nýlega fórum við, sex húsmæður, í veit- ingastað hér í borg, nánar tiltek- ið... Ætlunin var að borða og gera sér glaðan dag. Munaður, sem við veitum okkur einu sinni á ári Eins og nærri má geta, var okkur mikið i mun að vel tækist til. Við fórum. á föstudegi, og pöntuðum því borð dagimn áður, og kváðumst mundu borða í G., en flytja okkur niður í S. að lok inni máltíð. Við tókum sérstak- lega fram, hvort ekki væri óhætt að treysta því, að borði í S. yrði haldið fráteknu, og var því svarað játandi. Á föstudag sáum við fram á að okkur mundi seinka og hringdum því í G. klukkan hálí-sjö og sögðumst mundu koma kl. 8-8.30 og spurðum um leið, hvort það breytti nokkru um borðið niðri. Fengum við það svar, að öllu væri óhætt með það. Er nú ekki að orðlengja það, að við neyttum góðrar máltíðar í G. og nutum frábærrar þjón- ustu. Meðan á borðhaldi stóð, fannst okkur öruggara að full- vissa okkur enn um borðið niðri, og var okkur enn sagt, að það mundi bíða okkar. Að lokinni máltíð héldum við niður, en spurðum fyrst við hvern við ættum að tala þar. (Var okkur bent á E. O.), Þegar við komium niður stóðu þar yfir skemmtiatriði. Við spurðum þjón um mann þanm, sem okkur var bent á, og feng- um það svar, að hann væri nú þama einhvers staðar og hlyti að koma bráðum. Við biðum. Nokkru seinna kom maður þessi og við inntum hann eftir borð- inu. „Ég er búinn að láta það”, var svarið. Við kváðumst ekki gefa trúað því, þar sem við höfð- um lagt svo mlkla áherzlu á að fá þetta umtalaða borð. Gekk hann þá burtu án frekari orða. Héldum við þá, að hann væri að athuga með borð fyrir okkur og biðum því enn. Þegar skemmti- atriðunum var lokið var okkur farið að lengja eftir manninum og borðinu. Spurðum við þá tvo þjóna um manninn og sögðu þeir báðir að hann væri farinn heim til sín. Þetta þótti okkur súrt i broti og fórum aftur upp x G., ef ske kynni að við fengjum leið róttingu mála okkar þar. Var okkur tekið kurteislega, en sagt að því miður gætu þeir ekkert gert okkur til hjálpar en bentu okkur á að tala við yfirþjóninn niðri. Náðum við þá tali af yfir- þjóninum sem tók okkur heldur fálega, áleit þetta ekki koma sér mikið við en lét okkur þó fá fjögurra manna borð úti í horni í hliðarsal. Við sögðumst ekki gera okkur þetta að góðu, en fengum axla- yppingar að svarL Sáum við þá fram á að við fengjum ekki frek ari fyrirgreiðslu úr þessari átt Nú lá næst fyrir að panta drykkj arföng á borðið. Gengum við því aftur á vit yfirþjónsins og spurð um hann hvort við ættum að panta hjá honum eða verzla við barinn. „Ha, barinn ne-ei” svar- aði sá góði maður og gekk í buntu, án þess þó að taka við pöntun frá okkur eða vísa okk- ux á hvar panta skyldi. Endir- inn varð sá, að við verzluðum við barinn og bárum drykkjar- föngin að borðinu. Síðan kom þó í ljós, að annar þjónn sá um borð þetta, en var ekki viðlát- inn, er þetta gerðist. Þegar hér var komið sögu, var orðið áliðið kvölds. Stímabrak þetta, fyrirspurnir og fortölur ásamt tiheyrandi bið hafði tek- ið nær tvær kukkustundir og „stemningin" rokin út í veður og vind. Við spyrjum ekki, hvort þetta sé hægt. Það virðist vera hægt. En hvers vegna er sagt, að borð- ið bíði okkar, þar sem það bíð- ur okkar alls ekki? Annað atriði: Ef E. O. var bú- inn að láta borðið, þá hefði hann átt að gefa okkur skýringu á því og biðjast afsökunar. Það sama gildir með yfirþjóninn, Ef þessir tveir menn hefðu sýnt okkur kurteisi, hefði þetta bréf aldrei verið skrifað. Við vorura líka vitni að því að fólk, sem ekki hafði pantað borð, fékk samt sem áður borð í S. þetta sama kvöld. Liggur kannski skýringin í því, að við erum koniur og borð- ið frátekið á kvenmannsnafni? Sex vonsviknar”. 0 Frönsk mademoiselle skrifar Velvakanda ! Velvakaxidi varð að vonum kampakátur við að fá bréf frá franskri stúlku, en auðvitað þurfti að koma í ljós við nánari athugun, að hér var ekki um einkabréf eða bréf frá aðdá- anda að ræða, heldur er stúlkan einfaldlega að óska eftir bréfa- vini (pennavini) á íslandi. Vel- vakandi hefur nú jafnað sig nokkurn veginn á vonbrigðun- um og endursegir hér aðalatrið- in úr bréfi hennar, sem er skrií- að á góðri ensku. Hún er átján ára, stúdent, og virðist skv. heimilisfanginu starfa eða læra við læknis- og félagsfræðilega stofnun. Hana langar ákaflega mikið til þess að skrifast á við íslenzka pilta eða stúlkur. Nafn og heimilisfang: Mademoiselle Maryse Manteau, Centre Medico-Social, (45) Chalette-sur-Loing, I<oiret, France. — Bærinn Chalette er nálægt Orléans í Loiret-héraði, fyrir sunnan París. 0 Forn-norrænn höfðingjasiður? „Stúdent” skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Bandardskur kunningi minn er að læra íslenzku. Hann hafði stautað sig fram úr nokkrum fomsögum, áður en hann kom hingað, og hér reynir hann með- al annars að læra „nýja málið” með því að lesa dagblöðin, Hann kom til mín um daginn með blaðaúrklippu. Það var við tal við mann, sem gaf blaða- manninum blóm í viðtalslok. Blaðamaðurinn varð svo feginn að hann klykkir út með þessari setningu: „Hann leysir gest si-nn út með blómum að gömlum, norr ænium höfðingjasið". Nú spyr Bandaríkjamaðurinn, hvar heimildir finnist í fornsög- xxm vorum fyrir slíku. Hann muni eftir því, að menn hafi fengið hrdng, feld og jafn.vel skip, en blómvöndxxm man hann ekki eftir. Og hvaða blóm ætli hafi verið í slíkum vendi? Fíflar, sóleyjar og baldiursbrár? Getur þú eða einhver lesenda þinna hjálpað honxxm. Virðingarfyllst, Stúdent”. Velvakandi getur það ekki, en tekur fram, að umrætt viðtal birt ist ekki í Morgunblaðinu. r/f leigu húsnæði fyrir skrifstofur eða léttan iðnað til leigu að Seljavegi 2. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN SÍMÍ 24260 Ný sending af HOLLENZKUM KÁPUM og LOÐÚLPUM með hettu. Bernharð Laxdal Kjörgarði. 1 1 2SL0S IWJS — IQNIdNVNJVH zz nio.ounQns •J H N3S3IHIVW Hi ‘3 VNVAVQVO HSNÁfS jlgjæjsjag — jigjæts pjDpuDjg — JJDCj UJOApp IU0S JDAl| - Dj8|>jipuX)J JUÍj - avisnvuiai3 uvaNN3)iíinaiA SAiaHDNaSOH Höfum til sölu í Breiðholtshverfi 3ja og 4ra herbergja íbúðir. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk og málningu eða ópúss- aðar að ipnan, en sameign fullfrágengin. Beðið eftir láni húsnæðismálastjórnar. íbúðirnar verða til sýnis í dag. Fasteignasalan opin til kl. 18. IBUDA- SALAN SÖLUMAÐUR: GÍSLI ÓLAFSS. INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BÍÓI SÍMI 12180. HEIMASÍMI 83974.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.