Morgunblaðið - 25.10.1969, Side 23

Morgunblaðið - 25.10.1969, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBBR 1909 23 tMsggggg's ' M8S88Í xim&mmBasssssssmí Hákur dýpkar á Homafirði. S veitarstjóri segir reikninginn haf a numið rösklega tveimur og hálfri milljón króna hærri u pphæð ein verðtilboð Björgunar. — Ríkisfjárfesting Framhald af hls. 11 ekki siglt ai eigin rammleik. Ef hýsa hefði átt áhöfnina um borð og sigla milli staða, hefði pmmminn þurft að vera miklu stæriri og þar af leiðandi dýrari en ella. Uti á landi er áhöfninni kom ið fyrir í vinnuskálum H.st., ef þar er unnið að öðrum hafnar- framkvæmdum samtímis. Ef svo er ekki, er áhöfninni komið fyr ir á hótelum eða mötuneytum. * Þjóðhagsleg hagkvœmni — Teljið þér kaupin á dýpk unarprammanum Háki hafa orð ið þjóðhagslega hagkvæm með það í huga, að sanddæluskip var fyrir hendi í landinu? — Já, ég held því fram, að kaupin hafi verið þjóðhagslega hagkvæm. Það var draumur H.st. að eignast dælu af þeiirri gerð, sem Hákur er. Sá draum- ur er miklu eldri en bygging sanddæluskipsins Sandeyjar. Verkefnin, þar sem Hákur hent ar allra tækja bezt, eru næg. Nú er hægt að dæla miklu ná- kvæmara en áður, því að nákvæm dæling etr miklum erf- iðleikum bundin með Sandey. Sama er að segja um dýpið. Hákur getur athafnað sig á 2,5—3 m dýpi, en Sandey þarf a.m.k. 5 m dýpi. Þá verður að hafa það í huga að í dælingarverðinu eru inni- faldar afsbriftir og vextir af lánum, er tekin voru vegna smíði Háks. Upphaflegt verð hans var um 20 millj. króna, en stórhækkaði vegna gengisfell- ingarinnar. Nú er hann færð- ur upp á 25 millj., þegar tekið hefur verið tillit til gengisfell- inga. Lánin, sem tekin voru vegna smíði hans voru til skamms tíma þannig, að dæling arverðið ætti að geta lækkað verulega, þegar þau hafa verið greidd. Ætti því að vera tryggt að hægt verður að halda niðri dælingarverðinu í framtíðinni. • Tilboð og verð Greinarhöfundur bað Krist- in Guðbrandsson að leyfa birt- inigu á nokkrum þeirra tilboða, sem Björgun hefði sent höfnun um á undanfömum tveimur ár- um. Síðan var leitað til hafna- yfirvalda á þessum stöðum og upplýsinga aflað um það verð, sem H.st. setti upp, eftir að dæl ingar höfðu verið framkvæmd- ar. Hinn 12. maí 1967, sendi Björgun eftirfarandi tilboð um dælingu á Höfn í Hornafirði: Fyrir dælingu á 140 þúsund rúmmetrum af sandi, krónur 32.00 á rúmmetra fyriir dælingu u.þ.b. 700 metra vegalengd; kr. 28.00 á rúmmetra fyrir dælingu innan 300 metra vegalengdar Meðalverð krónur 30.00. í samtali við Sigurð Hjalta- son sveitarstjóra á Höfn stað- festi hann að ofangreint tilboð hefði borizt frá Björgun. Til- boðinu hefði ekki verið tekið, þar eð H.st. hefði ákveðið að taka að sór verkið í samræmi við ákvæði hafnalaganna. Því hefði verið haldið fram af for- svairsmönnum stofnunarinnar að með því að láta Hák vinna verkið ætti að vera unnt að halda verðinu í um 30.00 krón um á fermetrann. Að dælingu lokinni hefði annað komið á dag inn: reikningur H.st. hljóðaði upp á kr. 48.35 fyrir fermetr- ann (Mismunurnin á endan- legu verði og tilboði Björgun- ar varð því í þessu tilviki kr. 2.569.00000 — innskot Mbl.). Sigurður Hjaltason sagði, að þessi hækkun frá áætluðu verði hefði komið sveitarstjórninni á óvart. Væri ágreiningur ríkj- andi milli hennar og H.st. um einstaka liði uppgjörsins. Hinin 22. desember 1967 sendi Björgun h.f tilboð til Akureyrarhafnar um dælingu á 45 þúsund rúmmetrum af ár- fraimburði .Hljóðaði verðið upp á krónur 50.00 fyriir rúmmetr- anin, en krónur 65.00 fyrir að koma efninu í uppfyllingu á höfninni. Pétur Bjairnason, verkfræð- ingur og hafnarstjóri á Akur- eyri staðfesti þetta tilboð Björg unar. Dýpkunin hefði verið gerð fyrir framan dráttarbraut ina. Sá hluti af dælingunni, sem Björgun bauð í 50.00 kr. á rúmmetra, væri sambærilegur við dýpkun, sem Hákur fram- kvæmdi í sumar. Eftir því, sem hann kæmist næst yrði verðið á rúmmetra fyrir þá dælingu kr. 70.00 á rúmmetrann. Pétur Bjamason sagði, að nokkur ágreiningur hefði verið milli Akureyrarbæjar og H.st. um hafnarframkvæmdir þar nyrðra. Bæjarfélagið vildi fá aukna hlutdeild í þessum fram- kvæmdum. Hefði sú orðið raun in á, enda hefðu hafnarfram- kvæmdir á sl. tveimur árum að mestu leyti verið unnar af heimamönnum. Hjá Hákoni Torfasyni, bæj- arstjóra á Sauðárkróki, feng- ust þær upplýsingar, að H.st. hefði tekið að sér dýpkun þar á höfninni. Hákur hefði dælt þar 50 þúsund rúmmetrum af sandi. Ekki sagðist Hákon geta gert samanburð á dælingar- verði Björgunar og því sem nú lægi fyrir frá H.st. Hann sagð- ist vilja segja það eitt, að reikningarnir fyrir dælingu Háks hljóðuðu upp á mun hærra verð en stofnunin hefði áætlað áður en verkið hófst. • Hafnalög og samkeppni Á Ólafsvík varð Alexander Stefánsson oddviti fyrir svör- um. — Við Ólafsvíkingar höfum ekki viðskipti við H.st. í dýpk unarframkvæmdum. Það kemur aðallega til af tvennu: að ecrfitt er að fá stofnunina til að taka slík smáverkefni inn á áætlan- irnar, og að við höfðum góða reynslu af dýpkunum Sandeyj ar. Við náðum hagstæðum samningi við Björgun, hagstæð ari en við hefðum getað feng- ið við H.st. og verkið var bæði fljótt og vel af hendi leyst. Aðspurður um viðbrögð H.st. við því að láta Björgun annast verkið, sagði Alexander. — Við fengum samþykki H.st. fyrir því að láta Sandey dýpka enda ekki nema von, því enginn áhugi var fyrir hendi hjá stofn uninni að vinna verkið. Við vor- um ánægðir með þessi málalok, því að á minni stöðum úti á landi erum við ákaflega tor- tryggnir út í Hák. Hann mun aldrei hafa náð þeim afköstum, sem honum var ætlað. Ef dæl- ing misheppnast af þessum ástæðum eða öðirum kemur það beint niður á höfnunum. Ég tel, að það þurfi að koma á sam- keppni í hafnargerð og því sem henni viðkemur eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Ekki er ég viss um, að hlutur H.st. yrði beint góður, ef þeir þyrftu að keppa við aðra á jafnréttis- grundvelli. Hafnalögin eru hér þrándur í götu. Reynslan hefur sýnt, að það er hæpið að gefa ríkisfyrirtæki eins og H.st. vald til að útiloka aðra frá verkum, þótt sannað sé, að aðr- ir geta unnið verkið ódýrara. Ríkið tekur sér þarna alræðis- vald og ráðin eru tekin af þeim, sem vinna á verkið fyrir. Dæm ið um Hák sannar það bezt, hvað þetta þýðir í framkvæmd. H.st. hefur fengið nægan tíma til að sanna ágæti Háks. Hag- ræðið af þessari 40 milljón kr. fjárfestingu ætti að vera kom- ið í ljós. Eftir því sem ég gerst veit, er raunin þó önnur. Dýpkanirnar hafa orðið miklu kostnaðarsamari en stofnunin gerði ráð fyrir, en enginn fær neitt að gert. Hafnarmálin hafa verið rædd í samtökum sveitarfélag- ann>a. Sú skoðun er þar ríkj- andi, að það sé vægast sagt óeðlilegt, að hafnafram- kvæmdir skuli ekki vera boðn- ar út. Það mælir í sjálfu sé ekket með því, að þessi stofn- un sé látin eiga heljarmikinn tækjakost, um flest sambærileg an við þann, sem margir aðil- ar hafa yfir að ráða. En ef það er talin nauðsyn, þá er það að minnsta kosti óeðlilegt, að stofnunin skuli vera látin sitja ein að framkvæmdum, hversu óhagkvæmt sem það er. Á ráð- stefnu, sem sveitarfélögin héldu nýlega að Mývatni kom þetta mál til umræðu. Eftir þá ráðstefnu tel ég engan vafa leika á því, að sveitarfélögin muni beita sér fyriir því, að út- boðsleiðin verði tekin upp sem allra fyrst á þessu sviði. Þ.W. Framliald á morgun. Verðbréf óskast Höfum verið beðnir að útvega ríkistryggð skuldabéf. Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar og Axels Einarssonar. Sími: 26-200. Vindill hinna vandlát Rosá Danica vindillinn er vafinn úr úrvals tóbaksblöðum. Rosa Danica fæst nú í 5 stk. pökkum. Rosa Danica er framleiddur í stærstu vindlaverksmiðju Danmerkur og er 1 sama gæðaflokki og hinn þekkti vindill Flora Danica. REYNIÐ ROSA DANICA í DAG.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.