Morgunblaðið - 25.10.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBBR 1060
J9
* A horni Laufás-vegrar og Bók hlöðustígs í gær.
(Ljólsrru Mbd. ÓL K. M.)
Ár eftir ár, næstuim daglega
mæti ég honum á götunium í
Miðbænum. Hann er í bláum
frakka með bláan barðastóran
hatt eilítið lúinn orðinn og geng
ur við staf. Stundum er hann á
leið niður á Pósthús eða er í inn
kaupum í Þingboltunum. Að því
kom svona einhvem veginn af
sjálfu sér, að við fórum að
bjóða hvor öðrum góðan dag-
inn og skiptast á skoðunum um
veðurhorfur, um leið og við
mættumst Svo var það dag einn
fyrir rúmu ári að ég gekk yfir
götuna í veg fytrir hann ogþá
tókum við tal saman. Hann
spurði mig að heiti. Ég vissi þá
auðvitað fyrir mörgum árum
nokkur deili á honum, þessum
hæga yfirlætislausa manni: Að
•hann væri meðal elztu og reynd
ustu kaupsýslumanna borgar-
innar. Einn af gamla skólan-
um, með ytra fas hins trausta
og reynda.
—★—
Hann Jón verður áttræður á
laugardaginn sagði góðkunn-
ingi minn í síma um daginn. Og
svo barði ég citt kvöldið nú í
vikunini upp á hjá honum að
Laufásvegi 2 a og sagði: Gam-
all kunningi minn sagði mér að
þú yrðir áttræður á laugar-
daginn og þú myndir ætla að
halda upp á daginn, Jón Heið-
berg?
Það hef ég ætíð gert, svar-
aði hann, að bragði.
— Ég hef tekið eftir því að þú
ert með reifaða hægri hönd,
Jón, er það brekkunni hér á
Bókhlöðustígnum að kenna —
í fyrsta frostkaflanum á dög-
unum?
Nei, reyndar ekki, og væri
varla í frásögur færandi í Morg
unblaðinu, því svo algengt er
að maður skelli flatur þegair
frystir. Umbúðirnar eru vegna
þess að ég datt inn á Laugar-
vegi. Ég braut tvö handarbein.
— En ég'er reyndar líka laskað
ur í hægri öxl eftir byltu á
svelli úti á Bókhlöðustíg, fyrir
mörgum mánuðum og hef oft
þrautir í öxlinni.
— Þú ert í mír.um augum einn
af þessum gömlu innfæddu Reyk
víkinguim Jón?
Það er ekki rétt hjá þér. Ég
er fæddur norður í Skagafirði
að Heiði í Gönguskörðum, en
þar var faðir minn bóndi. —
Hingað til Reykjavíkur kom ég
fyrst 1910, en settist hér að
1917 og hef ekki héðan farið.
Mínar æskuminndngar eru því
að norðan og þegar sleppt eir
heimili minu og hugsað til
lífsins sjálfs á þeim árum,
eru mór minnisstæðust kjör
smælingja þeirra tíma. Hrepps-
ómaganna og umrenninganna.
Mér verður oft hugsað til sveit
arómaganna. í þá daga voru
kjör fólks á mínum æskuslóð-
um yfirleitt knöpp og ekki
bætti úr skák þegar svo heim-
ilin fengu senda hreppsómag-
ana. Einkum voru það börn.
Hann var nístandi kaldur hugs
unarhátturinn gagnvart þessum
smælingjum. Það þætti ekki
hollt fyrir böm nú til dags að
alast upp við þennan hugsana-
kulda, sean nísti þau á
sálinni. Sífelldur þvæl-
ingur milli heimilanna, vera alls
staðar til byrði fyrir heimilin
getur varla hafa verið uppörv-
andi. Nú segji þeir mér sem
kunnuga telja sig um það, að
hreppsómagar 20. aldarinnar á
fslandi geti leyft sér utanfeirð-
ir á sólarstrandir. Svona hefur
allt breytzt. En eitt hefur þó
ekki breytzt frá þessum árum,
það er þessi hugsanakuldi sem
ég kalla svo. Hann heldur enn
velli í samskiptum fólks. Og ef
menn vissu hve kaldar hugsan
ir og annað þvílíkt skaða
manninn. Því allt slíkt verður
haran að borga það hefuir ald-
ur minn og reynsla sýnt mér.
Það verða allir að borga fullt
verð fyrir sína úttekt hér á jorð
inni, ef ekki í þessu lífi þá hinu
næsta, því msttu trúa, — og
næsta þar á eftir. Því lífið held
ur áflram og hingað komum við
aftur og aftur á leiðinni til hins
efsta plans. Við erum nú, — ja
ef til vill um það bil hálfnuð
þangað upp. — En enginn nema
við sjálf, — engin lyfta engin
100 þrepa eldflaug — getur
flýtt ferð okkar þangað.
Fyriir miörgum ártaituiglum var
ég staddur á Laugaveginum er
ég mætti Þórði Sveinssyni lækni
á Kleppi. Hanr, var að f ara iinn
að Kleppi og var gangandi. Ég
slóst í för með honum og geng
um við saman inn að Sund-
laugum. Hann ræddi við mig, af
sínum mikla sannfæringarkrafti
og miklu andlegu reynslu, um
endurholdgunarkenninguna. Ég
var þá ekki inini í þessu eins
og hann, en síðari reynsla mín
hefur sannfært mig um það. —
Ég veit að þetta heldur allt
áfram og framhald lífsins er
ekki aðeins bundið við okkur
mennina heldur og dýrin.
— Ertu skyggn Jón?
Nei, en ég finn á mér nálægð
vina minna, sem famir eru. Ég
er leitandi í mínum áhuga-
málum — því dulræna, og leita
svans við spurningunni: Hver
er ég, hvaðan kom ég og hvert
fer ég? — Ég hef ætíð lagt
mikla áherzlu á að ástunda
bænagerð. Bæn er mjög mátt
ug. Mér hefur reynzt það hald
gott í lífsins ólgusjó, — skapar
sálarró, að biðia fyrir öðrum ef
það gæti hjálpað. Stundum
heyri ég nafn nefnt í útvarpi,
eða les nafn einhvers, sem ný-
látinn er, þá finn ég það stund-
um á mér, að þess manneskja
á í erfiðleikum í hinu nýja
umhverfi. Ég minnist þá þessa
nafns í bænum mínum. —
Stundum, ja líklega oftast er
það svo, að ég hef aldrei heyrt
eða séð hinn látna í lifanda
lífi.
—★—
Já, það var þetta með föru-
mennina. Þeirra kjör voru
alveg með sérstökum hætti.
Hver um sig höfðu þeir sín sér
einkenni og ekki skal ég segja
hver þeirra sem til okkar kom
er mér minnisstæðastur. Jóhann
beri var klæddur slíkum tötr-
um að viðurnefnið bar hann
með fullum rétti, karlinn sá.
Hann sýndi af sér slíka hreysti,
að minnisstæð varð hverjum
manni á öllum bæjum í Skaga-
firði: Ef vetur var og snjór var
á jörðu, fór hann hverja nótt
út og baðaði sig í snjónum.
Símon Dalaskáld, sá þjóð-
kunni hagyrðingur og skáld
kom oft til okkar. Ekki setti
hann neitt saman um foreldra
mína sem alltf tóku, held ég,
hlýlega á móti þessum mönn-
um, en um okkur krakkana.
Ég læt þig heyra þann part-
inn sem um mig er, en við vor-
um f jögur systkinin, skýtur Jón
inn í, og erum við nú tveir
lifandi. Ólafur bróðh minn Jóns
soin sam á Iheima viesitair á Sói-
vallagötu 60. Já, þannig komst
Símon að orði um mig . . .
Sorgum eyðir svanfagur
sem er bezti piltur,
Jón á Heiði Jónssonar,
jafnan hýr og stilltur."
Oft kom Rauði Finnur til okk
ar á ferðum sínum. Hann flækt
ist um landið í áratugi að mig
minnir, — alltaf á hesti. Hann
drakk mikið, vann aldrei nokk
urt handtak á bæjunum. Ekki
mun hann hafa verið kallað-
ur rauður vegna pólitískra skoð
ania, því sú skilgreining var
ekki fædd þá, heldur mun það
hafa staðið i sambandi við
brennivínsrautt og veðurbarið
andlitið. Aldrei hafði hann niema
1—2 nátta viðdvöl á bæjunum
heima í minni sveit. Loks var
svo Halldór Nálarbrilla, en nál
arbrillur voru kallaðir stauk
ar sem húsmæður geymdu í skó
nálar síinair. En þær bauð hann
ætíð til kaups er hann kom —
íslenzkar að ailri gerð.
Mig langar að skjóta hér inn
spuirningu Jón: Hvaða grip
manstu helzt eftir á þínu
bernskuheimili?
Faðir minn sagði mér frá því
er ég var kominn til vits og
ára að hann hefði þekkt allná-
ið Bólu-Hjálmar. Hann hafði
sjálfur útbúið og gefið pabba
mínum nokkurs konar fonskrift
arbók, er pabbi minn lærði að
skrifa. Var þessi skrifbók til
heima og man ég hluta af árit-
un Bólu-Hjálmars á fyrsta blað
heinmar:
„Sjá hér párar sjötug hönd...“
Sjálfur lærði ég að lesa af
Nýja testamentinu. Ég man hva
sánt ég grét heima, er ekki voru
til á heimilinu 25 aurar fyrir
stafrófskveri Helga Briem.
Svo var það mortelllið
ihenmiar móðuir miiininair, kjör-
gripur úr kopar. Marnma bað
mig stundum að stuða fyrir sig
þegar verið var að undirbúa jól
eða stórhátíð í eldhúsinu. For-
skriftarblöðin týndust, en mort
elið er nú í eigu dóttur minn-
ar — sem ættai gripur.
Og úr því við erum að tala
um heimili mitt og foreldra,
þá get ég sagt þér
frá því, er ég man fyrst glögg-
lega eftiir mér heima í Heiði.
Foreldrar mínir voru firammi í
búri, að stússa eitthvað og ég
þar hjá þeim, Þá segir pabbi
glaðlega við mig: Jæja Nonni
minn nú ertu kominn á þriðja
ár og getur farið að gera gagn,
— passa túnið. — Þetta, að
geta nú gert gagn grópaðist þá
þegar svo inn í sál mína og
meðvitund, að þessi dagur mun
til hinztu stundar standa ljós-
lifaindi fyrir hugskotsjónum
mínuim. Og það var annað sem
líka gerðist á bernskuárum mín
um. Það hefði verið eðlileg firam
vinda og örlög, að ég hefði barn
ungur ákveðið að gerast bóndi
í sveit. En ég var stráklingur
ar ég famn að kaupsýsla yrði
minn starfsvettvangur. Og ég
var ekki gamall þegar ég fór
að flara í hmííakaup, sagði Jón.
Nú sem oftar í þessu skrafi
okkar brá fyrir brosi undir
gráu skeggi, og í gömlum aug-
um hans, sem enm eru fjörleg
og sjá mæta vel, brá fyrir leiftri
Frá Heiði fluttust foreldrar
mínir að Kimbastöðum. Ég vand
ist snamma öllum venjulegum
sveitarstörfum og 10—12 ára
byrjaði ég að fara til rjúpna.
Ég kynntist því snemma flnam-
hlaðningunum. Sjáðu hérna vísi
fingur vinstri handar: Hanm er
svona skakkur og bjagaður eft
ir haglaskot sem hljóp úrbyssu
Mun ég vart í annað skipti á
lífsleiðinni hafa verið nær því
að fara úr þessum heimi en ein-
mitt þegar þetta gerðist. Ég var
kominn yfir tvítugt þá og var
heima. Hafði amnað hlaupið í
tvíhleypunni okkair stíflazt. Ætl
aði ég að hreinsa þetta úr. Ekki
vissi ég að haglahleðsla vair það
sem stíflað hafði hlaupið. Hugð
ist ég bera það að opnum eldi
og sneri hlaupið að mér um leið
og ég færði það að eldinum. En
um leið heyri ég að kallað er
til mín sterkri röddu: Það er
skot í byssunni! Leiftursnöggt
beini ég hlaupinu flrá mér, en
það hefur náð að hitna og hagla
hleðslan springur fram úr og
tætir sundur hein og vöðva í
þessum fiingri — og varð af
svöðusáir. Gekk ég með það
út á Sauðáirkrók 5—6 km
leið til að láta lækni búa um
sárið. Aðvörunarkallið til mín
kom frá einhverjum, sem þó
var ekki þessa heims, það er
öruggL
—★—
Eg kom hingað til Reykjavík
ur árið 1910 til að setjast á
skólabekk í Verzlunarskólanum
sem þá var undir skólastjóm
Ólafs Egilssonar. Þegar ég kom
hingað voru það einkum þrir -
menn sem mér þótti mest til
koma vegna yfirbragðs er ég
sá þá á götunni, en þessir eftiir
minnilegu menn vom þeir
Hannes Hafstein ráðherra,
Bjöm Jónsson í ísafold og
Bjöirn Kristjánsson bankastjóri
Þegar ég kom hingað tók mig
inn á heimili sitt Jón skjala-
vörður Þorkelsson, Jón fomi
eins og bæjarbúar kölluðu
hann. Með okkur tókst einlæg
vinátta. Ekki aðeins bjó ég
heima hjá honum að Hólavöll-
um við Suðurgötu á námsárum
mínum heldur og eftir að ég
gerðist utanbæjarmaður að
loknu námi, og varð að koma
hingað suður til að reka erindi
mín. Var hann einstakur mað-
ur og hjálparbella. f skólanum
kynntist ég og allnáið tveim
mætum kennurum Jóni ófeigs-
syni og Páli Sveinssyni. Þetta
var líka á fyrstu árum í em-
bættistíð séra Bjama Dómkirkju
prests og nágranna mins í mörg
ár. Þá var það Rögnvaldur Ó1
afsson, sem ég kynntist á heim-
ili Jóns Þorkelssonar og konu
hans, en Rögnvaldur varlands
kunnur byggingameistari og
byggði t.d. Vífilsstaðahælið.
Já margir þessara manna sem
ég kynntist hér á skólaárum
mínum og reyndar síðar settu
ekki aðeins svip sinn á bæinn
og bæjarlífið heldur og mörk-
uðu sín spor í söguna.
—★—
Þegar ég kom út úr Verzl-
unarskólanum 1912, var ég enn
of ungur til að fá leyfi til að
reka mína eigin verzlun, sem
var minn æskudraumur. Ég leit
aði þá til Jóns Magnúsar, síðar
ráðherra, sem studdi mig og gaf
mér undanþágu til að reka verzl
un á Sauðárkróki og þetta sam
þykkti svo Magnús Guðmunds
son sem einnig varð síðar iráð-
herra, en vair, er þetta gerðist
sýslumaður Skagfirðinga. Ég
hóf síðan verzlunarrekstur á
Króknum árið 1912. Það var
ekki stórt pláss í þá daga, en
eigi að síður tókst mér að koma
upp allumfangsmikilli verzlun.
Kollegar minir voru ekki án-
ægðir með þá samkeppni sem
ég vildi veita — og veitti —
og reyndu að stöðva mig. En þó
ég segi sjálfur frá, tókst mér
að afla mér trausts. Það var
einkum nýr verzlunarmáti sem
mínar vinsældir byggðust á. Ég
fór vetur sem sumar suður til
að kaupa vörur og kom með
þær aftur, — oft við mjög erf-
iðair aðstæður. Kollegar mínir
höfðu látið sér nægja að skrifa
þeim fyrir sunnan og senda
pöntunarlista. En vöruhungr-
ið var mikið, t.d. á stríðsár-
unum, — að allt seldist um leið
og skipin komu. Þá var engin
leið að fara á eftir að svaira
pöntunarseðlurum, svo þeir
ferrgu stundum mjög lítið og
ekki neitt.
Ég var til ársins 1917 á Sauð-
árkróki og efnaðist veL En ekki
aðeins átti ég góð skipti við
bænduimar, sem seljandi, held
ur og sem kaupandi. Eitt sinn
keypti ég miklar birgðir af ull
af bændum fyrir beinharða pen
inga og sendi umboðsmönnum
Þjóðverja í Kaupmannahöfn ull
ina, en þeir sendu hana síðam
suðuir þegar beimsstyrjöldinni
lauk.
—★—
Sauðárkrókuí var ekki nægi
legt viðskiptasvæði fyrir mig
og ákvað ég að flytjast til
Reykjavíkur — árið 1917. Ég
fékk leigt í húsi því sem nú
er Garðairs Gíslasonar við Hverf
Framhald á bis. 29
Reykjavíker
sjálf þjdöarskútan
Sarntal við Jón Heiðberg, kaupmann,
sem verður áttræður i dag