Morgunblaðið - 31.12.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.1969, Blaðsíða 10
l,_________________________________________________ --------------------;--------- | J 0 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DES. 1959 t Minnisstæðasti atburður ársins hinn hryggilegi atburður, þegar aflaskipstjórinn mikli, Alfneð Finnbogason, á Jóni Kjartanssyni, drukknaði svo sviplega hér við bryggju 10. desember sl. Og minnisstæðar eru mér tvaer mýjar bækur, sem ég hefi lesið á árinu, „Lífið er dásamlegt" eftir hinn fjöl- hæfa lækni Jónas Sveinsson og einnig „Það sem ég hefi skrifað“ eftir Skúla Guð- jónsson á Ljótunnarstöðum í Strandasýslu. Sigríður Magniisdóttir, söngkona: Mór dettur ekkert í hug öðru fremur. ótal raddir koma fram í hugann. Ein á sviði félagshyggju og sam- vinmu eða aðild íslands að EFTA. Þá er það tónlistar- sviðið, sem stendur mér að sjálfsögðu mjög nærri. Þar er mér minnisstæðast 100 ára af mæli Vínaróperunnar með miklum háltíðarhölduim, sem ég fékk að upplifa. Á innlendum vettvangi finnst mér mest áberandi hið margumtalaða rigningarsum- ar með tilheyrandi óhollustu fyrir memin og dýr. Og á sviði skynsamlegri málefna úti í heimi, þá koma auðvitað tunglfeirðirnar fyrst. En mér finnst einkennandi hve þetta máist allt fljótt út úr hugan- um, jafnvel svo að geimafrek ið tekuir að gleymast. Þrátt fyrir tunglafrek, finnst mér kairlinn í tunglinu vera jafn fjarlægur og áður. Og ég held að um þessi áiramót muni ég syngja af einlægni „Máninn hátt á himni skín“, en ef til vill skynja í fyrsta skipti ljóðlínuna: „Glottir tungl. . . “ Lárus Sigurbjörnsson, fyrrverandi skjala- vörður: — Án efa heimsókn mamna til mánans. Ef oikikur, sem nú erum á sjötugsaldri, endist Mf til að horfa fraiman í fuil- orðin barnabörn, mun þeim efal'aust leika miumur á að vita, hvernig okkur varð við, er við sáum menn vaða tungl rykið í fyrsta sinn. Og það verður líka erfitt að svara þeim, svo þau skilji, að hér var sett þankastrik í mann- legri sögu. Ef við verðum þá búniir að ná okkur eftir felmtrið. Jónas Hallgrímsson, fulltrúi: — Frá liðnu ári tel ég merkilegast á sviði vísind- anna tunglferðiir Bandaríkja manna og fnamfarir í flug- vélasmíði Englendinga og Frakka. Af innlendum atburð um tel ég merkast, að Alþingi íslendinga skyldi bera gæfu til þess að samþykkja Efta- frumvarpið, en einnig ber að nefna innlendar tæknifram- farir svo sem Búrfellsvirkj - un og Álverksmiðjuna. Bragi Kristjánsson: skákmeistari sagði: Ætli það sé ekki tunglferð Apollo 11, — þegar fyrsti maðurinn steig fæti á tunglið. Þórunn Jóhannsdóttir: — Það sem mér finnst markverðast á árinu, sem nú er að ljúka, er að menn kom- ust til tunglsins og í öðru lagi að Nixon hefuir dregið úr hernaðarfnamkvæmdum í Víetnam. Af persónulegum viðburð- um á árinu finnst mér aftur á móti eftirminnilegast, að við hjónin eignuðumst annan son. Ellen Ingvadóttir, sundkona: — Af atburðum liðins árs finnst mér bera hæst tungl- ferð Bandaríkjamanna. Það fannst mér mjög merkilegt afrek í sögu mannsins og ég fylgdist með ferðinni af mikl um áhuga. Af innlendum vettvangi finnst mér markverðast, er við unnum Dani í lands- leik. pP : .mmfjif Högni Torfason svaraði: Á erlendum vettvangi ber tvímælalaust hæst það afrek manmsandans og vísindanna að koma mönnum til tunglsins. Tímabundnair hörmungar í Táradöluim Víet-Nams, Bíafra, og fátækrahreysum viða um Björn Bjarnason, laganemi svaraði: Eftir að hafa fylgzt með evrópskum stjómmálum af nokkrum áhuga árið 1969, tel ég tvo atburði ársins marka þar þáttaskil. I fyrsta lagi bro.ttlhivarf de Gauilles úr for- setaiembætti Frakklands eftir 11 ára stjómartíð. Og í öðru lagi myndun ríkisstjórnar í Vestur-Þýzkalandi án stjórn- arforystu krisitiflJeigra demó- krata í fyrsta sinn á 20 ár- um. Áhirif þessara tveggja at burða eru þegar greinileg. Frakkar eru t.d. ekki lengur einhliða andvígir stækkun Efnahagsbandalags Evrópu, enda þótt næsta óvíst sé hve nær og hvernig hún verður flramkvæmd. Utanríkissteifna nýrrair stjómar í Vestuir- Þýzkalandi hefur þegar leitt til breyttra viðhorfa í sam- Páll Líndal, borgar- lögmaður: Við ánamót koma mér frem ur í hug persónuleg atvik og reynislu 1'iðin.s árs, en svokall aðir stórviðburðir, sem mín kynslóð hefur þó sannarlega fengið að vita af. Býst ég við að svo sé um fleiri. Persónu- leg málefni, meðvindur og mótbyr í daglegu lífi, eru hins vegar þess eðlis, að þau skipta annað fólk nauðalitlu máli og eiga því lítið erindi á prent. Þau munu lika fæst talin þung á metunum, þegar verið er að vigta í lífsins pakkhúsi. Ekki kemst maður hjá við þessi áramót að minnast á mánaleiðangurinn, sem sjálf- sagt verður lengst í minnum hafðiu- af því, sem gerzt hef- Uir á líðandi ári. Ekki merk- ir þetta þó, að mér sé þessi leiðangur nú sórstaklega minnisstæður. Óneitanlega vakti það þó stundarspenn- nig að fylgjast með þeim ferðalöngum, þegar þeir spásséruðu á „mánans grund“ eins og eitt dagblað- anna komst svo skemmtilega að orði. Nú eir þetta orðið fyr- iir mér eins og snjórinn, sem féll í fynra. Þetta stafar auð- vitað ekki af neinu öðru en því, hversu ég hef ævinlega verið gersamilega áttaivil'ltur í völundairlhúsi raunvísind- anna. Af því, sem mig snertir persónulega og er minnis- stætt, en hefur um leiðnokk- uð almennt gildi, kýs ég að nefna það undirbúningsstarf að listahátíð í Reykjavik, sem hófst á þessu ári. Það er ekki eingöngu af því, að hér er um að ræða viðfangsefni, sem er í sjálfu sér forvitni- legt og frábrugðið hinu dag- lega amstri, heldur líka og kannski fynst og flremst vegna þess, að listahátíðin getur, ef vel tekst til, orðið íslenzkri menningu hin mesta lyftistöng. Það merkir ekki, að fylgt verði neinni einangr unarstefnu, enda hefur ís- lenzk menning dafnað bezt, þegar lífleg samskipti hafa verið við aðlrar þjóðir. Hér er því til töluverðs að vinna. Og hefur það ekki oft verið sagt, og er það ekki sann- leifcur, að það er íislenzk menning, sem framar öðru veitir okkur, 200.000 sálum noirður við Dumbshaf, jafn- rétti á alþjóðavettvangi við milljónaþjóðimar? Ég held, að við höfum út á hana jafn vel stundum komizt í „betri sæti“ eða jafnvel stúkusæti í Framhald á bls. 21 heim, mega þó ekki gleym- ast, og krafan um frið í heim inum magnast með hverjum degi. Hér innanlands virðast mér haifa orðið aldalhvörif á þessu líðandi ári. Hugsjónir hinnar mætu aldamótakyn- slóðar hefur loks dagað uppi og vorhugur nýrira tíma náð tökum á þjóðinni. í stað þess að yrkja um „stjómfrjálsa þjóð, með verzlun eigin búða,“ hugsjónir, sem löngu hafa rætzt, hefur þjóðin orkt í verki um þær hugsjónir vonra tíma, sem eru að ræt- ast með stór/flelldri iðnvæð- ingu og nútímalegri afstöðu til eigin lífs og samskipta við aðrair þjóðir. skiptum austurs og vesturs. En árið 1969 verður vafalít- ið ekki minnisstætt fyrir þeíta, þegar firam líða stund- ir. Þá mun athyglin beinast að stóru stökki mannkynsins, þegar Neil Armstrong sté sitt fyrsta litla skref á tunglið. Regína Thorarensen, húsfreyja á Eskifirði: Þegar sjónvarpið byrjaði hér 1. desembeir sl., varð það mér ógleymanleg stund og ég held að alllir hér séu mér sam mála um að telja það til merk isatburða. Sjónvarpið heldur fjölskyldunni meira heima, og er það mikils virði þar sem böm enu. Það útilokar að unglingarnir hangi á sjoppum. Peirsónulega finnst mér samt að meira eigi að veira þar af íslenzkum leik- ritum, í stað erlendra leik- rita, sem gamga út á morð og annan ósóma. Auðvitað er mér og öihim Eskfirðingum minnisstæður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.