Morgunblaðið - 31.12.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.12.1969, Blaðsíða 15
MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DES. 1969 15 Eftir Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, vara- formann Sjálfstæðisflokksins ÞAÐ var skömmu upp úr áramútunum síðustu, að undirritað var þríhymings- samkomulag ríkisstjómar, Alþýðusambands og vinnu- veitenda um fjáröflun og stofnun atvinnumálanefnda, til þess sameiginlega að gera ráðstafanir til þess að reisa rönd við vágesti at- vinnuleysis, sem nú hafði sótt þessa litlu þjóð heim á ný, eftir langa útivist. Þrjú hundmð milljón krónur skyldu þessar nefnd- ir hafa til ráðstöfunar á tveim árum til fjárfestingar og vinnuaukningar þar af leiðandi. Við framkvæmdir í Straumsvík og við Búrfell hafði verið greitt á tveim til þrem árum í vinnulaun eingöngu um þúsund millj- ónir króna, en öll fjárfest- ingin þar numið milli sex og 7 þús. milljónum kr. Þar var því um að ræða mikinn búhnykk á erfiðum ámm að öðru leyti, en e.t.v. sést ágæti hinna miklu fram- kvæmda, álbræðslu og Búr- fellsvirkjunar, tæpast í skýr ara Ijósi en starfsemi at- vinnumálanefndanna og samanburði þess fjár, sem hægt var að fá þeim til framkvæmda. Atvinnumálanefnd ríkis- ins og hliðstæðar nefndir í hémðum eða landshlutum hafa vissulega greitt úr flækjum og spornað við erf- iðleikum. Um hitt em engar deilur, að af atvinnuleysi er meira látið nú en áður, þar sem nýir siðir um skráningu þess hafa haldið inmneið sína. Verður þeim tæpast um þokað, eins og komið er, en þar með er nú talið at- vinnuleysi það, sem áður var árvisst ástand í kaup- stöðum og þorpum þessa lands, árstíðabundnar sveifl- ur í atvinnumálum, háðar veðri og vindi, en fyrst og fremst aflabrögðum veiði- mannaþjóðar. Vaxandi gagnkvæmur skilningur Þegar á leið urðu verk- föll þó ekki umflúin. Engu að síður vom þau leyst inn- an tíðar með miklu meiri gagnkvæmum skilningi en áður. Vom þetta mikil von- brigði þeim, sem ætíð vilja sjá holskeflurnar taka með sér bæði verðmæti og vinar- hug í útsoginu, en öðm fólki til hugarléttist. Segja verð- ur fulltrúum verkalýðs til verðugs lofs, að metin voru með skilningi þau miklu áföll, sem yfir þjóðina höfðu gengið og mest um vert tal- ið, að þjóðarbúskapurinn fengi að jafna sig. Aftur miðar upp á við Spyrja mætti þá, hvort stefnt hafi síðan til réttrar áttar. Ekki er unnt annað en styðjast við bráðabirgða- og áætlaðar tölur um af- komu þjóðarbúsins á árinu 1969. Eftir sveifluna miklu hafa að mörgu leyti verið erfiðir tímar á íslandi, en þó gegnir furðu, að afkomu alls almermings skuli ekki hafa hrakað meir en raun ber vitni. Kemur hér eink- um fernt til greina: í fyrsta lagi aukinn þorsk- og loðnu- afli ásamt hagstæðari verð- lagsþróun á ýmsum fiskaf- urðum á erlendum mörkuð- um. í öðru lagi áhrif geng- isbreytinganna á afkomu fyrirtækja og þar með á þjóðartekjur. í þriðja lagi viðbrögð fyrirtækja og laun- þega við breyttum aðstæð- um og í fjórða lagi aðgerð- ir stjórnvalda í atvinnumál- um. Síldveiði alveg brugðist Sumarsíldveiði brást al- gerlega 1969 eins og 1968. Uppgrip urðu hins vegar af loðnu, og þorskafli er mun meiri það sem af er árinu, miðað við sama tíma í fyrra. Nam þorskaflinn í ágústlok 247.826 tonnum, miðað við 205.771 tonn á sama tíma 1968. Sömuleiðis hafði meira borizt á land einkum af ufsa, lúðu, rækju og humar. Verðlagsþróun erlendis hef- ur verið hagstæð. Síldar- hungur hefur ríkt í Evrópu, enda lítið verið til að selja. Verðlag hefur nýlega hækk- að á Bandaríkjamarkaði á frystum blokkum, frá því að hafa verið all stöðugt um hríð. Verð á síldarmjöli og síldarlýsi hefur tvöfald- ast, frá því er það var lægst 1967. Við inngöngu í EFTA verður sala á Bretlands- markaði afar hagstæð. Sömuleiðis ætti EFTA-aðild að verða mjög til framdrátt- ar niðursuðu úr sjávaraf- urðum. Áhrif gengis- breytinganna hagstæð Hagstæð áhrif gengis- breytinganna á afkomu fyr- irtækja eru greinileg, eink- um í tollvemduðum iðnaði. Lítt eða ekki tollverndaðar greinar og greinar, sem njóta „fjarlægðarverndar“, eiga meira undir almennu efnahagsástandi komið. Er athyglisvert, að þrátt fyrir mikinn samdrátt í bygg- ingastarfsemi, sýnir t.d. inn- réttingasmíði og málningar- og lakkgerð allstöðuga af- komu. Málmsmíði hefur að- lagazt breyttum aðstæðum, og svo mætti lengi telja. Þá ber ekki sízt að hafa í huga þau áhrif gengisbreyting- anna, að hagstæðara er að leggja áherzlu á verðmætari afla en áður (gæði í stað magns) og einnig örv- ast útflutningur og er margt í undirbúningi í því sambandi — og sumt þegar komið til framkvæmda. Má í því sambandi nefna þá gíf- urlegu verðmætaaukningu, sem orðið hefur í skinnaiðn- aði og þau áform, sem þar eru á döfinni með endur- byggingu og nýbyggingu verksmiðja á Akureyri og á Sauðárkróki. Mikil aukning sparif jár Þegar sala dregst saman á einni vöru á einum eða fleiri mörkuðum, má oft bæta sér tekjumissinn að nokkru leyti upp með ann- að hvort annars konar fram- leiðslu eða með því að beina sölunni annað. Þetta er einmitt það, sem hefur gerzt í sumum tilfellum. Varðandi ráðstöfun tekna, hefur orðið mikil aukning sparifjár í bönkum og spari- s j óðum. Heildarsparifj ár- myndun nam 9.367 milljón- um króna í októberlok 1969 á móti 7.920 millj. kr. á sama tíma árið áður, en þessi 1.447 millj. kr. aukn- ing leyfði að sjálfsögðu aukningu útlána, sem juk- ust úr 11.269 millj. í 12.501 millj. á tímabilinu 1. nóv- ember 1968 — 31. október 1969, en þetta gerir 1.232 millj. kr. Aukning heildarinnlána 1 banka og sparisjóði er rúm- lega eitt þúsund og fimm hundruð milljón krónum meiri fyrstu 10 mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Störf atvinnu- málanefnda Fjárveiting til atvinnu- málanefnda nam alls um 300 millj. kr., eins og áður er að vikið. Áhrifa þessara ráð- stafana á eftir að gæta um- fram það, sem þegar er orð- ið, þar eð úthlutun fjárins fer eftir verkstigum. Þá hefur ríkisstjómin fylgt þeirri stefnu eftir megni að láta atvinnuaukandi út- gjaldaliði ganga fyrir. Sömu leiðis hefur verið aflað láns- fjár til nýrra framkvæmda, bæði hjá Seðlabanka og með því að taka erlend lán. Þá hefir verið minnzt á stór iðjuframkvæmdirnar, sem þegar voru í gangi í Straumsvík og við Búrfell. Er hætt við, að atvinnuleys- istölur hefðu orðið aðrar, ef ekki hefði verið ráðizt í þessar framkvæmdir. Samið er um viðbótarframkvæmd- ir við álbræðsluna. Frum- varp þar um og aukinn byggingarhraða liggur nú fyrir Alþingi. G j aldeyrisstað- an stórbatnar Þau atriði, sem hér hafa verið talin, eru háð hvert öðru innbyrðis og þeirra gætir allra í afkomu þjóðar- búsins út á við. Gjaldeyris- staða bankanna stórbatnaði strax eftir gengisbreyting- una, 11. nóvember 1968. Gjaldeyrisstaðan var þá orð- in mjög neikvæð, eða um' 240 millj. kr. í október 1968. Batnaði gjaldeyrisstaðan á 7 vikum um u.þ.b. 800 millj. kr., og í júlílok 1969 var heildargjaldeyrisstaða bank- anna hagstæð um 1.153 millj. kr. Fyrir tímabilið janúar—október 1968 nam innflutningur 6.512 millj. kr. (þar af 318 millj. kr. vegna Búrfellsvirkjunar og 863 millj. kr. vegna álbræðslunn ar í Straumsvík). Útflutning ur nam í jan.-okt. 1968 3.605 millj. kr., en 7.194 millj. kr. 1969. Sést á þessu, hversu miklu hagstæðari vöruskiptajöfnuðurinn er 1969, og er hann í rauninni hagstæðari en tölumar gefa til kynna, þar eð innflutn- ingstölur eru miðaðar við cif.-verð, en útflutningstölur við fob.-verð. Það hlýtur að vekja mikla athygli, að gjaldeyrisstaða bankanna versnaði fyrstu 10 mánuði ársins 1968 um 1.984 millj. kr., en batnaði fyrstu 10 mánuði þessa árs um 1.278 millj. kr. Batinn nem- ur þarna mjög miklu, enda hagstæður mismunur ár- anna 3.262 millj. kr. t Sjálfstæðis- flokkurinn j 40 ára Á þessu ári hefir Sjálf- stæðisflokkurinn starfað í fjörutíu ár. Er slíkur við- burður þeim mun merkari, þar sem um er að ræða lang stærsta stjórnmálaflokk landsins og þann flokk, sem lengst af hafði verið undir stjórn eins og sama manns, Ólafs Thors. Sjálfstæðis- menn hafa fyllilega gert sér grein fyrir afreki foringja síns. Þess vegna var brugðið skjótt við og honum reistur minnisvarði: líkneskja úr eir, gerð af mikilhæfum listamanni, Sigurjóni Ólafs- syni. Myndastytta Ólafs Thors setur svip á borg- ina, þar sem hann stendur keikur fyrir framan ráð- herrabústaðinn í Tjamar- götu 32 og horfir „föður- túna til“, þar sem faðir hans reisti hið veglega hús á fyrstu ámm þessarar aldar, hinum megin Tjarnar. Það var hátíðleg stund, þegar frú Ingibjörg, ekkja Ólafs, afhjúpaði minnisvarðann að viðstöddum Landsfundar- fultrúum og fjölda annarra, [ á síðastliðnu hausti. 1 Ævintýra- skáldiö Sagt hefir verið, að Ein- ar skáld Benediktsson hefði selt norðurljósin og gert Framhald á bls. 16 -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.