Morgunblaðið - 31.12.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.12.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DES. 1969 LjúgSu ekki að mér, varmennið þitt. Vist áttuð þiS aS taka fólk til fanga líka. nálguðust, var hún farin að bít@ á vörina. Að öðru leyti lét hún ekki neina óró í l'jós. Hún leit á hann um leið og hún lét bréfið síga, og augun voru vot. Hún brosti ofurlítið og sagði? — Já, auðvitað vissi ég, hvað ykkur fór í miiíli þennan mánudag 1 ágúst. En ég bjóst ekki við, að þú mundir segja mér frá því, elskan mín. Það var líka leyndar mál, sem þú áttir allan rétt á að láta fara leynt. Hann horfði út um gluggann. Þau voru í norðausturherberg- inu, og það var áliðið síðdegis. Sólskinið var ekki eins steikj- andi og það hafði verið fyrir klukkuistund. — Hann tautaði: — Þú gafst mér aldrei í skyn, að þú vissir það. Varstu kannski ekki afbrýðissöm? — Jú, það var ég Dirk. Mjög afbrýðissöm. — Þú nöldraðir ekkert við mig. Hvers vegna sýndirðu það ekki á einhvern hátt, að . . . — Af því að ég vissi, að það gæti orðið stórhættulegt, flýtti hún sér að grípa fram í. Rödd- in var hás og það var sýnilegt, að hún átti bágt með að hafa stjórn á tilfinningum sínum. — Karlmönnum er ekkert vel við konur, sem nöldra í þeim og eru í fýl/u. Eg vil halda í þig, Dirk, en ekki missa þig. Áður en við giftumst, vissi ég vel um tilfinningar þínar til Rósu. Hefði það bætt nokkuð fyrir mér, ef ég hefði sífellt verið að minina þig á það með nöldri og önuglyndi, hver var eina sanna ástin þín? Nei, vinur minn. Ég hafði vit á að gera Það ekki. Ég vissi upp á hár, hvað myndi verða, ef þú hittir Rósu aftur — eða öllu neldur, hvað gæti orðið. Hefði ég farið að hindra þig í að hitta hana, þá hefði það bara aukið hjá þér þrána að vera hjá henni, og skerpt girnd þína eftir henni. Þess vegna stuðlaði ég einmitt að þvi, að þú gætir hitt hana. Það var betra — fyrir ykkur bæði. Veslinga Rósa! Og hamingjusama Rósa um leið! Hvað hamingjusöm þið hafið hlotið að vera þennan mánudag síðdegis! Og hvers vegnu ætti ég að hata þig og atyrða þig fyrir að vera ham- ingjusamur? Hún horfði á hann, brosandi og varð að neyna að depla burt tárin, sem nú voru farin að renna niður eftir kinn- uim hennar. Hún hristi höfuðið. — Nei, það skal ég aldrei gera. Ég er fegin, að þú varst ham- ingjusamur. Og sérðu ekki, hvað hún skrifar, Dirk? Hana langar til að fæða barnið ykkar. Það er hámark gleðinnar hjá henni. Nú er henni orðið alveg sama þó að Graham hafi misst allan áhuga á henni. Hann átti engin svör við þessu og þagði því. Þau stóðu þarna, hvort við annars hlið og horfðú út um gluggann. Snögglega kom hlý gola frá norðaustri — úr áttinni frá Don Diego. Með henni barst súri þefurinn af kaffibaununum, sem voru að þorna. Þau gátu heyrt áraglam niðri í gilinu — og vængjatak. Gusa af tóbaksreyk varst til þeirra neð- an úr forskálanum. Storm var þar ndðri, reykti vindil og las og beið eftir að kallað yrði til matar. — Veiztu, hvort El'frida hef- ur nokkurn g'run? — Hún veit nú vel tilfinning- ar ykkar Rósu, hvors til ann- ars — en ég held ekki hana gruni neitt um það, sem gerðist þennan mánudag í ágúst. Nú gliumdi bjallan og kallaði til matar. — Hún kemst fljótlega að þvi, og þá lækfca ég í áliti hennar. — Það hugsa ég ekfcL Hún snerti á honum úlnliðinn. — Hún dáist að þér fyrir styrk leáfca þiinin — en viðurkenmir hins vegar, að þú sért bara mannlegur. 35 öll þessi sjö ár, sem liðin voru, hafði Sara Hubert aldrei gett neina tilraun til að nota sér af því, að dóttir hennar var gift húsiherranum í Kaywanahúsinu. Hún hafði ekfcert h.aft sig í frammi, en rekið búðina sína eins og áður, og aðeins komið í húsið einstaka sinnum. Oftar en eimu sinni hafði Graham boðið henni til kvöldverðar með þeim Rósu, en hún afþakkað. Hún þakkaði honum og sagði: — Þetta er vel boðið af þér, herra Graham, en þetta er ekki (til siðs. Látið mig vita það. Herra Hubertus hefði skilið það. Hann skildi ýmislegt, sem aðrir skildu ekki. Meðan á stóð þessum erfiða meðgöngutíma hjá Rósu, kom Sara oft til að vera henni til afþreyingar. Hún hafði verið viðstödd fæðingu beggja barn- arnna hennar. Og hún var í heim sókn í Kaywanahúsinu, snemma í nóvember, þegar Rósa sagði henni, að hún væri enn orðim barnshafandi. Sara lét í ijós undrun. Djarf- leg augu hennar — sem Rósa hafði erft frá henni — litu fast á dótturina. — Ertu farin að vera með Graham aftur? Og enda þótt Rósa væri altekin velgju, horfði hún fast á móti. 102 — Þetta er einkenniteg spurn- ing, mamma. Sara lét engan bilbug á sér finna, en svipurimn harðnaði, ef nokkuð var. — Það finnst mér ekfci, Rósa. ÖU sveitin veit, að hr. Graham er annars staðar, og fyrirlítur kvenfólk. Rósa var ekki í því ástandi, að hún gæti farið af rífast. Hún kinkaði kol'li og sagði: — Það er eins gott, að þú vitir það strax: Hamm á ekkert í barninu. Sara stóð grafkyrr en sagði þvínæst: — Þú hefur dirýgt hór. Hefurðu sagt hr. Grabam, að svona sé komið fyrir þér? — Ég ætla að segja honum það, þegar það hentar mér, mamma. — Nei, barnið gott. Harnm er niðri í setustofu. Það verður að segja honum þetta — tafarlaust. — Ætlar þú að fara að reka einkamál mín? Hvenær byrjað- irðu á því? — Það er af því að ég vil þér vel og vii, að þú varðveitir virðinigu þíma, að ég tala svona. Herra Hubertus sagði alltaf, að það væri sama, hvaða skömm við gerðum af okkiutr, þá gæti alltaf orðið gott úr því, ef við horfðumst í augu við það. Herra Hubertus sagði, að það væri fúlmennska að leyna eigin synd txm, og að heiglarnir dæju alltaf í eyrnd og skömm. — Ég er ekkert hrædd við að segja Graham frá því — ef það er það, sem þú átt við. — Segðu honum það þá strax. Hún gekk til dyranna. — Ég skal fara niður og kalia á hann hingað upp: Rósa yppti öxlum. — Gott og vel, mamma. Ég er olltof lasin til þess að fara að standa í rifrildi. Tveim mínútum seinna, þegar móðir hennar kom aftur með Graham, setti Rósa glasið með lyktarsaltinu, og brosti máttleys islega. — Hvað varstu að gera, Graham? Varstu að skrifa hon- um elsku Albert? Graham sKríkti. — Það vill nú svo til, að ég var einmitt að því. Sara segir mér, að þú viljir tala við mig. Ég er eftirtektin uppmáluð. — Ég er barnshafandi. Það var bara það sem ég vildi segja þér. Hann deplaði augum hleypti síðan brúnuin, og spennti greip- ar. — Ég er hræddur um . . . Heyrðist mér rétt? Að baki honum stóð Sara með krosslagða arma, andlitið óbif- að en geisl'aði samtt frá sér vilja- kraftl Það var rétt eins og hún fyndi afturgönguna hans Hu bertusar standa við hlið sér. — Já, Graham. Eyru þín eru ekkert að blekkja þig. Ég er barnshafandi. Hann kinkaði dræmit kolli, og fölnaði ofurllítið. Nú var brosið á honum eitthvað óeðlileigt. Hann leit snöggt og órólega til Söru, en síðan á Rósu. — Mér ber víst að Skilja þetta þannig, að það sé viðbót í hópinn hans Peilhams? Hún brosti og augun leiftr- uðu af óduldu hatri. — Þér skjátlast, Graham. Það er Dirk. Dirk. — Dirk! Hamn stokkroðnaði og fölnaði á vixl. — Já, hann Dirk. Hann stóð sem snöggvast graf kyrr, síðan gaf hann frá sér eitt hvert hrygJiukieninf hljóð, þaut fram og.......................... greip fyrir kverkar henni. — Djöfulsins hóran þín! Þurfti það endilega að vera Dirk. Það kaldrifjaða og blóðkalda skrið- dýr! — Herra Graham! Graham sleppti henni og reik aði aftur á bak. Hann sendi Söru vandræðalegt augnatillit. — Heyrðirðu þetta, Sara? Hann Dirk — sjálfur bróðir minn! Þetta fyrirgef ég henni aldrei. Hefði það verið Pelham, hefði ég látið það gott heita — en Dirk! Guð minn almáttugur! Hví líkuir sigur fyrir hann! Hvað hann hlýtur að gera gys að mér og grobba af sínum eigin klókindum! — ViJltu að ég fard, Graham? Ég fæ alltaf inni í Flagstaff. — Og valda þar hneyksli? Nei, þú verður kyrr héma. Hann kneppti hinefana og gamli flóttasvipixrinn skein út úr aug- unum. Hann tautaði: — Dirk! Guð minn góður! En þá virtist hann allt í einu verða þess var, að þama voru fleiri inni stadd- ir. En hann jafnaði sig furðu fljótt eftir þetta áfall og innan hálfs mánaðar var hann kominn í samt lag, en hann kom aldrei 'fábið rnoYgiuikaffirui Siðasti ræðumaður var á leið upp í pontuoa, en var kominn í timahrak, og sagði: Gamall negri var leiddur fyrir rétt, og hann sagði það sem ég vildi í dag sagt. hafa, nefnilega: . . . úr því að ég má ekki segja neitt annað en sannleikann, hef ég eiginlega ekkert að segja. Hún mamma vill fá tvo pakka af smjöri, alveg eins og hún fékk síðast, sagði lítill drengur, sem kom inn í búð. — Ég hef ánægju af því að þjóna vel mínum viðskiptavinum, sagði kaupmaðurinn, og bað drenginn að bíða augnablik, meðan hann sækti smjörið. — Viltu muna, að það verður að vera alveg nákvæmlega eins smjör og síðast, sagði drengurinn enn. Fólkið hans pabba ætlar flest að koma í heimsókn, og mamma vill ekki að það sé neitt að venja kom- ur sínar til okkar. JASKUR Suðurlandsbraut 14, sími 3 85 50. Gleðilegt nýár! Yfir hátíðarnar verður opið sem hér segir: Gamlársdagur 31. áes. opið til kl. 14.00. Nýársdagur t. janúar opið frá kl. 10. r Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Þcssi jól eru ennþá betrl, en þú áttir von á, og er vel um þaS. Reyndu að gleðja sem flesta. NautiS, 20. apríl — 20. maí. Ef þú veizt af einhverjum, sem er einmana, skaltu endilega glcðja hann á einhvern hátt. Tvíburamir, 21. maí — 20. júni. Reyndu að vera vel á verði gegn því að skilja fólk út undan. Krabbinn* 21. júní — 22. júlí. Allt, sem þú hefur skipulagt gengur eins og í sögu. Reyndu að hvíla þig, ef þú mátt, við og við. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Reyndu að eyða sem mestu af jólunum heima í friði og ró. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Það verða engar stórfurður, en þú ert glaður og gleður aðra. Vogin, 23. september — 22. október. Hátíðin gengur eins vel, og við var að búast. Eyddu ekki meiru. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Vera má, að þú eigir að stjórna hátíðahöldunum. Misstu ekki af neinu. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Vertu heima, og njóttu hátíðarinar út i æsar. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Byrjaðu snemma, og vertu svo heima til að taka á móti þeim, sem leita til þín. Farðu ekki of seint i rúmið. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Láttu aðra um að masa, og njóttu þess, hvað þeir skemmta sér vel. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Allir fá eitthvað. Njóttu þess, sem þínir nánustu hafa upp á að bjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.