Morgunblaðið - 20.02.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.02.1970, Blaðsíða 4
4 MORG UNB.LAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1070 % > M jl BtléA I ElfíA X Æ'AIAIir MACMUSAR skipholt»21 símar2U90 efrír loWun ilmi 40381 -=-35555 ■ * 14444 \mflDIR BILALEIGA HVEUFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna -VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna Mlaleújan AKBUATJT ■ /t^i ifc-ti— ii ~ifi i nnfi% «6Ö©tCií-’£l ippp Lækkuð leigugjöld. r * 8-23-4? xendmn ■ ■ Okukennsln GUÐJÓN HANSSON Simi 34716. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar, púströr og fleiri varahlutir. f margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. - Sími 24180. < iall; /° / / h \MJLSR£li> i Vélopakkningar Bedford 4-6 cyl. d:sil 57, 64. Buick V 6 cyl. Chevrolet 6-8, '54—'68. Dodge '46—'59, 6 cyl. Dodge Dart '60—'68. Fiat flestar gerðir. Ford Cortino '63—'68. Ford D-800 '65—'67. Ford 6—8 cyl. '52—'68. G.M.C. Gaz '69. Hillman Imp. '64—'65. Moskwitch 407—408. Opel '55—'66. Rambler '56—'68. Renault flestar gerðir Rover, bensín, dísil. Skoda 1000 MB og 1200. Simca '57—'64. Singer Commer '64—'68. Taunus 12 M, 17 M '63—'68. Trader 4—6 cyl. '57—'65. Volga. Vauxhall 4—6 cyl. '63—'65. Wiilys '46—'68. Þ. Jonsson & Co. Skeifan 17. Simar 84515 og 84516. 0 Tímataisreikningur enn Carl J. Eiríksson, verkfræðing- ur, skrifar: „Reykjavík, 3. febrúar, 1970. Kæri Velvakandi! „Vig." skrifar um tímatal vort tvö löng bréf, sem birtust í dálk um þínum þ. 16. og 31. jan. s.l. Seinna bréfið er svar hams við bréfi „sig.“ þ. 27. jan. Það virð- ist vera sameiginlegt einkenni á bréfum „vigs“ og hans áhang- enda, að þeir enda skrif sin með því að draga ályktun, sem er öf- ug við það sem þeir voru bún- ir að útskýra á undan, og „vig.“ kryddar sitt bréf 16. jan.) meira að segja með hinu ágæta Q.e.d. Eins og ég benti á í stuttu bréfi, sem birtist í „Velvakanda" þ. 15. jan. s.l. eru ártölin hugsuð sem raðtölur, og Kristur því ársgam- all nálægt lokum fyrsta ársins, þ.e. ársins 1 e. Kr. Hefði „vig“ aðeins nennt að hugleiða þetta í eina mínútu, hefði hann kannski skilið að Kristur væri 1970 ára, þ.e. 197 heilla áratuga gamall þ. 25. des. árið 1970 e.Kr. Sé hinum líðandi tíma líkt við málband, þá verður auðvitað að merkja upphaf ársins 1970 með tölunni 1969, en enda þess með tölunni 1970, alveg eins og við merkjum upphaf fyrstu tomm- unnar með núlli en endi henn- ar með einum. Talnalínumar hjá „vig“ í Velvakanda þ.e. 16. jan. eru í samræmi við þetta, þar er fyrsta krónan sýnd milli 0 og 1 á málbandinu, þ.e. í bilinu þar sem fyrsta tomman er. Hin talna línan hjá „vig“ sýnir réttilega að Knistur muni skv. tímatalinu vera 7 daga gamall þ. 1. jan. ár- ið 1 e.Kr. og þar með ársgam- aU þ. 25. des. sama ár, og þá auðvitað 1970 ára þ. 25. des. 1970. ^ „Núllárið“ Furðulegt er að deila um „núll árið“ í þessu sambandi. Það skipt ir auðvitað engu máli hér, því að Kristur er ársgamall 25. des. árið 1 e.Kr. hvort sem árið áð- ur er kaJlað „núll“ eða 1 f. Kr. Hann er því allavega 1970 ára 25. des. árið 1970. Allir virðast vera sammála um að það sé ald ur Krists sem ræður tímatalinu, þ.e. sá aldur hans, sem höfund- ur tímatalsins gerði ráð fyrir. „Vig“ gerir gys að tölfræði „sig“. En „vig“ hefur örugglega verið eitthvað ruglaður, er hann hugsaði þessi mál, því að „sig“ setur enga tvo kilómetrasteina merkta með tölunni einum með eins kílómeters millibili eins og „vig“ segir og hæðist að. Þar eru tveir kílómetrar á milli, eins og allir sjá, því að hvor steinninn er 1 km frá núllsteininum, í mót- setta átt (fyrsta mynd ,,sig“). önnur myndin hjá „sig“ sýnir alls enga kílómetrasteina, og er það útskýrt í textanum hjá „sig“, heldur sýnir myndin kilómetra- spottana tölumerkta sem raðtöl- ur, alveg eins og peningarnir á talnalínunni hjá „vig“. „Sig“ segir nefnilega í texta sínum, rétt hjá myndinni: „ . . . tölurnar merkja vegarspotta, þannig að 1 merki fyrsta kíló- metrann frá núlli o.s.frv. . . . “ Hræddur er ég nú um, að „vig" ætti erfitt með að byggja sér spilaborg, hvað þá stærra mann- virki, ef hann les ekki betur úr teikningum en þetta. 0 Nýtt fingrarím „Vig“ birtir vísu eina um verk fræðing, sem hann segir vera eft- ir norðlenzkan vísnasmið. Ég hef nú heyrt að hún væri kennd við áætlunarbílstjóra einn hér sunn- anlands, sem er þekktur fyrir að vilja ekki hleypa bílum fram fyr- ir sig, enda fékk hann iengi vel ökuleyfið aðeins framlengt um eítt ár í senn. 'En það fimnst mér heldur lágkúrulegt hjá „vig", þótt það sé e.t.v. mannlegt, að „vig“ sleppir tveimur visum, því að þær eru þrjár alls. Þær eru svona: „Uppi á lærdóms efsta tindi, utan í sína tíu fingur, sjáirðu mann á móti vindi míga, það er verkfræðingur. í roki ætíð undan vindi eg hef þurra níu fingur. Ef ég lýk mér af í skyndi, úðinn lítt mín augu stingur. Hef ég síðar hugsað betur, hvert hann meig, sá verkfræðingur: Á hlið i vindinn, verið getur, var með þurra tíu fingur". Mig grunar, að það geti orðið snúin tölfræði fyrir „vig“ og vísnasmiðinn, eftir að þeim yrði brátt í roki, einkum ef þá vant- aði nú þann fingur sem þeir nota fyrir núl'lið, þvi að síðasti fingurinn heitir auðvitað niu hjá þeim. „Vig“ segir í seinni grein sinni og er hinn hróðuigasti: „Við get- um því litið á málbandið okkar, skeiðklukkuna og velt því fyrir okkur hvort nokkur sé eins árs, þegar hann fæðist!" Mikið hefur vesalings „vig“ verið syfjaður þegar hann skrifaði þetta, þvi varla hefur hann viljandi farið að draga dár að sjálfum sér. Það er nefnilega „vig“ sjálfur sem vill hafa fyrir satt að Kristur sé orðinn fullra 1970 ára í ársbyrj- nn árið 1970, og eftir því hlyti Kristur að vera orðinn eins árs í ársbyrjun árið 1 e. Kr., þegar hann samkvæmt línuritinu hjá „vig“ sjálfum var aðeins um vikugamall!!! 0 Magnús Finnbogason og Kristur dregnir inn í deiluna Ég tel mjög ómaklegt að „vig“ skuli vera með hnútukast í garð jafn ágæts manns og Magnús- ar Finnbogasonar, þvi að fáa menn hef ég þekkt gleggri né nákvæmari í útskýringum, en Magnús. Magnús gerir sér grein fyrir því, sem er ofvaxið skiln- ingi „vigs“, að Kristur va.rð eins árs nálægt lokum ársins 1 e. Kr. alveg eins og ein tomma mælist við lok fyrstu tommunnar, en ekki við upphaf hennar, því hún hefst við núllið. Ekki vildi ég biðja um einn metra af neinu í álnavörubúðinni hjá „vig“, þá fengi ég núll, því við núllið byrj- ar fyrsti metrinn. (Sjá niðurlag seinni greinar ,,vigs“.) í fyrri grein sinni segir „vig“ að í almanaki Þjóðvinafél. standi: „Á þessu ári teljast lið- in vera frá fæðingu Krists . . . “, og segir, að síðan komi ártal al- manaksins, t.d. 1970. Hann segir að orðalagið ætti að vera: „Með þessu ári . . . “, ef 1970 ár væru fyrst liðin við árslok. En „vig“ segir í sömu grein sinir.i, og sýn- ir líka á linuriti, að fæðingin sé þ. 25. des. sem er auðvitað skömmu fyrir árslok. Á árinu 1970, nánar tiiltekið þ. 25. des. 1970, þ.e. fyrir áramót, eru því 1970 ár liðin (og þar með 197 ára tugir) frá fæðingu Krists, og orða lagið er því hárrétt í aknanak- inu. 0 Piazzi í Palermó í almanaki Þjóðvinafél. 1897, 1898 og 1899, í öllum þremur heft um, segir (orðrétt), á fjórðu blaðsíðu: „Árið 1897 (1898, 1899) er hið 97. (98., 99.) ár hinnar 19. aldar, sem endar 31. December árið 1900.“ (Aths. í svigum mini- ar.) Árið 1900 segir orðrétt í al- manakinu, einnig á bls. 4: „Árið 1900 er hið síðasta ár hinnar 19. aldar, sem endar 31. December árið 1900.“ í sama heftinu (þ.e. árið 1900) segir orðrétt, sjö blað- síðum fyrir afta-n dagatalið: „Ár- ið 1900 er síðasta ár 20. aldar- innar. Hún byrjaði 1. Janúar 1801 og endar nú 31. December 1900. Árið 1900 er ekki hlaupár." í Encyclopedia Brittannica, seg- ir svo, í kaflanum „calendar": „Sérhvert ár, sem er deilanlegt með 4, er hlaupár, nema síðasta ár hverrar aldar (lbr. mín) sem er þvi aðeins hlaupár, að aldar- talan sé deilanleg með 4, en 4,000, og margfeldi af því, 8,000, 12,000, 16,000, o.s.frv. eru venju- leg ár.“ Af þessu leiðlr, að árið 1900, sem sagt síðasta ár 19. ald- ar, var ekki hlaupár, því talan 19 er ekki deilanleg með 4. í alman aki Þjóðvinafél. 1901 segir orð- rétt á bls. 4: „Árið 1901 er hið fyrsta ár hinnar 20. aldar.“ í því hefti segir einnig orðrétt, þrem blaðsíðum fyrir aftan dagatalið: „Hinin 1. jan.úar 1901, fyrsta dag- inn á 20. öldinni (lbr. min) geta smápláneturnar haldið 100 ára af mæli sitt. Það var sem sé 1. jan- úar 1801, að munkurinn og stjörnufræðingurinn Piazzi í Pal- ermo uppgötvaði hina fyrstu þeirra." Sex blaðsíðum aftar, og jafnframt á kápusíðu almanaks- ins (þetta er árið 1901 en ekki 1900) er aldamótamynd eftir danska málarann H. Schjþdte. En fyrst „vig“ fór að minmast á árið „núll“, langar mig til að benda á eftirfarandi: Árið á und an árinu 1 e. Kr. virðist vera talið árið 1 f .Kr., en núllárið ekki til. Þetta veldur þvi, að vilji maður finna árafjöldann milli tveggja atburða sem gerast á sama árstíma, annar atburður- inin á ári sem telst f. Kr„ en hinn á ári sem telst e. Kr., þá verður að leggja ártölin saman og dra.ga svo frá töluna 1. Þanmig segir í Encyclopedia Brittannica, í kaflamum um Heródes: „Hann dó eftir 37 ára valdatíma (4 f. Kr. — 34 e. Kr.).“ Þessar tölur benda til þess, að „núllárið" sé ekki til, a.m.k. ef atburðirnir gerðust á sama árstíma, því 4 plús 34 = 38, en ekki 37. (Hér er átt við Heródes Filippus, sem var hálfbróðir Heródesar Antipas, þess er getur í Biblíunni í Lúk. 13,32 og Mark. 6,14. Báðir þessir Heródesar voru synir Heródesar mikla.) Ennfremur segir, í Britt annica, í kaflanum um tímatal: „Fyrsta júlíanska árið hófst 1. jamúar á 45. ári fyrir fæðingu Krists og á 709. ári frá stofnun borgarinnar". Hér er átt við borg ina Róm.) Árið 709 frá stofnun Rómar, er því sama og árið 45 f.Kr. Þá hlýtur árið 753 frá stofn un Rómar að vera sama og ár- ið 1 f.Kr., því það er 44 árum seinna (709 plús 44 = 753). Skv. þessu er það alls ekki rétt á talnalínunni hjá „vig“ í grein hans 16. jan. s.l. að árið 752 A.U.C. sé árið 1 f.Kr., heldurhlýt ur árið 1 f ,Kr. að vera 753 A.U.C. (árið sem Kristur fæddist skv. timatalinu) og „núllárið" því ekki til. Kannske veit „vig“ ekki hvað q.e.d. þýðir. 0 Saxneska vísinda- akademían Kristur hefur einnig verið ta.1- inn fæðast föstudaginn 25. des. árið 1 e.Kr. (sbr. almanak Phil ocalusar frá árinu 354, sjá „Ab- handlungen d. sáchs. Akad. d. Wissensch. 1850“. 25.des. árið 1 e. Kr. var nú reyndar sunnudagur). Skv. þessu yrði Kristur ársgam- all þ. 25. des. árið 2 e. Kr. og yrði þá ekki 1970 ára fyrr en 25. des. árið 1971. Einn smámunasamur. Vikublaðið FÁLKINN er ti! sölu 38 árgangar, þar af 14 fyrstu bundnir í skinn. Einnig Lesbók Morgunblaðsins 43 árgangar. Upplýsingar í síma 50274 kl. 6—8 e.h. Til sölu 4ra herbergja hæð endaíbúð á 2. hæð (3 svefnherbergi) við Safamýri. Til greina kæmi skipti á góðri 6 herbergja hæð, helz í Vesturbænum. Upplýsingar í síma 30576. 2 66 Vesturbœr Til sölu 4ra herb. 116 ferm. íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi í Vesturbænum. Mjög fallegt útsýni. íbúðin er tvær samliggj- andi stofur og tvö samliggjandi svefnherb. Stórt eldhús. Sérhiti. Skipti hugsanleg á góðri 2ja—3ja herb. íbúð. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN Austurstræti 17 (Silli & Valdi). Sími 26600. íbúð við Ægissíðu Góð, teppalögð kjallaraíbúð (4ra herb.) til sölu. Upplýsingar í síma 25143 milli kl. 2—6 e.h. <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.