Morgunblaðið - 04.03.1970, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 04.03.1970, Qupperneq 7
MORGUNB'LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1970 7 mig til dáða Gunnar Guð- jónsson sýnir á Mokka Þeir hvöttu „Þeir veittu mér góða leið- sögn á leið minni til listarinn- ar, þessir ágætu menn. Ég hef á engan skóla gengið, en löng kynni mín af Kjarval, Gunn- laugi Blöndal, Kára Eiríkssyni og Veturliða veittu mér dýr- mæta innsýn í listina." Það er nýliði í málaralistinni, sem þetta mælti við okkur, þeg ar við hittum hann á Mokka á mánudag, þar sem hann sýn- ir 17 olíumálverk, en af þeim eru aðeins 5 til sölu, hin eru öll úr einkaeign. Málarinn heitir Gunnac Ingi- bergur Guðjónsson, leiksviðs- maður i Þjóðleikshúsinu. „Já, ég skammast mín ekkert fyrir þessa lærifeSur mína. Þetta eru mínir menn. Þeir hafa hvatt mig áfram til dáða, og fyrir það er ég þeim þakk- látur. Annars er aldrei hægt að læra nóg, og ég spyr: Hvenær er nóg? Jú, það er hér ein teikning af honum Hjálmari frá Hofi. Það er m.a.s. visa eft- ir Hjálmar á myndinni.” „Er máski hægt að fá að heyra þá vísu?” „Það er svo sem sjálfsagt, ég held að Hjálmar hafi ekkert á móti því. Vísan er svona: „Skylt er að hiýða skapadóm, þegar skini hallar dagsins, eins og kalið brekkublóm, bíð ég sólarlagsins.” Annars geri ég svo sem fleira en að mála og hjálpa til við sviðið í Þjóðleikhúsinu. Ég er nefnilega hestamaður. Á vet- urna tem ég hesta uppi í Kardi mommubæ. Á sumum mynda minna eru líka hestar. Þeir eru sjálfsagt næst hjarta minu." Og með það kveðjum við Gunnar Guðjónsson, en sýning hans á Mokka stendur næstu tvær vikur, og það er alltaf op- ið hjá honum Guðmundi á Mokka, hvort sem menn vilja sterkt eða millisterkt kaffi, m. a. s. með súkkulaði út í. Þang- að er gott að koma, alltaf eitt- hvað nýtt að sjá. Sveinn Þor- móðsson tók myndina aí málar anum og einni mynda hans á Mokka á mánudag. Fr. S. OKKAR Á MILLI SAGT ÁRNAÐ IIEILLA 70 ára er í dag Sólveig Magnús- dóttir, Vík í Mýrda.1. Sjötíu ára er í dag, 4. marz Margrét ívarsdóttir, kennari, frá Sævarenda í Loðmundarfirði. Nú til heimilis að Hafnargötu 10. Seyð isfirði. Spakmæli dagsins Allir geta faðmað björninn, en þá fyrst byrja erfiðleikarnir, þeg- ar menn ætla aftur að fara að losa sig úr hrömmum hans. — Rússneskt. VÍSUKORN Tíminn vinnur aldrei á elztu kyn-ningunni. Ellin finnur ylinn frá æskuminningunni. Jón S. Bergmann ÁHEIT OG GJAFIR Áheit og gjafir á Strandakirkju Frá Noregi 120, V.Ó. 200, N.N. 100, G. G. 200, H.H. 200, Margréti 100. A.B. 2.000, A.S. 50, G.G. 500, A. 300, N.N. Akranesi 100, P.Ó. 500, Ó.B. 200, P.S. 1000, S.J.B. 200, NN, 1000, K.Þ. 100, N.N. 200, amma 1000, Langamma 100, Laufey Kristins. 185, H.B. 50, G.G. 100, G.P. 100, H. I. 500. Sólheimadrengurinn afh. Mbl. A.S. 50. Guðm. góði, afh. Mbl. P.O. 50. SÁ NÆST BEZTI Tvö vinnuhjú voru send á grasafjall og lágu við einhvern tíma. Eitthvað mun hafa orðið dátt með þeim þarna í frelsinu og fjalla- loftinu, því að eftir heimkomuna hélt vinnumaður því fram, að vinnu- konan hefði lofazt sér i fjöllunum og gekk ríkt eftir efndum af hennar hálfu. Hún færðist hins vegar undan og sagði, að um eintómt „spaug” hefði verið að ræða frá sinni hendi. Segir þá vinnumaður: „Ég skal nú segja þér það, góða mín, að það er ekkert spaug, sem tveir menn tala uppi á reginfj öllum.” Verður hverjum ákveðinn skammtur afþorski og síld? Einbýlishús — Hoinorf jörður Til sölu einbýlishús í Hafnarfirði. íbúðin er 1. hæð, tvær stofur, húsbóndaherbergi, eld- hús og gestasalemi, ris ,þrjú svefnherbergi og bað. Bílskúr fylgir, fallegur garður. Hag- stætt verð. BBÚÐA- SALAN GISLI OLAFSS. ARNAR SIGURÐSS. INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BfÓI StMI 12180. HEIMASÍMAR 83974. 36349. FÍAT125 árgerð 1968 til sölu, mikið skemmdur eftir árekstur. Til sýnis í Rétting sf, í Ræsisporti í dag kl. 13 til 17. Tilboð leggist inn hjá afgr. blaðsins merkt: „Fiat '68 — 2519“j Netamann og háseta vantar á vélskipið Hugrúnu frá Bolungarvík. Upplýsingar í síma 7200 Bolungarvík og hjá Landssambandi ísl. útvegsmanna. LITAVER Vinyl og plast VECCFÓÐUR Verð frá kr. 219 pr. rúlla. Atvinna Óskum að ráða nokkra karlmenn til starfa í hlaðdeild og vöruafgreiðslu félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Umsóknum óskast skilað til starfsmanna halds fyrir 10 þ.m. allar byggingavörur á einum stað Lœkkað verð vegna tollalækkana. Þilplötur — Smíðatimbur Mótatimbur — Glær plastdúkur Terostatundirburður A BYGGINGAVÖRUVERZLUN KÓPAV0GS siivn 4ioio

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.