Morgunblaðið - 04.03.1970, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAKZ 1»70
— Læknadeild
Framhald af bls. 14
verkefni kkafi orðið þeim að fóta-
kefli og orsök þess að „útkom-
an varð sú, að aðeins 9 nemend-
ur hlutu tilskildar einkunnir eða
37.5%.“ Ég tel 40.9% réttari
tölu, því af þeim 24 nemendum,
sem komu til prófs veiktist einn
í byrjun þess og annar gekk
fljótlega út án þess að skila úr-
lausn, þannig að þeir voru að-
eins 22, sem einkunnir hlutu.
Niðurstaða prófsins varð annars
sem hér segir: Úr fyrra verkefn-
inu höfðu 7 tilskilið lágmark, 5
leystu verkefnið afar illa og 10
voru þar á milli. Tveir leystu
það ágætlega og þremur varð
það til bjargar. Úr siðara verk-
efninu eru tilsvarandi tölur 10,2
og 10, einn leysti það ágætlega
og tveimur varð það til bjarg-
ar. Útkoman úr prófinu gefur
þannig engan vegin tilefni til
þess að kalla annað verkefnið
„með fádæmum" en hafa ekkert
við hitt að athuga.
Um niðurstöðu prófsins farast
prófmönnum meðal annars svo
orð: „Rétt er að geta þess, að
8 af þessum 24 nemendum höfðu
náð vefjafraeðiprófinu í fyrra.
Nú féllu 5 þeirra á sama próf-
inu og þeir höfðu náð árinu áð-
ur. Ef þetta er raunhæf útkoma,
sýnir hún glögglega, að ekkert
mark er takandi á upphafspróf-
um almennt og að einskær til-
viljun og heppni virðist ráða því,
hverjir ná og hverjir ekki.“
Slíka rökleysu hefði ég að
óreyndu talið óhugsandi að 22
háskólaborgarar gætu náð sam-
stöðu um. Er það kannske líka
markleysa, að af þeim 14 sem
féllu á prófinu 1969, náðu 6 því
núna? Nei, allt er þetta raun-
hæft og margföld réynsla fyrir
slíku. Nemendum er gefinn kost
ur á að endurtaka próf í von
um að þeir bæti þekkingu sína.
Sumum tekst það öðrum ekki, og
að nemandi, sem eitt sinn hefur
skriðið upp á prófi, sé svo stál-
sleginn, að hann þurfi ekki að
halda vöku sinni við endurtekn-
ingu þess, kemur víst engum til
hugar. Það er mér svo fullljóst,
að próf er manna verk og því
háð takmörkunum þeirra, og að
ætíð er einhver heppni með í
taflinu, en frá þessum annmörk-
um í algera markleysu er lang-
ur vegur. Af rökgnótt próf-
manna er þá aðeins eitt atriði
eftir, en á það virðast þeir líka
leggja mikla áherzlu, nefnilega
það hve fáir stóðust prófið
(40,9%). Þetta atriði er erfitt að
dæma um vegna þess að sam-
bærilega viðmiðun skortir. Að-
eins einu sinni áður vorið 1969
hafa nemendur þurft að stand-
ast allar greinir upphafsprófsins
í sama skiptið til þess að ná því,
og aldrei fyrr hafa nemendur
endurtekið það eftir aðeins eitt
misseri. Reglan er tvö misseri.
Vorið 1969 þreyttu 104 próf í
alm. líffærafræði. 75 í fyrsta
sinn og stóðust 40 þeirra prófið
eða 53.3%. 29 voru að endur-
taka það, af þeim stóðust 15
prófið eða 51.7%. Af þessum 29
höfðu 4 náð prófinu áður, 2
þeirra féllu, þeir höfðu báðir
fengið 7 í fyrra sinnið. Mismun-
urinn á þeim sem endurtóku
próf 1969 og 1970 (51.7% og
40.9%) er ekki það mikill að upp
úr honum sé leggjandi þegar
haft er í huga, að það fyrra var
endurtekið eftir 2 misseri, en
það síðara eftir eitt. Þegar öllu
er á botninn hvolft þá er nán-
ast enginn grundvöllur fyrir því
sem prófmenn láta sér sæma að
dylgja um viðvíkjandi prófinu í
alm. líffærafræði (vefjafræði).
Það er lítilmannlegt af þeim að
bregðast þannig við aðsteðjandi
vandamálum sínum, í stað þess
að segja umbúðalaust það sem
þeim býr í huga, sem er, að hætt
verði að takmarka aðgang að
læknadeild. Þetta er kjami
málsins, en í kringum hann
hringsóla prófmenn líkt og kett
ir í kringum heitan graut. Þeir
skýra frá þeim reglum, sem eiga
að hindra offjölgun í deildina
en láta ósagt hvers vegna þær
eru settar. Og það er látið nægja
að segja um setningu þeirra,
„deildin ákvað“ og „deildin ósk-
Pharmaco hf. og Kemikalía hf.
hafa flutt sölustarfsemi sína og skrifstofur í SKIPHOLT 27.
Simanúmer er óbreytt.
PHARMACO H.F. og KEMIKALlA H.F.
Gluggo- og dyroþéttingor
Þéttum opnanlega glugga, útihurðir og svalahurðir með
„SLOTTSLISTEN" varanlegum innfræstum þéttilistum sem
gefa nær 100% þéttingu gegn vatni, dragsúg og ryki.
ÓLAFUR KR. SIGURÐSSON & CO.
Sími 83215.
Skrifstofa
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur
verður lokuð eftir hádegi í dag vegna jarðar-
farar Egils Guttormssonar, stórkaupmanns.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
Skrifstofa F.I.S.
er lokuð í dag miðvikudag 4. marz frá kl.
1—3 e.h. vegna jarðarfarar Egils Guttorms-
sonar, stórkaupmanns.
Félag íslenzkra stórkaupmanna.
aði heimildar“, í stað þess að
skýra frá því hver vilji hennar
hafi verið og hverju yfirboðar-
ar hennar léðu máls á. Um tak-
markanirnar á inngöngu í
læknadeild urðu miklar umræð-
ur á opinberum vettvangi síðast
liðið ár, en því miður gætti þar
meir tilfinningahita en raunsæis
svo málefnin skýrðust lítið.
Hins vegar tókst nýstúdentum
Þeirri umsókn var skotið til úr-
skurðar háskólaráðs, er féll á
þá lund, að reglugerðin heimil-
aði ekki að meina stúdent end-
urinnritunar í sömu deild.
Þar með var fallin veigamikil
stoð undan heilbrigðum rekstri
læknadeildar og þegar í kjölfar-
ið fylgdi svo ört vaxandi fjöldi
þeirra er innrituðust í hana (sjá
meðfylgjandi skýrslu) þá fór
Skýrsla um læknanema fyrir 1. hluta próf (samkvæmt reglu-
gerðum 19 58 og 1969).
Ár Fjöldi Próf í alm. liff.fr. Stóðust Fjöldi þeirra sem ]
innrit. þátttak. próf prófi og sóttu kru
1958 27 _
1959 28 14 8
1960 30 23 15 ___
1961 42 25 16
1962 25 39 30
1963 26 26 15
1964 53 29 25 10
1965 56 39 25 18
1966 69 43 28 30
1967 75 56 31 23
1968 105 81 47 36
1969 76 104 55 36
1970 ? ? 7 42 + ?
þá að troða enn einum óviðráð-
anlega stórum árgangi í lækna-
deild.
Það er fyrst og fremst mál
þjóðarinnar í heild, hve marga
lækna hún vill framleiða á ári,
en ekki einkamál læknadeildar
né stúdenta. Af þeim sjónarhóli
mun ég ræða það mál hér á eft-
ir og gera grein fyrir afstöðu
minni til þess. í reglugerð H.f.
frá 1942 giltu þau tímatakmörk
í læknadeild að eigi mátti líða
meira en 6 kennslumisseri frá
undirbúningsprófi þar til lokið
var I. hluta prófi. Ef lengra leið
á milli varð undangenginn próf-
hluti ógildur. Undirbúningspróf
ið var í verklegri og munnlegri
efnafræði og gilti meðalstigs-
einkunnin, var lágmark hennar
5. Engin ákvæði voru um það
hve löngu eftir innritun undir-
búningsprófinu skyldi lokið. Það
mátti heita undantekning, að
nokkur félli á undirbúningspróf
inu vegna þess að í verklegu
efnafræðinni fá menn yfirleitt
mjög háa I. einkunn. Þessi reglu-
gerð veitti því læknanemum á 1.
ári ekkert aðhald og það var
ekki fyrr en á I. hlutaprófi, að
það fór að reyna á þolrifin í
þeim þ.e. eftir 3—4 ár. Og tókst
nemanum ekki að ná því prófi
áður en 3 ár voru liðin frá und-
irbúningsprófi gátu þeir endur-
tekið það og byrjað á nýjanleik
að glíma við I. hluta prófið.
Þannig voru því í raun engin
takmörk sett, hve lengi nemandi
gat verið að dunda við nám í
deildinni, og bæði kennurum og
nemendum var ljóst að hér var
breytinga þörf. Þær komu með
reglugerð fyrir H.f. 1958, sem
kvað svo á, að eigi mátti líða
lengra frá innritun til loka I.
hlutar prófs en 7 kennslumiss-
eri og nú var upphafsprófið tek-
ið upp í lok 2. kennslumisseris.
Heimilt var að endurtaka hvert
próf einu sinni. Ef nemandi
hafði reynt tvisvar við upphafs-
próf án árangurs þ.e. eftir 2 ár
var hann endanlega fallinn úr
læknadeild og átti þangað ekki
afturkvæmt að áliti prófessora
hennar. Þannig var reglugerðin
framkvæmd fyrstu árin og gafst
það mjög vel — það létti af
deildinni stórum hópi aðgerðar-
lítilla nemenda og kom í veg
fyrir að þeir sóuðu mörgum ár-
um ævi sinnar í árangurslaust
starf. Á meðan aðsóknin að
deildinni var skapleg nægðu
þessar reglur til þess að halda
tölu þeirra nema er áfram héldu
í henni, innan þeirra marka er
viðráðanleg voru og koma í veg
fyrir að mikil vinna og fjár-
munir færu í súginn. En þess-
ari dýrð lauk bráðlega. Nokkr-
ir löglærðir menn drógu í efa,
að ósk læknadeildar að meina
endurinnritun í hana, hafi ver-
ið uppfyllt með reglugerðinni
frá 1958 og að óheimilt mundi
vera að framkvæma hana þann-
ig. Á þetta reyndi 1964, þegar
stúdent sótti um heimild til þess
að endurinnritast í læknadeild.
hún fram á, að eftirfarandi efn-
isatriði yrðu heimiluð með
reglugerð. 1: að sá er eitt sinn
hefði fallið út úr læknadeild
ætti ekki afturkvæmt í hana. 2:
að af þeim sem staðist hefðu
upphafsprófið gæti aðeins ákveð
inn fjöldi haldið áfram námi í
deildinni, nefnilega sá fjöldi,
sem unnt er að veita sómasam-
lega kennslu í öllum deildarhlut
um við ríkjandi aðstæður. Það
mun svara til um 24 útskrifaðra
lækna á ári. Einkunn á upp-
hafsprófi skæri úr um það hverj
ir héldu áfram námi. Þegar yf-
irboðarar deildarinnar höfnuðu
þessum tilmælum, fór hún fram
á að mega takmarka fjölda
þeirra stúdenta, sem innritaðist
í hana við tölu, sem ætla mætti
að skilaði kringum 24 læknum á
ári. Stúdentsprófseinkunn réði
þá vali í deildina. Þessi tilmæli
náðu heldur ekki fram að ganga,
en nú var Ijáð máls á því að
takmarka aðgang að deildinni
með því að gera ákveðna lág-
markseinkunn á stúdentsprófi,
að skilyrði fyrir innritun í hana.
Meirihluti deildarmanna féllst á
að taka þessu boði, það væri
betra en að láta allt reka á reið-
anum. Þær reglur um takmark-
anir á aðgangi í læknadeild, sem
nú eru í gildi byggjast á þess-
ari heimild og til þess að sporna
við frekari offyllingu í síðari
hluta deildarinnar var hert á
ákvæðunum um upphafsprófið,
þannig að nú skyldu báðar skrif-
legu greinar þess teknar í sama
sinnið. Þessar reglur veita raun
verulega litla tryggingu gegn of
fjölgun vegna þess að lágmarks-
einkunn, sem eitt ár veitir hæfi-
legum fjölda inngöngu í deildina
getur gersamlega brugðist næsta
ár. Ef slík lausn ætti að bera til-
ætlaðan árangur yrði að hringla
með lágmarkseinkunnina frá ári
til árs, en þann hringlandadans
veit ég engan kennara er vill
stíga. En hver nauðsyn ber til
þess, að fjöldi læknanema fari
ekki fram úr ákveðnu hámarki?
læknanámið er að verulegu
leyti verklegt, hvað margir nem-
ar komast að í hverjum lækna-
skóla fer því eftir fjölda vinnu
plássa með tilheyrandi tækja-
búnaði og mannafla til að sinna
honum og nemendunum og síðast
en ekki sízt af þeim sjúklinga-
fjölda er til fellur á skólaum-
dæminu. Það er því svo með
þær kennslustofnanir í læknis-
fræði er ég þekki til, að þær
taka ekki yfir ákveðinn fjölda
nemenda á ári og á það yfir-
leitt við um allar kennslugrein-
ar, sem eru að verulegu leyti
verklegar. Þannig getur t.d. H.í.
ekki tekið nema ákveðinn fjölda
stúdenta til náms í tannlæknis-
fræðum og lyfjafræði lyfsala og
hefur það sjónarmið verið viður
kennt. Það er því næsta óskilj
anlegt hvers læknanámið á að
gjalda í þessum efnum. Ef það
er talið æskilegt að auka fjölda
þeirra lækna, sem árlega út-
skrifast úr læknadeild, þá er
nauðsynlegt að byrja á því að
skapa aðstöðu til þess, að svo
megi verða og síðan kemur fjölg
un læknanema. Að byrja á því
að fjölga læknanemum leiðir að-
eins til ófarnaðar, vinnuaðstaða
fyrir þá verður ekki hrist út úr
erminni, það kostar langan und-
irbúning. Afleiðingin verður að
hver nemandi hlýtur að því
skapi minni verklega þjálfun,
sem offjölgunin í deildinni verð
ur meiri, eða þá að þeir verða
að bíða svo og svo lengi eftir
að geta komist að í verklega
náminu. Það er þetta sem er að
gerast í læknadeildinni nú. Þeg
ar litið á skýrsluna þá sézt
að frá 1968 hafa árlega 36 og
þaðan af fleiri læknanemar lok-
ið upphafsprófi og af fyrri
reynslu má ætla, að þeir und-
antekningalítið verði læknar.
Þetta er örugglega mikið stærri
hópur en deildin ræður nú við
og vara ég alvarlega við afleið-
ingum þess. Að óreyndu trúi ég
því ekki, að það sé vilji þings
né þjóðar að draga úr gæðum
læknismenntunar hér á landi.
En sé sá vilji ekki fyrir hendi
þá kem ég ekki auga á aðra leið
út úr ógöngunum en að veita
læknadeild þegar þá heimild til
takmörkunar er hún upphaflega
fór fram á og lýst er hér að
framan. Þessi heimild sé í gildi
þar til þing og stjórn hafa gert
upp við sig hversu marga lækna
á ári eigi að kosta upp á að
mennta og síðan þar til búið er
að veita deildinni aðstöðu til að
uppfylla þær óskir. Ég er því
mótfallinn að mennta fleiri
lækna en kringum 24 á ári, það
er örugglega mun fleiri læknar
en þörf er fyrir hér á landi á
næstunni. En reynist. hinir í
meiri hluta með þjóðinni, sem
vilja mennta enn fleiri lækna
til starfa meðal framandi þjóða
en þegar er gert, þá er að taka
því og vona að þeir hinir sömu
séu ekki búnir að gleyma örlæti
sínu þegar að skuldadögum kem
ur.
Vandamál hinna mörgu
stúdenta leysast ekki með því
að bjóða þeim inn í yfirfulla
læknadeild, með því er engum
greiði gerður, hvorki stúdent-
um né almenningi. Rétta leiðin
er að opna nýjar námsleiðir á
sviðum þar sem þjóðin þarfnast
starfskrafta eins og raunar nú
góðu heilli er verið að vinna
að. f því sambandi kemur mér í
hug, að eflaust væri nú mun
hægara um vik í þeim efnum ef
hlustað hefði verið á tillögur
Háskólans þegar svonefnd At-
vinnudeild Háskólans var stofn
uð 1935. Meiri hluti háskóla-
kennara barðist fyrir því að
hún yrði háskólastofnun, en
þing og stjórn höfðu aðra skoð-
un á málinu og niðurstaðan
varð, að einu tengslin við Há-
skólann var nafnið og svo fékk
hann að leggja til lóð undir hús-
ið, reisa það af happdrættisfé og
síðan leggja 20% af tekjum þess
til rekstrar stofnuninni, sem var
stjórnað af fimm manna nefnd
tilnefndri af atvinnumálaráð-
herra. Stjórnarvöld landsins
höfðu hug á að troða sömu slóð
þegar Tilraunastöð Háskólans í
meinafræði að Keldum var
stofnuð, og tengja hana At-
vinnudeildinni. Það náði eigi
fram að ganga af þeirri ástæðu,
að Rockefeller Foundation gat
læknadeild H.f. peningana, sem
tilraunastöðin var reist fyrir. Það
gætti því mikils misskilnings í
því sem fram kom í ræðu á full-
veldishátíð stúdenta s.l., sem síð
an var birt í dagblaði og sér-
prentað, þar segir nefnilega:
„Atvinnudeild háskólans var
upphaflega tengd skólanum, á
svipaðan hátt og hinar nýju
raunvísindastofnanir eru nú“
(Vísir 2. des. 1969). Háskólinn
hefur eflaust nóg á sinni könnu
þó ekki sé verið að eigna hon-
um ávirðingar annarra. En til
þess eru vítin að varast þau og
það er einlæg ósk mín að há-
skólans mönnum, stjórnarvöld-
um og þingheimi takist að greiða
úr vandamálum æðri menntunar
þjóðarinnar á raunsæjan hátt.
Jón Stcffensen.