Morgunblaðið - 10.05.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1<970 Frá því að brezkur her gekk á land í Reykjavík Það var um klukkan fjögur, aðfairanótt tíunda miaí fyrir 30 árum, sem Reykvíkingar urðu varir við að flugvélar voru á sveimi yfir borginni. Skömmu síðar sáust fjögur herskip á ytri höfninni. Skyggni var slæmt, og erfitt að segja til um hverjum herskipin tilheyrðu. Þjóðverjar voru búnir aðleggja Noreg og Danmörku undir sig, og margir fslendingar, jafnvel þeir, sem voru lítt herfróðir, voru famir að renna grun í að það nægði ekki lítilli vopn- lausri þjóð að lýsa yfir hlut- leysisstefnu, ekki sízt þegar segja mátti að vegna iamdfræði- legrar legu sinnar, væri landið lykill að Atlantshafinu. Nokkrum klukkustundum síð ar höfðu þeir fengið staðfest- ingu á þessu. fsland var her- numið. Brezkir hermenn gráir fyrir járnum, skunduðu um göt ur Reykjavíkur, hlóðu sér sand pokavígi og komu fyrir loft- vamabyssum. Hernámið var auðsjáanlega skipulagt af mik- illi nákvæmni, því innrásarliðið skipti sér þegar í hópa og náði á sitt vald öllum mikilvægum stöðum í bænum. Einn hópur- inn hélt beina leið að Land- símahúsinu, splundraði hurð- inni með exi, kom fyrir vél- byssu og stóð vörð. Allt síma- samband út á land var slitið fyrst um sinn. Annar flokkur tók sér varð- atöðu við Pósthúsið, sá þriðji var við höfnina, og margir smá flokkar tóku sér stöðu við mik ilvæg gatnamót. Þá var og öll- um leiðum út úr Reykjavík lok- að, og einin herflokfcur hraðaði sér að Túngötu 18, þar sem þýzki ræðismaðurinn, dr. Ger- laeh, var handtekinn. Aðrir flokkar umkringdu herkastal- ann og aðra gististaði þar sem skipsbrotsmenn af þýska skip- inu Bahia Blanca höfðust við. Margir töldu að eitthvað hefði verið grunsamlegt við skipbrot ið, og að áhöfn þess væri jafn- vel framvarðalið þýzks innrás- arhers, og ætti að undirbúa jarðveginn fyrir hann. Bretarnir höfðu auðsjáanlega kynnt sér vel kort af Reykja- vík, því þeir virtust ekki vera í neinum vandræðum með að rata uim bæirun, og finna þá staði sem þeir viidu fyrst tryggja sér. Landgangan hafði gengið svo hratt fyrir sig að Reykvíkingar áttuðu sig varla á hvað var að gerast fyrr en þeir voru í hers höniduim, í orðanna fyllstu merkingu. Þó kom ekki til árekstra, því Bretarnir gerðu sér far um að vera vingjarnleg- ir, og áður en langt um leið mátti sjá litla hópa íslendinga og Breta í hrókasamræðum. Hermennimir vildu þó lítiðum innrásina segja, en svöruðu 'kurteisiega öðrum fyrirspum- um eftir beztu getu. Þegar um morguninn, nokkr- um klukkustundum eftir að her námsliðið gekk á land, var gef- ið út dreifibréf á lélegri ís- lenzku, og hljóðaði það áþessa leið: Tilkynning. Brezkur herliðs- afli er kominn snemma í dag á herskipum og er núna í borg- inni. Þessar ráðstafanir hafa verið gerðar bara til þess að taka sem fyrst nokkrar stöð ur og að verða á undan Þjóð- verjum. Við Englendingar ætl- um að gera ekkert á móti ís- lenzku landsstjóminni og ís- lenzka fólkinu, en við viljum verja ísland örlög sem Dan- mörk og Noregur urðu fyrir. Þess vegna biðum við yður að fá okkur vinsamlegar við- tökur og að hjálpa okkur. Á meðan við erum að fást við Þjóðverja, sem eru í Reykja- vík eða annars staðar á íslandi, verður um stundar sakir bann- að: 1) að útvarpa, að senda sím skeyti, að fá simtöl. 2) að koma inn í borgina eða fara út úr henni fyr nokkra klukkantíma. Okkur þykir leiðinlegt að gera þetta ónæði, við biðjum afsök- unar á því og vonum að það endist sem fyrst. R. G. Sturges, yfirforingi. í rauninni hljómaði tilkynn- iogiin eminlþá ainkiainnalegar, því hér er gerð örlítil bragarbót, t.d. sett Þ í stað p, og ð í stað d, enda hentu íslendingar óspart gaman að málfarinu og réttrituninni. A FUND RÍKISSTJÓRNARINNAR Þennan dag, 1940 sat svo- nefnd þjóðstjóm að völdum á íslandi. Forsætisráðherra var Hermann Jónasson, en aðrir í stjórninni voru Eysteinn Jóns- son, Ólafur Thors, Jaköb Möll- er og Stefán Jóhann Stefáns- son. Ríkisstjómin mun hálft í hvoru hafa búiat við hermám- inu, því nokkru áður hafði brezki ræðismaðurinn tilkynnt henni fyrir hönd Bretastjórn- ar að Bretland hefði ákveðið að hindra að ísland hlyti sömu ör- lög og Danmörk, og myndi gera hverja þá ráðstöfun sem nauð- synleg væri til þess. Var þess óskað að íslenzka stjórnin myndi í eigin þágu ljá brezku stjórninni lið sitt sem hernaðaraðili og bandamaður. Vegna vopnleysis landsins og hlutleysisstefnunnar, var þess- ari ósk hafnað. Um leið og skrifstofur stjórn arráðsins voru opnaðar þenn- an minnisstæða dag, baðst ný- skipaður sendiherra Bretlands á fslandi, Howard Smith, áheyrnar. Hann hafði komið með herskipunum. Fundur hans með ríkisstjórn inni hófst kl. 11. Smith lagði þá fram skilríki sín, og kynnti sig. Hann sagði að komu sína bæri að á óvenjulegan hátt, þar sem Bretar hefðu neyðzt til að hernema fsland, af ótta við yf- irvofandi innrás þýzka hersins. Hann kvaðst aldrei hafa verið í jafn erfiðri aðstöðu á löngum diplómataferli, en vonaði að rík isstjórnin og íslenzka þjóðin öll tæki þessu af skilningi. Bretar myndu sína þeim vináttu og láta þjóðina mjóta þeiss ef sam- vinnan tækist vel. Þeir myndu ekki skipta sér af íslenzkum stjórnmálum, eða skerða vald stjórnvalda. Hermann Jónasson, forsætis- ráðherra, tók við skilríkjum Smiths, en sagði að ekki hefðu íslendingar átt von á sendi- herra Bretlands á þennan hátt, enda ósannað að Þjóðverjar hygíðusit hememia lamdið. En fyrst Bretar væru ruú búin ir að hernema landið, væri ekki um annað að ræða en taka því, og byði hann hinn nýja sendi- herra velkominn þrátt fyrir allt. Hann sagði að ríkisstjómin myndi gera það sem í henmar valdi stæði til að koma í veg fyrir árekstra, en myndi birta mótmælaorðsendingu síðar um daginn. mótmælin Mótmælaorðsending íslenzku ríkisstjórnarinnar til þeirrar brezku var svohljóðandi: Vegna atburða þeirra sem gerðust snemma í morgun, her námi Reykjavíkur, er hlutleysi fslands var freklega brotið, og sjálfstæði þess skert, verður Í3 lenzka rikisstjómin að vísa til þess að þann 11. apríl síðastlið- inn tilkynnti hún brezku ríkis- stjórninni formlega fyrir milli gönlgu fulltrúa hemniair hér á lamdi, afstöðu íslemzíku rík- isstjárnarimmafr til tiMögiu henmar um að veita ísTarndi hernaðarvernd, og samkvæmt því mótmælir íslienzikia ríkis- stjórnin kröftuglega ofbeldiþví sem hinn brezki herafli hefur framið. Þess er að sjálfsögðu vænzt, að bætt verði að fullu tjón og skaði, sem leiðir af þessu broti á löglegum réttind- um íslands sem frjáls og full- valda hlutlauss ríkis. Þessir atburðir tilheyra nú sögunni. Þótt íslenzka rikis- stjórnin mótmælti, hefur hún sjálfsagt verið fegin, eins og flestir aðrir landsmenn, að það skyldu vera Bretar en ekki Þjóðverjar sem gengu á land í Reykjavík, 10. maí 1940. Hermenn pramma eftir Lækjargötu, stjórnarráðið í baksýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.