Morgunblaðið - 13.05.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.05.1970, Blaðsíða 28
#>r< 28 MORGUNIBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR Ii3. MAÍ 1970 alltaf virt húsbændur sína hverjir svo sem þeir voru, að- eins vegna þess að þeir voru hús bændur, og ef hann rakst á eiltft- hvað, sem ekki var fullkomlega heiðarlegt, þá lokaði hann bara augunum og neitaði að trúa því. Og nú hafði dóttir hans gifzt einum þessara höfðingja og næst höfðu höfðiingjarnir, sem hann hafði litið svo upp til, sýnt sig að vera . . . — Ég hef margra ára reynslu, hr. Gilles, og ég get sagt yður, að það er ekki að vita, hve langt þetta kann að ganga. Kannski miklu lengra en upphaflega var ætlað. Þegar frú Sauvaget drap sig á eitri — og það halda fleiri en ég, að hún hafi ger,t — þá hafði hún litla hugmynd um, hverju hún var að koma af stað. Það eina, sem hún hugsaði um, var að hefna sín á mianninum sínum. Hún var brjáluð, eða því sem næst. — En þá sáu þeir tæ'kifærið tiil þess að ná sér niðri á yður, og létu það beldur ekfci dragast úr hömlu. Rataud þingmaður tekur aldrei að sér mál, nema þaú séu stór, og í þessu tilviki kemur hann fram fyrir skyld- fólk frú Sauvaget. Það er sama sem hann gengur í lið með ákæruvaldinu. Þetta er fátæfct fóik og það bendir til þess, að hann gerd þetta ókeypis. — Hvað snertir kj aftasögurn- ar, þá var auðvelt að koma þeim 1 ga-nig. Jafnskjótt sem Mauvoi- si'nJrúsið virtist eiga í erfiðleik uim, voru fjölmargir reiðubúnir ti-1 að skvetta ólíu á eldinn. Al:ls- konar ásökunum hefur verið log ið upp. Við höfum fengið fjöilda nafnlausra bréfa á hverjum degi. Sumir ganga svo langt að segja, að . . . Hann þagnaði, er hann fann, að hann hafði sagt of mikið. — Hvað stendiUr í bréfunum? — Því miður, hr. Gilles . . . En kannski er eins gott, að þér fáið að vita það . . . Hann gaut augunum hikandi að Esprit Lepart. — Það er suimt fólk, sem hef- ur ekki annað þarfara að gera en athuga, hvenær kveikt sé og sdökkt í gluggunum hjá náigrönn unum. — Hvað eigið þér við? — Þér hafið ernga hugmynd um þankaganginn hjá fólki í smá XLIV bæjum, hr. Gilles. Það gerir það mesta sem það getur úr því, sam það veit, og það sem það veit ekki skáldar það upp. Það sér eitt svefnherbergisiljós kveifct og annað S'lökfct, og dregur strax af því sínar ályktanir. Svo að ég komi að efninu, þá er ti'l fólk, isem er að segja, að þér oig hún frænka yðar . . . Enginn veit raunverulega neitt yður til foráttu, en þér eruð erfingi Octave Mauvoisin og það næigir þeim. — Hvað ráðið þér mér að gera? — Ég veit ekfci . . . ég veit sannarlega ekki . . . En af því, hvernighann sagði þetta, mátti ráða, að hann hefði eitthvað sérstakt í hutga. Og næstu orð hans staðfeisitu þetta. En til þess að tefja tímann, kveifcti hann í pípunni sinni, sem hann var lengi búinn að vera með í hendinni. En jafnvel eftir að kviknað var í henni, hifcaði hann en.n, með augun á flökti, og þegar hamn loksins tók til máls, var það eins og utanbók- i arlærð romsa. — Það er enginn vafi á þvi, að ef þetta fólk vill . . . Þér sfciljið, það hangir allt saman. Ef þú ert andvígur einurn þeirra ertu óvinur alls hópsins. A þessari stundu er saiksóknar- inn að éta kvöldmat hjá Ra-taud og Hervineau lögmaður er þar líka, þrátt fyrir aila gigtima sína. — Ef frœndi minn hefur ver- ið myrtur . . . — Það held ég hann hafi ver- ið. — Er þá ekki bezta ráðið að finna bara morð'ingjann? Paul Rinquet iðaði á stólnum. Han.n andvarpaði. Saug pípuna nokkrum sinnum. Hann hafði ver ið að tala í næstum klúkkutíma áranigurslaus't. Gilles hafði ekki borið við að skilja ástandið, enda þótt það hefði verið greini- lega útsfcýrt. Hann stóð snöggt upp. — Jú, vitanlega. En þegar morðinginn er fundinn, verður það þá sá rétti? En nú verð ég að fara. Þeir hringja mig stund um upp frá stöðdnni, og ef éig er ekki við, gæti stjórinn haldið... Vitanlega er allt þetta, sem ég hef sagt, algjört trúnaðarmáJ. Bn ef ég frétti eitthvað meira, get ég efcki komið með það heim til yðar. Það væri alltof hættu- legt. En ég ska,l h.afa samband við yður fyrir milligöngu hr. eða frú Lepart. — Fáðu þér konjaksglas áður en þú ferð. Jú, auðvitað vidtu það. Gestrisnin hjá Esprit Lepart kom eins og ósjálfrátt. Hu,gur- inn var langt í burtu. Þegar þeir Gllles voru orðnir ein.ir í litlu stofunni, vissu þeir bi">’-ugur hvað þeir ættu að s&g svor við annan. Gilles fór fra dyr og kall aði: — Alice! Hún kom hlaupandi úr eldhús in-u og móðir hennar á eftir henni. — Meiri vandræði? — Ég veit það ekki. Hann leit á tengdaföður sinn tid að ámimna hann um að vera þa-gmæiskan. — Ég þarf að hlaupa í sendi- ferð. É-g verð kominn eftir kiukkutíma. — En það er helllirLgning. — Það er sama. Þegar hann var kominn n,okk urnveginn á leiðarenda, var hann orðdnn gagndrepa. Hann þekkti ekki fyrir vísit hús Arm- andine þar sem hann ha,fð,i ekki komið nema einu sinni, daginn, sem hún hafði, ef svo mætti segja, hertekið hann við kirkju garðshliðið. Hann varð að kveikja á eldspýtu till þess að lesa götu- nöfnin. Nr. 37 var lítið hús en veil hirt. Ljós sást gegn-um rauðu gluggatjöldin uppi á fyristu hæð. Hann var efcki fyrr búinm að hr.inigja bjöllunni en dyrnar opn uðuist. Það var ein,s og einhver hefði beðið hams innan við hurð- ina. Það var dauf birta í for- stofunni, en hann heyrði rödd- Skiptafundur verður haldinn í þrotabúi „Matvörur" h.f., Ingólfsstræti 3, Rvík, sem úrskurðað var gjaldþrota 17. 4. 1970, þriðjudaginn 19. maí n.k. kl. 10 f.h. í dómssal embættisins í Skóiavörðustg 11, Reykjavík. Rætt verður um ráðstöfun eigna búsins o. fl. Skiptaráðandinn í Reykjavík, 12. 5. 1970. Sigurður M. Helgason. Hrúturinn, 21. marz — 19. aprtl. Fólk, scm þú hittir i dag vekur áhuga þinn. Reyndu að kynnast því vel. Nautið, 20. apríi — 20. maí. Þú verður áþrcifanlega var við takmörk þín. Loforð kunningjanna reynast brigðul. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þú kemst bezt áfram með því að vera rólegur. Eldri kynslóðin hefur tilhneigingu til þess að tefja fyrir þér, en láttu það ekki ergja þig. Krabbinn, 21. júní — 22. júli. Þú sýnir hvað i þér býr, en reyndu ekki að ráðast i óviðráðanleg verkefni. I.jónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þú þarft að beita kröftum þínum óvenjulega mikið ttl þes* tl störf dagsins gangi eðlilega. Líklegt er að vinir þinir vilji hafa sam- neyti við þigr þegar kvöldar. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þér verður hezt ágengt með nákvæmni og með því að einbeita þér að smáatriðum. Vogin, 23. september — 22. október. Gerðir þínar í dag vekja engan hrifningu, en ekki gefast upp. Sporðdrekinn, 23. októb-er — 21. nóvember. Félagi þinn tefur allar framkvæmdir, þar til þú tekur að þér stjórnina. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þar sem þú ætlast til þess að aðrir séu í góðu skapi, skaltu vera í góðu skapi sjáifur. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Það verður meira að gera í dag, en þú átt von á. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. P'orðastu allar illdeilur í dag. Fískarnir, 19. febrúar — 20 marz. Tafir að morgni verða til þess að gera málið flókið síðdegis. Ef þér tekst að halda góða skapinu til kvölds verður þetta eftirminnilcg- ur dagur. HKX) sparast, ef beitt er fullkomnustu flutningatækni nútímans. Flugfélagið býður beztu þjónustu í vöruflutningum innanlands og miIIff landa. Flugfrakt með Flugfélaginu: ódýr, fljót og fyrirhafnarlaus. SKRIFSTOFUR FLUGFÉLAGSINS OG UMBOPSMENN UM LAND ALLT VEITA NÁNARI UPPLÝSINGAR OG FYRIRGREIÐSLÚ FLUGFÉLAG ÍSLAMDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.