Morgunblaðið - 09.06.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.06.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JUNI 1970 21 — Lof tleiðir Framhald af bls. 12 um og söng eins og lungun leyfðu Good morning Star- shine! En mikið var gott þegar þessu var lokið, það lá við að okkur fyndist allt í einu New York loftið heilnæmt þegar út kom og við skeiðuðum af stað til að finna næsta bjórstað. Auðvitað var farið upp ;' Empire State og litið við hjá Sameinuðu þjóðunum. Sú ferð þótti mér ekki merkileg þegar til kom. Við höfðum átt að íá íslenzka stúLku til fylgdar, en landinn var ekki stundvís frek- ar en fyrri daginn og hún var farin af sbað með annan hóp. Við fengum síðklædda píu með stórt nef, hún var ættuð frá Nepal. Hún æddi með okkur á rmethraða upp og niður lyftur og stiga, í gegnum nokkur fundaherbergi, bénti á minnis- merki og forláta málverk hér og hvar og ekki stanzaði á henni munnurinn allan tímann. Hún var eins í viðmóti og al- þýðleg og langþreytt kennslu- kona í ellefu ára bekk. Loks stóðumst við ekki mátið, hvort hún gæti ekki gaukað ein- hverju bitastæðara að okkur en þessum þurru klisjum, við værum hvorki meira né minna en íslenzkir blaðamenn og ekk- ert af því sem hún hefði sagt heíði komið ökkur beinlínis á óvart. Eftir þetta æddi hún þegjandi á undan okkur nokkra hríð og skildi okkur síðan eftir vegalaus einhvers staðar í byggingunni. Við skoð'uðum líka skrifstof- ur Loftleiða í New York og hittum að máli ýmsa helztu framámenn félagsins þar. Þeir útskýrðu fyrir okkur starfsem- ina, sýndu okkur hversu mikið kapp Loftleiðir hafa lagt á að augiýsa starfse-mi sína og enda hefur það borið góðan ávöxt. Mér fannst það einna táknræn ast og lýsa betur en langar tölu romsur hversu vel Loftleiðir hafa treyst sig í sessi í Banda- ríkjunum er ég hitti svörtu klósettkonuna á Rainbow Room. Hún var elskuleg í við- móti, gaf mér handáburð og rétti mér sápu og við tókum auðvitað tal saman. Ég sagði henni að ég væri frá íslandi Hún spurði hvort það væri ein- hvers staðar í New York. Ég sagði að fsland væri í Evrópu, en hún hafði ekki heyrt minnzt á Evrópu heldur. En aítux á móti rámaði hana í að hafa heyrt minnzt á Icelandic Air- lines. Svo var verzlað hjá Macys og í nærliggjandi búðum. Það kom á daginn að harla gott er að verzla í New York og verðlag hagstætt. En það er kannski ekki beint að marka, eftir að hafa verið á Bahama. Auk þes^ að ég hafði fierðaféla.ga mína mér til halds og traust«s við að benda mér á góðar verzlanir. Það sýndi sig líka að þeim kom vel að hafa kvenmann nneð í hópnum. Stundum getur verið erfitt að átta sig á stærð og þyngd eig- inkvennanna í fjarskanum, og ótaldar voru þær kápur sem ég miátaði fyrir þær og vona þær hafi passað svona rétt sæmilega. — Svo voru liðnir þesisir dag- ar í New York og stefnt heim á leið. Kannski viðamikil atarf- semi Loftleiða hafi þá fyrst runnið upp fyrir okkur, þegar út á Kennedyflugvöll kom og þar voru í einum sal fyrir um sjö hundruð manns, sem allir voru að fara með Loftleiðum. Mér skilst, að félagið hafi þetta kvöld verið þriðja í röðinni með farþegafjölda yfir Atlants- haf. h. k. Martinus heldur f "rir- lestra hér í vikumii DANSKI lífsspekingurinn Mart inus er kominn hingað til lands í boði vina sinna hér. Hann mun flytja fyrirlestra hér í Reykja- vík og á Akureyri. Þetta er í sjötta sjnn, sem Mart inus heimsækir ísland. Hann er mikill vinur lands og þjóðar og finnst sem hann sé kominn til kærra ættingja, þegar hann gistir ísland. Á síðari árum hafa kenningar hans breiðzt víða um heim, og í Danmörku á hann fjölda aðdá- enda og lærisveina. Heimskunn- ir vitringar hafa léð honum fylgi sitt. Meðal annars hefur dr. Paul Brunton komizt svo að orði um hann: „Gildi hverrar hreyfingar verður að dæma eftir áhrifum hennar. Hin siðferðilegu áhrif af kenningum Martinusar eru fortakalaust góð. Þetta er vafa laust þeirri staðreynd að þakka, að áhangendur hans eru sí og æ hvattir til að hætta að kenna öðrum um ófarir sínar og ó- heppni, heldur rannsaka eigin skapgerð, þar sem hinna sönnu orsaka er að leita. Þetta leiðir óhjákvæmilega af sér stöðug^ viðleitni til að treysta skapgerð ina og ná stjórn á tilfinningun- um, og það hefur blessun í för með sér bæði fyrir viðkomandi persónur og nánasta umhverfi þeirra. — Um Martinus má segja að það að kynnast honum er sama og að opna honum rúm í hjarta sínu". Martinus er nú kominn uœ áttrætt og þó enn hinn ernasti. Þó má búast við að ferðalögum hans taki nú að fækka. og mun þetta að líkindum verða síðasta íslandsferð hans. Er þess að vænta, að margir vilji nota tæki færið og kynnast boðskap hins aldna spekings og íslandsvinar. Martinus flytur fyrirlestra sína í bíósal barnaskóla Austurbæjar við Vitastíg, gengið inn port megin. Fyrstu 2 fyrirlestrarnir f.jalla um: Nýja testamentið, Gamla testamentið og þriðja testamentið. Fyrsti fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 10. júní kl. 8,30. Annar fyrirlesturinn fimmtudag inn 11. júní á sama tíma. Gefið verður stutt yfirlit, á íslenzku, yfir höfuðatriði fyrirlestranna. Vignir Andrésson. Skuldahréf Tökum fasteignatryggð skulda- bréf og rikistryggð útdráttar- bréf í umboðssölu. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og verðbréfasala Austurstræti 14, sími 16223. Þorleifur Guðmundsson, heimasími 12469. Álímanlegir buxnavasar Nýja vasanum er smeygt yfir þann gamla, strauaður fastur og gamli vasinn klipptur burt. Svona einfalt er það. þolir suðu og hreinsun. Bezta auglýsingablaöiö R/HiEICrH reyktóbak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.