Morgunblaðið - 01.07.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.07.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUNB'LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚL.Í 1070 Sjómannasíðan í umsjá Ásgeirs Jakobssonar Mælið aflann í krónum — ekki í tonnum Áður en Hilmar Kristjónsson, yfirmaður Fiskveiðideildar FAO fór af landi brott átti hann eftirfarandi viðtal við S jómannasíðuna: „GÓÐUR kunningi minn og fisfkissell stkipstjóri, átti bát í fé- lagi við velþelkktan útgerðar- mann, sem einnig átti netaverk- stæði. Skipstjórinn, vinur minn, var sérstaklega mikil aflakló á þorakanetaveiðum við suðvest- urströndina, en því meir sem hiann aflaði því minna átti hann í bátnum — en netaverkstæði út- gerðarmannsins hagnaðiist. Það á alls staðar við — og einn- ig hér á Xslandi — að farið er á sjó til að afla peninga, en ekki til að slá tonnamet. Ekki er nema sums staðar í heiminum um ofveiði að ræða, en héma á Norður-Atlantshafi telja þeir, sem gerst þekkja, að ofveiddir séu ýmsir nytjafiskar og eiga flestar Evrópuþjóðanna þar hlut að. Kannsiki er af þess- um sökum hljómgrunnur fyrir því að leggja megináherzluna á að veiða með sem minnstum til- kostnaði þann fisk, sem talka má úr sjónum og gera úr honum sem verðmætasta vöru. Þann 16. þ.m. hefst í Haag al- þjóða matvælaráðstefna (World Food Congress), sem einnig er 25 ára afmælisháitið FAO. Á þess ari ráðstefnu verður fjallað um, hvernig hægt er að afla nægrar fæðu fyrir mannkynið, sem fjölg ar svo ört að það tvöfaldast á 35 árurn. I grófum dráttum má segja, að nægar hitaeiningar fáist fyrir sex manns í eitt ár úr einu tonni af kommeti. En maðurinn lifir ekki af einu saman brauði eða hitaeiningum og það er öllu erfiðara að sjá honum fyrir nauðsynlegum eggja hvítuefnum. 70% af eggjahvítu í fæðu mann kynsins er úr jurtuim, en dýra- eggjahvitan er talin geysi þýð- ingamikil fyrir heilsu manna og hreysti. Og það er erfiðast að auka nógu hratt fraimleiðslu dýraeggjahvítunnar. Örast er hægt að auka dýraeggjahvítu- magnið með aukningu fiákmetis, því að þá þarf ekki að plægja, sá, né bera á. Þótt svo virðist, sem hér á Norður-Atlantshafi blasi við of- veiði, eins og áður er sagt, þá fer fjarri því, að það sama eigi við í öllum hlutum heimshaf- anna. Það er ekki mitt að fást við ofveiði, heldur að hjálpa til að veiða með sem minnstum til- •kostnaði þann fisik, seim veiða má á hverju fiskisvæði, en ég geri mér þó grein fyrir þessu vanda- máli, þar seim um það er að ræða, og það má segja, að of veiði orisaki 3-4 milljón tonna tap í heimisveiðinni en vanveið- in er að mínu viti tífalt stærra vandamál — í tonnum talið •— en hlutfallsmunurinn sennilega talsvert minni í krónum talið. FAO hefur hlútverki að gegna í sambandi við bæði þessi vanda mál. Fisfcur syndir milli landa og er oft „alþjóðlegur“, og því er augljós nauðsyn þess að sam- vinna náist þjóða á milli um verndun fiskistofna, sem í hættu eru. Hins vegar beinist saimihjálp Sameinuðu þjóðanna eirikum að vanveiðinni — þar sem hún er stórfelldara vanda- miálið. V'ísir menn halda að hægt Hilmar Kristjónsson í Brisbane í Astralíu 1968, sé að tvöfalda heimsaflann, sem er nú rösfclega 60 milljónir tonna. Tæknilhjálp Sameinuðu þjóðanna beinist því meðal ann- ars að því marki að fullnýta fæðuauðllindir hafsins og 16% af þeirri tæknilhjálp, sem Sam- einuðu þjóðimar eða FAO miðl- ar beinist að fisfcveiðum og fisk- iðnaði. í FAO eruim við nú með í gangi 40 stór verkefni í fisk- veiðum og fliest eru þau í van- þróuiðu löndunum en þau eru flest í hitabeltinu. Heildarvelta þessarar starfsemi er nú um 25 milljónir dollara. íslendingar leggja ríflegan skerf starfsorku og þekkingar til þessara miklu verlkefna, þar sem hjá fiskveiði- deild FAO starfa 17 íslendingar, þar af 12 sfcipstjórar.“ + KW 165-4 Strikuðu ferningamir sýna svæðin við ísland, sem Kingsfisher- kortin ná orðið yfir. + K W 163-7 KW 164-4 Fiskikort Við erum að byrja að átta okkur á því, að sjávarútvegur verður ekki lengur rekinn af byggjuviti og reynslu einni sam- an, þótt þetta verði alltaf drýgstu þættimir. Það er orðið oif dýrt að láta hvem ei.niasta skipstjóra þreifa sig áfram og læra hvaðeina af dýrri reynslu. Eitt af því, sem okkur vantar til að spara ungum skipstjórnar mönnum erfiði og dýr mistök, eru fiskikort. Það vantar kort yfir fiskislóðimar með upplýs- ingum um botnlag, hvenær fisk ur veiðist helzt á hverri slóð og hvaða möguleika hún veiti. Einn ig kort um veðuríar, sjólag og strauma, mið á landi og tilfall- andi hindranir á slóðinni, skips- flök og þess háttar. Bretinn hef- ur um marga áratugi látið sín- um fiskimönnum í té leiðarbæk- ur um fiskislóðir hér við land og gefur reglulega út kort, svo- nefnd Kingsfisher Charts að auki og veita þessi kort tíma- bundnar upplýsingar um ýmsar fiskislóðir. Okkar hlutur er rýr, átakan- lega rýr á öllum sviðum upplýs ingastarfsemi í sjávarútvegi. Afvinna í boBi Óskum eftir að ráða stúlku vana vélabókhaldi, Þarf að geta byrjað strax. Tilboð óskast sent Morgunblaðinu fyrir föstudagskvöld 3, júlí merkt: „Vélabókhald — 4917". Skrifstofustjóri Þekkt firma óskar eftir skrifstofustjóra vanan bókhaldi og verðútreikningum. Gott kaup ef um semst. Tilboð merkt: „4915" sendist afgreiðslu blaðsins sem fyrst Seríubyggðir rækjubátar : ;lvkb | **** 1-J& i angruð með 8 þumlunga poly- UTiethaine-froðu undir dekki en 6 þumlunga í síðum og botni og klædd með galvaniseruðu stáli. Um tvö kælikerfi getur verið að ræða, annað blásturskerfi inn í lestina, hitt venjulegt kæli- kerfi. Það er óneitanlega mikill ljóður á þessari frétt, að henni skuli ekki fylgja neinar upplýs- ingar um það, hvað það kostar að byggja svona bát hjá þeim í Ástralíu. Þegar við sjáum mynd- ir af þessúm stóru og miklu rækjubátum, sem alls staðar er verið að byggja, þá hlýtur sú spurning að vakna, hvernig pessi skip geti borið sig hjá mönnunum, þegar við getum helzt ekki notað nema aflóga báta á þessar veiðar. Það er nokkuð óhætt að treysta því að Ástralíumenn séu ekki að byggja heilan flota til að reka hann með tapi. Þeir eru ekkert í bæjarútgerð eða ríkisrekstri. ÁSTRALSKT RÆKJUTROLL Hingað til hafa áströlsku rækjubátarnir mest verið al- mennast um 48 feta bátar, en eins og segir í fréttinni um bát- ana, sem verið er að smíða og eru 72 fet, fara rækjubátarnir nú stækkandi og rækjutrollin í samræmi við það. Fiskveiðiráðu- neytið ástralska hefur gefið út bækling um rækjutrollsútbúnað og er þar mikinn fróðleik að finna, að sögn, fyrir rækjumenn um fyrirkomulag hleranna, víra- lengd, spillkraftinn, og útbúnað vörpunnar. Er þar lýst mörgum gerðum rækjutrolla, hvernig eigi að reikna út hæfilega víra- lengd, rétt skurðarhorn hler- anna, margar aðferðir við útbún- að fótreipa, og svo framvegis. Tvöfalda varpan, eins og sú sem notuð er við Mexiko-flóa er farin að ryðja sér til rúrns á þess um stóru rækjubátum Ástralíu- manna. Þeir eru að byggja heilan flota 72 feta lanigra rækjubáta í Fre- mantle í Ástralíu og segjast hafa lækkað byggingakostnaðinn verulega með því lagi. Eftir mál- um bátsins að dæma (20,5x6,2x 3.73) virðist þetta vera um 120- 30 tonna bótur og hann er byggð ur úr stáli. Rúm er fyrir sex manna áhöfn í tveimur tveggja inanna klefum og tveimur eins manns, síðan er eldhús, messi, Þetta er sá fyrsti, sem fullbúinn er, sex slíkir eru í smíðum og salerni og sturtubað. Vélin er átta hafa verið pantaðir til viðbótar. Eins og sést á teikning- 365 hestafla Caterpillar og grng unum eru tankar einnig ætlaðir tii geymslu rækjunnar auk lest- hraði 10 sjómílur. Lestin er éin- arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.