Morgunblaðið - 10.07.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.07.1970, Blaðsíða 21
MORGUNIBLA.ÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1070 21 Ársæll Guðjónsson og Gunnar Snjólfsson, fréttaritari Morg- unblaðsi ns í Höfn - Höfn í Hornaf irði Framhald af bls. 12 ims hér á staðnum hefur verið mjög góð. Það er til komið vegna þess að bátamir standa allir vörð um það, ef svo má að orði komast Þeir landa flestir heima, þannig að frystihúsið hefur fengið jafnt og gott hrá- efni allan ársins hring, og náð 100 prósenit nýtingu. Samstaða um þetta náðist m.a. vegna þess að kaupfélagið greiðir arð til bátanna þegar vel árar, þannig að þetta er öllum í hag. Þeir sem eiga sitt í landi njóta líka góðs af, því við frystihúsið er stöðug vinna allan ársins hring. Hvað frystihúsinu við- víkur er það nú reyndar orðið of lítið. En það stendur allt til bóta, því mikill hugur er í stjóm Kaupfélagsins um að bæta úr því. Rætt hefur verið um að stækka það, en það er alveg eins líklegt að það verði bara hreinlega byggt upp að nýju. — Eg get nefnt enn eitt atriði sem við höfum komið okkur saman um. Áhafnir bát- anna fara allar í sumarfrí sam- tímis. Við breyttum helgarfrí- unum í eitt langt frí, sem okk- ur telst vera sextán dagar. All- ir sem vinna að fiskinum í landi, fá þá auðvitað frí um leið. Við teljum þetta vera til verulegra hagsbóta, auk þess sem það er mikið þægilegra og betra fyrir viðkomandi aðila. Sjómieinin haiPa yflirleitit lítlil firí, og helgarfríin hafa dugað skammt þeim sem gjarnan vilja fara eitthvað með fjölskyldur sínar. — Og þið hafið líka verið iðn- ir við bryggjusmíðar. — Ja, við byggðum Hafnar- bryggju sem við köllum. Hún er fyrir flutningaskipin, og um leið var byggð vörugeymsla. „Bryggjurnar á landi“ eins og þær eru kallaðar, eru svo aft- ur fyrir fiskibátana. Þetta var allt saman áður fyrr, en það þykir mikil bót að hafa starf- semina aðskilda, eins og hún nú er. — Ef við förum að slá botn í þetta Ársæll, hvert er ykkar helzta vandamál í sambandi við útgerðina. — Ég held að ég verði að segja að það sé að við höfum enga aðstöðu til að taka upp báta. Það er saima hvað Htillar viðgerðar þeir þurfa við, það verður að senda þá á tvist og bast til að fá úr því bætt. Ég tel að þetta sé eitt af brýn- ustu verkefnunum sem bíða okkar, og að við megum ekki láta það bíða of lengi. — Óli Tynes. — A-Afríka Framhald af bls. 1S völlinn að vild án þess að sér staklega yrði eftir tekið. Dr. G.S. Sondhu, indversk ur læknir hér í Nairobi, seg- ir að hann sé „leiðtogi í bar- áttunnd gegn Bretlandi fyrir fólkið, sem hefur verið svik- ið.“ Hann áfellist ekki stjórn Kenya fyrir að uppræta Asíu menn, sem ekki eru ríkisborg arar í landinu. Hann hefur mynd af Jomo Kenyatta, for- seta, í skrifstofu sinni í mið- borg Nairobi. „Það er ekki hægt að skella skuldinni á alla Afríkumenn í heild,“ segir hann. „Ég held því ekki fram, að þeir hafi engan rétt til þess að setja lög um sína eigin borgara, enda þótt flýtirinn á þeim málum sé slíkur, að áhyggj- um valdi. Ríkisstjórn Kenya er hundrað sinnum betri við útlendinga en Bretar við sína eigin ríkisborgara, sem búa í Kenya.“ Hann segir, að afstaða Breta sé „100% kynþátta- mismunarlegs eðlis ef ekki 200%.“ Hann segir að Bret- land sé ekki ofbyggt land. „Það verður að saka Bret- land sjálft um að hafa hlað- ið saman iðnaðinum á viss- um stöðum í vissum borgum. Ef um væri að ræða meiri dreifingarstefnu í þessum efn um hefði þetta ekki gerzt.“ Er hann var spurður hvern ig á því stæði, að svo margir Asíumenn hefðu hafnað rík- isborgararétti í Kenya eftir svo margra ára dvöl í land- inu, svaraði hainn: „Fyrsta landið á þessu svæði, sem hlaut sjálfstæði var Kongó, í júní 1960 og at- burðirnir og fjöldamorðin, sem þar áttu sér stað næstu sjö árjn á eftir ýtti ekki und- ir traust okkair á þesS'um löndum er þau yrðu sjálf- stæð. Við reyndum jafnan, líkt og sérhver maður, að halda opinni undankomu- leið.“ Um 65,000 Asíumenn hafa ríkisborgararétt í Kenya og um 40,000 í Uganda. Dr. Sondhu sagði, að ástandið í Kenya nálgaðist nú neyðarástand „meðal þeirra sem eytt hafa sparifé sínu og dregið saman seglin í lifnaðarháttum allt niður í sárustu fátækt og uppgötva nú, að börn þeirra eru að verða vandræðaunglingar. Þeim er ekki veittur aðgang- ur að skólum, sem aðeins eru fyrir ríkisborgara. í raun og veru betla þeir til þess að draga fram lífið frá degi til dags.“ Indverjar í Afríku eru einkum saman komnir í Aust- ur-Afríku og S-Afríku enda þótt þeir hafi einnig setzt að í ýmsum fleiri löndum. Um það bil 85,000 þeirra eru í Tanzaníu, og allir utan 10,000 tóku þann kost að gerast þar borigarar. í S-Afriku eru um 750,000 Indverjar, sem búa við hin ströngu kynþáttaað- skilnaðarlög þar í landi. Um 10,000 eru bæði í Zambíu og Rhódesíu og um 6,000 í Malawi. Helmingur þeirra sem í Malawi búa, hafa brezk vegabréf og þeir eru einnig í klípu. Stjóm Hasting Banda, forseta, hef- ur skipað kaupmönnum af Asíukyni í þorpum landsins að þjappa sér saman í stærri „einingar" ellegar verði þeir sviptir verzlunarleyfi sínu endanlega. Um 25,000 Indverjar og Pakistanir eru í Ghana og 1,500 í Kongó (Kinshasa). Er hann var að því spurður hvers vegna hann hefði setzt að í Kongó, svaraði indversk- ur kaupmaður: „Við komum vegna þess að Aga Khan bað okkur að koma.“ Aga Khan er andlegur leið togi Ismaili Múhameðstrúar- manna og hann hefur hvatt þá til þess að gerast ríkis- borgarar í löndum þeim, sem þeir setjast að í. Um 500,000 Indverjar og Pakistanir eru nú búsettir í Bretlandi. Brezka kynþátta- stofnunin telur, að þessi tala muni fara yfir eina milljón á næstu 15 árum. í dag eru íbúar Bretlands 55 milljónir talsins. - Vigdís Framhald af bls. 13 ólu þau að mestu upp Guðrúnu Birnu Guðmundsdóttur, eftir að hún missti foreldra sína korn- ung. Vigdís Jónsdóttir var mjög vel gerð kona. Hún var stjórnsöm- húsimóðir og virt af öllum á heimilinu. í þeirri stöðu var hún stærst og sem sHkri kynntist ég henni bezt. Ókiunnugum hefur e.t.v. fundizt fas hennar eilítið kalt. En skyldmennum og þeim sem hún batt vináttu við, var hún hlý og styrk. Hún gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfr ar sín, hlífði sér ekki og kvart- aði ekki. Sá, sem þessar línur ritar, dvaldist á heimili Vigdísar og Guðmundar að meira eða minna leyti í 6 ár. Og það er ljúft að geta þakikað þær stundir, hverja einustu eina. Frá þessum tíma er margs að minnast. Hversu ljúft er að rifja upp margar há- tíðastundir á heimilinu, þegar ÖH fjölskyldan var þar saman komin og vel man ég sólbjartan páslkamorgun, þegar ég fékk að fara með þessum góðu hjónum 1 kirkjuna þeirra. Og þannig mætti lengi telja. Þó fundust mér þær stundir kannski beztar, þegar Vigdís lét hugann reika heim á æskustöðvar sínar norð ur á Vatnsnes. Og þannig sagði hún frá þeim slóðum, að mér fannst sem einhver bjarmi um lýki æskubyggð hennar. Og gest um þaðan að norðan var innilega fagnað, en þá bar oft að garði á Grundarstígnum. Vigdís var svo gæfusöm að giftast á ungum aldri mikilhæf um og góðum manni, sem hún virti mjög mikils. Þann tíma, sem ég átti mitt annað heimili á Grundarstígnum áttu Kristján stjúpsonur Vigdísar og kona hans heimili sitt í húsinu. Minnisstætt er mér, hve mikil ástúð var milli mæðginanna eins o^g allra þar á heimilinu. Daginn, sem Vigdís veiktist nú síðast, dvald ist hún lengi dags hjá gamalli vinkonu sinni, sem bjó lengst af í húsinu hennar á Grundarstígn um. Þannig var tryggð hennar og vinfesta. „Hvað er hel? Ollum líkn, sem lifa vel, engill, sem til lífsins leiðir. Ljósmóðir, sem hvílu breiðir. Sólarbros er birta él, heitir hel“. M. Joch. A Farfuglar Þónsmerkurferð um heligina, skrifstofan opin alla daga kl. 15.—19. og föstudaga kl. 20.30 22. Sumairleyfisferðir 19,—26. júli Ferð í Lakagiga, Auk þess er áætlað að fara I Núpstaða- skóg, að Grænalómi og á Súlru- tinda. Bkið verður um byggð ir aðra leiðina, en hina að fjallaibaki. Perðin er áætluð átta dagar. 8.—19. ágúst Ferð um miðhálendið. Fyrst verður ekið til Veiðivatna, þaðan með Þórisvatni, yfir Köldukvisl, um Sóleyjarhöfða og Eyvindarver i Jökuldal (Nýjadal). Þá er áætlað að aka norður Sprenigisand, um Gæsavötn og Dyngjuháls tii öskju. Þaðan verður farið í Herðubreiðalindir. Áætlað er að ganga á Herðuibreið. Farið verður um Mývatnssveilt, um Hólimatumgur, að Ktjóðaklett- um og í Ásbyrgi. Ekið verður um byggðir vestur í Bliöndu- dal og Kjalrveg til Reyfeja- víkur. Ferðin er áætluð tólf daigar. Farið verður í Fjallagrasaferð þann 11. júlí kl. 8.00 f.h. Far- ið verður að Veiðivötnum á Laindmannaafrétt. Takið með ykkur tjöld og vistir. Fair- gjald kr. 600. Farið verður frá Kirkjustræti 8. ÁSkríftar listar liggja frammi á mat- stofu N.L.F.R., Laufásvegi 2 og í N.L.F. búðirmi Þátttaka tilkyn.nist fyrir kl 17 föstu- dagstovöld Stjóm N.L.P.R. Fundarboð Aða'lfundiur Sandflelis h.f. fsa- firði verður haldinn i fupdar sail Vinmuveitendafélags Vest fjarða, Vélsmiðjunni Þór h.t ísafirði hinn 24. júlí kl. 2 e.h. Stjórnin. T.jaldhúdin Tj aldsamikomur hefjaist 1 Reykjavfk í kvöld kl. 8.30 í tjaiLdstæðinu í LaugardaLnum. Sæneka óperettusöngkonan Siv Pieilién taiar og symgur. Fjöi'breyttur söngur. Aiiir veikomniir. Tjaidið er upphitað Tjaldbúðanefnd. Knattspyrnudeild Fram Æfingatafla gildir frá 13. júlí 1970. Mcistara og 1. flokkur. Mánudaga kl. 19.30—21.00 Miðvikudaga kl. 20.00—2130 Fimmtudaga kl. 20.00—21.30 II. flokkur Mánudaga kl. 21.00—22.00 Þriðjudaga kl. 20.15—21.30 Fösitudaga ki 19.00—20.00 III. flokkur Þriðjudaga Kl. 19.15—20.15 Fiimmtudaga kl. 19.00—20.00 Pöstudaiga kl. 19.00—20.00 IV. flokkur Mánudaga kl. 18.15—19.15 Þriðjudaga kl. 18.15—19.15 Fiimmitudaga kl. 18.15—19.15 V. flokkur Máinudaga kil. 7- -18 A og B Mánudaga kl. 18- -19 A og B Miðvikudaga kl. 17.30—18.30 Byrjendur Miðvikudaga kl. 18.30—19.30 A og B. Fimmtudaga kl. 17.00—18.00 C og D Fimmtudaga kl. 18.00—19.00 A og B. Gamlir félagar Þriðjudaga kl. 20.00—21.30 v. Álftamýrí. Með þessum orðuim langar mig að kveðja Vigdísi, þakklátum hugia. Blessaðar veri allar dýr mætar minningar um hana. Sig. E. Haraldsson. LOFTUR HF. LJÓSMYNDASTOFA Jngótfsstrætl 6. PantiS tíma i síma 14772. GÚSTAF A. SVEiNSSON hæstaréttarlögmaSur Laufásvegi 8. — Sími 11171. Jóhannes Lárusson hrl. Kirkjuhvoli, sími 13842. Innheimtur — verðbréfasaia. Lokun Lokað vegna sumarleyfa frá 15. júll — 9. ágúst. Vélar og verkfæri h/f., Guðmundur Jónsson h/f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.