Morgunblaðið - 10.07.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.07.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBÍLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1970 12 nægja. Gillespie iðaði órólegur í stólnium. Sam Wood fannst, að nú ætti hann að fara. Smám sam an áttaði hann sig á því, að yfir maður hans var kominn í bobba, og hann sjálfur Sam — hafði komið honum í hann. Hann ræskti sig til merkis um, að hann ætlaði að segja eitthvað. — Herra, sagði hann við Gilles pie, — ef ekki liggur neitt sér- stakt fyrir, langar mig að fara að komast i háttinn. Gillespie leit upp. — Já, farðu bara heim, sagði hann. Þegar Sam Wood settist undir stýrið á fjögurra ára gamlaPly mouthbílnum sínum, tók hann að hugsa um þessa augljósu spennu, sem var milli Gillespie og negrans. Hann var í engum vafa um, hvorum mundi veita betur, en það olli honum kviða og hugsa til þess, að ef útkom- an yrði óheppileg, lenti hann sjálfur milli deiluaðilanna. Hann var enn að velta þessu fyrir sér, er hann stöðvaði bíl- inn við dyrnar heima hjá sér. Hann opnaði, gekk inn og flýtti sér að komast úr fötunum og fara í rúmið. Sem snöggvast datt honum i hug að fá sér svolítinn matarbita. En svo fannst honum hann ekkert vera svangur og fór upp í. Hann breiddi eitt lak yf- ir sig í náttfata stað, og þrátt fyrir steikjandi hita og órólega Húsnœði óskast Hreinlegt verzlunar- og iðnaðarhúsnæði óskast keypt um það bi| 100—200 ferm. Símar 23188 og 40368. NIÐUR SOÐNIR ÁVEXTIR ÁSTRÖLSK ÚRVALS VARA O.JOHMSON&KAABEBj Hrelma ima Austurstrœti 4 Mt samvizku, sofnaði hann á svip- stundu. 5. kafli. Jafnskjótt sem Endicott var farinn úr skrifstofunni hjá Gill espie, sneri síðarnefndi sér að Virgil Tibbs. — Hver sjálfur fjandinn bað þig að vera að opna á þér svarta kjaftinn? sagði hann. — Ef ég vil fá eitthvað að vita hjá þér, spyr ég þig að því. Ég var að spyrja Endicott nákvæmlega eins og ég vildi og þá þarft þú að fara að slettirekast fram í það. Hanm kreppti stóru hægri- höndina og neri henni í lófann á þeirri vinstri. — Og láttu þér nú skiljast það, að ég vil, að þú hypjir þig héðan burt og það strax. Ég veit nú ekki, hvenær næsta lest fer, enda er mér alveg sama um það, en þú getur farið niður á stöðina og beðið þar eftir henni. Og þegar hún kemur, er mér fjandans sama í hvora áttina þú ferð, bara ef þú kemur þér burt. Snáfaðu svo! Virgil Tibbs stóð upp, rólega. Við dymar sneri hann sér við og leit á stóra manninn, sem eins og fyllti herbergið. — Sæl- ir, Gillespie lögreglustjóri, sagði hann. En þegar hann kom fram í forsalinn, stöðvaði vaktmaður- inn hann. — Virgil, skildir þú eftir hand tösku á stöðinni í morgun? Hún er merkt V.R.T. Tibbs kinkaði kolli. — Já, ég á hana. Hvar er hún? — Við höfum hana hérna. Bíddu í fimm minútur meðan ég klára þetta, svo skal ég ná í hana fyrir þig. Tibbs beið, órólegur, þvi að hann vildi ekki, að Gillespie kæmi fram úr skrifstofunni sinni og sæi, að hann var þama enn. Ekki var hann n,eitt hræddur við stóra manninn, en hins veg- ar kærði hann sig ekkert um nýja orðasnnu. Hann settist ekki niður, svo sem til þess að gefa til kynna, að hann ætlað- ist ekki til að þurfa að bíða lengi. Eftir langar fimm mínútur Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. í dag skaltn leita aS viðurkenningu, endurbótum og krefja um skuldir. Nautið, 20. apríl — 20. mai. Það gildir einu, hvað þú gerir fyrir aðra. Sjálfum þér skaltu gera allt það gagn, sem þú mátt. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Heimilislífið hefur fullan forgang. Eignasal gengur vei. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Rcyndu eitthvað nýtt mcð gömlum vinum þinum. Það horgar sig að ræða málin. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þú verður fyrst að sinna stofnunum og lagahliðinni á öllu. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þú ert ógurlega leiðitamur í dag. Biddu um allt sem þú þarfnast. Vogin, 23. september — 22. október. Einkamál skipta ekki miklu máli núna. Reyndu að ganga frá öllu sem fyrst. Sporðdrekinn, 23. októb-er — 21. nóvember. Einhver ieynd ósk nálgast það að rætast. Þú fréttir eitthvað hjá vinum þínum, sem þér var ekki ljóst, að þú hefðir áhuga fyrir. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Þú verður í raun og sannleika að leggja þig allan fram, og það margborgar sig Hka fyrir þig. Þú skalt gera allt óaðfinnanlega. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Það borgar sig að kynna sér öll málin til hlítar. Sérfræðilegar ráðleggingar kunna að borga sig meira en þú heldur. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Fjármál f sameignum þarf að athuga vandlega strax. Aðdráttar afl þitt og persónulegir töfrar eiga sinn þátt í að kippa ýmsu í lag, sem þú áttir ekki von á að geta hjálpað upp á. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Sinntu áhugamálum barnanna og unga fóiksins. Það er bezt að kanna betri starfsskilyrði. kom vaktmaðurinn aftur með töskuna hans. — Get ég fengið far til stöðvarinnar? spurði Tibbs. r Farðu og spurðu stjórann. Ef hann leyfir það, er það allt í lagi af minni hálfu. — Það gerir aainars ekki til, sagði Tibbs snöggt. Hann tók sem er upp tösbuna og lagði af stað niður háu tröppurnar, sem vissu út að götunni. Níu mínútum seinna hringdi siminn hjá Gillespie. Þetta vair leyninúmer, sem ekki nema ör- fáir menn vissu um. Hann greip símann. Þetta er Gillespie, sagðd hanm snöggt. — Þetta er Frank Schubert, Bill. — Já, Frank. Giliespie vand- aði sig á því að vera innilegur Og vingjarnlegur. Frank Schu- bert átti járnvörubúð og tvær bensínstöð'var, Hann var líka borgarstjóri í Weils og formað- ur litlu nefndarinnar, sem stjói-naði bæjarmálum. — Biil Endicott var rétt að fara út frá mér. — Já! ös'kraði Gillespie, en ákvað svo að stilla sig betur. — Það var viðivíkjandi svört um rannsókniarmanni, sem menn þínir tóku fastan. Hann vildi láta mig hringja til Pasa- dena og spyrja, hvort við gaetum fengið hann léðan í nokkra daga. Hann er afskaplega æstur út af fráfalli Mantolis, skiilurðu. — Jú, mér er kunnuigt um þaði, sagði Gillespie. Honum fannst vera farið með sig eiins og krakka. — Við náðum strax í lögreglu stjórann í Pasadena, og hann sagði, að þetta væri allt í lagi. Gillespie svelgdist á. — Þetta er fallega gert af þér, Frank, en ég er rétt nýbúinn að losa mig við náungann og langar eikkert til að fá hann aftur. Ég hef góða menn hérna, og er held ur ekki alls óvanur sjálfur. Fyrirgefðu, að ég segi það, en mér finnst Endicott vera bara slettireka. — Já, það veit ég, sagði Schu- bert, — og hann kemur norðan að, þar sem þeir hugsa öðruvísi en við héma. En ég held þér sjáist yfir eitt. — Og hvað gæti það verið? spurði Gillespie. — Það, að með þessu sleppur þú alveg við þetta. Endicott vill að við notum þennan svarta vin sinn, Þú ættir að þiggja þetta. Huigsaðu þér bara, að þó hann finni manninn, þá hefur hann enga lögsögu hérna-, og fær þér þess vegna málið í hendumar. En ef honum mistekst, slepxmr þú algjörlega við þetta. Og þá standa alilir hér í bænum með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.