Morgunblaðið - 05.08.1970, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIOVIKUDAGUR 5. ÁGÚST ÍÖÍO
11
BLAÐAMENN
MORGUNBLADSINS
FERÐ
> UM <
LANDIÐ
a' "f'
Frá GrundarfirðL Ný íbúðarhús setja svip á staðinn.
Grundarf j ör ður:
Þar hefur
afkoman
stórbatnað
— og nú hugleiða þeir
skuttogarakaup
Þegar ekið er frá Stykkis-
hólmi áleiðis í Grundarfjörð
blasir Kirkjufellið von bráð-
ar við augum. Hátt og tignar
legt gnæfir það yfir plássinu
og setur svip á allt umhverfi.
Grundfirðingar mega þakka
sínum ssela fyrir að honum
skyldi hugkvæmast að setja
þetta fallega fjall niður þar.
Þó segir mér Björgvin Bjarna
som, gamall og gróinn Eyrar-
sveitungur, að stundum hefðu
þeir viljað láta moka því
burtu, Kirkjufellimu, eins og
það lagði sig. Sérstaklega í
sveitinni aðeins vestan við
plássið. Þar koma oft svipti-
byljir með fjaLlinu í suðvest-
an áttinni.
Björgvin fæddist í Bár, systk
inin vor* ellefu og níu koim-
ust Upp. Afkoma foreldra
hans var góð, þau höfðu 60
kindur og fjórar kýr, það
þætti ekki stórt bú núna.
Seinma keypti faðir hans bát
og hugðist stunda útgerð með
búskapnum, en varð fyrir því
óláni að báturinn var keyrð-
ur í kaf skömmu síðar. Þá
voru emgar tryggingar kosnn-
ar til sögunnar og faðir hans
var öreigi eftir og missti
nokkru síðar jörðina og systk
inahiópurinn tvísltraðist.
Björgvin sagði mér að
Grundarfj arðarpláss hefði
staðið handan fjarðárins áður
og væri ásamt Stykkishólmi
og liklega Rifd elztu byggðla-
kjarnar á Snæfellsnesi.
Grundarfjarðarkauptún í
sinni núverandi mynd er
aftur á móti með yngstu
byggðarlögum á Nesinu. í
plássinu búa nú um sjö hundr
uð manns.
Björgvin fór-til sjós sautj-
án ára gamall, þá voru fjór-
æringar mest notaðir, seinna
komu mótorbátar til. Sigling
var oft vond með bátana fulla
af fiski og lítið borð fyrir bát.
En hann vill lítið gera úr því
að hafa lent í hrakniingum og
segir slíkt sé aldrei í frá-
sögu færandi, ef allir komist
hólpnir til sama lands. Sjó-
menn voru berd'reymnir ekki
síður en nú, þá dreymdi fyrir
veðri, fiskeríi og óhöppum
Þeir voru að ræða um landsins gagn og nauðsynjar.
hvers konar og mark var tek
ið á draumum þeirra, sem
spakir þóttu. Sumir formenn
neituðu að ró.a ef þá hatfði
dreymt fyrir veðri, þó svo veð
urútlit væri gott að morgni.
Sjaldan brást segir Björgvm,
að það gengi eftir. Síðustu
tuttugu ár hefur Björgvin ver
ið í landi, stundað fiskverk-
un og var við fiskmat árum
saman.
Honum finnst miklar breyt
ingar hafa orðið á öllum svið
um síðan hann var að alast
upp. Ungliingavandamál voru
ekki komin í tízku í hans ung
dæmi. Þá var eina vandamál-
ið að unglingarnir yrðu nógu
fljótt fullorðnir og gætu far-
ið að sjá fyrir sér og hjálpa
til á heimiiunum.
Eins og víðar á Snæfells-
nesi, þar sem ég hitti menn
að máli barst talið fljótlega
að Kristnihaldi Laxness.
Björgvin sagði: — Kiljan hef
ur lengi verið minn rabbí.
Kristinihaldið er einhyer
kostulegasta og magnaðasta
bók, sem ég hef á ævi minni
lesið. Alveg þykir mér stór-
kostlegt, að rithöfundúr sem
hefur skrifað önnur eins
snilldarverk og Kiljan, á
lanigri ævi', geti enn bætt
við sig. Kristaiiba'ldið er uim
sumt erfiðara lestendum en
ýmsar fyrri bækur Kiljans.
Maður áttar sig í fyrstu ekki
hvað hann er að fara, ég var
sífellt að velta sögunni fyrir
mér, milli þess sem ég las
hana. Svo opnast skyndilega
fyrir manni nýr heimur, og
sá heimur er engum líkur.
Björgvin er kominn á átt-
ræðiisaldur og tekur lífinu ró
lega. Hann hefur hænsni og
selur egg og grípur í ýmsa
vininu. Hann býr einsamall í
litlu húsi og segist aldrei hafa
fest sér kvenmann um dag-
ana. — Ég tók þetta svona í
mig á yngri árum að það væri
víst bezt að vera eiinn. Varla
fer ég að breyta því héðan
af.
Gistihús er rekið í Grund-
arfirði og stjórnar því Ragn-
ar Breiðfjörð. Þangað er
ágætt að koma, veitingar all-
ar upp á það bezta, svo og
þjónusta og er þó ekki dýrt.
Ragnar sagði að ferðamanna-
straumur hefði verið drjúgur
um Grundarfjörð í sumar.
Þar hafa verið á ferð inn-
lendir og erlendir ferðamenn
og sömuleiðis vísindamenn í
rannsóknarleiðöngrum.
smíðastöðvar með það fyrir
augum að semja síðar um skut
togarasmíði.
Framkvæmdir eru meðal
aninars þær, að ákveðið hefur
verið að girða þorpið af,
vegna ágangs búfjár. Sömu-
leiðis er á lokastigi bygging
skólastjórabústaðar og ákveð
ið hefur verið að hefj ast
handa um stækkun bama og
unglingaskólans.
Samgöngur eru ágætar.
Samskipti hafa aukizt með
Snæfellingum með tilkomu
vegarins fyrir ólafsvíkurenni
og talsverðar hafnarbæt-
ur hafa verið gerðar þar sem
annars staðar á síðustu árum
og geta stærstu skip lagzt þar
að bryggju.
— Þótt margt hafi færzt til
betri vegax, afkoma batnað
Harpa 11 ára og Soffía 7 ára. Þær sögðust hafa fengið að vi
dálitið í rækjunni í sumar.
dálitið
Júlíus Gestsson er eigandi
rækjuverksmiðjunnar. Þar
vinna 20 mamns, aðallega hús
mæður og börn. Júlíus gerir
út einn bát og er farið á sjó
þegar gefur. Rækjan hefur
reynzt vel og þótt rækjumið
virðist vera víða um Breiða-
fjörð, sagði hann þó miðin eng
an veginn fullkönmuð enn.
Emil Magnússon, kaupmað-
ur er jafnframt fréttaritari
Mbl. á staðnum. Ég kom á
heimili hans og Ágústu konu
hans og þá þar góðan beina.
Emil sagði mér undan og ofan
af því sem helzt væri í pláss-
inu.
— Sex bátar hafa verið á
togveiðum, fjórir á rækju og
þó nokkrir á handfærum. Afl
inn í vor var sæmilega góð-
ur, en rækjan stopulli. Fisk-
urinn er a'liur unminm hér í
frystihúsinu, en eigendur
eins stærsta bátsins eru að
selja hann og hafa hug á að
eignast skuttogara og eru
hafnar athuganir á því. Hef-
ur það fengið jákvæðar und-
irtektir. Afla togarans yrði
síðan skipt milli Stykkishólms
og Grundarfjarðar, þar
eð hugsanlegir eigendur yrðu
úr báðum byggðarlögunum.
Þó að ekki hafi endanleg
ákvörðun verið tekin, skilst
mér að skriður sé að komast
á málið og menn héðan að vest
an hafa farið á fund ráða-
manna við erlendar skipa-
stórlega og fjárfesting verið
skynsamleg, búum við enn
við þann mikla ókost að
þurfa að senda börn til fram
haldsnáms annars staðar.
Verulegur hluti fer til Stykk-
ishólms en takmarkað er hvað
skólinn þar tekur. Á þessu
hyggjumst við ráða nokkra
bót með stækkun barna- og
unglingaskólans. Þá vantar
hér aðstöðu til fþrótta-
kennslu, en hreyfing er fyrir
því að koma á fót sundlaug,
þar sem fólk geriir sér æ ljós
ar gildi íþróttaiðkunar. Æsku
lýðsstarfsemi er þó nokkur.
Framhald á bls. 17
Júlíus Gestsson