Morgunblaðið - 05.08.1970, Síða 16
16
MORGUISTBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1070
Elís Árnason kaup-
maður — Minning
Fæddur 2. des. 1932.
Dáinn 29. júlí 1970.
„Og því varð allt svo hljótt við
helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur
brostið.
Og enn ég veit margt hjarta
harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga
sína.“
(Tómas Guðmundsson).
Mér koim þetta dán.arstef
í hug, er mér_ barst fregnin um
lát Elísar Árnasonar, kaup-
manns. Ég, og fjölskylda mín
höfðum haft af honum löng
kynni, séð hann ganga glaðan
og bj artsýnan að starfi, með
gamanyrði á vör og hlýlegt bros
í augum. Hann vildi hvers
manns vanda leysa, örugglega og
með ljúfu geði. —
Raunar kom sjálf dánarfregn-
in ef til vill ekki svo mjög á
óvart þeim, er vissu um aðdrag-
anda hennar. Elís hafði hlotið
mjög hættuleg brunasár, er
sprenging varð í biluðu gassuðu
áhaldi, er hann hugðist líta eftir
útbúnaði í sambandi við fyrir-
hugaða skemmtiför samherja
sinna og vina í hinu vel kunna
AKOGES félagi. Honum var
mjög annt um velgengni þessa
félagsskapar, og formaður þar
var hann í 2 ár. Elís var um
langt skeið dugmikill þátttak-
andi í þessum merka félagsskap,
hafði meðal annars umsjón með
starfrækslu félagsheimilis sam-
takanna. — Elís lauk prófi frá
Flensborgarskóla í Hafnarfirði,
þar sem svo margt ungmenni hef
ur öðlazt trausta undirstöðu
undir lífsstarf sitt.
Elís Ámason lagði stund á
nám í matreiðsluiðnfræði, og
lauk prófi í því fagi. Að námi
loknu vann hann um nokkurt
árabil hjá Loftleiðum, eða allt
þar til að hann stofnaði verzlun
í Hafnarfirði, en það fyrirtæki
starfrækti hann til dauðadags.
Var það fyrirtæki byggt á traust
um grunni. Á vettvangi starfs
síns lét hann félagsmálefni all
mikið til sín taka; þannig var
hann formaður Kaupmannasam-
taka Hafnarfjarðar um nokkurt
árbil. Einnig var hann formað-
ur félags matreiðslumanna um
skeið.
Sigurðardóttur. Þau stofnuðu
myndarlegt heimili að Álfheim-
um 23 hér í borg, og hafa búið
þar um langt árabil. —
Foreldrar Elísar eru þau Ámi
Elísson og Guðlaug Ólafsdóttir,
og hafa þau búið í Hafnarfirði
allan sinn búskap. Árni hefur
haft sjómenn/sku að ævistarfi,
einkum á togurum. Þá mun oft
hafa verið fast sóttur sjór, en
skip og öryggistæki ekki svo full
kornki, sem nú tíðkast. Munu því
togaramenn hafa þurft að stand
ast marga þrekraun til að sigla
skipi sínu heilu i höfn. Elis var
einn í hópi fimm systkina, og er
samheldni þessarar ágætu fjöl-
skyldu á orði höfð, af þeim sem
best ti'l þekkj a. —
Foreldrar frú Helgu eru þau
hjónin Sigurður Þórðarson verk
stjóri og frú Sesselja Víglunds-
dóttir frá Höfða. Dvaldi Helga
langdvölum, sem sannur aufúsu
gestur hjá afa sínum og ömmu,
meðan hún enn var á bernsku-
skeiði. Síðar, eftir að þau Elís
giftust, var hann henni samhuga
um að hlúa að þessum bernsku-
slóðum konu sinnar, og sýndi
við þau tækifæri, sem endranær
góðvild og hlýjan hug. —
Þau Helga og Elís áttu einn
son, Árna á fermingaraldri. Er
nú djúpur harmur að honum
kveðinn, þung byrði lögð á ung-
ar herðar, enda var sérlega inni-
legt samband milli þeirra feðg-
anna, mótað af umhyggju og
gagnkvæmu trausti. — Engu að
síður veit ég, að hann er gerð-
ur af svo traustum efniviði,
skapgerð hans svo þroskuð, að
ég trúi því staðfastlega, að hinn
ungi sveinn muni valda þessarri
ólýsanlega þungu byrði, sem
hann fær nú ekki undan vikið.
Og ég veit, að allir þeir, er gjörst
þekkja til, taka undir þessi orð
mín. Megi góð forsjón láta þeíta
hugboð rætast.
Frú Helga var manni sínum
styrk stoð við stairfræikslu verzl-
unarinnar, enda vann hún þar
af ósérhlífni og atorku, hvenær
sem hlé varð frá heimilisstörf-
um. Átti hún því ekki svo lítinn
hlut að því, að verzlun þeirra
hjóna, Matarbúðin við Austur-
götu í Hafnarfirði, efldist með
öruggum hætti ár frá ári.
Elís Árnason giftist árið 1954 Og nú er Elís Árnason kvadd-
eftirlifandi konu sinni, Helgu ur hinztu kveðju. Lífi hans varð
Námskeið í vélritun
hefjast 6. ágúst bæði fyrir byrjendur og þá
sem vilja læra bréfauppsetningar.
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar.
Uppl. og innritun í síma 21719 og 41311.
VÉLRITUN — FJÖLRITUN S.F.
Þórunn H. Felixdóttir,
Grandagarði 7.
Laus staða
Staða rafveitustjóra II, Homafirði, er laus til umsóknar.
Æskilegt er, að umsækjendur hafi rafvirkjapróf með framhalds-
menntun.
Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna ríkisins.
Staðan veitist frá 1. október 1970.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf,
sendist starfsmannadeild fyrir 20. ágúst n.k.
Rafmagnsveitur rikisins,
Laugavegi 116,
Reykjavík.
ekki bjargað, þótt allt væri gert,
sem í mannlegu valdi stóð tii
hjálpar. í því líknarstarfi var
dr. Ánni Björnsson í fararbroddi
e<n margir aðrir læknar og
hjúkrunarfólk kom þar við
sögu. Öllum þessum aðilum vill
eiginkonan, sonurinn, ættingjar
og vinir hins látna manns,
þakka af hlýjum og heilum
huga. —
En við skulum ekki eingöngu
né lengur, dveljast við sorg og
hryggilega atburði, en minnast
um fram al'lit hins að „ljós er þar
yfir, sem látinn hvílir.“
Sorg n verður einhvenn tíma á
ævinni gestur okkar flestra, en
okkur hefur verið gefið fyrir-
heitið um „Huggun harmi gegn“.
Og einmitt það fyrirheit er öllu
öðru mikilvægara.
Með þau óhagganlegu sann-
indi í huga, er nú Elís Árnason
kvaddur.
Magnús Víglundsson.
„Nú sefur jörðin sumargræn.
Nú sér hún rætast hverja bæn
og dregur andanm djúpt og rótt
um draumbláa júlínótt."
Það var einmitt slíka júlínótt,
sem skáldið lýsir svo fagurlega,
sem slysið varð er leiddi til and-
láts Elísar Árnasonar kaup-
manns og matreiðslumanns, sem
þessar fáu línur eru helgaðar,
en hann lézt í Landsspítalanum
29. júlí.s.l.
Okkur finnst það óvægið af
„sláttumanninum mikla,“ að vera
á ferð á slíkum stundum og vega
að ungum og dugmiklum manni.
En alfaðir ræður og hans ráð-
um munum við öll hlíta.
Elís Árnasom var fæddur 2.
desember 1932. Sonur hjónanna
Árna Elíssonar og Guðlaugar
Ólafsdóttur í Hafnarfirði. Ólst
hann upp í foreldrahúsum, og
þótti fljótt dugmikill og manns-
efni gott, enda reyndist svo. Fór
hann ungur til sjós, en ákvað
fljótlega að gerast matreiðslu-
maður og lærði þá iðn í Hótel
Borg. Elís var sérstaklega fram-
takssamur og sjálfstæður í hugs
un og athöfn. Því kom hann
fljótt á stofn eigin atvinnu-
rekstri, með því að kaupa ásamt
öðrum manni verzlun í Hafnar-
firði, Matarbúðina við Austur-
götu. Síðar eignaðist hann fyr-
irtækið einn, og rak það ásamt
sinni dugmiklu konu af miklum
myndarbrag.
Hinn 5. júní 1954 giftist Elís
mikilli dugnaðar og ágætiskonu
Helgu Sigurðardóttur. Eignuðust
þau einn dreng, Árna, sem nú er
15 ára.
Ella, eins og við félagar hans
kölluðum hann jafnan, kynntist
ég fyrir rúmum tólf árum síðan,
er hann gekk í félagið Akóges
í Reykjavík. í því félagi var
hamn jafnan í fylkingarbrjósti
og þar mun hans sárt saknað.
Áhugi hans og dugnaður fyrir
velgengni þess félags var satt að
segja ótrúlegur, enda árangur af
störfum hans og félagshyggju
eftir því góður. Eg minnist sér-
staklega á þátt hans í að koma
upp félagsheimili Akóges O.fl. að
Brautarholti 6. Hlutur hans í
því máli var stór, bæði hvað
snerti vinmu og ýmsa félagslega
fyrirgreiðslu, enda eiinróma kjör
inn til að veita því forstöðu.
Ekki get ég skilið við störf hans
fyrir Akóges, án þess að minn-
ast og þakka allan þann góða
mat er hann lét okkur í té, fyrir
lítið fé en oft mikla fyrirhöfn.
Þetta eru aðeins fá atriði úr
lífi Elísar Ámasonar, en engan
veginnýæmandi lýsimg á lífsferli
hans. Ég veit, að svo vel sem
hann reyndist okkur félögum og
vinum, þá munu nánustu ættingj
ar mest og bezt hafa motið dugn-
aðar hans og góðsemi. Og því er
okkur nú öllum að leiðarlokum
er hann þekktum og áttum því
láni að fagna að eiga samleið
með honum, efst í huga þakklæti
til hans, um leið og honum er
beðið blessunar á nýjum leiðum.
Eiginkonu hans, syni, öldruð-
um foreldrum og tengdaforeldr-
um, systkinum og öðrum að-
standendum flyt ég ynnilegar
samúðarkveðj ur.
Blessuð sé minning Elísar
Árnasonar.
Teitur Jensson.
Kveðja frá foreldrum, systkin-
um og fjölskyldum þeirra.
Það brast á stór raun sem
reiðarslag,
er reyndist svo þungt að bera.
Vors innri gleði það hamlar hag,
en hvað er við því að gera?
Þá ástvimur kær með brostna
brá
er burtu svo snöggt oss tekinn
frá,
það verður víst svo að vera.
Ef letrað það væri er lézt í té
þá löng mjög sú frásögn yrði,
því lífsstarf þitt að því löngum
hné
að létta af öðrum byrði.
Með úrbætur þínar alla stund
um æviskeiðið á hverja lund
þú varst oss svo mikils virði.
Við drúpum nú höfði
hugarklökk
þá hinztu þér kvieðju færuim.
Samhuga öll við semjum þökk
þér syni og bróður kærum.
Um hverja stund þar til hérvist
dvín
í hjartastað ljúfust minning þín
skal geymast með geislum
skærum.
„Faðir vor“ gefi fái nú
við framhaldið lífs þinn andi
góða sönnun á sannri trú
við sæluvist ævarandi.
Alheimsfaðir við banablund
oss blessaðan veiti endurfund
á himnesku lífsins landi.
Þegar kvaddur er hinzta sinn
drengur góður og ljúflingur
allra er til hans þekktu, er erfitt
tungu að hræra og kveðju að
flytja.
Harmafregnin um hið sviplega
fráfall vinar míns, skóla- og
ferm in.ga rþróðu rs, Elísar Vil-
bergs Árnasonar, kom yfir mig
sem lamandi reiðarslag, þó svo
að ég vissi hve mikið slasaður
hann var, hafði ég þó alltaf góða
von og trú að Sá, sem öllu ræð-
ur mundi hjálpa honum til að
yfirstíga þá miklu erfiðleika, er
hainn hafði við að stríða sína síð-
ustu æfidaga.
Við slíkan atburð verður
manni á að hugsa, hvar sé rétt-
lætið í öllu þessu, þegar ungum
góðum efnismanni í blóma lífs
síns á bezta starfsaldri er svipt
í burt með svo óvæntum hætti,
og maður spyr sjálfan sig hvers
vegna, hvers vegna hann? Hver
er tilgangurinn, til hvers erum
við komin í þennan undarlega
heim?
Skyndilegt brotthvarf ungs
manns er alltaf torskilið og
miskunnarlaust, að manni finnst.
Víst ættu þó flestir fullorðnir að
þekkja fallvaltleik lífsins, en þó
kemur dauðinn alltaf á óvart og
skilur eftir svo djúp og mikil
sár við snögg umskipti lífs og
dauða, eins og hér hafa orðið, að
aðeins trú og tími geta læknað.
Engum, sem um þetta hugsar,
getur þó dulizt að tilgamgur er
að baki alls þessa, að líf okkar
og störf hér í heimi hefir mark-
mið og fyrirfram ákveðið.
Þeir, sem kynntust Elísi, sáu,
svo ekki varð um villzt, aið hér
var á ferð sérstæður maður,
gæddur óvenjulegri prúð-
mennsikiu. Hlýja og niaengætn j eim
kenndi umgengni hans við með-
bræður sína, en jafnframt mikill
áhugamaður er lét sig miklu
varða hlutskipti samferðamanna
sinna. Vegna hæfileika sinna og
góðvildar naut hann verðskuld-
aðs traust allra, sem kynntust
honum, bæði hjá þeim sem með
og hjá honum störfuðu. Enda
átti hann stóran hóp vina og
kunndngj a.
Elís Vilberg Árnason var son-
ur hjónanna Guðlaugar Ólafs
dóttur og Áma Elíssonar, Tjam
arbraut 9, Hafnarf. Hann var
næstelztur fimm barna þeirra
hjóna.
5. júní 1954 kvæntist hann
Helgu Sigurðardóttur Þórðarson
ar og konu hans Sesselju Víg-
lundsdóttur. Eignuðust þau
einn son, Árna, mesta myndar-
pilt, sem nú er tæpra 16 ára.
Námi í matreiðslu lauk Elís frá
Hótel Borg árið 1954 með góðum
viitnisburði.
Árið 1960 keypti Elís, ásamt
Karli Finmbogasyni verzlunina
Matarbúðin h.f. í Hafnarfirði.
Ári seinma keypti Elís hans
hluta í verzluninni og starfrækti
hana með miklum myndarbrag
og við góðan orðstír. Það var
eftirtektarvert hvað allt var
hreimlegt og snyrtilegt, enda var
Elís mikið snyrtimenni, og bar
allt það, sem hann átti og um-
gekkst glöggrt merki þests
Þá var það heldur ekki svo
lítið atriði fyrir hann að hafa
sína elskulegu eiginkonu við
hlið sér. Og á hún mikinm þátt í
því, hvað verzluniin gekk vel,
og viissi ég að hann kun.ni vel að
meta það. Enda á verzlunin
marga og góða viðskiptavini —
en það kom ekki af sjálfu sér,
það þarf að vinna og vinna mik-
ið, til að svo geti orðið. Mér var
kunnugt um það, að þau hjónin
hlífðu sér ekki við að vinna að
því, að verzlunin fengi gott orð
á sig, eins og hún hefur í dag,
enda voru þau sérstaklega sam-
hent um það að svo gæti orðið.
Elís gegndi formenmsku Kaup
marinafélags Hafnarfjarðar í 2
ár og vann þar mikið og gott
starf, að mér hefur verið tjáð.
Ekkert er betra í þe°sum
heimi en að eignast góða sam-
ferðamenn á meðan á ferðum
okkar stendur Elís var vissu-
lega í hópi þeirra samferða-
miann a sem gott var að eiga sem
vin. Sikátur með ríka kímnioáfu
sporléttur, greiðvikinn fvrir
að>-a og með afburðum hjálnfús.
Stórum hóp skyldmenna og
vina f’nnst nú skarð fyrir skildi
er Elís er horfinn. Sárastur er
harmur elskulegrar eiginkonu
og son.ar, foreldra, systkina,
tengdaforeldra, mága og mág-
konu, sem nú hafa svo mikið
mis'it. En bugguri er það sárum
harmi gegn að lengi mun hrein
og björt minning lifa um góðan
dreng, sem var hvers mannis hug
Ijúfi er honum kynntist.
Urn leið og ég bið þig, kæri
vinur. að fvrirgefa ^essi fátæk-
legu kveðjuorð, vil ég bakka
þér fvrir góða viðkvnninffu og
margar ánægjulegar samvoru-
stundir. sem ég hefði miklu frem
ur óskað að hefðu grfað orðið
fleiri.
Elskulegri eiginkonu og svni,
foreldrum, systkinum og öll-
um aðstandendum hans votta ég
mína dýpst'u samúð og hluttekn-
ingu Bið Guð að blessa sál bins
látna vinar um alla eilífð.
Minning göfug gulli dvrri
gleði vekur mínu hjarta
sveipar ylur sólu hlýrri
sorgardaga rökkur bjarta.
Góði vin, þér gleymi ég eigi.
gakk nú heill mót nýjum degi.
Blessuð sé minning hans.
Valur Ásmundssori.