Morgunblaðið - 19.08.1970, Qupperneq 24
24
MORGUKBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1970
44
Sam kom með spuminguna,
sem hann hafði lengi langað til
að spyrja. — Heldurðu, að morð
inginn hans Mantoli verði á ferli
í nótt?
— Ég er hér um bil viss um
það, svaraði Tibbs.
— Þá asttum við kannski að
koma við hjá Endicott og athuga
hvort allt er í lagi þar?
— Ég er viss um, að henni er
óhætt, sagði Tibbs. Þú getur
náttúrlega farið þangað, en ég
held það verði meira handa okk
ur að gera hérna niðurfrá.
— Viltu ekki segja mér frá
því núna? Ég á hvort sem er að
taka náungan fastan, segirðu.
— Ég vil heldur bíða með það,
Sam, Ef ég segði þér það strax,
kynnirðu að láta eitthvað uppi
í ótíma. Því færri sem vita það
núna, því betra.
— Getum við ekki gengið að
því strax?
Tibbs leit út um gluggann.
— Án þess að ég vilji móðga
þig, en viltu ekki heldur lofa
mér að ráða þessu? Ég lofa þér
hins vegar, að þú skalt verða
nærstaddur, þegar að því kem-
ur. Sannast að segja, er ég að
koma þvi þannig fyrir, að þú
framkvæmir handtökunina.
— Allt í lagi, sagði Sam von-
svikinn.
Aldrei hafði honum fundizt
nóttin svona löng. Þeir töluðu
um Kalíforníu og hvernig væri
þarna við Kyrrahafsströndina,
en þar hafði Sam aldrei kom-
ið. Þeir ræddu knattleik og hnefa
leika. — Það hlýtur að vera erf-
ið atvinna, sagði Tibbs. — Ég
hef þekkt nokkra hnefaleika-
menn og það sem þeir verða að
leggja á sig er býsna erfitt. Það
er ekki allt búið þegar síðasta
bjallan hringir. Þegar fagnaðar
látunum linnir — ef þau hafa
þá nokkur verið — verða þeir
að fara í búningsherbergið þar
sem læknirinn bíður þeirra. Og
þegar hann svo fer að sauma
saman skurðina á þeim, er það
fjandans kvalræði.
— Heyrðu, Virgil, ég hef oft
verið að velta því fyrir mér,
að svona margir hnefaleikamenn
skuli vera svartir? Eru þeirbein
línis sterkari eða liggur þetta
eitthvað betur fyrir þeim?
— Hvort það liggur betur fyr
ir, skal ég ekkert um segja. Ég
hef talað við einn, sem var ný-
búinn að berjast í Texas. Hann
fékk hræðilega útreið, enda þótt
hann stæði sig vel, en hann hitti
bara sér meiri mann. Að minnsta
kosti var það svo, að þegar lækn
irinn kom til að tjasla hann sam
an og stakk í hann nál, þá öskr-
aði hann upp yfir sig. Þá sagð-
ist læknirinn ekki hafa búizt
við, að hann fyndi neitt til, af
því að hann væri negri.
Sam datt í hug samtalið, sem
hann hafði átt við Ralph, þjón-
inn í næturkránni. Honum
fundust vera liðnar margar vik-
ur síðan, en í rauninni hafði það
verið morðnóttina. — En hvað
um þessa tvo, sem réðust á þig?
sagði hann, eftir nokkra þögn.
— Ég hef ekki frétt, hvernig
fór fyrir þeim.
— Einhver náungi, sem heitir
Watkins og er bæjarfulltrúi,
fékk þá látna lausa. Hann sagði
mér, að ef ég vildi lífi halda,
skyldi ég halda mér saman um
þetta, annars yrði ég kærður fyr
ir að handleggsbrjóta mann.
— Heldurðu, að Watkins hafi
leigt þá?
— Það vona ég, því að ef svo
hefur verið, verður hann að
borga læknishjálpina fyrir
meidda manninn. Og það er sagt,
að einhverjir fleiri séu á höttun
um eftir mér núna. Tibbs sagði
þetta jafn rólega og hann væri
að tala um, hvernig veðrið yrði
á morgun.
— Ég vona bara, að þeir reyni
það, þegar ég er einhvers staðar
nærri, sagði Sam.
— Það vildi ég lika, flýtti
Tibbs sér að samþykkja. Þetta
verður ekki eins auðvelt næst.
Judo er gott, en það hefur samt
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi heldur fund
í samkomuhúsinu á Garðaholti á fimmtudagskvöld 20. þ. m. kl. 21.
FUNDAREFNI:
Tillaga um prófkjör og prófkjörsreglur fyrir alþingiskosningar.
Kosning kjörnefndar.
Kjörnir fulltrúar er ekki geta mætt á fundinum, tilkynni formönnum
félaga eða fulltrúaráða þeirra er þeir eru fulltrúar fyrir um forföll
sín.
Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi.
Tréklossar frá Svíþjóð
Litir: hvítt, ljósbrúnt og rautt. — Stærðir: 36 til 41.
PÓSTSEN DUM.
Skóbúð Austurbœjar
Laugavegi 100 og Laugavegi 103
sín takmörk.
— En er nokkuð betra? spurði
Sam.
— Akido er ágætt, einkum þó
er við er að eiga herskáa
menn, sem verið er að handtaka,
en maður vill ekki meiða. Lög-
reglan í Los Angeles notar það
mikið. En í verulega hörðum
bardaga, þegar það gildir líf og
dauða, er Karate það bezta. Góð
ur Karatemaður er góður liðs-
styrkur.
— Eru margir til i landinu ?
Tibbs hugsaði sig ofurlítið um
— Já, ég þekki nokkra. Margt
sem maður heyrir um Karate er
ekki satt, til dæmis skemmir það
ekki hendurnar á manni. En til
varnar er Karate það bezta
sem til er, ef um óvopnaðan bar
daga er að ræða. Æfingarnar
eru erfiðar, en tilvinnandi samt.
Sam sneri bílnum niður eftir
Aðalstræti og lét suðið í vélinni
blandast næturkyrrðinni. Hann
horfði á stöðumælana fara fram-
hjá sér og staðnæmdist svo
við Lyfjabúð Símonar. — Er
óhætt að stanza hérna í nótt?
spurði hann.
•— Því býst ég við, svaraði
Virgil. Sam beitti hemlunum
hægt og lét bílinn renna upp að
stéttarbrúninni. Þegar hann
stanzaði voru hjólin rétta tvo
þumlunga frá stéttinni. Hann
tók upp brettið sitt, til að skrifa
á skýrsluna.
— Við erum hér ekki einir,
sagði Virgil.
Sam varð hverft við og hann
leit upp. Þá sáu þeir hreyfingu
í þéttum dökkum skuggunum,
sem fylltu dyrnar á lyfjabúð-
inni. Einhver kom gangandi út
úr skugganum og gekk i áttina
til þeirra. Þetta var mjög stór
maður og gekk mjög hljóðlega.
Andartaki seinna þekkti Sam, að
þarna var kominn Bill Gillespie.
Lögreglustjórinn hallaði sér
inn í bílgluggann. — Hvernig
gengur ykkur? spurði hann.
Sam fannst tungan fylla
munninn á sér, og átti erfitt um
svar. — Allt I lagi, enn sem
komið er. Ekkert óvenjulegt. Fá
ein ljós í húsum, en ekkert uppi
stand neins staðár.
Gillespie seildist til og opnaði
afturdyrnar. — Ég held ég verði
að aka með ykkur svolítinn spöl,
sagði hann. Siðan brölti hann
inn og lokaði á eftir sér. — Það
er ekki mikið pláss hér aftur í,
sagði hann og rak hnén í fram-
sætið.
Sam færði ökusætið ofurlítið
fram, til þess að rýmka um hann.
Auhastari - enskukunnátta
1 boði er aukastarf fyrir mann með enskukunnáttu og nokkuð
inngrip ! vélar. Starfið má vinnast heima.
Vinsamlegast leggið inn nafn og heimilisfang merkt: „Bíla-
umboð — 4312".
Til sölu Volvo 144 1967
í góðu standi. Fæst gegn fasteignatryggðu
skuldabréfi til 5 ára.
BIFREIÐASALAN
Borgartúni 1.
Sími 18085 og 19615.
Stórt innflutningsfyrirtæki óskar að ráða nú þegar vana vél-
ritunarstúlku. Viðkomandi þarf að vera góð í vélritun og hafa
gott vald á íslenzku og ensku.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf send-
ist til skrifstofu Félags íslenzkra stórkaupmanna, Tjarnargötu
14, fyrir 22. ágúst næstkomandi.