Morgunblaðið - 03.09.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.09.1970, Blaðsíða 19
MORGUNB'LAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SBPTEMBER 1970 19 — Á slóðum Franiliald af bls. 10 hljómsveit en að öðru leyti eigum við fátt sameiginlegt með þeim," segir Hopper. „En við í „The Soft Machine" erum staðráðnir í því að spjara okkur fjárhagslega án þess að leika gróðavænlega músík." I hljómsveitinni fjölgaði nýlega um einn, er Elton Dean bættist í hópinn. Hann leikur á alton-saxa- fón og hljóðfæri sem nefnist sax- elló, ekki mjög frábrugðið sópr- an saxafón. Orgelleikarinn. Ratledge verður að teljast höfuðpaur hljómsveitar- innar. Hann markar stefnuna í mús k hljómsveitarinnar og sem- ur mest af efninu, er hljómsveitin flytur. Hann er undir sterkum áhrifum frá 20.-aldar tónskáldinu Oliver Messiaen og framúrstefnu- tónskáldinu Tom Riley. i samanburði við flestar pop- hljómsveitir nútímans hlýtur „The Soft Machine" að flokkast undir framúrstefnu. Ratledge ber þó á móti að svo sé, og segir að sé músik hljómsveitarinnar borin saman við verk nútimatónskálda eins og Karlheinz Stockhausen og John Cage þá muni menn sann- reyna að svo sé ekki. Sigild tónlist vakti fyrst áhuga THESOFT MACHINE Ratledge á músík, en hann fékk góðan skammt af henni strax ung- ur að árum, þvi að faðir hans var ákafur hlustandi hennar. Hann var orðinn 17 eða 18 ára þegar hann fékk áhuga á jazz. Hann byrjaöi þá að hlusta frá öfugum enda — „ég byrjaði á avant-garde fyrst, þar eð ég gat borið hann saman við ýmislegt, er var að gerast í nútímatónlist, en fikraði mig aftur á bak." „Músík okkar", segir hann enn- fremur, „er framleiðsla fjögurra manna með ólika fortíð og ólíkan tilgang, sem fyrir tilviljun hafa gaman af því að leika saman". Hann hefur ekki svo ýkja miklar áhyggjur af því, hvort hljóm- sveitin kemur til með að njóta hylli fjöldans, „en mér dauðleidd ist að leika fyrir hálftómu húsi . . . Viðbrögð okkar fjögurra eru afar mismunandi eftir hljómleika; stund um kem ég af sviðinu i öngum mínum á sama tíma og Hugh, Rob- ert og Eaton eru himinlifandi með frammistöðuna". Stundum undrast hann hvernig þeim tekst að ná til svo ungra áheyrenda og raun ber vitni — með þessa hörðu og flóknu músík. Fyrir kemur að það hvarflar jafnvel að honum að áheyrendur njóti hennar á röngum forsendum — þó að hann sé ekki viss um hverjar þær eru. Athugasemd MBL. hefur verið beðið að birta eftirfarandi athuga- semd: SNEMMA í vor fór stjórn FINNE þess á lei't við sendiherra íslands í London, að némsmönn- um yrði gert kleift að kjósa í bæjarstjómarkosningum í maí án þess að þeir þyrftu að fara til London. Barst svar þess eðl- is, að þetta væri ekki í verka- hring sendiherra og hefði hann vísað beiðni okkar til dómsmála ráðuneytisins. Ilann kvaðst fús að verða við óskum okkar ef samþykkt dómsmálaráðuneytis- ints fengist. Löngu síðar barst okkur skeyti þar sem okkur var tilkynnt að samkvæmt lögum væri ekki hægt að koma því við að leyfa námsmönnum að kjósa í Manchester. Svöruðum við ekki því skeyti þar eð við töld- um ekki ástæðu til slíks. Vegna prófanna og þess að sum okkar sóttu auk þess fyrir- lestra fram í lok mai þótti mörg um nóg að gert og sættu sig við að sleppa að kjósa. Laugardaginn 23. maí hringd- um við undirrituð til sendiráðs- ins þar eð þessi helgi var sá eini tími er við gátum farið að kjósa. Töluðum við þar við tvo menn, sem báð'r gáfu okkur þær upplýsingar, að sendiráðið væri lokað allan laugardaginn 23. sunnudaginn 24. og mánudaginn Í5. maí vegna ensku verzlunar- maninahelgarinnar. Þótti okkur þetta undarlegt og bringdum í S'endiherrabústaðinin þar sem þessar upplýsingar voru stað- festar af tveim íslenzkum ung- mennum. Sendiherrann var ekki við. Sun:nudagsmorgun.inin 24. maí sendum við skeyti til yfirkjör- stjórnar og fórum þess á leit að okkur yrði gert kleift að kjósa á sunnudag eða mánudag. Um hádegi á umræddum mánudegi bárust okkur skilaboð þess efn is að sendiráðið væri opið fyrir okkur þann dag og að skeyti með þessum sömu skiiaboðum væri á leiðinnd frá utanrikisráðu meytinu. Að þessum upplýsing- um fengnum brugðum við skjótt við og ákváðum að fara með fyrstu lest, sem var kl. 3,30. — Hringdum ,við samt í þvi skyni að láta sendiráðið vita hvenær við kæmum. Var símaruum ekki svarað hvorki í sendiráðinu né heima hjá sendiherra. Þetta var kl. 2. Hringdum við aftur rétt fyrir brottför á báða staðina en fengum þá heldur ekkert svar. Þar eð okkur hafði þá borizt skeyti frá utanríkisráðuneytinu sent frá Reykjavík kl. 12,15 töld um við samt óhætt að fara til London. Klukkan sex komum við svo til London og hringdum þá strax í sendiráðið. Náðum við þá tali af húsverði, sem bar, að eng inn íslendinigur hefði komið í sendiráðið á sunnudag og mánu dag. Vissi hanm ekkert um sjsip- un utanríkisráðuneytisims. Fór- um við þá til bústaðar sendi- herra, knúðum dyra en náðum ekki tali af neinum. Hringdum við þá aftur í húsvörðimn, sem benti okkur á að hringja í sendi- herrabústaðinn þar eð vel mætti vera að einhver væri heima enda þótt dyrabjöllunni væri ekki svarað. Fórum við að ráð- um húsvarðar og reyndum að ná símasambandi við sendiherra. Tókst það ekki. Klukkan sjö settum við miða inn á gang sendiherra, þar sem við skýrðum frá komu okkar og erindi og því að við kæmum strax aftur er við hefðum lokið við að borða. Rúmum hálftíma síðar kom- um við aftur og glaðniaði þá yfir okkur er við sáum, að ljós hafði verið kveikt inni í sendiherra- bústaðnum og bersýnilegt var að gengið hefði verið um í húsinu þar eð miði sá er við höfðum sett inn á gang hjá sendiherra hafði ýtzt upp að vegg. Reynd- um við þá að hringja bæði á dyrabjöllu og símleiðis minnug heilræða húsvarðar en árangurs laust. Hringdum við þá í húsvörð í sendiráðinu og spurðumst fyrir um beimilisfang sendiráðsritara. Sagði húsvörður okkur að sendi ráðsritari væri búinn að vera í viku í sumarleyfi og væri ekki í bænum. Báðum við húsvörð þá leyfis að bíða í sendiráðimu þar til okkur tækist að ná fundi sendiherra (því myrkur var að skella á og okkur orðið kalt). Húsvörður hafnaði því en bauð okkur að koma kl. 10 á þriðjudagsmorgun. Hringdum við þá heim til fs- lands og báðum ættingja að spyrjast fyrir um hvernág stæði á skeyti Utanríkisráðuneytisins. Við svo búið fórum við á braut arstöðina. Var þá klukkan um 11. Þaðan hringdum við sleitu- laust til sendiherrabúistaðarins. Klukkan 11,15 vorum við köll uð upp í hátalarakerfi brautar- stöðvarinnar og beðin að hafa samband við stöðvarstjórann. — Hann sagðist hafa skilaboð frá Utanríkisráðuneyti íslands þess efnis, að ef við hefðum ekki lok ið erindi okkar við sendiherra þá biði hann okkar nú. Af skilj anlegum ástæðum vakti þetta furðu okkar því við vorum ein- mitt að hringja í sendiherra þeg ar uppkallið kom en án árang- urs. Þó gerðum við ein.a tilraun enn og stóð nú ekki á svari'. Þórunm Thors talaði fyirst við sendiherra og tjáði honum er- indi okkar og skýrði frá upp- lýsimgum okkar frá Utanríkia- raðunieytinu þess efnis að sendi ráðið yrði opið þennan dag. — Sendiherra segir: „Já, ég var nú að tala við hann Gylfa“. Hann segir síðan að þetta sé allt ein- hver misskilningur og kveðöt hafa talað við Utaniríkisráðuneyt ið á sunnudeginum og þeir hafi þá í sameiningu ákveðið að hafa lokað á mánudeginum. Er Þór- unn spyr hann hvort ekki gildi íslenzk lög í íslenzkum sendiráð- um þar eð þetta sé ekki íslenzk ur frídagur svarar sendiherra: „Nei, góða min, við erum í Bret- landi og verðum að haga okkur eftir því og ég verð að gefa mínu starfsfólki frí“. Aðspurður hvort hann hafi ekki fen.gið nein skilaboð eða hvort ekkert skeyti hafi borizt þess efniis að við fengjum að kjósa þennan dag, svarar sendi- herra neitandi. Ennfremur seg- ist hann hafa farið í sendiráðið í dag og þar hafi ekkert skeyti verið. Þórunn segir, að við höf- um hringt í sendiráðið í dag. Gripur sendiherra þá fram í og segir að þar hafi enginn verið allan daginn því húsvörður sé í Brighton ásamt konu sinni. Þegar honum er tjáð að við höfum talað við húsvörð segir hann: „Nú er hann kominn“. Guðmundur segist og hafa ve.r- ið heima allan daginn og er hon um sagt að við höfum oft hringt ti-1 hans um daginn. Segist sendiherra hafa verið úti í garði og því ekki heyrt í símanum og spurði hvers vegna við hefðum ekki hringt dyra- bjöllunini því til hennar heyrist úti í garð. Spyr Þórunn þá hvort hægt sé að kjósa nú þó orðið sé áliðið því síðasta lest fari ekki fyrr en klukkan 1 til Man- chester. Þá sagði sendiherra okk ur, að „hann sé nú dálítið illa staddur því sendiráðsritari sé ekki í bænum og hann þurfi tvö vitni til þess að kosningin sé lög leg (og það taki tíma að ná til þeirra). Þar að auki séum við svo mörg að það taki að minnsta kosti ein.n klukkutíma og fimm- tán mímútur. fyrir okkur bara að kjósa auk ferða svo ef við kjós- um missum við af umræddri lest. Tók Dóra S. Bjarnason nú við. Skýrði sendiherra Dóru frá því sama og hann hafði sagt Þór- unmi. Kvað Dóra námsmenn vilja koma samt þar eð við höfð- um þegar eytt heilum degi í að reyna að kjósa, en bað sendiherr ann jafn.framt að skjóta yfir okk ur skjólshúsi og aðstoða okk- ur við heimferð þar eð mið ar þeir er við hefðum keypt til Manchester féllu úr gildi kl. 1 um nóttina og við hefðum ekki handbært fé nema fyrir einum miða og hrysi okkur hugur við að eyða nóttinni á járnbrautar- stöðinni. Sendiherra kvaðst hvorki hafa ráð á húsnæði né peningum okkur til hjálpar og bætti því við að sendiráðin hefðu afskaplega takmörkuð fjár ráð. — Kvöddum við því sendi- herra og héldum heim. Það vottast hér með að við- lögðum drengskap að frásögn sú sem héir fer á undan er sönn og er okkur með öllu óskiljanleg ummæli sendiherra í viðtali við Morgunblaðið 21. ágúst síðast- liðimn. Dóra S. Bjarnason, Jóhanna Stefánsdóttir, Gunnlaugur Jónsson, Þórunn Thors, Einar Valur Ingimundarson. Verzlunarstjori óskost Eigendur að rhatvöruverzlun með kvö dsöluleyfi í útjaðri bæj arins vilja ráða verzlunarstjóra nú þegar. Upplýsingar í síma 21521.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.