Morgunblaðið - 08.10.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.10.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1970 — Hann var í afturför. Og hvernig vitum við, að hann hafi aldrei drepið neinn áður? Við höfum hjá okkur þrjú óleyst kynóramorð, sem hann gæti vel hafa framið. Kannski hefur ein- hver sem þekkti hann, vitað, að hann gæti verið til í að fremja morð? — Og notað hann fyrir veiði- hund? Fölt andlitið á Loder roðnaði ofuriitið. — Gott og vel. Það er hægast að láta þetta líta bjánalega út. En kynæðingur er bara miklu hættulegri en veiðihundur. Hættulegri en dýnamit. En hugs anlegt er samt, að einhver geti haft stjórn á honum? — Og þá auðvitað Rick. Rae- bum leit á úrið sitt. hann þangað aldrei. Svo endur- tók sagan sig i fyrra, en þá á Almenningnum í Wimbledon. Hann fékk fimmtán mánuði þá, en svo hámarks afslátt. Fang-, elsisyfirvöldin sögðu, að honum hefði hrakað, en þó ekki nóg til þess að leggja hann inn á hæli. Þetta er sem sagt alveg dæmi- gert tilfelii. Raeburn kinkaði kolli og Lod er hélt áfram: — Theotocopoulis er mjög trú- gjarn. Segjum, að einhver hafi bent honum á Edith Desmond, einhvern daginn og sagt hon- um eitthvað um hana. Vakið áhuga hans. Hvatt hann. Það gæti skýrt það, hvers vegna hann elti einmitt hana, en ekki einhverja og einhverja stelpu. Hvað segirðu um það? Stutt þögn. En þá tók Mark til máls. — Mér datt það líka í hug. Em engan hafði hann niú drepið áður. Hvernig gat þá nokkur verið viss um, að hann dræpi Edith Desmond, í stað þess að ráðast bara á hana? — Ég hef nú lítinn tíma, sagði hann, en látum oss samt heyra rökin. Loder andaði djúpt. — Rick hefur lengi staðið í sambandi við Edith Desmond og nógu lengi til þess að eitt og annað hefur getað gerzt. Og það ekki einasta í samkvæmislífinu — hún átti skipti við hann, sem gáfu henni upplýsingar un* at- vinnurekstur hans, og ef vil vill líka um einkalíf hans. Svo er hvort tveggja til, að hún hafi verið hjákona hans eða ekki. En Rick var flæktur í eitthvað i sambandi við Maaskirche. Þú hafðir þetta bréf........Loder kinkaði kolli að stóra umslag- inu á borði Marks og gat lesið efni þess svohljóðandi: „Ef þú vilt fá að vita sannleikann um samband Edith Desmond við Rick, spurðu þá Tumer Roberts um Maaskirche". — Það gefur til kynna, að Edith hafi verið að kúga fé af Rick og þá um leið ástæðuna til þess, að hann vildi koma henni fyrir kattarnef. Loder var nú Bifvélavirkjar Til sölu bílalyfta, 1y tonn, sem lyftir öllum bilnum í einu. Einnig rafsuðuvél. Hvorutveggja nýtt. Upplýsingar í síma 41167. að komast í gang aftur og tal- aði nú hraðar og með hnykkj- um. — Ef nokkur gat stjórnað Theotocopoulis, þá var það Rick. Þú hefur sjálfur sagt mér, hvernig hann stjómar fólki þannig, að það geri hvað sem er fyrir hann. Hann er einn af þessum miklu persónuleikum. Eftir þvi, sem þú hefur talað um hann, gæti ég trúað, að þú kynnir sjálfur vei við hann. Hann leit glettnislega á Mark og Mark kinkaði kolli. — Já, okkur kom allvel sam- an, viðurkenndi hann. — Og mig furðar mest á þvi, að tvær svona segulmagnaðar per sónur skyldu yfirleitt geta slit ið sig hvor frá annarri. En þú skilur, hvað ég á við. Ég hef einu sinni séð þig stilia Jamaica mann, sem var gripinn æði. Fyrst réðst hann að þér með járnstöng í hendi en tiu mínút- um seinma vildi hann ekki einu sinni fara inn í sjúkrabíilimn nema þú kæmir með honum og héldir í höndina á honum. Stór, svartur sláni og bandvitlaus! Úr því að þér tókst þetta, er ekki úr vegi að halda, að Rick hafi getað haft bæði töglin og hagldirnar við Theotocopoulis? — Úr sjúkrahúsrúmi? — Því ekki það. Úr því á annað borð var búið að koma hugmyndinni inn i hausinn á honum, yrði hún þar kyrr. — Og hver sendi mér svo þessa bendingu? Mark benti á umslagið. — Evelyn Underwood. Bréfið var sett í póst við Charing Oross, daginn sem hún dó, og enginn veit um ferðir hennar milli hálfþrjú og fimm. Frá Littlehampton til Charing Cross er um það bil 55 mílur. Hægt er að komast fram og aftur á þremur klukkustundum. — Segjum, að það standi heirna — en ég nefndi bara Rick aldrei á niafn við Evelyn Under- wood. Hvernig ætti henni að hafa dottið í hug, að ég væri á höttunum eftir honum? — Þess þurfti ekki með. Það nægir, ef það var Rick, sem hún var á höttunum eftir. — Og hvers vegna ætti hún að vera það? Loder yppti öxl- um. — Það veit ég ekki. Kannski voru þau saman í einhverju og kannski var það bara afbrýði- semi. — Væri Werner tilleiðanleg- ur til að athuga Underwoodmái- ið? — Þegar hann hefur mögu- Hún er alltaf \ stofunni „Maðurinn minn situr yfir börnunum á meðan ég vinn, en reyndar er ég alltaf í stof- unni hjá honum — bara inni- lokuð 1 kassa." Á þessa leið farast Sólveigu Thorarensen meðal annars orð í viðtali við Vikuna. Cefur lítiÖ fyrir titlana Sænska forsætisráðherrafrú- in. Lisbeth Palme, gefur lítið fyrir titlana. Hún er ung og aðlaðandi, hljóðlát í fram- komu, en hefur mjög ákveðn- ar skoðanir. Bylting í aðbúnaði barna Fátt er mikilvægara í borgar- lífi nútímans en að huga sem bezt að aðbúnaði barnanna. Höfum við verið nógu vel á verði i þeim efnum hér á landi? Af öðru efni í nýjustu Viku má nefna palla- dóm eftir Lúpus um Jón Árnason, alþingis- mann, siðari hluta grein ar um Faruk Egypta- landskonung, viðtal við píanóleikara hljóm- sveitarinnar Kinks og ótal margt fleira. VIKAN wn — Þetta er þó betra en síðast er við urðum að láta bera hann á börum. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Þú skalt gera allt, sem í þfnu valdi stendur til að gera lífið eins létt og hugsazt getur. Nautið. 20. apríl — 20. maí. Taktu vel eftir. Reyndu að breyta betur, en þú hefur gert undan- farið. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Reyndu að sökkva þér niður í þau málefni, sem eru mikilvægust. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Andleg málefni og uppbyggingarstarf skipta miklu máli þessa stundina. Leggðu mikið að þér í umgengni við aðra. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Einbeittu þér að starfinu. Þú getur vel bætt afkoinuna með einbeitni. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Nú verða straumhvörf, og þér gengur allt betur en fyrr. Reyndu að koma á friði. Vogin, 23. september — 22. október. Trúnaðarstarf gengur vel, og þér gengur vel að miðla málum. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Reyndu að hyggja fyrst að þörfum einhverra skyldinenna eða annarra, sem þú ert ábyrgur fyrir. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Reyndu að leiðrétta einhverja skyssu, sem þú hefur gert, og hættu ekki fyrr en það hefur tekizt. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Áhugasemi þín og alvara ættu að bera tilætlaðan ávöxt um þessar mundir, og koma jafnvægi á hiutina. Reyndu að glæða áhuga fyrir samstarfi, þar sem þér er það gagnlegt. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Ljúktu við verkefni, sem beðið hafa óeðlilega. Gömul vandamál lagast við endurskoðun. Þú getur bætt hag þinn, án þess að augljóst verði. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Nú er vænlegt með samstarf. Reyndu að hamla óþarfa eyðslu. Láttu ekkert uppi um áform þín. Jlfsláttarfargjöld innanlands ^ 2Inglingaafsláttur Unglingum á aldrinum 12—18 ára er veittur 25% afsláttur af fargjaldi gegn framvísun nafnskírteinis. Skrifstofur flugfélagsins og umboðsmenn um land allt veita nánari upplýsingar og fyrirgreiðslu. FLUGFÉLAC ÍSLAJVDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.