Morgunblaðið - 09.10.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.10.1970, Blaðsíða 7
MORjGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1970 7 \00°Jo útborgun fær sá, sem býður mér til kaups þá íbúð, sem mér líkar. Ibúðin á að vera 2ja til 3ja herbergja á 1., 2. eða 3ju hæð í Rauðarárholti, Norðurmýri, Hlíðum, Kringlumýri eða Háaleiti. Einungis góðar íbúðir koma til greina, engar jarð- hæðir og ekkert fyrir ofan 3ju hæð. íbúðin þarf að vera laus sem fyrst Ef þér getið boðið ibúð, sem fuilnægir þessum skilyrðum, — en aðeins, ef svo er, þá hringið í sima 40781 eða 42142. Helg’i Bergmaim sýnir málverk undir berum hinini. (Ljósm. Fr. S.). „Viltu mola eða hinsegin”? Rétt fyrir hádegi dag einn í fyrri viku lagði ég leið mína upp á Grundarstíg.en þar í syðsta húsinu aíí ofan býr Helgi Bergmann listmál- ari. Næsta sunnudag opnar hann málverkasýningu í Fé- lagsheimilinu í Kópavogi, og meining mín var að spjalla svolítið við Helga um sýn- inguna, og sjá niálverkin, sem eiga að vera á sýningunni. Hann var að hella upp á könnuna, þegar ég kom,og spurði mig umsvifalaust: „Vilt'U mola eða hinsegin? En ég á enga mjólkina." „Áttu ekki kalt vatn til að kæla það?“ „Nei, það er ómögulegt, þá verður það svo dauft.“ Við drekkum svart kaffið úr tog arakrukkum úr þykkum, hvit um leir. Á ég ekki að segja þér frá ferð minni til Parísar í sumar, meðan við drekkum kaffið?" Mér þótti það ekki verra. „Ja, málakunnáttan var ekki upp á marga fiska, þetta hrafl í dönsku og þýzku, en ég ferðaðist á vegum Cooks, og þeir fengu mér fyrirtaks túlk, ágæta danska stúlku, og hún fylgdi mér svo rækilega eftir, að ég gat ekkert athug- að „málin", nema söfn og svo- leiðis, m.a.s. á næturnar vakt- aði hún mig, en sem betur fór, var þetta indælis stúlka. Þær eru það þessar dönsku á síðustu timum. Einu sinni fór ég út, eftir að við áttum að vera háttuð til hvíldar, — og þegar hún fann mig ekki, setti hún hótel ið á annan endann, hélt ég væri dauður. 1 það skiptið hélt ég niður á Montmartre, inn á listamannasjoppurnar. En ég gætti min ekki á því, að ég var alltof fínn í „tau- inu“, svo að allur lýðurinn safnaðist í kringum mig, vildi láta mig splæsa á mannskap- inn, hélt ég væri Ameríkani. Þjónninn ráðlagði mér að fara heim og koma aftur klæddur léreftsbuxum og duggarapeysu, en slíkur fatn aður fannst þvi miður ekki í farangri mínum. Það er ráð- legging mín til fólks, sem ætl ar að skoða listamannahverf- in í París, að vera ekki allt- of vel til fara, það fellur ann- ars ekki inn í myndina, hleyp ur út úr rammanum. Þetta voru alltof fínir staðir, sem við heimsóttum. Danska daman var einu sinni reið út í mig. Við vor- um stödd á einni brúnni á Signu. Þar var fótalaus betlari, og ég gaf honum 10 franka, en slíkt sagði hún að væri ekki hægt, nóg hefði verið að gefa honum % „Heldurðu það verði ekki sól í dag?“ Helgi Bergniann gáir til ( veðurs. franka, og mín manneskja var reyndi að standa uppá stúf- unum til að þakka mér fyrir. En þetta fólk þarna í Frakk landi er víst sannkristið, því að það lifir á brauði og víni.“ Og Helgi sýnir mér mál- verk, sem hann kallar Nótt í Paris. „Hvar er sú danska?" spyr ég. „Hún sézt ekki, en hún er þarna á bak við.“ Og nú held ur Helgi fyrir mig einkasýn- ingu og skýring fylgir flest- um málverkanna. „Þessi er frá Rifi, — og þarna er togaradjöfull i landhelgi. Svo er þarna vetrarmynd þar sem sézt í Garðakirkju. Hann ætti að kaupa hana hann séra Garðar." „Já, en veiztu ekki, Helgi, að sóknarpresturinn heitir sr. Bragi?" mér fokreið, — en auminginn „Já, það er satt, en annars er ég orðinn svo sannkrist- inn, að á sýningunni verða myndir af þrem kirkjum. Það er Garðakirkjan, Borgarnes- kirkjan og svo Álfakirkjan í Þórsmörk, sem var vígð í hellinum fyrir neðan hana af Þorsteini Kjarval, sem gaf öllum viðstöddum staup af koníaki. Hér koma tvær vor- myndir, önnur frá Þingvöll- um, þar sést svart og nakið birkið við hlið sígrænna furutrjáa. Þessi þorpsmynd er eiginlega loftmynd, en þessi er frá Frambúðum á Snæfellsnesi, og sér yfir Stað arsveitina. Ég mála alltaf tals vert frá Snæfellsnesi, enda er ég Ólsari, eins og þú veizt. Svo eru hérna fjörumyndir og grámosamyndir, og þessi er frá Snoppunni í Ólafsvík, þar sem kirkjan stóð áður. Heyrðu annars, ég er að hugsa um að bæta ekki við þessa mynd frá Grundarfirði. Maður verður að mála lands- lagið þar vægt, litirnir eru svo margir þar, einkennilega framandi og furðulegir, já, mýktin." „Hvað er langt siðan þú hefur haldið sýningu, Helgi?" „Það eru tvö ár. Þessi sýn ing mín, sem hefst á sunriu- dag verður haldin í Félags- heimilinu í Kópavogi, og þar eru næg bílastæði, og svo er alltaf gott að æfa sig á að aka Reykjanesbrautina." Og þá létum við þetta gott heita að sinni, þó að margar væru myndimar, sem okkur tókst ekki að skoða, en það verður áreiðanlega nóg að sjá á sýningunni þar suður frá i Kópavogi aila næstu viku. Og Helgi Bergmann fylgdi mér til dyra, snaggaralegur að vanda með dökkrauða aipahúfuna. — Fr. S. OKKAR Á MILLI SAGT UNG HJÓN UTAN AF LANDI BROT AMÁLMUR með tvö böm ósika eftir Kt- illi íbúð í 4—5 máin. Uppil. f sií.ma 51513. Kaupi allan brotamálm teng- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatúni 27, simi 2-58-91. BENZ 180—190 Vatntair Benz 180—190, >55— '60 mode'l. Fraimbneitti eða heil am bíl trl n'iðunnifs. Ti'llb. siki'lizt á afgr. M'bl. fynir 10. OkiL m.: „Benz 180—190 — 8087". GUFUKETILL ósikaisf ti'l kaups, stærð 3—5 fm. Eimnig muliniiingsvétaisigt'i, stærð IV2 tommu UppL á skrifst. — Þórisós, Siðumúla, s'mrni 32270. KYNDITÆKI 8 fm 'ketil'l með öl'lu tiliheyr- amdi til söl'u. Uppl. í síma 81739 og 81473. AKRANES CANDY og PFAFF um'boðið er nú að Vitateigi 3. — S'tmi 1565. Krvútur K. Gunnarsson. FULLORÐIN KONA vön tvúsha'ld'i ósikar eiftir ráðs kon ustöðu 'hjó neg'lusömum el'dri manini, sem á gott heirn «i. Til'b. menkt: „Ráðsikona — 8369" sendisf M'bí. 2JA—3JA HERB. IÐÚÐ ósikast milfiliðala'ust. FuHgerð eða tilbúim undir trévenk. — Góð útborgun. Tiiíb. menkt: „Heimi® — 8370" semdist aifgt. Mbl. TÚNÞÖKUR KEFLAViK — NJARÐVlK vélskonnar til ®ölu. Heim- 'keynt. Uppl. í síma 22564 og 41896. Reglusöm kona óskat að taika á teigu eitt henbergi og etd- hús. UppL í síma 92-6032. VOLVO 144 ÓSKAST TIL SÖLU Vi'l kaupa Volvo 144, ángerð 1967—1968. Nánani upplýs- imgar í síma 35815. 4ra herb. íbúð á góðum stað í Breiðholtshverfi. Uppl. f síma 84123. lEsm jlIetguitbTíibib DRGLEGR SENDISVEINN ÓSKAST Pétur Pétursson. Símar 19062 og 21020. Hús til leigu Einbýlishús við Smáraflöt, Garðahreppi er til leigu nú þegar til 1. nóvember 1971. Einungis reglusamt fólk kemur til greina. Upplýsingar i síma 15279 kl. 17—19 í dag. Skipstjótor - Útgeröarmenn Skipstjóri óskast á 50 lesta bát á n.k. vetrarvertíð. Báturinn nýstandsettur með nýrri vél. Viljum einnig kaupa fisk af báti í vetur. Aðstaða í landi og önnur fyrirgreiðsla kemur til greina. Upplýsingar í síma 99-3107 eða 83142. HRAÐFRYSTISTÖÐ EYRARBAKKA H.F. Húsgngnnsmiðir - Húsnsmiðir Viljum ráða nokkra húsgagnasmiði og húsasmiði vana inn- réttingarsmíði sem fyrst. Upplýsingar í síma 19597 og um helgina í síma 15560. G. SKÚLASON 8. HLÍÐBERG Þóroddsstöðum, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.