Morgunblaðið - 09.10.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.10.1970, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1970 23 Orlof að Laug- arvatni 1970 Orlof sunnlenzkra kvenna var að Laugarvatni 1.—8. september s.l. Dvöldu þar nær 60 konur úr Árnes- og Rangárvallasýslum í húsakynnum Húsmæðraskóla Suð urlands. Eru nú 10 ár síðan komið var á þessari árlegu orlof sdvöl að til hlutan Sambands sunnlenzkra kvenna — með styrk af opin- beru orlofsfé. Annast orlofsnefnd sambands- ins undirbúning að dvölinni, safnar umsóknum kvenna í sveit unum og gefur upplýsingar sem þetta snerta o.s.frv. Er mér sagt að yfir 400 — fjögur hundruð — konur hafi notið þessarar dvalar á áratugnum sem liðinn er síðan þessi starfsemi komst á fót. Yfir fjörutíu ár eru nú liðin síðan fyrsti skólinn tók til starfa á Laugarvatni, héraðs- skólinn. Fyrsti skólastjóri hans var sr. Jakob Óskar Lárusson prestur í Holti undir Eyjafjöll- um, sem tókst á hendur forstöðu skólans hinn fyrsta starfsvetur, 1928—1929 að tilhlutan þáv. menntamálaráðherra Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Eigi treyst ist sr. Jakob til að halda áfram skólastjórn — og var þá skammt undan vanheilsa sú er hann bjó við síðustu æviárin. Hann lézt aðeins fimmtugur að aldri. Skóla stjórn sr. Jakobs var skamm- vinn, en annað átak hans mætti verða til þess að halda minn- ingu bans á lofti meðal þjóðar- innar. Bifreiðin sem okkur er svo ómissandi að ekki þarf um að ræða, kom til landsins að at- beina sr. Jakobs, sú fyrsta sem að notuni varð. En „Thomsens- bifreiðin“ — sem flutt var inn 1904 og síðan aftur úr landi — reyndist of kraftlítil á erfiðum vegum hérlendis og orsakaði fremur ótrú á slikum tækjum og varð þá járnbrautarmálið á dagskrá um sinn. En er sr. Jakob kom aftur heim frá Vesturheimi 1913, eftir nál. 15 mán. prestsþjónustu hjá ísl. söfnuðum þar, þá kom hann með þetta farartæki og með hon um komu tveir Vestur-lslending ar sem kunnu með bifreiðina að fara og ásamt honum kostuðu þessa tilraun og ennfremur mun einn Vestur-íslendingur enn hafa lagt fé i það en sr. Jakob lagði fram þriðjung kostn aðar (Heimild að nokkru frá Guð br. Magnússyni fyrrv. forstjóra Rvík.) En þetta má telja upphafið að „bíiaöld" hérlendis og þarf ekki að rekja þá sögu hér, enda of- viða einni blaðagrein. Uppruninn ætti ekki að falla í gleymsku, en furðu hljótt verið um þá sögu. — Þó sr. Jakobs nyti aðeins skamma stund við skólastjórn þá tókst svo gæfu- samlega til að héraðsskólinn komst í traustar hendur og eru nú á Laugarvatni fjórir skólar, aðrir en héraðsskólinn, sem ris- ið hafa á legg undir handar- jaðri hins nýlátna forystumanns sunnlenzkra skólamála, Bjarna Bjarnasonar, f. skólastjóra. Gleðilegt er að sjá nýja hús- mæðraskólann, sem nú er vel á veg kominn og verður hinn veg- legasti að öllum búnaði. Mun þar vel fyrir séð kosti hinna væntanlegu námsmeyja. Áttum við ortofskonur að nokkru athvarf í nýja skólan- um, einnig var verið í eldri skól anum eftir þörfum. Aðbúð öll var hin bezta og verður varla fullþökkuð sú umhyggja sem forstöðukonur skólans og starfs lið þeirra lét okkur í té. En Jensína Halldórsdóttir hefur veitt húsmæðraskólanum for- stöðu frá 1952 og með henni starfað Gerður Jóhannsdóttir, húsmæðrakennari. Eru þær báð- ar f jölmenntaðar og starf þeirra mjög rómað. Þarna var ótrúlega heimilis- legt þó konur væru úr ýmsum áttum samankomnar. Þessi viku dvöl er dýnmætur hvíldar- og hressiinigartími fyrir kornur, sem flesta daga eru háðar hversdagsönn og eiga sjaldan frjálsa stund — og margar þeirra eiga við einhvern heilsu- brest að búa. Margt var til gamans gert þessa daga; voru spilakvöld, stundum kvöldvökur, þar sem var fjöldasöngur við orgelleik, gítarspil undir söng, upplestr- ar og einnig gamanmál í bundnu máli og óbundnu, þá var notið sjónvarps og hljóðvarps eftir vild. Einnig áttum við því að fagna að eiga aðgang að gufu- baði og sundlaug staðarins. Væri Mótmælaganga betur að þvilíkt dýrmæti sem gufubað, væri sem víðast að finna við sundstaði þjóðarinnar. Sunnud. 6. sept. kom sóknar- presturinn, sr. Ingólfur Ást- marsson á Mosfelli og flutti messu fyrir dvalargesti í hús- mæðraskólanum. Sama dag var farið til Þingvalla og einnig skoð aður gróðurreiturinn fagri við Útey í Laugardal. Og daglega nutum við hins hugljúfa umhverfis við Laugar- vatn, sem ennþá var í sumar- skrúða á þessum blíðviðrisdög- um siðsumarsins. Það var vissu- lega þakklátur hópur sem kvaddi stjórnendur og starfslið húsmæðraskólans að lokinni þessari dvöl. Einhvers staðar er sagt: „Þar kemur konan fram í fegurstri mynd, sem hjartahlýjan ög hyggjuvit-ið taka höndum sam- an.“ Við höfðum einmitt dvalið þar, sem þessar hollvættir voru allsráðandi. Hellu, september 1970. Anna Vigfúsdóttir frá Brúnum. Vetrarstarf Þ j óðdansaf élagsins Skortur á dansherrum ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykjavík- ur er unn þessar miunidir að hef j a vetrarsbarf sitt. Á sl. vetri var starf félagisáinis mieð miklum blóma oig í sumar fór hópur frá félaigimu í sýndmigiarfer'ðár víða um Bvrópu. Starf félaigsinis í vetur hefst mieð kemmislu í almennri damis- keninslu í öllum alduraflokkium, en kenmit er í Ailþýðuhúisiiiniu við Hverfisigiötu og aið Fríkirkju- vegi 11. Sýn imgia rf lokku r félagsimis er um þeesiar mumidir að ljúka við að æfa damsa fyrir sjómvarpsupp- tölku, sem fram fer í þessum mán uði. Auík vemjuleigra sýnámgia, sem sýnimigiarfloikíkurmin æfir fyr- ir á komamdi vetri, er þeigar áfcveðið að þiggjia boð á afmælis- hátíð Gautaborgar næsta sumar þar sem Gautaborgarbúar halda upp á 300 ára afmæli borgarinm- ar. Síðasta ár tófcu um ©00 mamms þátt í starfi Þjó’ðidaœafélaglsiins, en það, sem helzt háir starfimu, er skortur á fcarlmiönmum í félagsstarfimu, em samt sem áður reynast þeir ekki síður fótalipr- i-r en kvenfólkið þegar á reymir. Er það í nauninmii hreimasta síkömm að kvemfólk stouli þurfa að hætta starfi í félaginu vegna slkorts á kiarknöininium í damsimn, en þó er bót í máli að damshierr- um í fél.agimu hefur neldur fjölg- að síðustu ár og sterkura kynið þar með sýnit meiri áhuga fyrir fótamenmt. Frá skrúðgöngu þjóðdansara á 22. Norðurlandamóti þjóðdansara í Stokkhólmi sl. sumar. Is- lenzki þjóðdansaflokkurinn er á miðri mynd. Norsk höggmyndalist í 50 ár NORSK skulptur i femti ár heitir bók eftir 0istein Par- mann, sem Dreyer g-efur út. Bók þessi er í stóru broti, rúmar þrú hundruð blaðsíður og prýdd fjölda mynda af listaverkum. í aðfararorðum segir liöfundur, að bókin sé rituð að beiðni Félags norskra myndhöggvara og í henni sé leitazt við að gefa matsyfirlit norskrar höggmyndalistar frá lokum fyrri heimsstyrjalda til okkar daga. Þessum tímamörkum hafi þó ekki verið fylgt fulllkom- lega. Eðlileigt hafi t. d. verið talið að taka æsikuveirk Guist- avs Vigelairads með í bókirna, enida þótt þaiu séu unmin fyrir m-eira en fjimmtíu árum. Hins vegar hafi viðurkenndir mynd höggvariair, seim unnið hafi helztu verk sín fyriir fyrri heimsstyrjöld, ökki verið tekn Mynd af verki Dyre Vaa, sem sýnir Pétur Gaut á hreintarf- inum. Sl. laugarúag var farin hópganga í Washington, þar sem göngu- menn kröfðust sigurs í Víetnam. Þúsundir tóku þátt í göngunni og sést hluti þeirra hér á leið frá þingliúsinu að Washington- styttunni. íslenzk kona heitir þessi höggmynd sem ®r eftir Arnold Haukeland. ir með í verfcið, e-nda þótt þeiir hatfi lifað og starfaið eitt- hvaið á þeim tíma, sem hér um ræðir. — Lamdslag er meir en tind- arniir, segir 0isteiin Parmamm, og hann bætiir við: — Hefði ég aðeims tekið með þá mynd- höggvaira, sem ótvírætt skara fraim úr hefði bólkin orðið mun styttrd, en giidi henmar sem handbókair hetfði verið mum rýrara. Og þar sem veru- legur þáttur í listgleðinini felst í saimamburiðii Usta'verka inn- byrðis, hlýtur að veirða að leyfa hlutuim að fljóta með, mismunandi að listgildi. Þann ig gefst yfirsýn yfir lamdslag höggmyndailistarámmair. Bókim er prýdd miklum fjöida mynda atf listaverkuim. 'Hún er í stóru broti, premtuð á góðam pappír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.