Morgunblaðið - 09.10.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.10.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUN’BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓRBR 1970 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. RitstjómarfulKrúi Þorbjöm Guðmundsson Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Rltstjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6. Sími 10-100, Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 10,00 kr. eintakið. FRIÐARTILLÖGUR NIXONS IT'riðartillög'ur Nixons, * Bandaríkjaforseta, hafa að vonum vakið mikla at- hygli. Þeir, sem í hjarta sínu óska eftir friði í Indó-Kína, eru þeirrar skoðunar, að þær séu verulegt spor í friðarátt. Aðrir, sem fyrst og fremst hugsa um pólitísk völd í Suð- auistur-Asíu, munu vafalaust ekki fagna tillögum Banda- ríkjaforseta með sama hug- arfari og hinir, sem fyrst og síðast einblína á frið. Af fyrstu viðbrögðum kommún- istaríkja virðist ekki ástæða til ofmikillar bjartsýni. Sú kynslóð, sem lifði heims styrjöldina síðari, hefur aldrei orðið þeirrar gæfu að- njótandi að upplifa frið á jörðu, því ávallt hefur verið barizt einhvers staðar í heim- . inum, eins og Bandaríkjafor- seti benti á. Byssurnar hafa ekki þagnað. Vopnin hafa verið látin tala í deilumálum þjóða í milli. Þroski mann- kynsins hefur ekki verið sá, sem ætlað var, þegar hrjáð mannkyn settist á ráðstefnu eftir síðari heimsstyrjöld og stofnaði með sér Sameinuðu þjóðimar. Enginn vafi er á því, að þau merku samtök, sem nú eiga senn 25 ára af- mæii, hafa markað djúp spor í sögu okkar tíma, þau hafa átt mikinn þátt í því að draga úr styrjaldarótta og margvís- legum misskilningi. Því mið- ur hafa þau þó ekki megnað að koma í veg fyrir stað- bundnar styrjaldir. Sú er þó von allra góðra manna, að Sameinuðu þjóðunum vaxi fiskur um hrygg, svo að þær valdi mikilsverðasta hlut- verki sínu: að standa vörð um frið og framfarir í heim- inum. Ef allt hefði verið með felldu, hefðu Sameinuðu þjóðirnar átt að geta skorizt í leikinn í Víetnam og komið þar á friði. Þá væru nú í Víetnam friðarsveitir Sam- einuðu þjóðanna í stað þeirra herja, sem þar standa and- spænis hvorir öðrum, gráir fyrir jámum. Sameinuðu þjóðirnar sýndu mátt sinn og megin í átökunum um Suður- Kóreu. Af þeim sökum varð draumur kommúnista um alls herjaryfirráð yfir alllri Kóreu ekki að vemleika. Þeir, sem muna þau átök, hafa haft litla trú á því, að friður kæm iist á í Víetnam, án þess að kommúnistar gerðu sér ljóst, að þeir fæm halloba. Ýmsir skýrendur alþjóðamáia, þó ekki allir, eru þeirrar skoð- uniar, að styrjöldin í Indó- kína hafi tekið neikvæða stefnu fyrir kommúnista eft- ir aðgerðir Bandaríkjamanna í Kambódíu. Trú þeirra á sig- ur hafi dvínað. Hitt er annað mál, að ólík- legt er, að kommúnistar verði sveigjanlegir í samningavið- ræðum um pólitíska framtíð- arlausn í öllu Víetnam. Þeir hafa ekki tekið þátt í styrj- öldinni í öðru skyni en tryggja yfirráð kommúnism- ans í Indókína. Með þá stað- reynd í huga hefur Banda- ríkjatforseti vafalaust ekki beinum orðum nefnt frjálsar kosningar í öllu Víetnam sem þátt í allsherjarfriðarsam- komulagi, því að á slíka lausn hafa kommúnistar yfirleitt ekki viljað faliast. Valdbeit- ing hetfur verið þeim meir að skapi. Þó lagði Bandaríkja- forseti áherzlu á, að ná þyrfti samkomulagi um pólitíska lausn Víetnamdeilunnar, en hann benti jatfnframt á, að enda þótt Bandaríkjamenn yrðu sveigjanlegir í slíkum viðræðum, stæðu þeir fastir á því, að víetnamska þjóðin öll fengi að ráða framtíð sinni. Vafalaust eiga komm- únistar erfiðast með að kyngja þessum bita í friðar- til'Iögum Bandaríkjaforseta. Aðrir liðir í tillögum Banda ríkjaforseta hafa vakið mikla athygli, ekki sízt sú yfirlýs- ing hans, að Bandaríkjamenn séu reiðubúnir að hefja al- geran brottflutning herliðs frá Víetnam samkvæmt sér- stakri tímaáætlun og innan ramma almennrar lausnar: —- Við erum reiðubúnir að kalla allt herlið frá Víetnam, sagði forsetinn, benti á, að heim- köl'lun herliðs þaðan væri þeg ar hafin og henni yrði haldið áfram. Þó eru þau atriði merkust í ræðu forsetans að komið verði á tafarlausu vopnahléi til að binda enda á styrjöld- ina án 'nokkurra skiilyrða, en undir alþjóðaeftirliti og köll- uð verði saman ný friðarráð- stefna um Indókína, en París- arviðræðum haldið áfram frarn að slíkri ráðstefnu. Bandaríkjaforseti skoraði eindregið á leiðtoga Norður- Víetnama að hætta stríðinu og vinna að friði. Undir þá áSkorun ættu allir friðelsk- andi menn að taba, ekki sízt þeir sem gagnrýnt hafa Bandaríkjamenn harðlega fyrir styrjaldarrekstur þeirra í Víetnam. Nú hafa þeir stig- ið verulegt spor í átt til frið- ar í þesisum hrjáða heims- hluta og eru reiðubúnir til að ganga lengra en áður til samkomulags, enda tók Bandaríkjafórseti það skýrt fram í ræðu sinni að Banda- ríkjiamenn yrðu sveigjanlegir í viðræðum. Miklir skógareldar hafa orSið í Suður-Frakklandi að undanförnu og hafa að minnsta kosti átta manns látið lifið og eignatjón orðið afar mikið. Skógareldar eru sums staðar mikil plága. Á sumum stöðum í heiminum, eins og í Ástralíu og Kalifomíu valda þeir miklu tjóni árlega. Sænskar konur fóru nýlega í hóp göngu um götur Stokkhólms tiá að láta í ljós andúð sína á midi-tízkunni. Að sögn voru sænskir karlmenn mjög hlynn tir þessari göngu. Erlendar frétta- myndir Fangar í New York gerðu uppreisn nú um daginn til að motmæla illum aðbúnaði í fangelsum borgarinnar. Hér hafa þeir brotið þykkar rúður og veifa bareflum. Hernaðaraðgerðir Banda- ríkjamanna hiatfa að flestra dómi verið ill nauðsyn, á sama hátt og aðild frelsisunn andi ríkja í Kóreu átti á sín- um tíma þátt í að stöðva yf- irgang kommúnista þar. Hitt er anniað mál, að styrjöldin í Víetnam hetfur orðið Banda- ríkjunum verulegur álits- hnekkir, stefna þeirra hefur verið misjafnlega ákveðin, um styrjöldina hafa orðið mikil átök heimatfyrir í Banda ríkjunum, hún hefur veikt þjóðina, en ebki styrkt, sundrað henni en ekki sam- einað. Með þessa vitneskju í huga hatfa kommúnistar ekká haft sérstaban áhuga á frið- samlegri lausn Víetnam styrjaldarinnar. En nú kom- aist þeir ekki hjá því að svara hinum nýju friðartillögum Bandaríkjaforseta. Allir, hvar í flokki sem þeir standa og hvemig sem þeir að öðrú leyti hafia litið á styrjaldar- reksturinn í Indókína, hljóta að bera þá ósk helzta í brjósti, að þar komist á friður. Styrj- öldin í Indókína er blettur á friðarviðleitni mannkynsins. Hún er blettur á okkar tíma. Þar er enginn saklaus, með aihvíta samvizku. Það getur varla verið stolt neinis að halda styrjöldinni áfram. Það h'lýtur þvert á móti að vera stolt aillra að eiga þátt í frið- samlegri lausn. Vonandi á manmkynið eftir að fá sönn- un fyrir réttmæti þeirra orða Nixons, að mannkynið standi á þröskuldi friðartímabiils, ef allir möguleikar eru nýttir. Þó að Bandaríkjamenn hafi ekki eingöngu haft sóma af styrjöldinmi í Víetniam, eru friðartillögur Nixons honum og stjóxn hans til sæmdar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.