Morgunblaðið - 09.10.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.10.1970, Blaðsíða 3
MOR'GUNÍBÍLAÐEÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1970 3 Borgarfulltrúar á skólabekk Fyrsta borgarmálakynning Rvíkur Geir Hallgrímsson gerði grein fyrir stjómkerfi borgarinnar. Páll Líndal var fundarstjóri. í GÆR settust borgarfulltrú- ar og varaborgarfulltrúar í Reykjavík á skólabekk, ef svo má segja, en þá hófst í fyrsta sinm borgarmálakynning fyr- ir þessa kjörnu fulltrúa. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri og nokkrir embættismenn borgarinnar skýrðu ýmsa málaflokka og svöruðu spurn ingum borgarfulltrúanna. Og skoðaðar verða í dag ýms ar stofnanir borgarinnar. Á þessu nýbyrjaða kjör- tímabili er mikið af nýjum borgarfulltrúum og vara- borgarfulltrúum frá öllum flokkum og gengst borgin Karfa loftbelgs-1 ins f undin Nýfundnalandi, 8. okt. t — AP í LBITABFLUGVKLAB hafa \ fundið körfu loftbelgsins t FBEE LIFE á floti rúmlega 7 130 kni siiðaustur af Cape St. 1 Mary, á Nýfundnalandi. Ekk- \ ert er vitað mn áliöfnina, sem í Ívar tveir menn og ein kona. 7 Skip kanadisku strandgæzl- J unnar voru á leið þangað í} dag, en mikið óveðnr er á þess i iim slóðnm, og gengur ferðin 7 hægt. FBEE LIFE lagði upp J frá New York, hinn 20. sept. \ sl. Síðasta skeytið frá þeim í barst daginn eftir, og sagði / þar að loftbelgurinn væri að ; missa hæð, nndan strönd Ný- \ fundnalands. Mikil leit var i hafin en hún hefnr ekki bor-1 ið árangnr fyrr en nú, að 7 karfa belgsins hefur sézt á \ floti. í því fyrir þessari borgarmála kynningu. Tóku 20 þátt í kyniiingunni, sem bófst í gær morgun kl. 9 í borgarstjórn- arsalnum. Geir Hallgrímsson borgarstjóri hóf kynninguna og bauð borgar- fulltrúa vel komna. Páll Línda\ borgarlögmaðuir, sem stjónnaði fundi, skýrði í stuttu máli þró- un sveitarstj ór.nar í Reykjavik. Þá gerði borgarstjóri greiin fyrir stjórnkerfi borgairinnar og hvernig málaflokkarnir skiptast á embættismenn borgarinnar. Jón Tómasson, ritari borgar- stjórnar, ræddi starfííhætti borg arstjómar. Þá talaði Gunnlaug- ur Pétursson, borgarritari um fjármál Reyk j avíkurborgar og undirbún ing fj árhagsáætlunar Sigfinnur Sigfússon, borgarhag- fræðingur skýrði áætlanagerð borgarinnar. Og Gústaf A, Páls- son borgarverkfræðingur ræddi skiputag verklegra fram- kvæmda. Eftir ' hádegi skýrðu hann og borgaretjóri aðalskipu- lag Reykjavíkur. Fóru fram um- ræður og svöruðu starfsmenn borgarinnar spumingum. í dag hefst borgarmálakynn- ingin kl. 9 á kynningu á staTf- semi Reykjavíkurhafnar og Bæjarútgerðar, og verður farin kynnisferð um bækistöðvar þess ara stofnana fyrir hádegi. Einn- ig verður skoðaður Borgarepít- alin.n og borðaður hádegisverð- ur þar. En síðdegis verða skoðuð dagheimilið Sunnuborg O'g leik- skólinn Holtabong. Einnig Réttar- holtsskóli. Þá verður kynnt star&emi Hitaveitunnar. 8TAKSIEINAR „Grandvar og traustur“ Á liðnu sumri var það ein helzta iðja ritstjóra dagblaðslns Timans að skrifa langar og mikl- ar lofgjörðir um prófessor Ólaf Jóhannesson, formann Fram- sóknarflokksins. En þegar lof- gjörðir þessar höfðu birzt í Tím- anum um hríð, fór einhvem að gruna ritstjóra blaðsins um græsku og taldi, að ofiof þetta hefði verið á svið sett til þess eins að spotta prófessor Ólaf. En hvort sem eitthvað hefur ver- ið hæft í slíkum ásökunum eða ekki, þó fór svo, að upp frá því var mjög dregið úr lofgjörðar- flutningi þessum. En fyrir rúmri viku tók Tím- inn við sér á nýjan leik og fór þá svofelldum orðum um hinn ástsæla formann: „Allir sann- gjamir menn viðurkenna, að Ól- afur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, hafi borið af og styrkt það álit manna, að hann sé grandvar, traustur og umfram allt heiðarlegur stjóm- málamaður, sem líklegastur sé þeirra forsætisráðherraefna, sem nú eru í boði, til að leiða þjóð- ina farsællega til samstillts átaks við lausn þeirra margvíslegu erfiðu verkefna, sem hljóta að bíða næstu ríkisstjómar á Is- landi.“ (Menn athugi: tilvitnun þessi er í Tímanum, en ekki Pravda). Trúiega munu fæstir draga það í efa, að prófessor Ólafur er bæði gegn og grandvar. 'En á hitt er að líta, að hann er ekki slíkt ofurmenni að hann megni að bera núverandi hentistefnu Framsóknarflokksins franj til sigurs á vettvangi stjómmál- anna, enda er það alger ofætlun að búast við slíku af nokkrum manni. 'En mikið þarf Tíminn á sig að leggja til að „búa til“ leiðtoga úr Ólafi, svo stórbrotnum manni. Draumur um tímamót Síðastliðinn miðvikudag birt- ist svo ritstjómargrein í Tíman- um, sem bar augljósan vott um draumsýn þeirra framsóknar- manna, eftir að hafa setið 12 ár utan ríkisstjórnar; „íslendingar verða eins og aðrar lýðræðisþjóð ir að læra þá meginreglu, að það er ekki heppilegt að búa lengi við sömu stjórnina, hvort heldur þar er um stjórn eins flokks eða sambræðslustjórn að ræða. Með nýjum stjórnum og nýjum stjórnarflokkum gerist alltaf einhver gagnleg breyting. Gömlum úreltum venjum og vinnubrögðum er vikið til hliðar og ný tekin upp. Allir þeir, sem með sanngimi og raunsæi hugsa um þessi mál, hljóta við nánari athugun að sannfærast um, að það er komið að tímamótum, þegar óhjákvæmi legt er að skipta um stjórn, þann- ig að nýir menn og ný sjónarmið fái að móta nauðsynlegar hreyt- ingar á vinnubrögðum og stjórn- arstefnu.“ Þessi draumur um tímamót er ekkert nýmæli, hann hefur kom- ið fram við hverjar alþingis- kosningar liðinn áratug. En nú er svo komið, að Tíminn minnist ekki lengur í þessu sambandi á hentistefnur eins og: Hina leið- ina, Nýju leiðina og Já, já, og nei, nei leiðina. Á þessum þriðju „tímamótum“ Tímans í ára- tug snýst hinn venjubundni draumur um það eitt að komast í ráðherrastólana að afioknum næstu kosning- um. Réttmæti draumsins er síðan stutt þeim rökum, að breyt- ingar breytinganna vegna hafi tilgang í sjálfu sér. Hentistefna Framsóknarflokksins hefur til þessa stuðlað að einangrun flokksins á vettvangi stjórnmál- anna, en fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu, ef flokkurinn tekur upp algjört stefnuleysi. ---------—-------- ..................................... uuuiiuua^wwwt-j—■ owiiiimnnHmn» mraaBBannMMwm Borgarfulltrúar og varaborgarf ulltrúar læra um borgarmálefni á borgarmálakynningunni í gæi <§>KARNABÆR TIZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS TÝSGÖTU 1 — 12330. MIKID AF NÝJUM VÖRUM!!! ÞETTA KOM í VIKUNNI. Herradeild: ★ ★ Á ★ ★ ★ ★ HERRAPEYSUR í ÚRVALI STAKAR BUXUR NÝ MUNSTUR IMÝ SNIÐ JAKKAR BINDI OG BINDASETT LAKKLEÐURLÍKIS- JAKKAR — ÓDÝRIR SOKKAR I LITUM EIGUM ENNÞÁ KULDAJAKKA OG HETTU-PEYSUR OG KÁPUR Dömudeild: ★ ★ ★ ★ ★ LAKK-LEÐURLlKIS- KÁPUR OG JAKKAR KJÓLAR ÝMSAR SlDDIR OG GERÐIR PEYSUR I MIKLU ÚRVALI FRÁ ERICA BUDD OG HAROLD INGRAM BUXNA-MIDI-PILS MIDI-PILS SPORTSOKKAR POKABUXUR — OG CREPE — ULLAR ULLAR MARY QUANT-SNYRTIVÖRUR ! ! NÝ SENDING AF ALLS KONAR SNYRTIVÖRUM — NÝJUNGAR ! !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.