Morgunblaðið - 09.10.1970, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.10.1970, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1970 1 D[ÍE(ilííIfl[ÍBÉ'ÍÍDE^org'i/i26/adsyi2s 5 piltanna atvinnumenn FIMM af þeim piltum, sem Wales teflir fram í landsleikn um á þriðjudaginn í Latigar- dal, eru þegar komnir á samn- ing atvinnumanna og þlggja kanp fyrir iðkun knattspyrnu og þjálfa samkvæmt því. I»ótt leikmenn þessir séu enn inn- an aldursmarksins „18 ára og yngri“ hafa þeir þegar skarað svo fram úr að atvinnumanna liðin hafa falazt eftir þeim, og þð aðeins fimm séu þegar á atvinnumannasamningi, munu þó allir piltarnir sem hing- að koma þegar „vera ráðnir“ þótt þeir leiki enn án kaup- greiðslna. Þessar upplýsingar fékk Mbl. erlendis frá um lið Wal es-ntanna. Atvinnumennirnir eru J. .1. Parton markvörður sem leikur hjá Btirnley, M. K. Edwards sem er ráðinn hjá Leeds Utd., A. C. Iinpey, sem er hjá Bristol Bovers, K. L. Watkins sem leikur með Brighton og L. James sem er h já Bttrnley. Aðrir leikmenn leika meðal annars hjá Nottingham For- est, tveir hjá Cardiff City, fyr irliðinn C. Randell leikur með Coventry City, og aðrir með minna þekktum liðum. Keppni hjá G.R. HIN ÁRLEGA Jason G. Clark golfkeppni hjá GR fer fram á laugardag og sunnudag og hefst kl. 1.30 báða dagana. Þetta er höggleikur með forgjöf og keppt um veglega styttu. Ef veður leyf ir verða leiknar 18 holur hvorn dag, en viðri illa verður keppn- in stytt í 12 holur hvern dag. Isl. unglingaliðið gegn Wales valið Leikur á þriðjudaginn í Evrópukeppni í Laugardal UNGLINGANEFND KSl vaidi í gær 16 manna lið úr þeim 25 manna hópi er tilkynntur hefur verið Evrópusambandinu vegna þátttöku Islands í Evrópukeppni landsliða 18 ára leikmanna og yngri. Þetta 16 manna lið á að mæta liði Wales i Laugardal á þriðjudaginn kemur. Hlutverki hinna í 25 manna hópnum er þó Veltikast — eina leiðin til að koma línunni undan háum bakka Námskeið í fluguköstum KASTNÁMSKEIÐ þau er Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar og Kastklúbbur Reykjavíkur hafa haldið sameiginlega undan- farin ár, hefjast að nýju I íþróttahöllinni í Laugardal á sunnudaginn kemur, og verður þeim hagað í aðalatriðum eins og undangengin ár. Keppni f irmaliða í knattspyrnu að ljúka KEPPNI firmaliða í knattspyrnu er nú langt komin og er aðeins eftir keppni þeirra fjögurra liða er sigruðu í riðluruum. Hefst sú keppni á fimmtudaginn á Há- sk ó lavellinum. Alls tóku 26 lið þátt í undan keppninni og var þeim skipt nið ur í fjóra riðla. í A-riðli sigraði lið Verksmiðjunnar Vífilfells sem hlaut 12 stig. í öðru sæti varð Eftmskip með 10 stig, þriðja Áburðarverksmiðjan með 7 stifc fjórða Skrúðgarðarnir með 6 stig, fimmta Silli og Valdi með 5 stig, sjötta Vegagerðin með 2 stig og loks Víðir sem hlaut ekk ert stig. í b-riðli sigraði lið Loftleiða, sem hlaut 10 stig. í öðru sæti varð Trésm. Reykjavíkur með 8 stig, þriðja rakarar með 7 stig, þá lögreglan með 6 stig, Frami með 6 stig, SÍS með 3 stig og Ormson með 0 stig. í C-riðli sigraði Sláturfélag Suðurlands með 11 stigum í öðru sæti varð Pósitur og sími með 10 stig, ísal hlaut 7 stig, Lands- bankinn 6 stig, Prentsm. Edda 6 stig, og Slökkviliðið 2 stig. í D-riðli sigraði BP með 10 stigum, í öðru sæti urðu Héðinn og Flugfélagið með 6 stig, Hótel Saga hlaut 5 stig, Ölgerðin 2 stig og Slippurinn 1 stig. Þau fjögur lið sem sigruðu í riðlunum, Vífilfell, Loftleiðir, BP og SS taka þátt í lokakeppn inni og leika þar allir við einn o-g einn við alla. Fer fyrsti leikur- inn fram á Háskólavellinum á fimmtudaginn kl. 5,30 og leika þar Vífilfell og Loftleiðir og á föstudaginn leika á sama stað og tíma BP og SS, en SS varð sig urvegari í keppninni í fyrra og hefur því titil sinn og bikar að verja. Næsta ár er ætlunin að breyta fyrirkomulagi keppninnar nokk uð og fara þau þrjú lið sem nú verða efst í keppninni í nokkurs konar „fyrstu deiid". Á námskeiðum þessum kenna ýmsir af snjöllustu veiðimönn- um landsins köst með flugu og kaststöngum, og samtímis er veitt tilsögn í fluguhnýtingum og hnútum, sem að gagni mega koma við stangaveiði. Aðsókn hefur verið mjög mik il að þessum námskeiðum á und anförnum árum og veruleg aukning nú síðustu árin. Félags- menn sitja í fyrirrúmi, en þátt- taka er annars heimil öllum á meðan húsrúm leyfir, og er þá einkum von fyrir utanfélags- menn að komast að á fyrstu námskeiðunum. Námskeiðin síðari hluta vetr- ar eru gjarnan þéttsetin félags- mönnum, sem eru að hressa upp á gamlan lærdóm og þjálfa sig undir sumarveiðina. Kennt er alla sunnudaga kl. 10,20 til 12 og stendur hvert námskeið fimm sunnudaga. Flugukast er nú mest iðkað með stuttum einhendisstöngum, og tilgangur ofangreindra félaga með þessum námskeiðum er fyrst og fremst sá, að kenna rétta meðferð veiðarfæranna, og gera nemendum kleift að hefja þessa skemmtun sína upp úr því að vera tómstundagaman, í það að vera íþrótt. Þátttaka að námskeiðum þess- um tilkynnist: Ástvaldi Jónssyni, sími 35158, Halldóri Erlendssyni, sími 18382 og Svavari Gunnars- syni, sími 52285. engan veginn lokið, því áfram verður haldið æfingum fyrir leik inn gegn Skotlandi hér 27. okt. og til leikjanna við þessi lönd erlendis síðast í nóvember. Lið það er Unglinganefnd KSl valdi var tilkynnt um kl. 7 í gær dag. Árni Stefánsson, iBA Hörður Sigmarsson, FH Róbert Eyjólfsson, Val Helgi Björgvinsson, Val Þórður Hallgrímsson, iBV Baldvin Elíasson, KR Gunnar Guðmundsson, KR Snorri Aðalsteinsson, ÍBV Árni Geirsson, Val Gísii Torfason, iBK Björn Pétursson, KR Viðar Haildórsson, FH Ólafur Danívalsson, FH Ingi Björn Albertsson, Val Örn Óskarsson, ÍBV Atli Héðinsson, KR. Unglinganefnd KSl hefur haft allan veg og vanda af undir búningi unglingaliðsins en ungl inganefndina skipa Árni Ágústs son form. Örn Steinsen og Steinn Guðmundsson. Piltarnir hafa tekið þetta „Evr ópuverkefni" mjög alvariega æft vel og unnið vel að málum enda sjá þeir að nokkru leyti um fjáröflun fyrir utanferðirnar. Þeirra verkefni er og erfitt eins og fram kemur í annarri frétt á síðunni. Fallegt mark ÞESSI skemmtilega mynd, i sem Sigurgeir í Eyjum tók I um síðustu helgi, er lærdóms- rík. Hún sýnir vel hverju góð ir „skallaleikmenn“ geta feng ið áorkað og ekki síður hversu I hættulegar nákvæmar send- ingar utan af köntum eru. ' Það er Ilaraldur Júlíusson — 1 öðru nafni „gullskalli" — sem I skorar yfir úthlaupandi mark vörð Akureyringa. Það var Sævar sem sendi fyrir. Mynd- n skýrir vel að nákvæmnin II öllu verður að vera upp á sentimetra og sekúndubrot. Myndin var tekin um síðustu 1 helgi ev bikarmeistararnir 1968 (ÍBV) sigruðu bikarmeist , arana 1969 (ÍBA) með 2-1 eftir framlengdan leik. Þetta 1 var fyrsta mark leiksins. Sundæf- ingar ÍR SUNDDEILD ÍR hefuir hafið vetrarstairf sitt og verður Matt- hildur Guðmuinidsdóttir, sund- kona, þjálfari félagsims í vetur. Æfingar eru þriisvar í viku á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 8—9.30 í Sund- höllinmii. Hálaunaður áhugamaður Finninn Nevala segir áhugamönn- um greiddar fúl^ur fyrir hvert mót PAULI Nevala, finnski spjótkast arinn heimsfrægi, hefur nú stað- fest þær „óstaðfestu fréttir“ sem eftir honum voru hafðar fyrr í sumar og lætur svo ttm mælt i blaðaviðtali á miðvikudag að hann hafi um 40—50 þús. s. kr. (eða ttm 800 þús. ísl. kr.) árlega fyrir að taka þátt í frjálsíþrótta mótum. 1 blaðaviðtalinu segir Pauli Nevala: — Ég er þess fullviss að þessi ummæli mín kunna að verða til þess að ég verði útilokaður frá keppni á Olympíuleikum í fram- tíðinni. En þetta er bláköld stað reynd. — Ég hef fengið að meðaltali um 800 s. kr. fyrir hvert mót. Ég hef tekið þátt í 50—60 mótum ár lega, svo dæmið er auðreiknað. — Þetta fé gengur undir nafn inu „farareyrir eða greiðsla fyrir vinnutap". En við skulum hætta þessari tvöfeldni, segir Nevala við Aftonbladet. Við skulum bara kalla þetta greiðslur fyrir vinnu. Nevala bætir því við að hann kunni að verða útilokaður frá OL. En hann hótar því að birta skrá yfir þau „laun" sem ýmsar þekktar stjörnur hafa fengið fyr ir sína vinnu, og þá geti komið að því að hætta verði við Olymþ íuleikana. 1 gærkvöldi höfðu ekki borizt viðbrögð við þessum ummælum Nevala. Orð hans eru staðfest- ing á því, sem lengi hefur verið haldið fram, en ekki fengizt stað- fest. En einhver kann að undr- ast á orðum hans, því hann er nú á fertugsaldri og senn kom- inn að leiðarlokum ferils síns, þegar hann „opnar skjóðuna".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.