Morgunblaðið - 11.10.1970, Side 23

Morgunblaðið - 11.10.1970, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR. 11. OKTÓBER 1970 47 fjallar um ævi fyrstu Chur- chillanna Johns Churchill her- toga af Marlborough og Söru konu hans, en fyrstu Churchill- arnir komu fram á 17. öld. Fyrsti þátturinn fjallar um það, þegar John og Sara Jenn- ings hittast í fyrsta sinn í hirð- veizlu hjá Karli 2. Bretákon- ungi. í kringum 1700 var John Churchill einhver mesti hers- höfðingi, sem þá var uppi, og þau hjón í raun og veru valda- mestu persónur í Bretaveldi. Hann var kallaður ósigrandi hershöfðinginn, en kona hans var mjög áhrifamikil við hirð- ina og helzti ráðgjafi Önnu drottningar, dóttur Karls 2. Margir sömu leikarar koma fram t þessum þáttum og léku í sögu Forsyte-ættarinnar. A dogum þeirra hjóna voru 5 þjóðhöfðingjar' við völd í Bretlandi og allan þann tíma voru þau i miðpunkti atburða- rásar þjóðfélagsins. Fyrir sigra sína í orrustutn fékk John Churchill Blenheim- höllina, en síðan hefur hún ávallt verið í eigu Churchill- œttarinnar. Þess má geta að nafnið Blen- heim valdi hann á höllina vegna þess, að hann hafði unn- ið sinn stærsta sigur við þýzka þorpið Blindheim. 21,50 Á ferS meS Kalla Bandarísk mynd, byggð á sam- nefndri bök eftir Nóbelskáldið John Steinbeck. Lýsir hún ferðalagi, sem hann fór í hjöthýs! árið 1ÖGO um þyer og endilöng Bandárikin ásamt loð- hundinum Kalla. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Þulur: Markús örn Antonsson. 22,40 Dagskrárlok. Þriðjudagur 13. október 20,00 Fréttir 20,25 Veður og auglýsingar 20,30 Finnst yður góðar ostrur? (Ka’ de li‘ östers?) Sakamálaleikrit í sex þáttum eftir Leif Panduro, gert af danska sjón- varpinu. 3. þáttur. Leikstjóri Ebbe Langberg. Aðalhlutverk: Povel Kern, Erik Paaske, Björn Watt Boolsen og Birgitte Price. — Þýðandi Dóra H afsteinsd óttir. Efni 2. þáttar: Lögreglan kemst að því að bíll Knudsens forstjóra sást hjá morð- staðnum um líkt leyti og morðið var framið. Einnig var bíll Brydes- ens bókara þar umirætt kvöld. Knudsen laumast út að kvöldlagi til fundar við óþekktan mann. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 21,25 Setið fyrir svörum Umsjónarmaður Eiður Guðnason 21,50 l»ýtur í rjáfri og runna .... Söngkonan Helgena Elda syngur létt lög. (Nordvision — Finnska sjónvarpið). 22.10 Róið á réttan stað Rætt er við norska bátaskipstjóra, og lýst notkun nýtízkulegra sigl- ingatækja til staðarákvörðunar. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 22,40 Dagskrárlok. Miðvikudagur 14. október 18,00 Ævintýri á árbakkanum Hammy heldur útsölu. Þýðandi Silja Aðalsteinsdóttir. Þulur Kristin Ólafsdóttir. 18,10 Abbott og Costello Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 18,20 Sumardvöl í sveit Brezkur framhaldsmyndaflokkur 1 sex þáttum, byggður á sögu eftir Noel Streatfield. Þýðandi Sigurlaug Sigurðardóttir. 6. þáttur — Á heimleið. Efni 5. þáttar: Bömin finna Stefán í helli við sti-öndina, en hann er sagnafár. Þau fara til Ónu, nágrannakonu sinnar, og hún kannast við Stefán. Hann er kvikmyndaleikari, sem var sendur á heimavistarskóla, en strauk það- an. 18,50 Skólasjónvarp Eðlisfræði fyrir 11 ára börn. 1. þáttur — Mælingar. Leiðbeinandi Ólafur Guðlmundsson. Umsjónarmenn örn Helgason og Guðbjartur Gunnarsson. Fyrsti þáttur skólasjónvarps- ins fjallar um mælingar og er í tengslum við samnefnda námseiningu, sem kennd er t 11 ára bekkjum. Þátturinn er sem sagt á sviði eðlisfræðinnar, en leiðbeinandi er Ólafur Guð- mundsson, kennari við Gagn- frœðaskóla Garðahrepps. Skólasjónvarpsþœttirnir verða alls 5 fram að áramótum, en eftir áramót verða þeir viku- lega, en alls eru þættirnir 10 og verða sýndir tvisvar hver. Allir þessir þættir eru í nánum tengslum við hið nýja námsefni í eðlis- og efnafrœði, sem kennd verður í 11 og 13 ára bekkjardeildum flestra skóla í vetur. Þess má geta, að kenn- urum þessa námsefnis hafa verið sendar leiðbeiningar um efni þáttanna og ætlunin er, að þeir myndi umrœðugrund- völl í næstu kennslustundum. Nú þegar er búið að taka upp 8 af þessum 10 þáttum og þeir heita: mœlingar, afstœði, og stefnufjarlœgðir fyrir 11 ára neuiendur; tími, hreyfing, rúm mál, eðlismassi og hitaþensla fyrir 13 ára börn. Eftir er að taka upp tvo þœtti um efna- fræði fyrir 11 ára börn. 19,05 Hlé 20,00 Fréttir 20,25 Veður og auglýsingar 20,30 Steinaldarmennirnir Þýðandi Jón Thor Haraldsson 20,55 Læknirinn kemnr Norsk mynd um starf héraðslæknis í strjálbýlu og afskekktu héraði. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 21,25 Miðvikudagsmyndin Exercis Sjónvarpsleikrit eftir Bengt Bratt, sem hlaut 1. verðlaun í leikritasam- keppni Nordvision árið 1070. Leikstjóri Lars Löfgren. Aðalhlutver'k: Hans Ðahlin, Lenn- art Lundh, Sven Wollter og Per Ragnar. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Leikritið gerist í æfingabúðum sænska hersins og lýsir lífinu þar og þeim anda, sem þar ríkir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 23,20 Dagskrárlok. Fftstudagur 16. október 20,00 Fréttir 20,25 Veður og auglýsingar 20,30 Zoltán Kodaly Mynd frá finnska sjónvarpinu um ungverska tónskáldið Zoltán Ko- daly, sem auk tónsrrúða safnaði ungverskum þjóðlögum og gat sér frægð fyrir brautryðjendastarf í tónlistarkennslu bama. Þýðandi Hjalti Kristgeirsson. (Nordvision — Finnska sjónvarpið). 21,15 Skelegg skötuhjú Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22,05 Erlend málefni Umsjónarmaður Ásgeir Ingólfsson. 22,35 Dagskrárlok. Laugardagur 17. október 15,30 Myndin og mannkynið Sænskur fræðslumyndaflokkur í sjö þáttum um myndir og notkun þeirra sem sögulegra heimilda, við kennslu og fjölmiðlun. 3. þáttur — Nadar og fyrstu loft- myndirnar. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 16,00 Endurtekið efni Að morgni efsta dags Rústir rómverska bæjari ns Pom- pei geyma glögga mync? af lífi og högum bæjarbúa og harmleiknum, sem gerðist þar árið 79 eftir Krist, þegar bærinn grófst i ösku frá eld- gosi í Vesúvíusi. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. (Nordvision — Danska sjónvarpið). Áður sýnt 13. september 1970. 16,35 Trúbrot Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíus- son, Magnús Kjartansson og Ari Jónsson syngja og leika. Áður sýnt 14. september 1970. Trúbrotsfélagarnir. Þessi fyrsti þáttur Trúbrots eftir breytingu á skipan hljóm- sveitarmeðlima í haust verður endurtekinn, en hann vakti mikla athygli sjónvarpsáhorf- enda. Um þessar mundir leikur hljómsveitin í Kaupmannahöfn, en þar mun hún leika á þrem- ur skemmtistöðum fram í byrj- un næsta mánaðar og einnig er plötuupptaka á döfinni í þess- ari utanför Trúbrots. 16,15 Stungið við stafni Síðasta dagskráin af þremur, sem Sjónvarpið lét gera síðastliðið 9um- ar í Breiðafjarðareyjum. Komið er í margar eyjar, skoðaðir sjávar- straumar og amarhreifður. Kvik- myndun Rúnar Gunnarsson. Um- sjónarmaður Magnús Bjamfreðsson. Áður sýnt 17. maí 1970. 17,25 Hlé 17,30 Enska knattspyrnan 1. deild: West Bromwich Albion — Leeds United. 18,15 IþrótUr Hlé. 20,00 Fréttir 20,25 Veður og auglýsingar 20,30 Smart spæjari Oft er flagð undir fögru skinni. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20,55 Ballettdansmærin Fylgzt er með einni fremstu ballett- dansmey Kanada, frá því að hún hefur undirbúning og æfingu, á hlutverki sínu í ballettinum ösku- busku, þar til að sýning fer fram. Þýðandi og þulur Helga Jónsdóttir. 21,25 Odette (Odette) Brezk bíómynd, gerð árið 1950. Leikstjóri Herbert Wilcox. Aðalhlutverk: Anna Neagle, Trevor Howard, Marius Goring og Peter Usti.iov. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. Myndi'n er byggð á sannsögulegum viðburðum, sem gerðust 1 heims- styrjöldinni síðari, þegar Bretar sendu njósnara til Frakklands. 23,20 Dagskrárlok. & A PERFECT FIT ^RM-0-Jy|ATIC DRESS FT)RM 1 M M Saumagíno Með FORM-O-MATIC saumagínunni getið þér séð fyrir fram hve fallegur kjóllinn, blússan, kápan €íða pilsið verður á yður. Nú getið þér mátað, þrætt saman, faldað eða breytt flík- illfl.pkurn svo miklu auðveldar en áður. ^^^^^lSaumagínan er sterk, hún hvorki Ispringur, rifnar eða brotnar. Er létt ' og þægileg í meðförum. Hún stendur á þrífæti. Jersey áklæði sem hylur hana er mjúkt, og auðvelt er að festa prjónum í það. Þetta er saumagínan sem lengi hefur verið beðið eftir, enda verðið svo hag kvæmt að það aftrar engum frá því að kaupa hana. Meðalstærð — Yfirstærð. Gínan afgreiðist í 2 stærðum og væri það algjör undantekning ef þér gætuð ekki breytt gínuni nákvæmlega eftir yðar málum. Látið ekki hjá líða að senda afklipp- inginn hér að neðan til Heimavals og munum við senda yður nánari upplýs- xingar um hæl. tÓKEYPIS — Með Jýnunni fáið þér ókeypis 93 blað- síðna Sníða- og Saumabókina ,,A.B.C. of Sewing“ svo lengi sem birgðir end- ast. Prentstafir Vinsamlegast, sendið mér nánari upplýsingar um Form-O-Matic Saumagínuna, mér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga frá minni hálfu. 'j&>. Nafn: IS Heimilisf.: HEIMAVALR8KÖ&Í39I Uppskrift verður aldrei góð, ef notuð eru léleg hráefni. Þetta vita aliar reyndar húsmæður. Því hefur Ljóma Vítamín Smjörlíki verið mest selda smjörlíki á íslandi í mörg ár. LJÓMA VÍTAMÍN SMJÖR- LÍKI GERIR ALLAN MAT GÓÐAN OG GÓÐAN MAT BETRI LJOMA VÍTAMÍN SM|ÖRLÍK( Leyndardómur góðrar uppskriftar! • smjörlíki hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.