Morgunblaðið - 25.10.1970, Síða 1

Morgunblaðið - 25.10.1970, Síða 1
25. október 1970 uuum. Þegar ég sagði af mér... Frásögn George Brown, fyrrv. utanríkisráðherra Bretlands 1 MARZ 1968 sagði George Brown, utanríkisráðherra Breta, af sér störfum, eftir ágreining við Wilson, forsætisráðherra. Hann rekur hér aðdragandann og skýrir umbúðalaust frá því, hversu mjög honum mislíkuðu vinnubrögð Wilsons. Hann kallar þau brot á stjómarskránni og segir að Wilson hafi verið að leika bandarískan forseta með því að taka sér sjálfskipað vald. George Brown „Nóttina milli 14. og 15. marz 1968, þegar ég sagði af mér embætti utanrikisráðherra, urðu sannarlega þáttaskil í mínu eigin lifi, og að ég held einnig í samtímastjórnmálasögu okkar. Ástæðurnar fyrir afsögn minni hafa sveipazt móðú í áhrifamiklum frásögnum sem blöð og sjónvarp hafa flaggað, en ástæðurnar voru í rauninni mjög einfaldar — hreinar og beinar. Ég sagði af mér vegna djúpstæðs grundvallarágrein- ings, vegna þess að fyrir mér var forsætisráðherrann ekki aðeins að troða „forsetakerfi" inn í stjórn rikisstjórnarinnar, sem er í fullkominni andstöðu við brezku stjórnarskrána — aðrir hafa freistazt til hins sama — heldur beitti því svo, að ákvarðanir voru teknar í blóra við og eða án vitundar ráðherranna, og alltof oft voru óviðkomandi m enn sem nutu hylli hans nær því hinir einu, sem áhrif og ítök höfðu í ríkisstjórninni. Ég sagði hug minn allan í af- sagnarbeiðni minni í bréfi til Harolds Wilson þann 15. marz: „Atburðir siðustu nætur og dagsins í dag hafa snúizt að atriðum, sem hafa, eins og þér vitið, valdið mér áhyggjum um nokkra hríð. Það er í stuttu máli sagt, hvernig þessari stjórn er hagað og með hvaða hætti við tökum ákvarðanir okkar. Þér og ég höfum rætt þetta oftar en einu sinni. Ég lít á þetta sem mikilvægara grund vallaratriði en nokkurt ein- stakt stefnumark." „Það ákveðna atvik, sem fyllti mælinn,“ heldur Brown áfram, „var sú ákvörðun for- sætisráðherrans að biðja drottninguna á skyndifundi að lýsa yfir lokun bankanna i því skyni að koma til móts við beiðni frá Bandaríkjunum, sem voru í tengslum við ráðstafan- ir, er varð að gera til að stöðva hið ruglingslega gullæði sem þá gekk yfir. Engin tilkynning þessa efn- is hafði verið rædd ráðherr- anna á meðal og engin yfirlýs- ing var gefin þar að lútandi í Neðri málstofunni. Auðvitað hafa menn velt vöngum síðar, einlægt fólk sem segir, að þetta hafi hreinlega verið tekniskt atriði —-. hafi snúizt um það, hvort maður hef ur frídag bankamanna á ákveðnum degi eða ekki. En tæknihliðin — eða hvað sem þama var um að ræða — var í raun og veru yfirskinsátylla; annað var um hvað málið sner ist í raun og veru, hver bað um það og eða stjórnaði því. Ef við vorum í reyndinni að gera eitthvað sem Bandarikja- mönnum var áfram um að fá okkur til, vissi enginn áhrifa- maður hér nokkurn tíma neitt að ráði um það. Og í öðru lagi var það í mínum augum brot á gildandi stjórnarskrá er forsæt isráðherrann og tveir ráðherr- ar tóku ákvörðun, sem öll rík- isstjórnin hefði átt að fá að tjá sig um. Yfirlýsingin var á rökum reist — ef leitað hefði verið álits ríkisstjórnarinnar eftir venjulegum leiðum, þá hefði vel getað svo farið að við hefð- um stutt hana. Kjarni málsins var, að ekki var spurt um álit stjórnarinnar. Þó svo að ég væri aðstoðar- forsætisráðherra, utanrikisráð- herra og ætti sæti í efnahags- nefnd stjórnarinnar, þá var mér til að mynda alls ókunnugt um þetta. Aðrir ráðherrar komust að því fyrir tilviljun að Harold Wilson, Roy Jenkins og Peter Shore höfðu farið til konungshallarinnar. Við höfðum ekki hugmynd um, hvað var á seyði, hvort önnur gengisbreyting var yfir- vofandi, hvað í ósköpunum var á döfinni. Þetta var ákvörðun, sem Wilson tók i krafti síns sjálfskipaða og sjálfgefna valds, án þess að leita ráða hjá okkur, án þess svo mikið sem segja okkur af því. Það var aðferðin, sem beitt var ekki ákvörðunin sjálf, sem mér virt- ist þá — og hefur virzt alla tíð síðan vera algert brot á gild- andi stjórnarskrá. En atburði þá, sem gerð- ust aðfararnótt 15. marz er ekki fært að líta eina sér. Til þess að skilja mikilvægi þessa máls og hversu djúpstæð áhrif þeir höfðu á mig, er nauðsyn- legt að líta um öxl og rifja upp ýmis önnur skipti, þegar ég átti við ýmsan vanda að glíma, sem var mér engan veginn að skapi og þau voru sprottin af aðferðum Wilsons við að stjórna stjórninni." Brown rifjar síðan upp mál, sem ofarlega var á baugi um þessar mundir, þ.e. hvort brezka stjórnin ætti að selja vopn til Suður-Afríku. Hann hafði tekið þátt í viðræðum við stjórn Suður-Afriku fyrir hönd brezku stjórnarinnar I meira en ár, og var suður- afrísku stjórnina tekið að lengja eftir því að endanlegt svar fengist. Vegna þeirra efnahagsörðugleika, sem við var að etja um þessar mundir i Bretlandi þótti ýmsum súrt í broti að verða af þeim fjár- munum sem þarna voru í boði og einnig var nokkur óhugur í mönnum um áframhaldandi við- skipti milli landanna tveggja, ef Bretar neituðu að selja vopn til Suður-Afríku, að sögn Browns. SUður-Afríka hafði óskað eft ir því að kaupa af Bretum or- ustuvélar af Buccaneer gerð, einnig ýms gögn fyrir flotann. Brown telur að þessi hergögn hafi Suður-Afríka ekki einung- is þurft í eigin varnarskyni, heldur einnig til að hafa eftir- lit á ýmsum svæðum úthafsins, sem Bretar höfðu annazt gæzlu á fyrr, en Suður-Afríkumenn höfðu nú tekið yfir. Síðan segir Brown: „í mínum huga lá málið ljóst fyrir. Við höfðum skömm á aðskilnaðar- stefnu Suður-Afriku, og það hefði verið óhugsandi að selja stjórn Suður-Afríku vopn sem nota hefði átt innanlands. En um varnir Suður-Afríku út á við og á þessum höfum gegndi allt öðru máli, þar sem það var meginmál fyrir okkur — i ljósi lokunar Súezskurðarins, — þar sem við þurftum að treysta um margt á þessa sigl- ingarleið, ekki hvað sízt með það i huga, hvað Rússar höfðu stórlega fært út kvíarnar á Ind landshafi. „Ég fékk því ekki skilið þá mótbáru," heldur Brown áfram — „að þau vopn og her- gögn, sem Suður-Afríkustjórn var að biðja um frá Bretum væru svoddan háski við svert- ingja i Suður-Afríku, 'sem ýms ir vildu vera láta og neituðu að réttlæta vopnasöluna út frá þeim forsendum. Auk þess gát- um við ekki horft framhjá þvi, að seldum við þeim ekki vopn, biðu Frakkar eða einhverjir aðrir með útréttar hendur sem kröfðust þess af Suður-Afríku að láta þá selja þeim vopnin." Engu að siður telur Brown að mál eins og þetta sé mats- atriði, sem fólk myndar sér skoðun um og stendur við hana, hvers eðlis sem hún er. Þó svo þær viki langt frá hans eigin kveðst hann virða þær fullkomlega. Hann rekur síðan að meðan á þessu þófi stóð hafði hann hitt að máli ýmsa ráðamenn Suður-Afríku, og rætt við þá málin og meðal annars rætt um vaxandi áhrif þeirra í Rhode- siu og Mosambik. Þessir fund- ir voru haldnir bæði í New York og London og hann getur um einn, sem hafi verið hald- inn í forsætisráðherrabústaðn- um í Downingstræti, þar sem Wilson hafi verið i forsæti. Brown kveðst siðan hafa sent bréf til Mullers utanrikis- ráðherra Suður-Afríku. Var bréf þetta sent eftir venjuleg- um diplómatiskum leiðum, þ.e. um hendur sendiherra Breta í Pretoriu. „1 þessu bréfi, skýrði ég pólitísk vandkvæði okkar, eftir að hafa áður vikið lítil- lega að Rhodesíu og stakk upp á þvi að ef þeir reyndu að skilja sjónarmið okkar og setja okkur ekki endanleg tímatak- mörk um vopnasöluna, myndi stjórnin væntanlega verða þess visari að það hefði borgað sig að bíða. Þetta varð síðar þekkt undir nafninu „hófsamlega ábendingarbréfið," því að auð- vitað siaðist efni þess út og gengið út frá þvi, að ég myndi láta Muller vita, þegar rétta stundin væri upprunnin." Brown segir síðan: „Ég end- urtek, að þetta var gert með fullri vitund forsætisráðherr ans, og ég hylltist þvi til að telja þetta í senn ábyrga stefnu og rétta og auðvitað hafði málið verið rætt í þauia á fundum ríkisstjómarinnar og í helztu nefndum hennar. „Þann 11. desember 1967,“ heldur Brown áfram, „þurfti ég að fara til Brussel til að sitja fund Atlantshafsbanda- lagsins. Þá daga, sem fundur- inn stóð yfir var ég að sjálf- sögðu í nánu sambandi við ut- anríkisráðuneytið og samráð- herra mína. Sérstaklega gætti Denis Healy þvi að hafa við mig gott símasamband og einn- ig bréflega sagði hann mér frá því sem var að gerast í London. Ég varð þess vísari með þessu móti, að málið allt hafði skyndilega orðið tilefni mikilla umræðna og harðar deilur höfðu risið um það innan þing flokks Verkamannaflokksins.' ■<*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.