Morgunblaðið - 25.10.1970, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.10.1970, Qupperneq 8
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1970 „Þessi fjandans Nader.“ Maðurinn sem þetta sagði heit ir Lyndon B. Johnson og var forseti Bandaríkjanna nú ekki alls fyrir löngu. Maðurinn sem hann var að bölva heitir Ralph Nader og er eins kon- ar sjálfskipaður forseti banda- rískra neytenda. Ástæðan fyr ir unimælum Johnsons var sú, að hann var á eftirlitsferð um búgarðinn sinn í Texas í nýjum bíl. Framrúðan óhreink aðist og Johnson fór að leita að rúðusprautunni, en fann hana ekki. Ástæðan fyrir að hann fann hana ekki voru nýjar öryggisreglur, sem Nad er kom til leiðar og banna útistandandi stjórntakka í bif reiðum. 35 MILLJÓNIR í SKAÐABÆTUR Ralph er 36 ára að aldri og lögfræðingur að mennt frá Harwardháskóla. Hann hefur helgað sig baráttumálum neyt enda frá því áð hann lauk háskólanámi. Hann varð fyrst frægur í Bandaríkjunum 1965, er hann gaf út bókina „Un- safe at Any Speed", þar sem hann gagnrýnir harkalega bif reiðaiðnaðinn i Bandaríkjun um. Bók hans var um langt skeið efst á sölulista, eftir að í ijós kom að risafyrirtækið jp J Oj * , £f||||* Ám Ralph Nader með „árásarsveit" sinni. „þessi fjand... Nader” Forvígismaður bandarískra neytenda lifir hálf gerðu sultarlífi General Motors hafi ráðið leynilögreglumenn, til að njósna um hann og reyna að finna á honum höggstað. Fyr irtækið bað hann síðan opin- berlega afsökunar og nú fyr- ir skömmu fékk hann 35 milljónir ísl. kr. i skaðabæt- ur. Eftir að bókin kom út hrapaði sala á Chevrolet Cor- vair um 93% og i fyrra var framleiðslunni hætt. Nader sannaði að bifreiðin var stór hættuleg. 1 kjölfar bókarinn- ar samþykkti Bandaríkjaþing nýja öryggislöggjöf um út- búnað bifreiða þar sem bif- reiðaframleiðendur voru skuldbundnir til að gera 29 öryggisráðstafanir í útbúnaði bifreiða. Þetta var aðeins byrj unin, stöðugt er unnið að endurskoðun og endurbótum á löggjöfinni. Þessi löggjöf hef ur einnig verið tekin til fyrir myndar í öðrum löndum heims, sem framleiða bifreið- ar. Þegar Nader hafði unnið sigur í baráttunni gegn bif- reiðaiðnaðinum snéri hann sér af fullum krafti að öðrum við fangsefnum. Þar hefur starf hans verið jafn árangursríkt og fjöldi nýrra laga, sem vemda neytandann hefur ver ið afgreiddur í þinginu. Þar má nefna Kjötlögin frá 1967, öryggislögin um gasleiðslur, geisiavirkni, fuglakjötslögin, og námalögin, öll frá 1968. Nader varð fyrstur til að ásaka barnamatarframleiðend ur um að stefna heilsu ung- barna í hættu með því að nota efnið monosodium gluta- mate, sem er bragðbætandi, í framleiðslu sina, en læknar hafa sýnt að þetta efni veld ur krabbameini i heila á ýms um dýrategundum. Þrir stærstu framleiðendurnir hættu þegar notkun þess. Það voru einnig stöðugar aðvaran ir Naders, sem leittu til banns við notkun gervisykursins cy ciamates i megrunarfæðu. ÞJÖÐHETJ'V Nader hefur verið óþreyt- andi í herferð sinni. Hann hefur ráðizt gegn sviknum pylsum, óhreinum fiski, drátt arvélum, sem velta og drepa bændur, hættulegri misnotk- un röntgengeisla á sjúkrahús um og hann kom þvi til leið ar að litasjónvarpstæki, sem gáfu frá sér geislun, voru kölluð til baka af framleið- endunum. 1 augum banda- riskra neytenda er hann nokkurs konar þjóðhetja og tákn þess, sem skynsamleg mótmæli geta komið til leið- ar. 1 baráttu sinni notar hann aðeins þau vopn, sem öllum standa til boða, lög og almenningsálit. Honum tekst alltaf að brjótast gegnum varnarmúrana og ná ár- angri. Hann er sönnun þess að litli maðurinn i þjóðfélag- inu getur náð árangri og hrist til ríkisbáknið, stórfyrir- tæki og verkalýðssamtökin. „ÞETTA ER RALPH“ Nader segir „Hlutverk mitt er að koma málunum fram í dagsljósið þannig að ekki sé hægt að virða þau að vett- ugi. Við verðum að vita hvað við erum að gera okkur sjálf um, það er hægt, og í ra-un og veru verið að útrýma lífs skilyrðum. Notkun tækni á ekki aðeins að vera heimil nokkrum útvöldum, heldur öll um.“ í baráttu sinni rekur Nader stöðugt á eftir þing- mönnum í báðum deildum þingsins. Hann leggur fram drög að nýjum lögum og ef einhver seinagangur er á af- greiðslu þeirra í nefndum I' . !■....! GRENSÁSVEGI22 - 24 »30280-32262 :: Jt 1 M 1 pil !i[ 1 ]p LITAVER [KKIABEINS SIIMT - HELDOR ALLT sem þarf til að gera íbúðina fallegri og verðmætari, m. ö. o. til að gera fjóra veggi að íbúð, fæst í LITAVERI. Nú í október viljum við minna á að viðskipti við LITAVER eru yður hagkvæm vegna þ ess að LITAVER leggur áherzlu á MAGNINNKAUP, sem lækkar vöruverð allverulega. T. d.: GÓLFTEPPI VEGGFQÐUR allir gæðaflokkar — allar breiddir — margar tegundir. Verð frá 298,— til 881,— hver fermetri. pappír — plast — vinyl — silkidamask. Fjöldi nýrra lita. Verð og gæði við allra hæfi. — parket- vinyl-gólfdúkur, á lækkuðu verði, að auki fjöldi annarra tegunda. Hvað um allt hitt? Jú málning, málningarvörur, sparstl, lím, límbönd, jú allt sem með þarf. LÍTTU VID í LITAVERI LITAVER ER AÐ GRENSÁSVEGI 22 OG 24.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.