Morgunblaðið - 25.10.1970, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.10.1970, Qupperneq 11
MORGUMBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1970 35 ar á fleiri og sérhæfðari starfs krafta, þeim mun brýnni verð- ur þörf hvers einstaklings fyrir viðtæka og frjóa undirstöðu menntun. Við megum með engu móti láta glepjast svo af massa menningu og poppæði tíðarand- ans, að við týnum niður alda- gamalli sérvizku Islendingseðlis ins. Við stærum okkur af því að búa í lýðræðisríki. Forsenda þess er sú, að þegnarnir séu færir um að skilja og taka af stöðu til flókinna þjóðfélags- vandamála, en það reynir ekki aðeins á þekkingu, heldur einn ig á tilfinningaþroska, dóm- greind og jákvæð félagsleg við horf. Þetta leggur skólanum þá skyldu á herðar að kenna sjálf stæð vinnubrögð, náms- og vinnutækni, þjálfa rökrétta hugsun og skilning. Af því starfi ræðst, hvort okkur tekst að aðlagast örum þjóðfélags- breytingum, sem sigla i kjölfar tækniþróunar; hvort okkurtekst að tileinka okkur nýja, fræði- lega og verklega þekkingu, sem nýjar starfsaðferðir krefjast; og hvernig okkur tekst að átta okkur á framvindu þjóðfélags- þróunarinnar og ráða fram úr einstaklingsbundnum og félags- legum vandamálum, sem henni eru samfara. ÖLDUR STÚDENT ABYLTIN G A Þvi er ekki að leyna, að hin síðari ár hefur brotizt fram megn óánægja með starf skól- anna, enda þótt oft sé næsta tilviljunarkennt, að hverju sú óánægja beinist hverju sinni. Öldur stúdentabyltinga hafa borizt að íslandsströndum, þótt enn sé varla hægt að tala um meira en dauft bergmál frá því umróti, sem orðið hefur í hug- um æskufólks, jafnt austan hafs sem vestan. Hér á landi hefur óánægjan einkum beinzt að úreltu náms- efni og námsaðferðum, (allt frá barnaskóla til háskóla), og ná- tengt því, skorti nútímalegra kennslubóka í flestum greinum; að vitlausum prófum; að ónógu framboði kennara með viðhlit- andi menntun og vöntun á skipulögðum námsleiðum fyrir stóran og vaxandi hóp ung menna, sem finnur þörf fyrir framhaldsmenntun, aðra en menntaskólanám og háskólanám Og siðast en ekki sizt að þeim mikla aðstöðumun til menntun- ar, sem ríkjandi er eftir bú- setu og efnahag. Við óttumst, að menntun sé aftur að verða forréttindi fárra útvalinna. Eins og er brotna þessar óánægjuöldur þyngst á Háskól- anum, sem allt í einu hefur vaknað upp við vondan draum við það, að þúsundir ungmenna knýja þar dyra, en hann hef ur reynzt alls óviðbúinn að veita þeim viðtöku. Menntaskólarnir hafa einkum sætt gagnrýni fyrir það að hafa um of verið bundnir hefð- bundnu hlutverki sínu í þjóðfé lagi 19. aldar, að búa fámenn- an hóp undir háskólanám í þeim greinum, sem sniðnar eru við hæfi embættismanna í kanselíi ríkisins. Þeir hafa verið of fáir, námsefni of einhæft og kennslu aðferðir litt frábrugðnar því, sem verið hefur á fyrri skóla- stigum. Á allra seinustu árum hefur verið reynt að mæta þess ari gagnrýni með ýmsu móti: endurskipulagningu námsskrár, valgreinafrelsi, skiptingu náms tímans í annir, breyttum kennsluaðferðum, betri bóka- kosti og námsaðstöðu i skólum. í þessu efni hefur þegar mikið áunnizt, þótt húsnæðisskortur og þrengsli hái mjög ýmsum nauðsynlegum umbótum. Hvor- ugt mun þó standa okkur fyrir þrifum í þessum skóla á næst- unni. Allt okkar skólakerfi er nú í deiglu endurskoðunar og endur mats, þótt mörgum þyki sem hægt miði. Við verðum að hafa hugfast, að skólakerfi er í eðli sími ákaflega ihaldssamt fyrir- bæri. Ef það er látið i friði, hættir því við að stirðna í föst um skorðum, og einangrast frá meginfarvegi þjóðlífsins. Eitthvert bezta dæmi um þetta, sem ég minnist, er athugun, sem fram fór á vegum banda- rískra aðila, á því hve langur tími liði, í ýmsum greinum, frá því að hugmynd hefur náð fullri viðurkenningu helztu fræði- manna í viðkomandi grein og þar til hún hefur almennt ver ið hagnýtt i starfi. I læknis- fræði reyndist þetta bil vera að meðaltali um 3 ár; í landbúnaðar vísindum mun lengri timi. En í skólamálum leið u.þ.b. hálf öld frá því að hugmynd sem naut al mennrar viðurkenningar, var komin á framkvæmd í u.þ.b. 3 hundraðshlutum af skólakerfi landsins. Tregðulögmálið reynd- ist hvergi lifseigara. Þetta kemur heim og saman við okkar eigin reynslu. Af til viljun rakst ég fyrir skömmu á tímaritsgrein eftir dr. Steingrím Arason, merkan skólamann á sinni tíð. Greinin birtist í And- vara árið 1919 og fjallaði um markverðar nýjungar í skólamál um í Bandaríkj unum á tímabil- inu upp úr aldamótum. Þar tí- undar hann samvizkusamlega all ar þær hugmyndir sem nú eru efst á baugi í skólamálaumræðu okkar. Ég man naumast eftir nokkurri tízkuhugmynd, sem nú er á kreiki, sem ekki var getið I þessari grein. Hvers vegna er þetta svo? Vegna þess, að til skamms tíma hafa skólamál ekki skipt máli á Islandi. Þau hafa setið á hak- anum og lítið verið um þau hugs að eða ritað. Þess vegna er gagn rýnin nú óvægnari en ella; við þurfum á skömmum tíma að vega upp margra ára vanrækslusynd ir. Svo lengi sem við höfum get- að séð fyrir húsnæði og ein- hvers konar eftirlitsmönnum með hinum skólaskylda unglinga skara, höfum við þótzt hafa vel gert. Það þarf engan að undra, þótt þetta komi okkur í koll. Þetta hefur verið eins og með þorskinn og síldina: það er magnið, en ekki gæðin, sem allt hefur snúizt um, fremur en verð mæti þeirrar vöru, sem við fram leiðum. Nú heyrum við oft hampað tízkuvígorði af erlendum upp- runa um, að fjárfesting í mennt- un og vísindum sé sú sem mest- um arði skili til langs tíma. Þessi kenning hefur auðvitað við rök að styðjast í iðnvædd- um þjóðfélögum, þar sem at- vinnulífið er þannig upp byggt, að eftirspurn fyrirtækja eftir vel menntuðu og sérhæfðu vinnuafli er mikil og stöðug. 1 slíku þjóðfélagi starfa skólarnir í nánum tengslum við atvinnu lífið og skila því aftur margföld um arði í aukinni framleiðni. Hér á landi er strúktúr atvinnulífs ins með öðrum hætti. Fyrirtæk- in eru flest smá og lokuð fjöl- skyldufyrirtæki, sem hafa tak- markaðan áhuga eða getu til að hafa sérhæfða starfskrafta í sinni þjónustu. Það er því ekki við skólana eina að sakast, ef þeir reynast um of vera eins konar veitu- kerfi atgerfis og kunnáttu burt frá sjálfu atvinnulífinu til áhættulausrar þjónustu í embætt ismannakerfi ríkisins. En í þessu efni þurfa báðir aðilar að bæta ráð sitt. viðhorf, sem m.a. hijóta að ger breyta öllum venjubundnum hug myndum manna um hlutverk skólans í þjóðfélaginu. 1 fyrsta lagi er Ijóst, að menntun getur ekki framar skoðazt sem lúxus, forréttindi fárra útvalinna, held ur þjóðfélagsleg nauðsyn. 1 þess um skilningi er stúdentspróf — eða samsvarandi framhaldsnám ekki annað en gagnfræðapróf okkar tíma. I sama stað blasir það við, að þær þjóðir, sem ekki haga skólastarfi sinu í samræmi við þessar staðreyndir, hljóta að dragast aftur úr; verða annars flokks þjóðir, hvað snertir efna- hagslegar framfarir og lífskjara þróun. 1 þessum skilningi er það orðið öfugmaéli, að bókvitið verði ekki í askana látið. Afleiðingar þekkingarbylting- arinnar eru svo víðtækar, að rétt lætir að sumra viti, að talað sé um nýja samfélagsgerð: skóla- samfélagið. Þetta skólasamfélag einkennist ekki aðeins af nauð- syn mun lengri skólagöngu og sérnáms til undirbúnings hinum ýmsu störfum í þjóðfélaginu; ekki aðeins af þvi að tryggja verður öllum þegnum þjóðfélags ins eins mikla menntun og haefi- leikar óg geta leyfa; heldur öllu fremur af því, að rannsóknir á öllum sviðum draga nýja þekk- ingu svo ört fram í dagsljósið, að viðteknar hugmyndir úreld- ast á mörgum sviðum á fáum ár- um. f þessu er fólgið hið bylt- ingarkennda inntak okkar tíma: Það kallar á sífellda endurskoð- un námsefnis; að nema úr gildi, það sem ekki stenzt og bæta nýju við. Það þýðir sífellda end urskoðun skólabóka, stöðuga við haldsmenntun kennara. Fimm Framhald á bls. 40 Velduð þér yður bíl eftir hemlakerf inu, kœmi tœpast nema einn til greina VOLVO Tvöfalt hemlakerfi -Tvöfalt öryggi Suðurlandsbraut 16 • Reykjavik • Simnefni: Volver • Simi 35200 Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu ÞEKKIN G ARBRE YTIN GIN Við lifum á tímum sem eín- kennast flestu fremur af geysi- örum breytingum, sem setja mark sitt á alla þjóðfélagsþró- unina. Undirrót þessara breyt- inga er þekkingarbyltingin. Þjóðfélagið hagnýtir sér stöðugt ávexti nýrrar þekkingar í fram- leiðslustarfi sínu og það kallar aftur á síaukna þekkingu og sér menntun einstaklingsins til starfa í hinu flókna, tækni- vædda þjóðfélagi. Við þessar aðstæður eru komin til sögunnar ný grundvallar- Ef þú lítur í alheimsblöð ...er ávallt @ CAMEL í fremstu röð ÚRVALS TÓBAK ÞESS VEGNA ÚRVALS SlGARETTUR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.