Morgunblaðið - 25.10.1970, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.10.1970, Qupperneq 14
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓ8ER 1970 George Mikes hjá bernskuheim ili sínu á Ungver jalandi. Grátbrosleg endurkoma Eftir George Miles GEORGE MIKES, rithöf- undinum, sem kunnur er fyrir bókina ,,How to be an alien“, grínbók um Breta, og fleiri bækur í svipuðum dúr, var nýlega vísað úr landi í Ung- verjalandi, þar sem hann starfaði með sjónvarps- myndatökumönnum frá BBC. Mikes er fæddur í Ungverjalandi, en hefur verið búsettur í Englandi síðan 1939. Frásögn hans af grátbroslegri endur- komu til Ungverjalands fer hér á eftir nokkuð stytt. Það er ekki laust við að ég sé dálítið undrandi og hrifinn af sjálfum mér að því að vera allt í einu orðinn hetja í njósnasögu. Klukkan 11 að morgni laugardagsins 29. ágúst var ég ásamt Michael Houldey, sjónvarpsmyndafram- leiðanda BBC, sem ég vann með að gerð sjónvarpskvik- myndar um Ungverjaland, kvaddur í blaðadeild ung- verska utanríkisráðuneytisins, þar sem ég fékk skipun um að fara úr landi án tafar. Embættismaðurinn, sem hafði með mál okkar að gera, Tibor Aranyi, var nýtekinn við starfi sínu og var greinilega tauga- óstyrkur. Ég var ekki viss um, hvers vegna mér var vísað úr landi, en tilgreindar voru þrjár ástaeður — eða afsakanir — svo mikið var víst, að þær fengu ekki staðizt og voru lé legri en við mátti búast. Fyrsta afsökunin yar á þá leið, að við hefðum skilið leið- sögumann okkar eftir í Búda- pest þegar við fórum út á land. Aranyi hafði greinilega gleymt því, að það var hann sjálfur sem hafði ráðlagt okk- ur þetta. Önnur afsökunin hljóðaði þannig, að í Kerepesi-kirkju- garðinum hefðum við bæði myndað grafir frelsishetjanna og AVO-mannanna (leynilög- reglumanna), sem féllu í upp- reisninni 1956. Þetta höfðum við gert að ráðum Peter Rényi, ritstjóra aðalmálgagns komm- únistaflokksins. Ég hafði innt hann eftir því, hvort þaðværi óhætt. Hann sagði, að Ung- verjaland væri frjálst land og við gætum gert það sem okk- ur sýndist. Ég lét í ljós ánægju mína og sagði, að ef ungversk yfirvöld væru þeirr- ar skoðunar, að við værum að setja saman áróðurskvikmynd, þá yrði mér tafarlaust visað úr landi, en Rényi sagði bros- andi: „Reka þig úr landi. . . . sagðirðu reka þig úr landi? Ég get fullvissað þig um, að sá tími er liðinn.“ Það var og. AMMA MÍN Þriðja afsökunin fyrir brott vísun minni var sú, að ég hefði heimsótt íbúðina, sem amma mín átti einu sinni heima i, og það meira að segja án þess að á ömmu hefði verið minnzt í upphaflegri starfsáætl un okkar. Lástinn yfir afbrot mín var ekki stórbrotinn, svo að ung- versk yfirvöld voru nauðbeygð til að grípa til gamalkunnra ráða og reyna að klina á mig nokkrum ásökunum um njósn- ir. Sjálfur Stalín var þeirrar skoðunar, og Ian Fleming hef ur síðan staðfest það, að allir Englendingar væru starfsmenn leyniþjónustunnar, og ég verð að játa, að það gladdi mig að skilgreiningin nær einnig til þeirra sem eru ekki innfæddir Englendingar. Rækilega undirbúnar áætlan ir lögreglunnar fóru nokkuð úrskeiðis, en fyrst verð ég að byrja á byrjuninni. Fyrir nokkrum mánuðum ákvað ég að skrifa bók um Mið-Ev- rópu. Hugtakið „miðevrópsk- ur“ hefur alltaf hljómað bros- lega í engil-saxneskum eyrum og gjarnan leitt hugann að skoplegum mönnum í síðum frökkum með undarlegan mál- hreim, en Mið-Evrópa virðist hafa horfið af landakortinu eft ir síðari heimsstyrjöldina. Það sem fyrir mér vakti var að ganga úr skugga um, hvort Mið-Evrópa væri ennþá til, (því miður verð ég að viður kenna, að hún er ekki lengur til, en það er önnur saga). Meðan ég vann af kappi að undirbúningnum, spurði brezka sjónvarpið mig, hvort ég hefði áhuga á að vinna að og semja texta við mynd í sérstökum myndaflokki. Ég þáði boðið, og 3. ágúst kom ég til Ung- verjalands. Þegar ég kom yfir landamær in einsetti ég mér að vera hlut lægur i mati mínu á landi og þjóð og láta ekki tilfinningar ráða skoðunum mtnum. En hvemig sem ég reyndi gat ekki farið hjá þvi, að það mót aði afetöðu mina, að ég er fæddur og uppalinn í Ung- verjalandi, þar er ég menntað- ur og átti heima i tuttugu og sex ár. Ungverjaland er enn- þá hluti af sjálfum mér, og ég gat ekki litið það sömu aug- um og Afghanistan, svo að fyrstu vikurnar sá ég aðeins það Ungverjaland, sem ég hef haft stöðugt fyrir hugskots- sjónum, land gleði og ham- ingju, þar sem fólk var af- slappað og vingjarnlegt og allt af tilbúið að gera að gamni sínu, land góðs matar og góðra vina og lifandi og þróttmikils menningarlifs. Ég hlustaði á sí gaunatónlist, fylgdist með hin- um nýja ferðamannastraumi, talaði við aldraða en hrífandi aðalsöngkonu úr mörgum göml- um söngleikjum, rabbaði við gamla vini mina og naut feg- urðarinnar á hæðum Buda. VONLEYSI Það var auðvelt að rif ja upp æskudagana, en það tók mig nokkum tíma að átta mig á breytingunum. Fyrst fóru ýms ir smámunir í taugamar á mér, sem ég hefði átt miklu auðveldara með að sætta mig við í Afghanistan. Þjónustan í veitingahúsunum er fyrir neð an allar hellur, og þótt kjúkl- ingarnir séu ekkert lakari en aðrir réttir, sem eru á boðstól- um eru þeir lika fyrir neðan allar hellur. Fólkið var þreytu legt og taugastrekkt, alger andstæða hinna lífsglöðu Vín- arbúa. Mér féll þungt að sjá margar byggingar í niður- níðslu. Glæsilegar byggingar voru þaktar sóti og ryki, og þetta hafði þau áhrif, að allt andrúmsloftið einkenndist af eymd og vonleysi, næstum eins og í bókum Kafka. En maður er fljótur að venjast umhverf- inu og ekki leið á löngu þar til ég gat aftur brosað fram- an í fólk. Þó gat ég ekki brosað, og því síður hlegið, að hinum frægu Búdapestbröndurum, sem eru orðnir kersknir og hræðilega leiðinlegir. Fólkið í Búdapest leikur visst hlutverk, það er alltaf tilbúið að af- greiða heimsatburðina með póli tískum brandara, þvi að Búda- pestbúar eiga að vera glaðir, fyndnir og ódrepandi. En sög urnar eru oftast aðfluttar eða úreltar. Það er hálfdapurlegt að hlusta stöðugt á sömu sög- urnar, sem byrja alltaf „Hef- urðu heyrt þá síðustu?", og þessi spurning og hláturinn sem fylgir sögunum bera vitni um einhverja örvæntingu. Ég heyrði talsvert talað um áhyggjulaust og frjálsJynt and- rúmsloft er rikti í Ungverja- landi og að vísu er dálítið til í þessari staðhæfingu, þó að blöðin séu háð ritskoðun og hundleiðinleg og veiti litlar upplýsingar. En fólk getur að minnsta kosti talað nokkurn veginn óttalaust án þess að horfa flóttalega í kringum sig, og hin alsjáandi leynilögregla lætur lítið á sér bera. öllum eru vel ijósar takmarkanirnar á frelsi þeirra. Menn geta gagnrýnt kjötdreifinguna, en ekki athafnir Sovétríkjanna. Lögreglan fylgir einnig nýjum reglum, sem þegjandi sam- komulag er um: enginn er handtekinn án dóms og laga, og þetta er með réttu kallað skref í frjálsræðisátt. ELTUR En fljótlega komst ég að raun um, að þetta stórkostlega frjálsræði náði alls ekki til mín. Mér var veitt eftirför, og eftirlit var haft með mér, hljóðnemar voru faldir á hótel herbergi mínu og ungur út- sendari lögreglunnar, sem þótt ist vera blaðamaður, heimsótti mig og innti mig eftir skoðun- um mínum á ísrael. Ég lét í það skína, að mér væri minna um Nasser gefið en Gyðingar í ungverskri blaðamannastétt og aðrir blaðamenn í Búdapest láta í veðri vaka. Annars hef ég sagt það sem ég sagði hon- um og margt fleira i bók, sem ég sendi nýlega frá mér um Israel. En það er hugsanlegt, að lögregluútsendarinn hafi lagt mér orð í munn, sem ég hef aldrei sagt, og það getur líka verið, að ég hafi sagt eitthvað ógætilegt um Sovét- ríkin. Um Ungverjaland talaði ég af hlýhug og ástúð þrátt fyrir þau mörgu vonbrigði, sem ég hafði orðið fyrir. HEYSATAN Föstudaginn 28. ágúst vorum við á leið til Keckskemét. Við vorum í þremur bílum, sjö alls, og ég var í bílnum, sem var í miðjunni. Allt í einu stað- næmdist fremsti bíllinn, og Houldey kvikmyndatökustjóri benti á heysátu og nokkra bændur, sem hann vildi mynda við störf. Við urðum að snúa við og aka nokkur hundr uð metra að aðalþjóðveginum, svo að við hefðum varla get- að vakið á okkur meiri at- hygli. Kvikmyndatökumennirn ir tóku til óspilltra málanna, en ég sat kyrr í bifreiðinni og gluggaði í bók. Nokkrum minútum síðar heyrði ég einhverja kalla á mig og skipa mér að koma út og túlka. Tveir menn, sem reyndust vera óeinkennis- klæddir lögreglumenn, höfðu skotið upp kollinum, og annar þeirra hafði ráðizt að mynda- tökumanninum John Walker og reynt að slá myndavélinni úr hendi hans. Ég spurði í sak- leysi mínu hvað væri á seyði, og lögreglumaðurinn sagði, að við værum að kvikmynda á bannsvæði. Ég verð að skjóta því hér inn i, að á vissum stöðum má sjá skilti, sem tákna að bann- að sé að ljósmynda, og við höfðum haft mikið gaman af þessum skiltum, þvi að við gát um ekki skilið hvers vegna at hyglinni væri þannig beint að hernaðarmannvirkjum í landi eins og Ungverjalandi, þar sem öryggisráðstafanir ganga út í öfgar. Satt að segja var ég undrandi á því, að enginn okk ar hafði tekið eftir slíku skilti, en enn sem komið var grunaði okkur ekkert misjafnt. Við lit um aftur á heysátuna, en sá- um ekkert merkilegt við hana. Lögreglumennirnir fóru með okkur til lögreglustöðvarinnar i Keckskemét, þar sem vega- bréfin voru tekin af okkur og okkur tilkynnt, að við mætt- um undir engum kringumstæð um fara úr landi fyrr en film- urnar hefðu verið framkallað- ar. Ég var skilinn frá félög- um mínum og yfirheyrður sér staklega ítarlega. Ég sagði, að okkur þætti leitt að skiltið hefði farið fram hjá okkur og það væri eingöngu okkur að kenna. Ég lagði líka á það áherzlu, að við hefðum ekki reynt að leyna neinu eins og sjá mætti á því, að við hefð- um verið skammt frá fjölfar- inni umferðarleið. Á eftlr varð ég að bíða lengi, og enn var mér haldið aðskildum frá félögum mínum. Ég sat og rabbaði við einn af lögreglumönnunum og 'hann var svo vingjarnlegur að mér fannst að líklega gætu vin- gjamlegir lögreglumenn stund um verið ennþá hræðilegri en ruddalegir. Ég reyndi hvað eft ir annað að fá hann til að hringja í utanríkisráðuneytið eða ungverska sjónvarpið, en ekkert gerðist. FYRIRMÆLI Loks var stjórnandi sjón- varpsmyndatökunnar, Michael Houldey, leiddur inn í her- bergið, þar sem ég var hafð- ur í haldi, og við vorum yfir heyrðir í sameiningu. Hann gerði einnig ítrekaðar tilraun- ir til þess að fá að hringja í utanríkisráðuneytið, en án ár- angurs. Þremur timum eftir komu okkar til lögreglustöðv- arinnar, var vegabréfum okkar skilað og okkur sagt, að viö gætum farið leiðar okkar — en daginn eftir áttum við að mæta í blaðadeild utanríkis- ráðuneytisins. Og þar var „mælzt til þess að ég færi úr landi“ daginn eftir. Herra Ara nyi lagði áherzlu á, að þetta væru aðeins tilmæli. En hann tók um leið skýrt fram, að til- mælum þessum væri ekki hyggilegt að vísa afdráttar laust á bug. Aranyi játaði, að ég væri persónulega alsaklaus af „mistökum" Michael Hould- eys og hefði ekki tekið þátt í myndatökunni heldur lesið í bók í um 100 metra fjarlægð. Engu að síður skyldi ég fara úr landi, og þótt undarlegt megi heita, hvatti Aranyi um leið til þess, að Houlday og samstarfsmenn hans héldu áfram starfi sínu. Ástæðan til þessarar ákvörð unar var sú, að ég var talinn „heilinn" bak við allt saman. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður, og ég vil gjarnan þakka ungverskum yfirvöldum hólið. Hinir saklausu höfðu nú tekið út sína refsingu, sá, sem virtist sekur, hafði fengið sín laun, og þar með var áheyrninni lokið. VANDLEGA GÆTT Næstu klukkustundir á eftir voru í hæsta máta óþægilegar. Fylgzt var með hverju fótmáli okkar. Gatan sem ég bjó við, úði og grúði af borgaraklædd- um lögreglumönnum, sem tóku sér stöðu á gangstéttunum. Annar hópur lögreglumanna fylgdist rækilega með hinum BBC-mönnunum á hóteli þeirra. Þegar Houlday og ég vildum talast við einslega, urð um við að fara i gönguferð í skemmtigarði og gæta þess all an tímann, að enginn gætilagt við hlustirnar. Þar sem timinn til brottfarar okkar var naum- ur, aðeins sex klukkutímar eft ir síðasta samtalið í ráðuneyt- inu, fylgdust fjölmörg árvökul augu með okkur ífr öllum átt- um. Á leiðinni til landamær- anna þorðum við ekki að ræða málið okkar á milli af ótta við að hljóðnemum hefði verið komið fyrir í bílunum. Á leiðinni komst ég í skiln- ing um margt, sem ég hafði ekki skilið áður. Ég hafði orð- ,ið að þola noikkurra tíma óþæg- indi, augljóst óréttlæti, og sá ótti og sú óvissa, sem hafði gagntekið okkur, hafði aðeins varað nokkra klukkutíma. Hvernig líður þá því fólki, sem verður að lifa allt sitt líf í slí'ku andrúmslofti? Þegar við koroum að landa-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.