Morgunblaðið - 25.10.1970, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.10.1970, Qupperneq 16
40 MORG-UNÐLÆVIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1970 Þýzkunámskeið Gennaníu Námskeiðin fara fram í 6. kennslustofu Háskóla íslands, einu sinni í viku frá kl. 20—22 og byrja: Mánudaginn 26.10 1970 fyrir framhaldsflokka. Fimrntudaginn 29.40. 1970 fyrir byrjendur. Nánari upplýsingar og innritun á sama stað og tíma. FÉLAGIÐ GERMANfA. .----------------------------V. Bjarni Benediktsson ÞÆTTIR UR FJÖRUTÍU ARA STJÓRNMÁLASÖGU 8ÓKIN FÆST í : BÓKABÚÐ LÁRUSAR BLONDAL SKÓLAVORÐUSTÍG 2 OG AÐALSTRÆTI 6, BÓKAVERZLUN SIGF0SAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆTI 18 BÓKAVERZLUN ISAFOLDAR AUSTURSTRÆTI 8 VALHOLL V/SUÐURGÖTU 39 OG GALTAFELLI, LAUFÁSVEGI 46 S AMBAND UNCR \ SJ ÁLFSTÆÐISM AN NA Sendisveinn óskast fyrir liádegi. Sími 10100, afgreiðslan. HVERAGERDI Börn eða fullorðnir óskasf til að bera út Morgunbtaðið Bpplýsingar í verzluninni Reykjafoss _ ■—-■ °mTrTMHTW 11 ««ilt | ll 11 !■ ■lllli irHfT '■ gM—a—————I Þurrt loft getur orsakað höfuðverk og lamar mótstöðuafl líkamans gegn kvefi og óþægindum í hálsi. MIKRO á að fylla með vatni og hengja síðan á ofn, og harin mun sjá um vellíðan yðar með því að halda loftinu í herberginu mátulega röku. MIKRO hefur vatnsmæli. MIKRO rúmar 1,25 lítra af vatni. MIKRO er 33 cm á hæð, 42 cm á breidd og 4,5 cm á dýpt. MIKRO er ódýr. I. PÁLMASON H.F., Vesturgötu 3 — Sími 22235. RAKACJAFANN ísafjarðarkaupstaður. — ísaf jörður Framhald af bls. 35 ára gömul kennslubók kann að hafa talsvert sögulegt heimildar gildi; sem kennslutæki í notkun er hún víðlíka úrelt og dagblað frá í gær. Síðasf en ekki sízt krefst alit þetta stöðugrar aðlögunar skóia starfsins að síbreytilegum þjóðfé lags- og þjóðlífsháttum, sem dína misk framsókn þekkingarinnar veldur mestu um. Ef til vill átta menn sig bezt á, hve umfangsmikið starf skól- anna er þegar orðið í okkar þjóð félagi, þegar haft er í huga, að það er að verða stærsti atvinnu- vegur þjóðarinnar. ísfirðingar virðast hafa áttað sig vel á þessu: Bærinn er orðinn eins og míkrókosmos þess skólasamfé: lags, sem er að myndast: Fjórir skólar á sama blettinum, 14 ár á æviferli; vonandi það skilji eitt hvað eftir. STARF HINS NÝJA SKÓI.A Vikjum nú að þvi hvernig hinn nýi skóli hyggst haga starfi sínu. Ég vil fyrst geta þess, að ég mun ekki rekja hér aðdragand- ann að stofnun skólans, þegar af þeirri ástæðu, að margir hér inni þekkja þá sögu betur en ég af eigin reynslu og afskiptum, og eru því betur til þeirrar frá- sagnar fallnir. En ég vil ekki sleppa þessu tækifæri til að flytja þakkir öll- um þeim aðilum, sem á ýmsum stigum málsins hafa lagt því lið: Þingmönnum kjördæmisins fyrr og siðar og bæjarstjórn, meðlim um 12 manna nefndarinnar, sem tók máiið upp heima í héraði, þegar hallaðist á Alþingi árið 1964, meðlimum 5-manna nefnd- ar bæjarstjórnar og 7-manna nefndarinnar, sem skipuð var af ráðherra 17. desember 1969 til að gera frumtillögur um stofn- un skólans og starfsemi. Öllum þessum aðilum færi ég alúðar- þakkir fyrir skólans hönd, nú þegar hann tekur til starfa. En síðast en ekki sízt ber að þakka þann áhuga og hlýhug, sem við höfum fundið streyma til okkar frá öllum almenningi hér um slóðir, er hefur sannfært okkur um, að til nokkurs væri að vinna. Ég vona, að hveiti- brauðsdagarnir í samskiptum skólans og bæjarbúa megi end- ast sem lengst; en að þeim lokn- um taki við a.m.k. farsæl og frið- samleg sambúð, byggð á gagn- kvæmum skilningi. Við viljum að okkar leyti allt til vinna, að þær vonir, sem við þessa stofnun eru tengdar, eigi ekki eftir að verða sér til skammar. Nefnd sú, sem skipuð var af Menntamálaráðuneytinu, til að gera fyrstu tillögur um starfsemi skólans, gerði ráð íyrir því, að auk námskjarna menntaskóla yrði valfrjálst námsefni til undirbúnings sérnámi í þágu at- vinnuveganna. Einnig lagði hún til, að hagfræði og ýmsar grein- ar viðskipta og stjómunar yrðu hér á námsskrá. Um þetta kýs ég að verða fá- orður að þessu sinni. Hvernig þessar hugmyndir þróast í fram kvæmd, fer svo augljóslega eft- ir því mannvali, sem skólanum stendur til boða til kennslu- starfa og þeirri ytri aðstöðu, sem honum verður búin á allra næstu árum, að það er hvorki á mínu færi né annarra að slá því föstu nú, hvernig til tekst að þýða þessar hugmyndir á mál veruleikans. Hugmyndin um valfrjáist námsefni, er væri í einhverjum tengslum við fiskiðnað, er t.d. al gerlega komin undir því, að hér rísi á næstunni efnafræðileg rannsóknarstofa, er reyndur mað ur og hæfur fengist til að veita forstöðu, og væri frá upphafi við það miðuð, að vera þjónustu stofnun fyrir atvinnuvegina og vettvangur fyrir nemendur til að kynnast vandamálum og viðfangsefnum af eigin reynd. Ef skólinn vill með þessum hætti koma til móts við atvinnu- lífið, væntum við þess, að ekki standi á fyrirtækjum og samtök um fiskiðnaðarins að mæta okk ur á miðri leið. Hitt má samt ekki gleymast, að um þrönga sérhæfingu getur ekki orðið að ræða í mennta- skóla, þegar af þeirri ástæðu, að hann verður að miða starf sitt við undirbúning háskólanáms, þær kröfur, sem þar eru gerð- ar, og búa svo um hnútana, að nemendum héðan standi þar sem flestar dyr opnar. Með auknu valfrelsi á menntaskólastiginu er þó að því stefnt, að nemendur takr fyrr ýmsar ákvarðanir, sem raunverulega munu marka þá braut, sem þeir viija feta í fram- haldsnámi. Með því móti, og með heildarendurskoðun námsefnis alls skólakerfisins og nauðsyn- legum skipulagsbreytingum, ætti og annað að vinnast, sem ég tel að skipti miklu máli, en það er lækkun stúdentsaldursins. Það er eitt dæmi um nauðsynlega að lögun skólakerfisins að breytt- um þjóðlífsháttum. Ég tel fyllilega timabært, og í samræmi við augljósar þarfir þjóðfélags, sem stendur frammi fyrir því verkefni að byggja upp iðnað sinn á nútímavísu, að hér rísi upp, samhliða mennta- skóla, samfelldir framhaldsskól- ar, sem spanni yfir iðnfræðsl- una og margháttaðan starfsund- irbúning annan. Milli þessara skóla eiga að vera greiðar sam- gönguleiðir, svo að ungmennum, sem af ýmsum ástæðum taka út þroska misjafnlega snemma, standi sem lengsl allar dyr opn- ar. Slíkur skóli mætti gjarna vera undir einu þaki, í likingu við það, sem þegar er í Svíþjóð, Ba’n darikj u n u m og víðar. Ég gæti trúað, að aðstæður hér á ísafirði væru að ýmsu leyti ákjósanlegar til að ryðja braut- ina í þessu efni, ef vilji er fyr- ir hendi. HÚSNÆÐIS31ÁL SKÓLANS Eins og ykkur er kunnugt, mun skóiinn fyrst um sinn starfa í gamla Barnaskólahúsinu á Isa firði, eða þangað til hann flyzt í eigin húsakynni. Þar hefur hann tii umráða í vetur þrjár kennslustofur auk bókasafnsher bergis. Hefur í sumar verið unn ið að nauðsyniegum breytingum á húsnæðinu og er þeim fram- kvæmdum að mestu lokið. Vil ég nota tækifærið og þakka þeim iðnaðarmönnum, sem þar hafa lagt hönd að verki, og þá sér- staklega Stefáni Jónssyni, húsa- smíðameistara, sem hefur unnið við þetta verkefni frá því i júlí- byrjun. Við kennararnir erum allir á einu máli um að kennslu- húsnæðið sé í fyllsta máta hag- kvæmt og aðlaðandi. Vegna þess, hve okkur var naumt skammtaður undirbún- ingstími, reyndist aðeins unnt að starfrækja fyrsta bekk skólans nú í vetur. 1 heilan áratug, og raunar um nokkurt skeið þar áð- ur, hefur gagnfræðaskólinn á Isafirði veitt fámennum hópi nemenda kennslu til fyrsta bekkjarprófs menntaskóla. Þeir kennarar, sem þar hafa kennt, hafa unnið mikið og þarft starf, oft við hin erfiðustu skilyrði. Þeir hafa í verki rutt brautina fyrir þann skóla, sem nú tekur til starfa. Fyrir það stöndum við i þakkarskuld. Það er vissulega ekki sárs- aukalaust að þurfa að valda nemendum framhaldsdeildar Gagnfræðaskólans og aðstand endum þeirra vonbrigðum; flest annað hélt ég að ætti fyrir mér að liggja en að þurfa að byrja á því að úthýsa nemendum. Hjá þessu varð þó með engu móti komizt, úr því sem komið var. Það hefði reynzt bjarnargreiði við þessa nemendur, aðstandend ur þeirra og skólann sjálfan að byrja á þvi að bjóða kennslu, sem verið hefði af algerum van- efnum. Það er betra, að grunn- urinn sé traustur, áður en far- ið er að byggja ofan á. Ég vænti þess, að allir aðilar skilji, að við áttum ekki annarra kosta völ. Heimavist pilta verður í vetur í húsinu Hafnarstræti 20, en það húsnæði tekur skólinn á leigu af Hótel Mánakaffi á ísafirði. Era þar vistarverur fyrir 15 nemend ur, auk setustofu og íbúðar heimavistarstjóra, sem ráðinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.