Morgunblaðið - 01.11.1970, Page 4
MORCKJNBtUVöro, - SUNNUDAGUR 1. NÓVEMJBBR 1870
í hálfa öld hefur Agatha
Christie verið ókrýnd drottning
glæpasagnahöfunda. Hún varð
nýlega áttræð og þess var þá get
ið nokkuð hér í Mbl. Blaðamað-
Urinn Arturo F. Gonzalez sótti
Agöthu heim skömmu eftir af-
majli hennar og fer grein hans
hér á eftir í iauslegri þýðingu.
Agatha Christie hefur heillað
milljónir lesenda — og ruglað
þá óspart í ríminu. Bækur henn-
ar hafa verið þýddar á fleiri
tungumál en verk Shakespeares
og þær seljast betur en allt
ánnað, sem út á þrykk gengur
— ef Biblían og kver Maos eru
undanskilin. Hún gaf út fyrstu
bók sína „The Mysterious Aff-
airs at Styles" árið 1920 og hef-
ur síðan efnazt meira á glæp-
um og morðum en nokkur kven-
maður, síðan Lucrezia Borgia var
upp á sitt bezta. Hún hefur skrif
að marga tugi skáldsagna, reið-
innar býsn af smásögum og fjór
tán leikrit. Auk þess hafa leik-
rit verið unnin upp úr þó nokkr
um sagna hennar. Hún hefur
einnig skrifað nokkrar ástarsög-
ur undir dulnefninu Mary West-
macott.
Og ekki er séð fyrir endann
á framleiðslunni enn. f>rátt fyrir
háan aldur skrifar hún enn og
bækur eftir hana munu koma út
um ókomin ár. Meðan á seinni
heimsstyrjöldinni stóð var papp-
írsskömmtun í Bretlandi. Hún
skrifaði þá að jafnaði tvær bæk
ur á ári, en aðeins ein var ár-
lega gefin út. Þessum sið hefur
hún haldið fram á þennan dag
og því er það orðinn
allstór bókastafli, sem nú er
geymdur í rammagerðu banka-
hóifi og verður ekki gefinn út
fyrr en hún er hætt að skrifa
eða látin.
Þegar maður skrafar við
Agöthu Christie á heimili henn-
ar í Devon er erfitt að ímynda
sér að í heilabúinu á þessari
virðulegu og aldurhnignu konu
— sem hvað eftir annað hefur
fengið verðlaun á garðyrkjusýn
ingum — hafi verið undirbúin
og framkvæmd yfir eitt hundrað
morð. „Ég býst við að ekki
væri fjarri lagi að kalla mig her
togafrú dauðans," segir hún og
brosir við.
Á veggjunum hanga myndir
og málverk af forfeðrum henn-
ar og ættingjum; sjálfsagt hefðu
ýmsir þeirra rekið upp stór augu,
ef þeir hefðu rennt grun í að
Agatha Clarissa Miller myndi
velja sér þann feril, sem hún
gerði. „Ég hafði gaman af að
segja börnum ævintýri," segir
hún, „en mér datt aldrei í hug
að leggja fyrir mig ritstörf.“
Hún fær hugmyndir í bækur
sínar með ýmsu móti. Úr sam-
ræðubrotum; hún kemur auga á
forvitnilegt andlit í biðröð við
snyrtilega út af í rúmi sínu og
engínn veit hvað hefur komið
fyrir.“
Hún hugsar jafn mikið um
fólkið, sem _ kemur við sögu og
glæpjnn, sem framinn er. Það
eru sögupersónurnar sjálfarsem
ráða stefnunni," segir hún. „Nú
er til dæmis komið upp vanda-
mál, sem var óþekkt áður. Mér
hefur jafnan fallið einkar vel,
að láta þjónustufólk vera grun-
samlegt í sögum mínum. En nú
eru vinnukonuvandræðin og það
er mjög erfitt að gera grunsam-
lega og skemmtilega manneskju,
sem kemur kannski tvo tíma á
Hún hefur
Agatha Christie.
unun af
að myrða sögupersónur sínar
strætisvagnastoppistöð. „Það er
gott að hugsa, þegar maður ek-
ur bíl,“ segir hún. „Og göngu-
ferðir eru mjög vel til fallnar.
En Robert Graves segir að
hvergi sé betra að hugsa en við
uppþvottinn, og ég er ekki frá
því að þetta sé rétt hjá honum:
hvaðeina sem krefst líkamlegra
athafna eins og uppþvottur gef-
ur manni gott tækifæri til að
leiða hugann að einhverju gagn
ólíku."
Hún hefur alltaf haft unun af
því að myrða sögupersónur sín-
ar. „Það sem er erfitt," segir
hún, „er að finna einhverja
reglulega góða aðferð til að
koma þeim fyrir kattarnef. Ég
vil helzt ekki nota skotvopn,
þar sem ég veit afskaplega lítið
um slík apparöt. Aftur á móti
er aldrei neinum erfiðleikum
bundið að finna einhvern þung-
an hlut, til að slá í höfuðið á
fólki; maður þarf ekki að vera
neinn sérfræðingur til þess. Ég
er mótfallin mjög flóknum morð
aðferðum. Áhugaverðara finnst
mér, þegar fólk lognast bara
dag einu sinni til tvisvar í viku,
ef þér skiljið hvað ég meina.“
Ef Agatha Christie hefði ekki
öðlazt svo mikla frægð fyrir
skáldsögur sínar myndi hún samt
sem áður hafa orðið þekkt fyrir
leikverk sín. Allir þekkja leik-
ritið „Músagildran,“ sem hefur
orðið jafn mikið aðdráttarafl fyr
ir ferðamenn og Buckingham-
höll. Hingað til hefur leikritið
verið sýnt 7.500 sinnum og í
tíu ár samfleytt. Ekkert lát er
á aðsókninni enn. Leikritið er
byggt á sögu hennar „Þrjár
blindar mýs“ og hefur gert
frænda hennar, Mathew að marg
földum milljónamæringi. Þegar
leikritið var frumsýnt ákvað
hún að höfundagreiðslur fyrir
leikritið rynnu til þessa unga
frænda síns.
„Ég er komin að þeirri niður-
stöðu“ segir hún og brosir
glettnislega, „að þetta sé harla
gott leikrit, en aldrei bjóst ég
þó við þessum viðtökum." Þótt
einkennilegt megi virðast hefur
hún ekki mest dálæti á „Músa-
gildrunni" af leikritum sínum.
„Witness for the Prosecution“
skipar meiri sess i huga hennar,
að því er hún segir.
„Lífið er skritið" segir hún,
og mannfólkið líka. Einu sinni
heyrði ég konur tvær taia um
mig í járnbrautarvagni, báðar
voru með bækur eftir mig á
hnjánum. „Mér er sagt hún
drekki eins og svampur, sagði
ðnnur.“ Nú vill svo til, að ég
hvorki reyki né drekk nokkuð
sterkara en epladjús."
Hún leikur sér að því að snúa
stórum og voldugum hring, sem
hún hefur á hægri hendi og seg
ir mér, að eftirlætishöfundar
hennar séu Dickens, Jane Aust-
en og Conan Doyle. Af öllum
bókum hennar hefur hún mest
eftirlæti á Crooked House. Hún
segist ekki sækjast eftir þvi að
vera talin til stórskálda. „Ég
skrifa bækur mínar fólki til
skemmtunar og afþreyingar.
Þær eru ekki bókmenntaverk í
þeim skilningi. Ég er viss um,
að ég gleymist mjög fljótt, eftir
að ég dey.“
Hún virðir fyrir sér veröld-
ina umhverfis sig og er engan
veginn dús við ástandið. „Mér
finnst ógnvekjandi þessi vax-
andi ofbeldishneigð," segir hún
dapurlega. „Daglega má lesa í
blöðum um ódæðisverk barna
og unglinga og þegar öll kurl
koma til grafar finnst mér þetta
ákaflega ónáttúrlegt. Éólk hef-
ur verið mér gott, mér dettur
ekki í hug að segja annað. En
ég er óánægð með ýmislegt. Til
dæmis finnst mér siðferði ungra
stúlkna stórlega ábótavant. Þær
fara út með karlmönnum, sem
þær hafa aðeins þekkt í fáein-
ar klukkustundir.“
Áttræð að aldri er Agatha
Christie enn ung í anda. Hún
segist ekki hafa þurft að kvarta
undan heilsuleysi um dagana
„en ef ég mætti biðja guð einn-
ar bónar, bæði ég hann um
nýja fætur. Þeir eru farnir að
fúna dálítið."
Og þegar hún lítur um öxl og
horfir aftur um 50 síðustu ár
segir hún hæversklega: „Væri
nokkuð fráleitt að kalla mig
eins konar hakkavél ?“
Agatha Christie
BíHstóvtaa'-M-
SMAR-30Z80-3Z26Z
UTAVER EKK!
II - HfLDUR LLLT
sem þarf til að gera íbúðina fallegri og verðmætari, m. ö. o. til að gera fjóra veggi að íbúð, fæst í LITAVERI. Nú í október viljum
við minna á að viðskipti við LITAVER eru yður hagkvæm vegna þess að LITAVER leggur áherzlu á MAGNINNKAUP, sem lækkar
vöruverð allverulega. T. d.:
GÖLFTEPPI
allir gæðaflokkar — allar breiddir — margar tegundir. Verð frá 298.— til 881,— hver fermetd.
pappír — plast — vinyl — silkidamask. Fjöldi nýrra lita. Verð og gæði við allra hæfi.
parket- vinyl-gólfdúkur, á lækkuðu verði, að auki fjöldi annarra tegunda.
Hvað um allt hitt? Jú málning, málningarvörur, sparstl, lím, límbönd, jú allt sem með þarf.
LÍTTU VIÐ í LITAVERI
LITAVER ER AÐ GRENSASVEGI 22 OG 24.