Morgunblaðið - 06.11.1970, Page 11

Morgunblaðið - 06.11.1970, Page 11
MORGTUSTBLAÐH), FÖiSTUDAGUR 6. NÓVEMBfflR 1970 11 u BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR Leikstjóri: Erik Bidsted Leikmynd: Lárus Ingólfsson Hljómsveitarstjóri: Garðar Cortes Þýðandi: Tómas Guðmundsson LEIKRITIÐ „Rekkjam" fór á éer- ■umuim eftir stríði-8 í sigurför uan beimánm. Vinsældi,r þess byggð- ust á aam'eminri skírslkotun efniis inis; það vair eittlhvalð, sem f®e®tt fóTlk, sem ikomiíð var um og yfiir þrituigt og eldra kaumaðist við: ihjótnalífdð í sintni hvetrisdaglsleg- nstu oig aligengustu tmiynid — miminsita kosti ef tmiðað er við þatnin fhóp, sem sæfcir leilklhús af léttara tagimu I Evrópu og Am- eríku. HvetrBdagsle.gt efinii, tekið Hétbum tökum, þ. e. iniógu yfir- borðslegum tii þess að allir Ikannist við það, verðiur oft vin- ®æilit, svo var um „Rekkjuna“. ÍNú eru komnir alðrdr tímar, eftirstríðsárin eru liðitn og gatmla Evrópa er orðiin vön aimeríslku útgáf mnni á óperuinni, sem Ihútn sendi á síinum tíma yfir hafið. Þar var hún soðiin upp og breybt og seind til baika uindir n.afnikru „mtusica!l“. Tómlistaxfhráeifniiíð (shr. hveiti í kö*kubaikstri) vilíl oft milkið tn vetrða það sama og í gömlu óperettunum, það er því enigiin fuirða þó maranii filnnist maður Ikatnmaist við ailair meló- d'iuinniar, hvort SQm höfu'ndarai^ heita Bernstein, Schmidt eða IHaimimierstein. Slyngir sláttu- miemtn það. Nú hefuir „Reíkkjan" farið sömra leið og er miú komin atftuir upp'brædd og ,ný*krydduð eftir amieriskum suk sess-kdklk aibók - umti. Nú, það eru liðin um 20 ár og örnmuir IkynSlóð feomin tffl. sög- umiruair sem viíll ugglaiust hafa þetta svomia — og því þá ekfld það? Sýningin í Þjóðfliedkhúsinu er vel unnin, þau Bessi Bjarraasom og Sigriður Þorvafl.dsdóttir dkila því vél, sem tifl er ætlazt af þeim í leik, söing og dansi. Þýðiing Tómasar Guðmundisisoniaæ lætur veíl í miunmi og fellur álysalitið að hrymjamdi tórilistarinmiair. — LeEkmymd Láros.ar Ingóflfssomar er nákvæmlega í hinium rétta amda. Ég hef látið vit á hljóm- sveitarstjóirm, en afllia vega Atriði úr sýningunni. Eg vil! ég vil! eftir Jom Jones og Hervey Schmidt Frumgerð: hneiigði Garðar Cortes siig eims 1 mifldð lof dkilið fyrir þær Ikiröf- og hamn værd höfuðsmilfliinguir ur, sem hamn hefur geirt tdl túlk- (reyndar af gamla ékólanum), I endanna og fyrir þá olju, ®em þvi þá dkiki að tafea það 'gilt? hamm hefur sýnt við að fá þau Ledkstjórinm, Eriik Bidsted, á I til að fuilraaagja þedrn. Em sýn- ingin sbemzit að miinmsta Ikosti saime vrópskan mæliikvaaða. Og það er dfcki of oft sem maður gebur sagt það. Þorvarður Helgason. „Rekkjan“ eftir Jan de Harton Jóhann Hjálmarsson skrifar um BÓKMENNTIR Skoðanir og þekking LÆBDÓMSKIT BÓKMENNTAFÉLAGSINS: John Stuart Mill: FRELSIfi. fslenzk þýðing eftir Jón Hnefil Aðalsteinsson og Þorstein Gylfason sem líka ritar forspjall. Charles Percy Snow: VALDSTJÓRN OG VfSINDI. fslenzk þýðing eftir Baldur Símonarson með forspjalii eftír Jónas H. Haralz. John Kenneth Galbraith: IÐNBfKI OKKAR DAGA. fslenzk þýðing eftír Guðmund Magnússon með forspjalli eftir Jóhannes Nordal. Albert Einstein: AFSTÆÐISKENNINGIN. fslenzk þýðing eftfcr Þorstein Halldórsson með inngangi eftir Magnús Magnússon. Hið islenzka bókmenntafélag Beykjavík 1970. Charles Perey Snow. Frelsið eftir John Stuart Mill er einn glæsilegasti vitnisburS- ur frjálsrar hugsunar. Bókin var fyrst gefin út árið 1859, en enn í dag er hún mönnum íhugunar- og umræðuefni. Frelsið má kalla handbók allra lýðrseðissinna; lestur þess er mikilvægur á okk ar tímum, því það fjallar um vandamál, sem við þekkjum jafn vel og samtímamenn John Stu- arts Mills. Ef eitthvað hefur breytst, þá er það aðeins yfir- borðið. 1 inngangi Frelsisins segir John Stuart Mill að bókin f jalli um „borgaralegt eða félagslegt frelsi, um eðli og takmörk hins réttmæta valds þjóðfélagsins yfir einstaklingnum". Það er að mínu viti kynlegur skilningur á klassísku riti að ekki megi vitna til þess þegar um samtíma- atburði eða samtímamenn er að ræða. Á þetta er drepið hér vegna athugasemdar frá þýðanda Frelsisins Jóni Hnefli Aðalsteins syni, menntaskólakennara, sem hann birti í Morgunblaðinu ný- lega. Annar kafli Frelsisins, sem nefnist Um hugsunarfrelsi og málfrelsi, hefst einmitt á tíma- bærum orðum: „Sú tíð er nú von andi liðin, er verja þurfti prent- frelsið með ráðum og dáð sem eina helztu tryggingu gegn spilltri og ofríkisfullri land- stjórn." Allir vita að enn eru til þjóðfélög þar sem minnsta til- raun til að verja prentfrelsið er fordæmd. Nýjasta dæmið er Al- exander Solsjenitsín og Sovét- stjórnin. Því miður eru dæmin fleiri, því jafnvel í löndum þar sem vestræn lýðræðishugsjón ætti að vera í heiðri höfð, er prentfrelsið fótumtroðið. John Stuart Mill leggur mikla áherslu á nauðsyn skiptra skoð- ana. Honum er ljóst að skoðun minnihlutans gegnir oft veiga- miklu hlutverki. Án aðhalds, endalausra rökræðna og gagn- Albert Einstein. rýni, getur engin skoðun fært mönnum andlega velferð. Enginn getur fullyrt að ríkjandi skoðun sé rétt. Hún þarf ekki að vera annað en hálfur sannleikur, kannski aðeins sannleiksbrot: „Æðsta þjónustá, sem unnt er að inna af hendi við samtíð sína, er að uppgötva eitthvað, sem skiptir heiminn miklu og honum var áður ókunnugt, eða þá að sanna, að honum hafi áður skjátl azt í mikilvægum efnum, sem varða tímanlega og andlega vel- ferð hans.“ Um andstæðinga almennings- álitsins segir Mill, að þeir hljóti yfirleitt þvi aðeins áheyrn, „að þeir hagi orðum sínum af hnit- miðaðri hófsemi og varist til hins ýtrasta að styggja aðra með orðum sínum að nauðsynja- lausu.“ „Frá þessu geta þeir varla vikið án þess að skaða eig in málstað", bendir Mill á, en bætir við: „Á hinn böginn geta hóflausar svívirðingar tals- manna ríkjandi skoðana í raun- inni hrætt fólk frá að játa and- stæðar skoðanir eða hlýða á þá, sem halda þeim fram." Niður- staða Mills verður sú, að án til- lits til málstaðar beri að „for- dæma hvern þann mann, sem í málflutningi sýnir óhreinskilni, illvilja, yfirdrepsskap eða of- stæki“. 1 íslenskum dagblöðum má dag lega kynnast ólíkum viðhorfum til manna og málefna og þetta lesefni er sennilega með því vin sælasta, sem blöðin hafa að bjóða. John Stuart Mill leggur greinahöfundum dagblaðanna lífsreglurnar þegar hann segir: „En sá maður á heiður skilinn, hver sem málstaður hans er, sem hefur stillingu til að átta sig á og ráðvendni til að skýra frá skoðunum andstæðinga sinna án þess að ýkja neitt það, sem þeim er í óhag, né draga neinar dulur á það, sem er eða ætla má þeim til málsbóta." Annars gildir það um stjórnmálalegt hnútukast dag blaðanna, sem oft einkennist af hártogunum, að flestir líta á það sem skemmtilega Iþrótt, afþrey- ingu handa lesendum. Glöggt dæmi er dálkur Austra i Þjóð- viljanum, sem fordæmingarorð Johns Stuarts Mills eiga svo vel við, að margir fylgjast með hon- um nf sama hugarfari og þeir leggja eyrun við nýjustu slúður sögunni. Til marks um þroska Austra er hins vegar, að sé hon- um hallmælt með svipuðum að- ferðum og hann er sérhæfður í að beita andstæðinga sina, þá heyrast frá honum meiri kvein- stafir en dæmi eru um í íslenskri blaðamennsku. 1 þriðja kafla Frelsisins fjall- ar John Stuart Mill um einstakl ingseðlið, sem eitt af skilyrðum gæfunnar. Þar sýnir hann fram á með mörgum dæmum og glæsi- legum málflutningi, að athafnir manna geta ekki verið þeim „jafnfrjálsar og skoðanir þeirra". Spámannleg eru orð Johns Stuarts Mills, ekki véfrétt arleg, heldur skiljanleg öllum al menningi: „Mennirnir verða ekki fagurt og göfugt íhugunar efni með því að steypa sjálfa sig í sama mót, heldur með því að rækta einstaklingseinkenni sín og þroska þau innan þeirra marka, sem réttindi og hagsmun ir annarra setja þeim.“ Ég held að þeir, sem af alúð kynna sér skoðanir Johns Stu- arts Mills og bera gæfu til að virða grundvallaratriði þeirra, verði hæfari borgarar og þarf- ari talsmenn frelsisins. Engin á- stæða er til að lesa Frelsið „gagnrýnislaust“, eins og Þor- steinn Gylfason tekur réttilega fram í forspjalli. Það merkiteg- asta, sem flestir heimspekingar hafa til málanna að leggja, er að kenna mönnum að efast. í Frelsinu varar John Stuart Mill við því, að allir helstu hæfi leikamenn gerist embættismenn valdstjórna. Þá hefur kerfið gleypt þá og andlegar framfarir eru úr sögunni. „Því er brýn nauðsyn, að völ sé á hæfileika- mönnum óháðum ríkisvaldinu og John Stuart Mill. unnt verði að veitu þeim þau tækifæri og þá reynslu, sem eru skilyrði raunhæfrar dómgreind- ar um mikilvægustu málefni", segir Mill. Valdstjórn og vísindi eftir Charles Percy Snow er bók, sem leiðir hugann að þessari kenn- ingu Mills. Bókin f jallar um and stæðar skoðanir tveggja vísinda manna, sem voru ráðgjafar bresku ríkisstjórnarinnar í seinni heimsstyrjöld. Samkvæmt frásögn C. P. Snows hafði ann- ar þeirra Henry Tizard rétt fyr- ir sér, en hinum F. A. Linde- mann, skjátlaðist aftur á móti. Engu að síður naut Lindemann Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.