Morgunblaðið - 06.11.1970, Side 14

Morgunblaðið - 06.11.1970, Side 14
14 MORGUN'BLAÐH), FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1970 fllttgtmttlriföfr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 12,00 kr. eintakið. ÞINGKOSNINGAR í BANDARÍKJUNUM ingkosningar og ríkisstjóra kosningar í Br.ndaríkjun- um hafa vakið óvenjumikla athygli að þessu sinni. Ástæð- an er sú, að Nixon forseti og helztu samstarfsmenn hans tóku mikinn þátt í kosninga- baráttunm fyrir einstaka frambjóðendur repúblikana, þá, sem þeim voru þóknan- legir, bersýnitega í því skyni að styrkja stöðu stjómarinn- ar á Bandaríkjaþingi. En lýðræðið hefur einstæð- an hæfileika til þess að við- halda eðlilegu og nauðsyn- legu jafnvægi milli skoðana- hópa í hverju þjóðfélagi. Nix- on mistókst atlagan gegn demókrötum, en barátta hans bar þó þann árangur, að litl- ar breytingar urðu á styrk- leikahlutfölfum flokkanna í þinginu, þótt venjulega vinni sá flokkur mikið á, sem er í andstöðu við forsetann, í þeim kosningum, sem fram fara mitli forsetakosninga. t>egar Richard Nixon tók við embætti forseta Banda- ríkjanna lýsti hann því yfir, að hann liti á það sem sitt helzta hlutverk að sameina hina bandarísku þjóð, sem þá var í sárum vegna djúpstæðs ágreinings um þátttöku Bandaríkjastjómar í stríðinu í Víetnam. En á þeim tveimur árum, sem hann hefur gegnt forsetaembætti, hefur við- leitni hans fremur borið þann árangur að skerpa and- stæðuraar og auka átökin í Bandaríkjunum en að sam- eina stríðandi öfl. Við upphaf sjöunda ára- tugarins varð ljóst, að mikil umbrot voru í aðsigi í Banda- ríkjunum og framan af sner- ust þau fyrst og fremst um það misrétti, sem blökku- menn og aðrir minnihlutahóp ar hafa verið og em beittir. John F. Kennedy og síðar Lyndon B. Johnson tóku for- ystu um að koma á jafnrétti í Bandaríkjunum, hver sem litarháttur manna væri og náðu mikilsverðum árangri a.m.k. í því, að fá samþykkta þýðingarmikla réttindalög- gjöf á Bandaríkjaþingi. En þegar líða tók á áratuginn hvarf ömurlegt hlutskipti blökkumanna í skuggann fyrir vaxandi átökum um að- ild Bandaríkjamanna að stríð inu í Víetuam. Miki'li hluti þeirrar kynslóðar sem raun- verulega átti að heyja þetta stríð, reis upp til andmæla og var ekki sannfærður um, að þetta væri styrjöld, sem Bandaríkin ættu að eiga að- ild að. Nixon hefur dregið mjög úr þætti Bandaríkjanna að þessu umdeilda stríði, en um leið hefur hann notað tæki- færið til þess að laða fram ýmis þröngsýn sjónarmið og skoðanir, sem enn eiga miklu fylgi að fagna í Bandaríkjun- um. Málflutningur varafor- seta hans hefur ekki alltaf orðið til þess að auka hróður Bandaríkjanna í öðrum lönd- um. Um skeið virtist sem þessi stefna Nixons gæti orðið til þess, að gjörbreyta styrkleika hlutföllum í bandarískum stjómmálum. En þingkosning arnar sl. þriðjudag hafa orðið tiil þess að skapa meira jafn- vægi en ríkt hefur um skeið. Niðurstaða kosninganna er sú, að frjálsiynd öfl undir forystu Humphreys, Kenned- ys og Muskies hafa hafizt til vegs á ný. Efling norrænnar samvinnu jT'yrir nokkrum dögum var haldinn í Kaupmanna- höfn sameiginlegur fundur forsætisráðherra Norðurland- anna og forseta Norðurlanda- ráðs. Eitt helzta verkefni fundarins var að fjalla um tiMögur um endurskoðun hins svonefnda Helsingforssamn- ings um samstarf Norðurland anna. Verða tillögur þessar væntaniega lagðar fyrir fund Norðurlandaráðs í vetur. í tillögum þessum er gert ráð fyrir, að komið verði á fót sérstakri ráðherranefnd Norðurlandanna og er henni aetlað að bera ábyrgð á al- mennri samræmingu á sam- starfi Norðurlandanna og á hún m.a. að taka til athugun- ar framtíðarstefnu í efna- hagssam vinnu Norðurland- anna með hliðsjón af þróun markaðsmála í Evrópu. í því sambandi hefur óhjákvæmi- lega vaknað spurning um það, hvort grundvöllur sé fyr- ir hendi til þess að taka Nor- dek-málið upp á ný, en svo sem kunnugt er hefur það ekki verið á dagskrá um skeið vegna afstöðu Finna. Verði hinn endurskoðaði Helsingforssamningur undir- ritaður á fundi Norðurlanda- ráðs í vetur, má búast við, að hann verði til þess að efla mjög og styrkja norrænt samstarf og koma því í fast- ara form. Þátttaka í samstarfi Norðurlandaþjóðanna hefur EFTIR ELÍNU PÁLMADÓTTUR „EVRÓPA 1925“ hét myndlistarsýning, sem efnt var til í sumar í Strassbourg, til að sýna þverskurð myndlistar braut- ryðjenda á því tímabili óhlutlsegrar list- ar, sem þá var að hefja göngu sina. Af því tilefni fannst einn af þessum merku brautryðjendum nýrrar stefnu norður á eylandi nokkru, sem nefnist fsland. Það er Finnur Jónsson, listmálari, hlé- drægur maður mjög, sem ekki hefur verið að halda því neitt að okkur, lönd- um sínum, að hann sé einn af braut- ryðjendunum í evrópskri ldst. Hann sýndi t.d. á sínum tima með Der-Sturm- hópnum í Þýzkalandi, viðurkenndum brautryðjendum þessara ára. Og nú, þegar honum hefur verið margvislegur sómi sýndur úti í heimi, ættum við þvi að geta farið að taka mark á þessum landa okkar. Það var þó ekki þetta, sem ég ætlaði að hafa orð á. Þegar myndir Finns frá 1925 höfðu vakið athygli á meginland- inu og alþjóðleg listaakademía gert hann að heiðursfélaga, var hann auð- vitað kallaður í viðtöl hér. f útvarps- viðtali barst talið að fyrsta abstrakt- málaranum í veröldinni, Wassily Kand- insky. Spyrjandinn velti þvi fyrir sér hvenær hann myndi hafa málað sina fyrstu óhlutlægu mynd. Niðurstaðan var, að það mundi hafa verið um 1918. Þar sem svo vill til, að ég á í fórum mínum ritgerð eftir Kandinsky sjálfan, þar sem hann lýsir tildrögum að fyrstu hreinu abstrakt-myndinni sinni, sem varð til árið 1910, þá þykir mér rétt að koma á framfæri svolltilli skýringu, ef fleiri en spyrjandanum í útvarpinu léki forvitni á að vita þetta. Glefsur úr þessari grein þýddi ég reyndar úr frönsku og notaði í tímaritsgrein árið 1958. Þá var nýbúið að koma upp Kand- insky-safni í Múndhen yfir málverk þau, sem fylgikona hans og félagi, Gabriele Múnter, hafði geymt og falið fyrir nas- istum og skemmdarverkamönnum í ára- tugi, og dró nú fram, áttræð að aldri. Allar myndirnar, 200 málverk og teikn- ingar, eru málaðar á árunum 1900— 1916, einmitt á þeim tíma þegar málverk Kandinskys voru að breytast úr nat- úralistískum landslagsmyndum, gegn- um impressionisma og fauvisma, eins og beinast lá við, þar til hann málaði þessa abstrakt-mynd árið 1910 og svo þróunarskeið hans árin á eftir. Á þessum árum var mikil ólga í myndlistarmálum um allan heim. Byrjað var að draga í efa hina sígiidu aðferð við að mála. Um þetta leyti kom Picasso einmitt fram með sína fyrstu kúbisku mynd „Konumar í Avignon". Kandinsky hefur sjálfur í grein, sem einmitt birtist í tímariti Der Sturm í Berlín árið 1913 (þeim sama félagsskap sem Finnur sýndi með síðar) gert grein fyrir þróuninni í verkum sínum og lýst baráttunni, sem hann átti í áður en hann tók það ráð að sleppa fyrirmynd- inni. Greinin nefnist „Litið til baka“. Hann byrjar á að skýra frá sínum fyrstu bernskuminningum, er hann var þriggja ára gamall. Litina man hann glögglega, „Ijósan, Mfandi, grænan lit, hvitt, hárautt, svart og leirgult", þó lög- un hlut-anna sé sveipuð móðu í huga hans. Þá dregur hann fram nokkra atburði, sem hann hyggur að haíi haft mikil áhrif á þá þróun, sem seimna varð í list hans. Er þar fyrst að telja sólseturs- stund í Moskvu, fegurstu stundina, sem hann hefur upplifað. Og þetta sólar- lag hafði ekki aðeins stundaráhrií á hann. „Hvern sólskinsdag upplifði ég aftur þessi áhrif," segir hann. „Þau færðu mér gleði, sem seytlaði inn í dýpstu afkima sálar minnar, svo ég varð frá mér numinn. Um leið ollu þau mér sálarstríði, þvi ég skynjaði listina í heild og um leið getu mína, sem var svo óendanlega lítilfjörleg andspænis náttúrunni. Það liðu mörg ár þangað til tilfinningar mínar og heilabrot færðu mér þá einföldu lausn, að takmark og leiðir listarinnar og náttúrunnar eru bæði rökfræðilega og i eðli sínu ólík, en að hvort tveggja er álíka mikilfeng- legt og máttugt. Þessi niðurstaða, sem í rauninni ræður nú í verkum mínum, svo einföld og eðlileg sem hún er, losaði mig við þessar gagnslausu áhyggjur af tilgangsleysi markmiðsins, sem ég stefndi að án þess að því yrði náð. Hún létti af mér sálarstríði, gerði mér fær- ara að njóta náttúrunnar og listarinnar, svo fullkomið jafnvægi náðist. Þetta dugði til þess að ég skynjaði með allri sálu minni og öllum mínum tilfinning- um möguleikann á tilveru listar, sem enn var óskiigreind og sem nú í dag er andstæða fígúrativrar listar og hefur verið nefnd abstrakt list.“ Mynd eftir Monet á impressionista- sýningu í Moskvu og sýning á óperunni Lohengrin eftir Wagner í hirðleikhúsinu í sömu borg orkuðu sterkt á Kandinsky. Ósjálfrátt fann hann að „efnið vantaði á þessa mynd eftir Monet" og i óper- unni hafði hann fyrir augunum alla lit- ina sína, beinMnis sá þá, og fyrir fram- an hann mynduðust rugldngslegar og næstum fjarstæðar línur. 1 Múnchen vann Kandinsky sem óður maður, iðulega á nóttunni: „1 vinnu- stofunni sleppti ég öllum hömlum og hugsaði lítið um tré eða hús,“ skrifar hann. „Ég markaði með hnifnum mín- um strik og bletti á léreftið og lét það hljóma eins sterkt og ég gat. í mér endurómaði sólsetursstundin í Moskvu. 1 þessum bjarta blæ, sem hvíldi yfir Múnchen, hafði ég fyrir augunum sterku skuggana og samanþjöppuðu lit- ina frá Scala. Þegar ég svo kom heim til min, gripu mig djúpstæð vombrigði. Mér fundust litir mínir dauflegir og tilþrifaliblir og allt mitt erfiði árangurs- laust strit við að ná svip náttúrunnar." Loks reið smáatvik baggamuninn: „Nokkru seinna hreifst ég af óvæntri sýn, og það í sjálfri vinmustofumni i Múnchen . . . Þetta var í rökkurbyrjun. Ég var að koma heim með litakassann minn frá að gera nokkra uppdrætti. Ég var enn niðursokkimn í hugsanir mín- ar og undir áhrifum frá afloknu starfi, þegar ég sá allt í einu á veggnum óvið- jafnanlega fallega mynd, sem geislaði innri ljóma. Ég stanzaði þrumu lostinn. Svo gekk ég nær þessari dularfullu mynd, sem ég gat aðeins séð í form og liti, án þess að gefca fengið nokkra merk- ingu í hana. Ekki leið þó á löngu áður en ég fann lykilinn að gátunni: þetta var mynd eftir sjáLfan mig, sem hékk á hlið. Daginn eftir reyndi ég í fullri dagsbirtu að endurlifa áhrifin frá kvöld- inu áður, en tókst það ekki nema að nokkru. Jafnvel þó myndin héngi á hlið, sá ég alltaf fyrirmyndina. Auk þess vantaði birtu ijósaskiptanna. Þá varð mér Ijóst, svo að ekki varð um villzt, að fyrirmyndimar voru til óþurftar myndum mínum. Skelfilegt hyldýpi opnaðist fyrir fótum mínum, en um leið opnuðust mér ótal möguleikar og alls kyns mikilvægar spumingar leituðu á. Sú mikilvægasta: Hvað á að koma í stað fyrirmyndarinnar? Ég stóð andspænis hættunni á skreyt- ingalist og ég hlaut að skelfast tilhugs- unina um tjáningarsnauða tilveru hagra forma. Ég náði ekki þeim myndlistar- formum, sem ég vinn með í dag og sem ég vona og vil að haldi áfram að þró- ast, fyrr en eftir margra ára þolmæð- isvinnu, eftir að hafa stöðugt brotið heilann um þetta, eítir að hafa gert ótal samvizkusamlegar tilraundr til að ná áhrifaríkum, hreinum formum og láta þau lifa í abstraksions sinnd, eftir að hafa sökkt mér dýpra og dýpra ofan í ómælanlegt djúp. Það leið langur tími áður en ég fann viðunandi svar við spumingunni: Hvað á að koma í stað fyrirmyndarinnar?" verið okkur íslendingum mjög mikilsverð og borið raiumjhæfain árangur á mörg- um sviðum. Má t.d. mirma á Iðmþróuiniarsjóðiiin, sem sett- ur er á stofn af öllum Norð- urlöndunum og mun hafa mikia þýðinigu fyrir íslensk- an iðniað á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.