Morgunblaðið - 06.11.1970, Side 27
MORGUJSTBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBBR 1970
27
— Borgarsjóður
Frainhald af bls. 28
í*á ræddi Geir HaiI'Igrítmsson
um e i'gn.aibreyt Lnig’air og saigði, a0
nokkrir íraimlkvæfmdaliiðQir faenu
fram úr áætlun. Mumaði t>air
inwlkki um, að greilðalia fyriir
ákvæ'ðisvinnu er bumdin við
byggingavísitöiu, seim hiefur
(haeklkað.
Tii þess a@ tmæta þessami út-
gj aild a a'ukningu sagði borgar-
atjóri, að gert vaeri ráð fyrir, að
tekjur umf'raim fjáihagsáætkun
fairi 10,2 milljómiuim íkir. fraim úr
áætlum. Skuld abréf alán uumfraim
áætlun yrðu 45 milljómir kr.
Gert væri ráð fyrir hagistæðiuim
greiðslujöfnuði noklkwrra fyrar-
tækja borgarsjóðis og yfirdiráttiur
á hiaupareikmiiingi yrði aukimm.
>á sagði borgarstjóri, að inm-
heimta Gjaldheimtumnar væri
53,71%, en skilun í borgarsjóð
52,81%. Sambærilegar tölur í lok
október á fyrra ári voru 52,25%
og 51,83%, þannig að innheimt
an er nú 1,46% betri. Mumur á
innheimtu og skilun stafaði af
því, að haldið væri eftir af inn-
heiimtunmi fé til greilðslu rekstrair
kostnaðar Gjaldheimtunnar. Bók
færðar væru nú til innheimtu
280,5 milljónir kr. en sikilum væri
127,8 millj. kr. eða 45,58%. í lok
októbers síðasta árs hafi þetta
hlutfall verið 50,44%, þannig að
eftirstöðvainnheimta sé nú irni
5% lakari. Borgarstjóri sagði
síðam, að innheimta fasteigna-
gjalda væri nú orðin 171,4 millj
ónir kr. af 197,1 millj. kr. til inn
h.eimtu. Eru það 86,96% á móti
90,11% á saana tírnia í fyrra.
Björgvin Guðmuridsson þakk-
aði svar borgarstjóra og fór
nokkrum orðum um upplýsing-
ar þær, sem fram komu í ræðu
hans. Björgvin sagði, að borgar
stjóri hefði sagt ástæðuna fyrir
þessum útgjaldaauka vera kaup-
hækkamx sl. vor og verðhækk-
anir, sem fylgt hafi í kjölfarið.
ihetta væri að sánu áliti aðalá-
stæðam. En hér er iiíka um kosn-
dmigaár að ræða og reynsla sýnir,
að þá er eyðsla borgarsjóðs meiri
en önnur ár, sagði Björgvin.
Geir Hallgrimsson tók aftur til
máls. Hann minmti á, að rekstr-
arútgjöldin færu ekki fram úr
fjárhagsáætlum, ef tekið væri
tillit til verðhækkana, nema um
900 þúsumd kr. Með þessu væri
upplýst, að hver einasti útgjalda-
liður ætti sér skýringu í verð-
hækkunum ársins. Það sem ef
til vill væri skýrinigar vert væri
útgjaldaaukniing vegna félaigs-
mála, en þar kæmi aftur á móti,
að ekki væri gert ráð fyrir út-
gjaldaaukningu vegma gatma- og
holræsagerðar. Ég mótmæli því
öllum aðdróttunum um, að hér
sé misfarið með opinbert fé á
kosningaári, sagði borgarstjóri.
Ástæðuna fyrir því, að ekki yrðu
hækkanir vegna gatna- og hol-
ræsagerðar væru þær, að kostm-
aðaráætlun hefði verið rúm og
íramkvæmdir orðið ódýrari en
gert var ráð fyrir.
Frá Kvikmynda-
klúbbnum
Kvikmyndakiúbburinn byrjar
vetrarstarfið í Norræna húsinu
laugardaginm 7. nóvember n.k.
kl. 15,30 með sýningu á mynd
Eisensteims OKTOBER, sem gerð
var árið 1927. Myndin var frum-
sýnd 1928. Hún er gerð í tilefni
af 10 ára afmæli byltingarinnar
eftir bók Reeds: „Tíu dagar, sem
skóku heiminn á grunmi“.
Ný félagsskírteimi verða af-
greidd í Vonarstræti 12 kl. 5—6
föstudaginn 6. nóvember og frá
kl. 2 á laugardag í Norræna hús
inu.
(Frá Kvikmyndaklúbbinum)
Togari af þessari gerð var keyptur til Sauðárkróks.
— Skuttogari
Framhald af bls. 28
skips muni atvinnuástand staðar
ins breytast mjög til batnaðar.
Enn hefur ekki verið ákveðið um
ráðningu skipstjóra, né skips-
hafnar að öðru leyti. — Fram-
kvæmdastjóri Skjaldar h.f. er
Árni Guðmundsson Sauðárkróki.
— Jón.
— Rányrkja
Framhald af bls. 28
bátafloti veiddi 4000 tonn af
rækju á vertíðinni. Leyfilegt er
að hver bátur veiði sex tonn á
viku, en hámarksaflamagn er 160
LIU
Framhald af hls. 28
ekki kost á sér til formanns
áfram, en hanm hefur gegnt for-
mannssstarfi í LlÚ í 26 ár.
1 upphafi ræðu sinmar minnt-
ist formaður sjö útvegsmanna,
sem létust síðan síðasti aðal-
fundur var haldinn og 19 sjó-
manma, sem drukknað hafa. í>á
minntist formaður dr. Bjarna
Benediktssonar, forsætisráð-
herra, er lézt 10. júlí sl. Ræða
Sverris Júlíussonar er birt í
blaðinu í heild.
Aðalfundur LÍÚ var settur í
Akoges-húsinu kl. 4 af Sverri
Júlíussyni, sem jafnframt flutti
ársskýrslu stjórnarinnar. (Sjá
bls. 15 í dag).
Jón Árnason, alþingismaður
frá Akranesi var kjörinn fund-
arstjóri og fundarritari Gunnar
Hafsteinsson.
Að lokinni skýrslu Sverris
ávarpaði Björn Guðmundsson,
útvegsbóndi, fundinn og bauð
gesti velkomna til Eyja og jafn-
framt rakti hann nokkuð út-
gerðarsögu Vestmannaeyja síð-
an um aldamót. Gat hann um
aflabrögð og aflaverðmæti frá
Eyjum á þessu ári, sem eru þeg-
ar um 50 þúsund tonn af bol-
fiski og 74 þúsund tonn af loðnu.
Aflaverðmæti þetta ár frá Eyj-
um kvað Bjöm áætlað 1300
milljón krónur eða um 15% af
útflutmngsverðmæti þjóðarinn-
ar. Benti hann jafnframt á að
2% þjóðarinnar búa í Vest-
mannaeyjum.
Sigurður Egilsson, forstjóri
LlÚ, las upp reikninga inin-
kaupadeildar LlÚ og Landssam-
bandsins. Og Jón Árnason al-
þingismaður, flutti skýrslu inn-
kaupadeildar.
Þá var gengið til nefndakosn-
inga og tillögur hinna ýmsu
svæðisfélaga lagðar fram. Kom
þar fram að mörg brýn mál eru
á dagskrá aðalfundar LlÚ.
Nefndir störfuðu í kvöld, en á
morgun verður nefndarfundum
og almennum fundarstörfum
haldið áfram. Þó munu fulltrú-
ar áður fara í skoðunarferð um
Eyjar i fyrirtæki þar í boði Út-
vegsbændafélags Vestmanna-
eyja.
Kl. 4 mun sjávarútvegsráð-
ráðherra, Eggert G. Þorsteins-
son, ávarpa fundinn.
Fulltrúar á fundinum komu til
Eyja með Herjólfi í blíðskapar-
veðri og skörtuðu Eyjarnar sínu
fegursta.
— A. J.
tonn á viku. Staðreyndina kvað
Guðmundur vera þá, að algjör
rányrkja væri stunduð á ýsu- og
þors’kaseiðum í rækjutrollið, eins
og málin stæðu nú. Guðmundur
kvað það vera álit þeirra, sem
hafa stundað rækjuveiðar við
Djúp að þessi mál væru komin
i algert óefni og kæmu til með
að gera út af við þennan veiði-
skap á skömmum tíma. Og ef til
vill annan veijliskap. „Djúpið
verður þá ekki lengur gullkista
Vestfjarða“, sagði Guðmundur.
Síðan rækjuveiði hófst hefur
ával'lt borið rwxkkuð á því að lítil
fiskseiði kæmu í rækjutrollimu.
Hins vegar hefur ýsu- og þonslk-
seiðaveiði verið mieð slíkum ó-
dæmum í haust, að' um full-
komna rányrkju er að ræða. Guð
mondur sagði að gierð hefði verið
tilraun ti'l þess að fá Hafraam-
sókniastofnitunina til að segja álit
sitt á þassu, en niðurstaða ligg-
ur ekki fyrir ennlþá. Þá sagði
Guðmundúr að þess væru dæmi,
að tveir menn á rækjubáti hefðu
ékki baft undan við að hreirusa
fiflkseiðin úr rækj-utrollliinu úr
afla dagisiins. Jafnvel hefðu sjó-
mienn 'þuirft að fá mannafla í
landi sér til aðstoðar í því efni.
Meðal sýnishorna, sem hafa ver-
ið tefcin af aflanum, niefndi hamn
að 11 fcg af ræfcju veiddust á
inóti 7 fcg af fiskseiðum og
næmu fisksedðin því 40% af atfla
bátanna.
Eins og fyrr getur er hámarks
aifli á bát 6 tonn aif ræku yfir
vifcuna og þá má reifcna með 4
toninium aukreitis af fiskseiðum.
Sé reilfcnað með að hvert seiði
sé 10 gr gera þessi 4 tonn 400
þúsund seiði. Þar er um að ræða
400 tonin af eins kg þunigum fiski,
en 2000 tonn á viku miðað við
meðalfisk, 4—5 kg, og er þá gert
ráð fyrir að öll seiðin komist á
legg. — A. J.
— Sverrir
Júlíusson
Framhald af bls. 17
geta þess að gengisfellingin
1968 átti að langmestu leyti ræt
ur að rekja til verðfalls á fisk-
afurðum og aflabrests heima fyr
ir.
Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum tóku á móti fulltrúum
ólfi til Eyja.
á aðalfund LÍÚ, sem komu með Herj-
GAGNAÖFLUN UM
EFNAHAGSMÁL
Seinustu 10 árin hefir verið
unnið að því sleitulaust og
margfalt rikara mæli en áður að
afla gagna og vinna úr gögnum
um þjóðarbúskapinn alveg sér
staklega sjávarútveginn. Hefir
það orðið til stórfellds gagns og
auðveldað stjórnvöldum að átta
sig á efnahagsástandinu á hverj
um tíma, og til að taka réttar
ákvarðanir. Þessu starfi verður
áreiðanlega haldið áfram og kvi
arnar færðar út. En ég held, að
nú sé hvað brýnast að finna leið
ir til að leggja þessar niðurstöð
ur fyrir almenning á einfaldan
og skýran hátt. Er mjög athug-
andi að verja nokkrum tíma
framhaldsskólum til að kynna
þessi mál og leita ætti liðsinnis
verkalýðsfélaga og heildarsam-
taka þeirra um aðstoð til að
fræða meðlimi félaganna um
þau. Ella hygg ég að ekki verði
lát á hóflausum kaupkröfum,
sem öllum er til tjóns, jafnt þeim
sém þær gera sem öðrum.
Almennur skilningur og þekk
ing á höfuðþáttum atvinnullfs-
ins, þörfum þess og lögmálum,
er nauðsynlegur grundvöllur
þess, að stöðvað verði það kaup-
gjalds- og verðlagskapphlaup,
sem sífellt háir heilbrigðum at-
vinnurekstri hér á landi. Ef
þessu fengist framgengt, er ég
viss um að réttindabarátta ís-
lenzkra útvegsmanna yrði mun
auðveldari og er það vissulega
ein af óskum mínum þeim til
handa, að svo megi verða.
ÞAKKIR OG
ÁRNAÐARÓSKIR
Þegar ég að loknum þessum
aðalfundi, læt af beinum afskipt
|Um af félagsmálum útvegsmanna,
er hugur minn fullur þakklætis
fyrir þann trúnað, sem mér hef-
ir verið sýndur, að fela mér odd
vitastarf samtaka okkar svo lang
an tíma.
Ég játa það hreinskilningslega
að það traust hefir oft yljað mér
og haft áhrif á ákvarðanir mín-
ar í þessum efnum. Og þakklæti
fyrir þá vináttu, sem bæði
stjórnendur og félagsmenn í
heild hafa hverju sinni sýnt mér.
Það er vafalaust betra að vita
ekki hlutina fyrirfram, og vissu
lega gerði ég mér ekki grein fyr
ir því, fyrir 26 árum, þegar ég
var fyrst kjörinn formaður sam
takanna, að sú ákvörðun ætti eft
ir að móta svo mjög líf mitt og
starf, sem raun hefir á orðið.
Mig minnir, að ég hafi sagt í
ávarpsorðum mínum, eftir að ég
var fyrst kjörinn formaður, að
ég treysti á samstarf og sam-
heldni félaganna, því undir því
væri raunverulega líf og fram-
tíð samtakanna komið.
Að samtök okkar eru það afl,
sem þau eru í þjóðfélaginu i dag,
bæði virt og tekið tillit til, er
að þakka samheldni félagsmanna
og þrotlausu starfi mjög margra
manna.
Það er því ekkert kurteisis-
hjal, þegar ég á þessum tímamót
um starfsævi minnar, færi þakk-
ir þeim stóra hópi manna.
Og mér er bæði Ijúft og skylt
að minnast sérstaklega á þrjá
menn, Finnboga Guðmundsson,
Ingvar Vilhjálmsson og Ólaf
Tr. Einarsson, er setið hafa í
stjórn samtakanna jafn langan
tíma og ég hefi verið formaður,
svo og Loft Bjarnason, sem ver-
ið hefir varaformaður samtak-
anna sl. 23 ár.
Þá vil ég einnig þakka af al-
úð öllu starfsfólki samtakanna,
sem starfað hefir fyrir samtök-
in, og alveg sérstaklega núver-
andi starfsfólki, sem hefir flest
starfað lengi, sumt yfir 20 ár.
Sýnir það, að samtökin hafa átt
mannheill að fagna, hvað starfs-
fólk snertir.
Skömmu eftir að ég var kjör-
inn formaður L.I.Ú., sendi vinur
minn mér bók, er á var letrað:
„Hafðu hvern hlut á sínum stað,
og ætlaðu sérhverju starfi
áhveðna stund.“
í starfi mínu tel ég mig hafa
haft viðleitni til að uppfylla
þetta spakmæli. Mér er fyllilega
ljóst að margt hefði mátt betur
fara, en ég leyfi mér að fullyrða,
að viljann til að vinna samtök-
unum og útgerðinni í heild vel
hefir ekki vantað. Yrði það ykk
ar dómur, myndi ég vel við una.
Þegar ég nú stend á þessum
tímamótum verð ég að játa, að
mér verður söknuður í huga,
því að svona langt, samfleytt
starf tekur mann föstum tökum,
og óhjákvæmilega er það átak,
sem skilur eftir tómarúm, sem
ekki verður samdægurs fyllt, að
láta af þessu starfi.
Að lokum árna ég samtökun-
um allra heilla. Það er ósk mín
og von að þeim takizt með
drengilegu starfi að efla hag ís-
lenzkrar útgerðar og sjávarút-
vegsins í heild; vinna þar með
eigin málefnum gagn og þjóðar-
hag, og að okkur takizt að
standa sameinaðir um velferð is-
lenzks sjávarútvegs.
„Meðvitundin um að vera
sterkur, eykur styrkleikann.“