Morgunblaðið - 18.11.1970, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.11.1970, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 18. NÖVBMBER 1970 FALLEGAR HANDPRJÓNAÐAR dömupeysur, húfur o. fl. óskast. Nánari upplýsingar gefur Miss Diana FoHette Girdwood, Alaska. Vinsam- tegast skrifið á ensku. D7FJARÐÝTA með Ripper t'tl teigu. Þaul- van-ir ýtustjórar. Sími 41367. JÓLAFÖNDUR fyrir börn, 4ra—10 ára. Inn- ritun í síma 35912. Lára Lárusd.. Suðurgötu 4. SALTFISKVERKUNARHÚS á Suðumesjuim til söliu. Ver- búð, þurrkunnara ðstaðe. — Tjíb. mefkt „6111" sendist Mbl. KEFLAVlK Voíkswagen, árg. '61 trl söiu. Uppl. ! síma 1236, eTttw ki 19. UNG KONA óskar eftir atvinnu, talat öM Norðurkanda tungumél og eneku. Sími 21084. CORTINA 1970 TIL SÖLU með útvarpi og nýjum smjó- dekkjum að aftan. Uppl. í s!ma 16177. BYGGINGASAMVINNUFÉLAG lögireglumanna ! Rvíik augl ýs Ir. Tvaer félagsíbúðiir tiJ söliu. Þeit, sem neyta vilija for- kaupsréttar hafi samib. við formann f. miðv.d. 25. þ.m. AKRANES Til sölu er 5 herib. íbúð að Kirkjubraut 7. Nánairi uppl. sima 93-1290. TIL SÖLU stór TKN hjóisög með steða (rvotuð). Uppl. eftir M. 6 í síma 51846. VERZLUNARHÚSNÆÐI Ósikum eftir iitiu verzlunar- húsn. I Miðbae. frá naestu ára mótum. Titb. ásamt uppl. um stærð og stað sendist Mfot m.: „6112" fyrir hád. á laug- erdag. KEFLAVlK Til sölu Skoda 1000 MB, árg. 1968 ! mjög góðu lagii. Taekifaerisverð. Uppl. í síma 1611. UNGLINGSPILTUR óskast nokikra tíma á dag til sendiferða. Brfreiðastöð Steindórs. Sími 115é& KONA MED 1 BARN ósskar eftir Btilii B>úð sem næst Kteppi. Má vera 1 herb. og eMunarpiáss. Uppi. í síma 82078. TU. SÖLU vel með farinn Moskwitch árg. '64. Uppí. í síma 26855. Kort til styrktar einstæðum foreldrum Félag einstæðra mæðra gefur út 4 jólakort til styrktar starf- semi sinni. Á þeim eru myndir teiknaðar af börnum. Kortin fást hjá stjórn félagsins. Myndin hér að ofan er teiknuð af 10 ára barni. VISUK0RN Frú Sigurrós 50 ára Fimmtug er frúin merka, fúsust til góðra verka móðirin mikla og hressa, megi þið Drottinn blessa. Ulja Bjömsdóttir. Gangið úti í góða veðrinu ' o DAGB0K Jesú sagði: Saell er sá sem ekki hneykslast á mér. (Lúk. 7.23). f dag er miðvikudagur 18. nóvember og er það 322. dagur árs- ins 1970. Eftir lifa 43 dagar. Árdegisháflæði kl. 9.29. (Cr fslands almanakinu). AA samtökin. ''iðlalstími er í Tjarnarg-ötu 3c alla virka daga frá kl. 6—7 e.h. Sirnf <5373. Almrennar npplýsingar sn Iæknisþjónustu i borginnl eru gefnar nmsvara Læknafélags Reykjavikur, sima 18888. lækningastofur eru tokaðar á laugardögum yfir sumarmánuðina Tekig verður á móti ueiðnum um lyfseðla og þess háttar að Grj’ðastræti 13 síimi 16195. frá kl. 9-11 á iaugardagsmorgrjum Báðgjafaþjónusta Geðverndarfélagsins þriðjudaga kl. 4—6 síðdegis að Veltusundi 3, sími 12139. Þjón- ustan er ókeypis og öllum heim- U. Næturlæknir i Keflavík 17.11. og 18.11. Arnbjörn Ólafs. 19.11. Guðjón Klemenzson. 20., 21. og 22.11. Kjartan Ólafs. 23.11. Ambjörn Ólafsson. Ásgrímssafn, Bf.rgstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kL 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Spakmæli dagsins Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi. ttf i ÖORl FRETTIR Kvenfélagið Hrund og Iðnaðar- mannaféiagið i Hafnarfirði halda sameiginlegan skemmti- fund fimmtudaginn 19. nóv. kl. 8.30 í Félagsheimilinu. Berklavörn, Hafnarfirði Spilum í kvöld í Sjálfstæðishús inu kl. 8.30. 99 Grétu þá í lautu góðir blómálfar 46 t dag kynnum við skáldið Jónas Hallgrímsson, sem raunar er lítil þörf á að kynna fyrir þjóðinni, því að svo alþekktur og ástsæll er hann í hugum allra íslend- inga. Jónas fæddist að Hrauni í Öxnadal 16. nóvem- ber 1807. Faðir hans var séra Hall- grímur Þorsteinsson, þá prest ur í Öxnadal, en móðir hans hét Rannveig Jónsdóttir. Fað ir hans drukknaði við sil- ungsveiðar þegar Jónas var 9 ára, í Hraunsvatni, sem ligg ur rétt undir Hraundröngun- um. Prestsekkjan hélt áfram búskap á Steinsstöðum, rétt utar i dalnum og handan ár- innar, en Jónas var tekinn í fóstur hjá frændfólki frammi í Eyjafirði. Sextán vetra kom hann i Bessastaðaskóla, og var þar við nám í sex vetur. Vorið 1829 lauk hann þaðan prófi. Ekki taldi hann sig hafa fé, að svo komnu til náms í Kaupmannahöfn, en réðst um þriggja ára skeið sem aðstoðarmaður hjá dönsk um embættismanni í Reykja- vik. Sumarið 1832 sigldi Jón- as til laganáms við Kaup- mannahafnarháskóla, en hætti því brátt og tók að leggja stund á nátt- úruvísindi og bókmenntir. 1837 stundaði hann náttúru- rannsóknir á Islauidi, og nokkur næstu sumpr einnig, en hann hafði þá fengið nokk um styrk til þeirra. Ferðað- ist hann viðsvegar um land, oft í slæmum veðrum, og hlaut að því heilsuleysi Hann var alltaf fátækur mað ur. Haustið 1842 fór hann al- farinn til Kaupmannahafnar, dvaldist þar og í Sórey, en andaðist 26. mai 1845, rúmlega 37 ára að aldri, og er sagan af dauða hans alkunn, og verður ekki rakin hér. Fræg er aðild hans að tima ritinu Fjölni, ásamt séra Tóm- asi Sæmundssyni, Konráði Gislasyni og Brynjólfi Péturs syni, og þar í birtust mörg beztu kvæða hans. Fyrsta ljóðabók hans kom út 1847 og hét Ljóðmæli. Síðan hafa kvæði hans og sögur komið út í mörgum útgáfum, efnnig bréf hans og ritgerðir, og margar sevisögur hans hafa birzt, bæði með kvæðum hans og einnig sér. Erfitt er oft á tíðum að gera upp á milli kvæða hans, enda hafa þau lifað á vörum þjóðarinnar í meira en rúmlega öld. Vegna kvæðisins, sem hér verður val ið til kynningar á kveðskap þykir mér rétt að rifja upp stuttlega atburðinn, sem var neistirm að því kvæði. Þetta er kvæðið Ferðalok. Þegar Jónas var rúmlega tvítugur, varð hann á norð- urleið úr skóla samferða Gunnari Gunnarssyni presti i Laufási við Eyjafjörð og Þóru dóttur hans, kornungri og ástúðlegri stúlku. Þau Jón as og Þóra felldu hugi saman, en leiðir þeirra skildu hjá Steinsstöðum í Öxnadal. Jón as hvarf heim til móður sinn- ar að Steinsstöðum, en Þóra að Laufási með föður sínum, og bar íundum þeirra aldrei saman eftir þetta.“ „Þeini var eigi skapað nenia að skilja“ eins og segir i fornu viðlagi, en Jónas var á öðru máli, því að í lolt þessa kvæðis hans um ferðalokin hjá Steinsstöð um segir hann svo: „en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið.“ — — Fr.S. FEBöALOK Ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla næturský. Hlóhún áhimni; hryggur þráir sveinn í djúpum dali. Veit ég, hvar von öll og veröld mín glædd er guðs loga. Hlekki brýt ég hugar og heilum mér fleygi faðm þinn í. Sökkvi ég mér og sé ég í sálu þér og lífi þínu lifi. Andartak sérhvert, sem ann þér guð, finn ég í heitu hjarta. Ttndum við á fjalli, tvö vorum saman, blóm í hárri hlið. Knýtti eg kerfi og i kjöltu þér lagði ljúfar gjafir. Hlóðstu mér að höfði hringum ilmandi bjartra blágrasa, einn af öðrum, og að öllu dáðist, og greipst þá aftur af. Hlógum við á heiði, himinn glaðnaði fagur á f jallabrún. Alls yndi þótti mér ekki vera, utan voru lífi lifa. Grétu þá i lautu góðir blómálfar, skilnað okkarn skildu. Dögg það við hugðum, og dropa kalda kysstum úr krossgrasi. Hélt eg þér á hesti í hörðum straumi og fann til fullnustu blómknapp þann gæti ég borið og varið öll yfir æviskeið. Greiddi eg þér lokka við Galtará vel og vandlega. Brosa blómvarir, blika sjónstjörnur, roðnar heitur hlýr. Fjær er nú fagurri fylgd þinni sveinn í djúpum dali. Ástarstjarna yfir Hraundranga skín á bak við ský. Háa skilur hnetti heimingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilifð að skilið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.